Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 Útlönd Stuttar fréttir dv Nýjar ásakanir um kvennafar gera Clinton Bandaríkjaforseta lífið leitt: Neitar að hafa átt kynmök við lærling Bill Clinton Bandaríkjaforseti vísaði á bug í gær alvarlegum ásök- unum um að hann hefði átt kyn- mök við unga konu sem var í starfs- þjálfun í Hvíta húsinu og síðan hvatt hana til að ljúga til um sam- bandið. Hið síðastnefnda er sak- næmt athæfi, ef rétt reynist. Flestir Bandaríkjamenn telja að Clinton hafi átt í kynferðislegu sambandi við lærlinginn, hina 24 ára gömlu Monicu Lewinsky, en að- eins 39 prósent þeirra telja að hann hafi fyrirskipað henni að ljúga um það. Þetta kemur fram í skoðana- könnun á vegum CNN, USA Today og Gallup. Ásakanirnar komu fram í dags- ljósið þegar upplýstist að Kenneth Starr, sérstakur saksóknari í Whitewater fasteignahneykslinu, ætlaði að kanna hvort Clinton og lögfræðingurinn Vernon Jordan hefðu þrýst á Lewinsky að ljúga við yfirheyrslur hjá lögfræðingum Paulu Jones, konunnar sem hefur kært Clinton fyrir kynferðislega áreitni. Starfsmenn Starrs fengu dómsúr- skurð í gær um að þeim skyldu af- hent öll gögn sem varða málið. TaJsmaður Hvíta hússins sagði að þar á bæ yröu menn samvinnuþýð- ir. Monica Lewinsky, 24 ára fyrrum lærlingur í Hvita húsinu, er aö gera allt vit- laust í Washington meö frásögnum sínum aö meintu ástarævintýri meö Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Simamynd Reuter Starr fékk vitneskju um samband Clintons og Lewinsky úr leynileg- um segulbandsupptökum sem Linda Tripp, fyrrum starfsmaður í Hvíta húsinu í forsetatíð bæði Clintons og Georges Bush, gerði á samtölum sínum og Lewinsky. í upptökunum segir Lewinsky frá ástarsambandi sínu við Clinton, sem, að hennar sögn, stóð í átján mánuði. Tímaritið Newsweek skýröi frá því á heimasíðu sinni í gærkvöld að á upptökunum segi Lewinsky frá því að hún og forsetinn hafi skipst á gjöfum og bréfum. Á einum stað kallar hún hann „ógeð“. Dagblaðið Washingon Post sagði í morgun að Clinton hefði í yfir- heyrslum hjá lögfræðingum Paulu Jones neitað að hafa haft kynmök við stúlkuna en þó viðurkennt að hafa skipst á gjöfum við hana. Henry Hyde, þingmaður repúblikana og formaður laga- nefndar fulltrúadeildarinnar, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN að ásakanimar um að hafa hvatt til meinsæris væru mjög alvarlegar. „Ef hann (Starr) kemst að þvi að þessar ásakanir eru sannar, kynni svo að fara að stefna þyrfti forsetan- um fyrir afbrot í starfi," sagði Hyde. Reuter Heilalaust barn Kona í Torino á Ítalíu ákvað að fæða barn sitt þó henni væri tjáð á meðgöngu að það væri heila- laust. Konan vill að líffæri úr barninu verði notuð til ígræðslu. Arafat I Washington Yassir Arafat, leiðtogi Palest- ínu, kom í gær til Washington og hóf þegar viðræður við yfirvöld þar. Hann ítrekaöi kröfu Palest- ínumanna um að ísraelar kalli heim her sinn af stærra svæði af Vesturbakkanum en þeir hafa boðist til. Albright, ut- anrikisráðherra Bandaríkjanna, bað Arafat um að einbeita sér meira gegn hryðjuverkastarfsemi til að koma til móts við kröfur ísraela um meira öryggi. Hafna tillögu íraka Bandarisk yfirvöld hafa hafnað tillögu íraka um að frysta vopna- eftirlit Sameinuðu þjóðanna í for- setahölium i írak. Boðið til Kína Kínverska stjómin hefur boðið Mary Robinson, mannréttinda- fulltrúa Sam- einuðu þjóð- anna, til Kína. Robinson mun ætla að þiggja boðið en ekki hefur verið ákveðið hvenær heim- sóknin verður. Vonast er til að viðræður við æðstu ráðamenn í Kína leiði til að þeir skrifi undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna um pólítísk og borgaraleg réttindi. Reuter ER í FULLUM GANGI '11 ,-I c, 'I c.í'í. c'I... a '.I. i c /av 11 Vertu ve Ih víld/ur á nýju ári ‘ Rúmteppasett •Rúr • Sjónvarpssófar •Kommóður • Vœrðarvoðir • Handklœði • Dýnuhlífar •Lök - Ptfulök o.fl. Mörkinni 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 AFSLATTUR Viö styðjum viö bakiö á þér 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.