Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 17
Blcmd í nolcci Ástraiskur lögreglumabur heldur á 27 tómum lyfjaglösum sem fundust eftir brottför Kínverja frá Perth. Símamynd Reuter 27 tóm lyfjaglös Lyfjaneysla Kínverja á HM í sundi í Perth verður augljósari með hveijum deginum sem líður. ! gær fann lögreglan mikið af tómum lyfjaglösum í vistarverum kínverska sundfólks- ins eftir að það var farið til síns heima. Ekki hefur enn verið staðfest hvert innihald lyfjaglasanna var en víst er að margir telja víst að í glösunum hafi verið ólögleg lyf. Sama tegund lyfjaglasa fannst einnig á sal- emum á hóteli Kínverjanna. -SK 16 1 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 - FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 25 íþróttir DV DV íþróttir Lemgo lagði Grosswallstadt á útivelli, 24-26, í þýsku 1. deildinni í handbolta í gær. Marc Baumgartn- er skoraði 8 mörk fyrir Lemgo, Marosi 5 og Steph- an 4 en hjá Grosswallstadt skoraði Kunzeb 6, Richardon 5 og Klajic 4. Kiel lagði Massenheim, 25-17. Magnus Wislander skoraði 7 mörk fyrir Kiel, Perunicic 6 og Staffan Olsson 4 en hjá Massenheim var Volle með 4 mörk, Fuhrig 3 og Torgavanov 3. Kiel er efst í deild- inni meö 31 stig og Lemgo í öðru með 27 stig. Real Madrid var í gær slegið út úr spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu af 2. deildar liðinu Alaves. Real Madrid vann síðari leik liðanna í 4. umferðinni, 2-1, en þar sem liðið tapaði fyrri leiknum á útivelli, 1-0 komst Alaves áfram í keppninni. Talant Dujhsabaev, besti hand- knattleiksmaður heims, gæti verið á förum frá þýska liðinu Nettel- stedt. Dujhsabaev, sem er með 1,6 milljónir króna á mánuði í laun, vill fá launahækkun og hafa samn- ingaviðræður engu skilað hingað til. Hermann Hauksson, landsliðs- maður í körfuknattleik úr KR, er farinn til Belgíu. Þar leikur hann með 2. deildarliðinu St. Niklaas til vorsins. Savo Milosevic gæti leikið með Aston Villa gegn WBA í bikarnum á laugardag þrátt fyrir að hafa verið settur á sölulista. Framarar voru kátir eftir stórsigurinn gegn HK í gærkvöld enda langt síöan handknattleikslið Fram hefur leikiö til úrslita um titil í meistaraflokki karla. A myndinni eru frá vinstri: Guömundur Helgi Pálsson (Björgvinssonar), Daöi Hafþórsson, Guðmundur Guömundsson, þjálfari liösins, og Sigurpáll Árni Aöalsteinsson. Framarar mæta Valsmönnum í úrslitaleik. DV-mynd Brynjar Gauti „Börðum okkur saman" „Þetta var hörkuleikur frá upphafi til enda eins og bikarleikir eiga að vera. Þeir voru komnir með mjög vænlega stöðu, tveggja marka forskot þegar 5 minútur voru eftir, en þá náöum við að berja okkur saman og sigra," sagði Jón Kristjánsson, leikmaður og þjálfari Vals, eftir leikinn gegn ÍBV i gærkvöld. „Nú verður þetta Reykjavikurslagur í úrslitunum og lið Fram er verðug- ur andstæðingur. Lið Vals og Fram hafa bæöi verið á góöri siglingu undan- farið og úrslitaleikurinn verður án efa skemmtilegur," sagði Jón. -SK jón Kristjánsson gífurlegar launakröfur hans sem Liverpool hefur neitað. Fowler hefur farið fram á tæpar sex milljónir króna í vikulaun og nú er svo komið að áhorfendur á Anfield Road eru famir að púa á goðið. Mörgum stuðningsmönnum liðsins finnst Fowler þurfa að leika betur áður en hann gerir miklar kröfur um launahækkun. Sigurður Bragason, ÍBV, lék með spelku á hægri hendi gegn Val þar sem hann brákaðist í síðasta leik. Hann náði sér aldrei á strik vegna þessa. Björn H. Jóhannsson skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bann- aöi hinni kunnu hljómsveit ÍBV, Stalla-hú, sem er verðlaunuð fyrir skapa góða stemningu á íþrótta- kappleikjum, að spila lög. Vitnaói Björn í útlendar reglu- gerðir. Stalla-húmenn voru ósáttir við þetta og í hálfleik fóru þeir að ritaraborðinu og tóku lagið fyrir eftirlitsdómarann. Stoke City hefur hafnað 500 þús- und punda tilboði í bakvörðinn Andrew Griffin frá Newcastle. Leicester City hefur einnig áhuga. Liö Lárusar Orra má síst við því að missa snjalla varnarmenn þessa dagana enda hefur því gengið frek- ar illa upp á síðkastið. Þvert á móti þarf liðið á nýjum mönnum að halda. -SK íþróttafréttir eru einnig á bls. 26 i dag Opna ástralska mótiö í tennis: Auðvelt hjá Pete Sampras Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras, besti tennisleikari heims, tryggði sér örugglega þátttökurétt í 3. umferðinni á opna ástralska meistara- mótinu í tennis þegar hann lagði ítalann Davide Sanguinetti í þremur settum, 6-2, 6-1 og 6-2. Sampras, sem á tit- il að verja, gerði út um leikinn á einni klukkustund og átti ítalinn, sem er í 94. sæti á heimslistan- um, aldrei mögu- leika. Þetta er fyrsta mótið sem Sampras tekur þátt í síðan hann varð fyrir meiðslum í úrslitum Davis bikarkeppn- innar seint á síðasta ári og því er almennt spáð að hann vinni þriðja sigur á ástr- alska mótinu og um leið 11. sigurinn á einu af stóru mótunum í íþróttinni. Af öðrum úrslitum í 2. umferðinni má nefna að Sví- inn Jonas Björkmann lagði Wayne Ferreira frá S-Afr- íku. Tékkinn Petr Korda hafði betur gegn Scott Draper frá Ástralíu, Vincent Spadera frá Bandaríkjunum sigr- aði Svisslendinginn Marc Rosset og heimamaðurinn Ric- hard Fromberg gerði sér lítið fyrir og lagði Spánverjann Carlos Moya. Hjá kvenfólkinu bar það helst til tíðinda aö Venus Williams frá Bandaríkjun- um hafði betur gegn systur sinni, spænska stúlkan Conchita Martinez sigraði Miriam Oremars frá Hollandi og Lindsey Daven- port frá Bandaríkjunum lagði Karinu Habsudovu. -GH Guðmundur. „Geysilega stoltur" „Ég er geysilega stoltur af mínum mönnum. Viö settum okkur það takmark í haust að fara alla leiö í bikamum og nú er langþráðu takmarki náö, að komast í úrslitin. Ég held að þessi leikur hafi setiö í huga minna manna þegar þeir töpuðu fyrir HK í síðustu viku og við vorum ákveðnir í að bæta fyrir þann leik. Það má kannski segja að þetta tap hafi þjappað mönnum saman. Við fómm vel yfir þann leik og ég er ánægður með karakterinn í strákunum. Allir sem einn í liðinu léku vel og menn fómuðu sér í verkefhið," sagði Guðmundur Guðmundsson. -GH „Það er gott að vera kominn í bikarúrslitaleikinn en ég hefði viljað betur spilaöan leik,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir átta marka sigur, 25-17, á ÍBV. Lið Sljömunnar hafði yfirhöndina allan leik- inn og tryggði endanlega sigurinn um miöjan seinni háifleik þegar það skoraði sjö mörk í röð á tólf mínútna kafla. Þá var staðan orðin 21-10. Herdís og Anna áttu góðan leik í siðari hálf- leik í hominu og Lijana Sadzon í markinu. Lið ÍBV saknaði greinilega Andreu Atladóttur sem lék ekki í gær. Eglé Pletiené átti stórleik 1 markinu og varði m.a. þrjú vítaköst í síðari hálfleik. Mörk Stjömunnar: Herdís 7, Anna 4, Nína 4/1, Ragnheiður 3/1, Sigrún 2, Inga Fríða 2, Inga 2, Hrund 1. Varin skot: Lijana Sadzon 15/2, Sólveg 2.Mörk ÍBV: Ingibjörg 6/4, Sandra 5/2, Guðbjörg 4, Stefanía 2. Var- in skot: Eglé Pletiené 20/3. -HI m Herdís Sigurbergsdóttir lék vel fyrir Stjörnuna gegn ÍBV í gærkvöld. Stjarnan í úrslitin ■■ I Mörk Fram: Sigurpáll Árni 8/2, Titov 5, rffllll Guömundur 4 Daði 4, Ármann 3, Njöröur 3, 1 Gunnar 3, Magnús 2, Vilhelm 1, Kristján 1, Reynir Þór varði 16/1 skot og Þór 2/1 skot. m mmÆ I Mörk HK: Alexander 7, Sigurður 5/2, Hjálm- IfSSS ar 4, Helgi 2, Gunnar 1, Óskar 1, Sindri 1, Jón | 1. Hlynur varði 3 skot opg Baldur 3/1. Alþjóðlegt svigmót í Austurríki: Sigríður 14. í svigkeppninni Alþjóðlegt svigmót á skíðum var haldið í Altenmarkt í Austur- ríki í gær og tóku tvær íslenskar stúlkur þátt í mótinu. Sigríður Þorláksdóttir lenti í 14. sæti og verður það _ __ aö teljast góður árang- Sjqríöur ur. y Theodóra Mathiesen féll hins vegar úr leik í fyrr umferðinni. Báð- ar þessar stúlkur verða með á Ólympíu- leikunum í Nagano sem hefjast 6. febrú- ar. Næsta FlS-mót is- lensku skíðamann- anna verður í Austur- ríki á morgun. -JKS „Vannst á sterkri vörn“ Víkingur hafði betur gegn KR/Gróttu, 20-18, en staðan í hálfleik var, 9-7. „Leikurinn vannst á sterkri vöm og viö héldum ró okk- ar þegar viö vomm komnar með forystuna," sagði Inga L. Þórisdóttir, þjálfari Víkings. Anna Kristín lék best Víkinga en hjá gestunum vom Anna Steinsen og Helga Ormsdóttir bestar. Guðmimda Kristjánsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Víking, Halla M. Helgadóttir 5 og Anna Kristín og Vibeke 2 hvor. Hjá KR/Gróttu skoraði Helga Ormsdóttir 8 og þær Anna Steinsen og Kristín Þórðardóttir 4 hvor. -BB Blcmd í poka Bjarki Sigurós- son og félagar hans í Drammen steinlágu fyrir Sandefjord, 32-20, í norsku 1. deild- inni I handknatt- leik 1 gær. Albanir gerðu sér lítiö fyrir og sigruðu Tyrki, 4-1, í vináttulands- leik í knattspyrnu í Ankara i gær- kvöld. AC Milan og Lazio komust í gær í undanúrslit Itölsku bikarkeppn- innar í knattspymu. AC tapaði fyr- ir Inter, 1-0, en vann samanlagt, 5-1, og Lazio lagði Roma, 2-1, og samanlagt, 6-2. París SG tókst ekki að komast á topp frönsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Liðið tapaði fyrir Bastia, 2-0, og er tveimur stigum á eftir Metz. Liö Stjörnunnar átti ekki í mikl- um erfíðleikum með að tryggja sér sigur gegn Selfyssingum í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Stjarnan sigraði, 75-102, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 35-45. Tveir leikir fóru fram i 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær- kvöld. Keflavík tók á móti ÍS og vann öruggan sigur, 78-57. KR-stúlkur áttu ekki í miklum erfiðleikum með lið ÍR. Lokatölur urðu 33-98 en staðan i leikhléi var 17-46. Þór og Fylkir skildu jöfn, 21-21, í 2. deild karla í handbolta á Akur- eyri. Fylkir var þremur mörkum yfir í leikhléi. Þór er efst með 16 stig, Grótta/KR með 15 og Fylkir er i 3. sæti með 14 stig. .qjj - Fram í úrslit eftir 12 marka sigur gegn HK í bikarnum Sirkusmark Framarans Njarðar Ámasonar eftir 30 sekúnda leik gegn HK í und- anúrslitum bikarkeppninar í handknattleik gaf svo sannarlega tóninn um hvað koma skyldi i Safamýrinni í gærkvöld. íkjölfarið fylgdu 5 mörk Framara í röð og eft- ir rúmlega átta minútna leik var staðan orðin, 6-0. Þetta var meira en HK-liðið þoldi í sínum fyrsta undan- úrslitaleik í bikarkeppninni frá stofnun félagsins og Framarar hreinlega tættu Kópavogsbúana í sig. Loka- tölur urðu 34-22 og Framar- ar því komnir í bikarúr- slitaleik í fyrsta sinn í rúm- an áratug. Það er greinilegt að Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari Framara, hefur les- ið hressilega yfir hausamót- unum á leikmönnum sínum eftir tapið gegn HK í deild- inni á dögunum. Framarar komu geysilega vel stemmd- ir til leiks og sigurviljinn skein úr hverju andliti á meðan HK-menn virtust þrúgaðir af taugaspennu í sínum fyrsta alvöruleik. Framarar léku geysilega sterka 6:0 vörn sem HK átti mjög erfitt að finna svar við leikmenn Fram sér til fulln- ustu og það má með sanni segja að þeir hafi verið bún- ir að gera út um leikinn á fyrsta stundarfjórðungnum. Það var sannkallaður meistarabragur á Frömur- um í gær og mér er það til efs að eitthvert annað lið hér á landi hefði getað stað- ist því snúning. Það var og sóknarleikur Framara var mjög skæður. Að sama skapi var HK-vömin mjög götótt og markverðir Kópa- vogsliðsins náðu sér engan veginn á strik og þeir voru reyndar ekki öfundsverðir með þessa slöku vöm fyrir framan sig. Það tók HK-menn rúmar 9 mínútur að komast á blað og fyrstu átta sóknir liðsins fóru í súginn. Þetta nýttu hvergi veikan blett að finna á liðinu sem allt lék geysi- lega vel. í vörninni fór Rússinn Oleg Titov fyrir sínum mönnum og ósjaldan hélt hann Sigurði Sveins- syni í heljargreipum. Þá var Reynir Þór Reynisson mjög traustur i markinu. Sóknar- leikurinn var eins og vel smurð vél þar sem boltinn var látinn vinna hratt og veL HK-menn vilja öragglega gleyma þessum leik sem fyrst. Þeirra möguleiki fólst í þvi að Sigurður Sveinsson héldi uppteknum hætti frá því í síðasta leik og að Hlyni markverði tækist að verja vel. Þetta gekk ekki eftir og getumunur liðanna kom því vel í ljós. Alaxander Amarson var sá eini í liði HK sem lék vel. „Við náðum einfaldlega ekki upp baráttu og tauga- veiklunin hefur eitthvað spilað inn í. Leikurinn fer hjá okkur á fyrstu 10 mínút- unum og eftir ágæta byrjun í síðari hálfleik sprakk hreinlega blaðran. Við spiluðum illa en FramcU'ar léku vel og þeir rústuðu okkur með hraðaupphlaup- unum. Við áttum ekki möguleika að þessu sinni og steinlágum," sagði Sigurður Sveinsson, HK-maður. „Þetta er þýðingar- mesta mark sem ég hef skorað á ferlinum, sigur- markið í undanúrslitaleik bikarkeppni. Þetta vora rosaleg átök. Við lögðum upp með að spila okkar venjulega leik. Við gerð- um okkur grein fyrir því að okkar biði sérlega erfitt verkefni, Eyjalið á uppleið og tjúllaðir áhorf- endur. í raun og veru á ekki að vera hægt að vinna svona bikarstemn- ingarlið i Eyjum en það tókst. Það segir alla sög- una um styrk okkar og reynslu. Mér líst vel á Framara í úrslitaleik, þetta verður hörkuslag- ur,“ sagði línujaxlinn, Sig- fús Sigurðsson, hetja Valsara sem lögðu ÍBV í Eyjum, 22-23. Sigfús skoraði sigur- markið þegar hálf minúta var til leiksloka en Vals- arar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og stigu villtan stríðsdans í leiks- lok. Valsarar sýndu engan KFUM&K anda því strax í byrjun spiluðu þeir slags- málavörn sem kom ÍBV í opna skjöldu. Valsarar voru miklu grimmari og refsuðu Eyjamönnum fyr- ir afkáraleg sóknarmistök og röðuðu mörkum úr hraðaupphlaupum. Sig- mar Þröstur, burðarvegg- ur Eyjaliðsins, varði fyrsta skot sitt eftir 10 mín. og aðeins 4 skot alls í fyrri hálfleik. Slikt kann ekki að góðru lukku að stýra hjá Eyjaliðinu. Júlí- us Gunnarsson skoraði þrjú mörk í bunu fyrir Val og kom síðan ekkert meira við sögu. Þegar allt stefndi í rótburst Vals í fyrri hálfleik varð vendi- punkturinn þegar eftir- litsdómari leiksins bann- aði hinni rómuðu og verð- launuðu kappleikjahljóm- sveit Eyjamanna, Stalla- hú, að spila hvatningalög í höllinni. Söngelskir Eyjamenn urðu brjálaðir og þeir hvöttu sína menn svo dyggilega að þeir náðu að jafna fyrir leik- hlé, 12-12. í seinni hálfleik klipptu Eyjamenn strax út Jón Kristjánsson en það hafði ekki mikið að segja. Vals- arar tóku frumkvæðið á ný, drifnir áfr£im af stór- leik Guðmundar Hrafn- kelssonar í markinu. Hann hrökk í gang á hár- réttum tíma og Ingvi Rafn Jónsson tók af skarið í sókninni. Sóknarleikur ÍBV gekk brösuglega, að- eins Robertas Pauzolis reif sig upp úr stressinu með fallegum mörkum. Sigmar Þröstur fór loks að vera um miðjan hálf- leikinn og þá var ekki að sökum að spyrja, Eyja- menn jöfnuðu metin eins og skot og komust í 22-20 þegar 5 mín. voru eftir. En eftir það skoruðu þeir ekki mark en Jón reif af sér yfirfrakkann og sá um að jafna metin. En það var Sigfús sem reyndist hetja Vals. Jón var maður leiks- ins. Hann stýrði liðinu eins og herforingi. Vörn Vals var mjög öflug með Guðmund sprækan fyrir aftan. Hraðaupphlaup Valsara gerðu í raun út um leikinn. Eyjamenn geta sannarlega nagað sig í handarbökin. Þeir höfðu leikinn í hendi sér en fóru hreinlega á taugum í sókninni á lokamínútunum. Enginn þorði að taka af skarið í sókninni. Robert var þeirra langbestur en Guð- fínnur og Erlingur áttu góða kafla. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við náðum aldrei að spila okkar leik og vorum langt frá okkar besta. Við misstum þá of langt frá okkur og mikil orka fór í að vinna upp forskot Vals. Við sprung- um á limminu í lokinu og reynsla Valsara skipti sköpum," sagði Hjörtur Hinriksson, ÍBV. - í Eyjum þegar Valsmenn unnu nauman sigur á ÍBV, 22-23 •« Bland í noka Jónatan Bow, landsliðsmaður i körfuknattleik, átti um síðustu helgi sinn besta leik með Bayreuth í þýsku 1. deild- inni í körfubolta. Hann skoraði 18 stig þegar lið hans vann óvæntan útisigur á næstefsta liðinu, Bonn, 78-81, og hitti úr öll- um skotum sínum í leiknum. Bayreuth er í 10. sæti af 14 liðum en hefur unniö fimm af síðustu sex leikjum sínum og á enn von um að komast í úrslitakeppni átta efstu liðanna um þýska meistaratitilinn. Carlos Sainz tryggði sér i gær sig- ur i Monte Carlo-rallinu. Carlos sem ók Toyota-bifreið varð 40,8 sek- úndum á undan Finnanum Juha Kankkunen sem ók Ford Escort. David Seaman, markvörður Arsenal og enska landsliðsins í knattspymu, er brákaður á fmgri og verður þvi frá næstu þrjár vik- umar. Stöðu hans í marki Arsenal tekur Austurríkismaðurinn Alax- ender Manninger. Þorrablót Vals verður haldið á laugardag að Hlíðarenda. Veislu- stjóri verður Jón Karlsson og heið- ursgestur Guðmundur Ámi Stef- ánsson. Forsala er hafin. Alex Ferguson ætlar að breyta liði Man. Utd fyrir bikarleikinn gegn Walsall á laugardag. Þeir Henning Berg, Phil Neville og Brian McClair, af öllum mönnum, koma inn i liðið. Þeir Nicky Butt, Gary Pallister og Gary Neville fá að hvila sig og frekari breytingar gæti litið dags- ins ljós. -SK/-VS/GH Bland í poka ÍBV I Mörk ÍBV: Pauzolis 6, Belánýi 6/5, I Guðfinnur 5, Svavar 2, Hjörtur 1, I Sigurður 1, Erlingur 1. Sigmar Þröstur varði 12 skot. ~ZZ—J I Mörk Vals: Jón 8/5, Sigfús 5, Ingi Rafn ValBir I 3' Július 3, Davið 2, Valgarð 2. I Guðmundur varði 15/1 skot. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.