Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 Spurningin Hver sér um matarinnkaup á þínu heimili? Gunnar Guðmundsson umsjónar- maður: Við bæði hjónin. Stefanía M. Ágústsdóttir húsmóð- ir: Ég sé um þau. Gísli Matthías Gíslason stýrimað- ur: Konan sér um þau. Kristófer Jóhannesson, vinnur í Bónusi: Ég og mamma. Arne Friðrik Kristinsson heið- ursborgari: Við hjónin sjáum bæði um þau. Inga Þórsdóttir, vinnur hjá Sam- skipum: Oftast bara ég. Lesendur Heilbrigt heil- brigðiskerfi Magnús Einarsson skrifar: íslenska heilbrigðiskerfið er í miklum vanda. Hér vantar bæði tæki og menntun (þótt ótrúlegt sé) vegna þess hversu lítið fjármagn er veitt til málanna. Það er óverjandi hvemig stjómvöld taka á heilbrigð- ismálum á meðan veittir em til- gangslausir fjármunir i verk eins og jarðgangagerð á Vestfjörðum. Það er niðurskurður í velferðar- kerfinu og allt kapp lagt á að skila hallalausum fjárlögum. Víða era brotalamimar á heilbrigðiskerfinu sýnilegar eins og t.d. vatnsleki á sjúkrabyggingum og plássleysi. Fólk sem kemur illa veikt inn á sjúkrahús má búast við því aö vera sent heim fljótlega effir aðgerð. .Útilokað er að hafa biðlista eins og raun ber vitni og því þarf að krefjast úrbóta fyrir heilbrigðiskerf- ið. Það er nú einu sinni góðæri? Og eitt innanmein kerfisins krefst nánari athugunar, þ.e. starfs- mennimir i kerfinu: læknar. Lækn- ar eru þjóðfélagshópur sem hefur frekar há laun og störf sem mikil ábyrgð fylgir. Þeir setja sig allt of oft í sæti hins almáttuga í með- höndlun sjúklinga, kannski vegna þess hvað starf þeirra tengist beint dauða og lífi. Læknar sérmennta sig, svo að margir þeirra ættu aö halda sig við tilraunastofumar þeg- ar kannski era til 5000 manns í öll- um heiminum með einn sjúkdóm sem þeir hafa sérmenntun í. Rannsóknir og umsýsla út af svona tilfellum kosta árlega millj- arða. Maður getur ekki annað en hugsað til þriðja heimsins og að 5000 böm þar yrðu sprellifandi bara með ein- földum mat. Þriðji heimur- inn á sannarlega að vera okkur aðkallandi verkefni. Læknar era ómissandi og þegar þeir þramma stofu- gang kannast flestir við yf- irlætið og tímaskortinn og einnig hversu „ekkert“ sjúklingurinn fær að vita þegar stofugangur fer fram. Vanir sjúklingar þekkja þetta fas og bíða bara rólegir eftir kaffinu til að geta talað án þess að vera með þurran munn eftir svefhtöfluna, kalla síðan á hjúkku til að fá aö vita hvað hafi skeð á stofu- ganginum. Læknar era flestir indælis mannesjur, en framkoma sumra þeirra er óviðunandi og ætti að skikka suma þeirra að læra meira um siðfræði og grundvallarat- riði í mannlegum sam- skiptum. Væru nokkrir læknar sendir á mannúðarnámskeið og stjómvöld legðu ekki höggþunga niðurskurð- arhnífsins mest á heilbrigðiskerfið gæti það orðið heilbrigt. Lífeyrissjóðsþegar banka Lífeyrisþegi skrifar: Það brá mörgum lífeyrissjóðsþeg- um bankanna í brún þegar þeir fengu senda lífeyrisgreiðslur fyrir janúarmánuð nýs árs. Allir reikn- uöu með að þeir fengju 4% hækkun líkt og allir aðrir launþegar bank- anna. En greiðslan var óbreytt eins og desembergreiöslan síðasta. Þegar hringt var í stjóm lífeyris- sjóðsins vora engin svör tiltæk - bara; svona á þetta að vera. Hjá Sambandi bankamanna var um svipuð svör að ræða; kurteislega sagt að þetta væri ekki á þeirra borðum og gætu því engin svör gef- ið. Sögðu þó aö mjög margir hefðu hringt. Það hvarflar að fólki að ef til vill hafi blessaðir bankastjóramir svo mikið að gera við að raða vinum sínum og vandamönnum á stallinn og þess vegna þurfi þeir að sýna spamað einhvers staðar. Sú sér- staka hugulsemi þeirra ætti þó ekki að þurfa að bitna á lífeyrisþegum bankanna. En þeir lífeyrisþegar verða margir hverjir að reyna að láta lífeyrisgreiðslur úr sjóði sinum nægja fyrir lífsnauðsynjum. Ég tel að hér þurfi sérstakrar könnunar við af hálfu fjölmiðlanna. Sprungur í nýbyggðum steinhúsum hver ber ábyrgöina? Viö hverju mega menn búast í nýlegum háhýsum? spyr bréfritari. Guðrún Jacobsen skrifar: Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna engin sprunga sé í steinhúsum sem byggð voru á fyrri hluta þessarar aldar. Kunnu þálif- andi handverksmenn svona vel til verka? Hverju er um að kenna að síðustu áratugina era að myndast sprangur í hverju fjöleignarhúsinu af öðra? Slælegum vinnubrögðum verk- takanna, innlendri sementsfram- leiðslu eftir 1950 eða kunna menn í dag, þrátt fyrir próf og sérmenntun í faginu, ekki aö byggja hús? Það er grátlegt þegar heiðarlegt launafólk, sem tekið hefur á sig ævi- langa skuldabyrði til að eignast þak yfir höfuðið, með tilheyrandi hófim um eignamissi sé ekki staðið í skil- um á gjalddaga, þótt það sé ekki líka þvingað til stórfelldrar lántöku til greiðslu úr eigin vasa, á göllum sem upp koma skömmu eftir byggingu. Fyrir stuttu leiddu saman skóð- anir sínar í Ríkisútvarpinu tveir arkitektar. Báðir höfðu fullan vilja á aö gera Reykjavík aö nútímaborg með snotrum háhýsum ... í því sambandi vil ég vekja at- hygli á eftirfarandi: Viö hverju mega íbúðarkaupendur í væntan- legum háhýsum búast þegar aðeins þriggja hæða fjöleignarhús, byggt 1995, er komið með sprungur i inn- og útveggjum 1996? Ég enda þessar hugleiðingar með aðvörun til fólks, sem hefur í hyggju að kaupa íbúð í nýjum eða nýlegum íbúðablokkum. - Gangið úr skugga um hver ber ábyrgðina á göllunum, áður en múramir fara aö hrynja! DV Tilboð Flugleiða erlendis - hvað fyrir okkur hér? Einar Óskarsson hringdi: í sjónvarpsfréttum sl. mánu- dag var greint frá ótrúlega lág- um fargjöldum sem Flugleiðir (og reyndar fleiri flugfélög) bjóða farþegum sínum sem fljúga milli Bandarikjanna og Evrópu - og það með 3 sólarhringa dvöl hér á landi. Allt fyrir um 17.000 ísl. kr. - Hugsanlega tímabundin tilboð yfir háveturinn, en sama er. Við íslenskir farþegar sem viljum ferðast til Evrópu eða Ameríku ættum sannarlega aö sitja við sama borð. Nú bíðum við eftir hvað Flugleiöir gera fyrir okkur. En hvað með tannlækna? J.P. skrifar: Nýlega sagði formaður Tann- læknafélags íslands að markað- urinn fyrir tannlækna á íslandi væri mettaður. Þetta er rangt, en það hefur enginn stjórnmála- maður né flokkur haft kjark til að kanna tannlæknastéttina. Á meðan rifist er við sérfræðinga hjá Tryggingastofnun um launa- leiðréttingu eru sumir tann- læknar með ótrúlega háar launa- tekjur, jafhvel yfir hundrað þús- und krónur á dag. Þetta kann að hljóma undarlega, en þegar brúttótekjur tannlækna era um 30 milljónir kr. á ári er þetta ekki erfitt reikningsdæmi. - Af- nema á numerus clausus í tann- læknadeild, þá fær fólk sann- gjama tannlæknaþjónustu. Auðvitað lög á sjómenn Binni hringdi: Það segir sig náttúrlega sjálft, að ef sjómenn hafa ekki sjálfir vit fyrir sér og ganga til samn- inga á sanngjörnu nótunum eða láta hreinlega niður falla allar kröfur - menn sem hafa yfrið nægar tekjur - þá verða stjóm- völd aö hafa vit fyrir þeim, koma þeim í raun til bjargar með laga- setningu, til að afstýra verkfalli. Það veröur engiun til góðs, held- ur ekki sjómönnum, að láta verkfall skella á einmitt núna. Með nýjum samningum við þá um nýjan launasamning mun veröa sprengja á vinnumarkað- inum gagnvart öllum öðrum og allt fara á annan endann. Vill þjóðin halda stöðugleika eða fá gamla verðbólgudrauginn? Flúðu afmæli Davíðs? Þórhallur hringdi: Miklir dauðans aumingjar era þau sem hleyptu heimdraganum og flúöu land til að þurfa ekki að sitja afmælisveislu forsætisráð- herra. Ég tel víst aö þeim tveim- ur sem orðuð eru við landflótta, þau Ingibjörg Sóirún borgar- stjóri og sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, hafi verið boðið til afmælisins líkt og öör- um ráðamönnum. Ég hef heyrt að flestir aðrir, jafnvel andstæð- ingar forsætisráðherra í pólitik sem boðnir vora, hafi mætt og þótt sómi aö. En landflótti er löð- urmannlegur. Bílbelti í rúturnar Friðrik skrifar: Ég er þess fullviss að flestir eru sammála því að skylda eig- endur áætlunarbifreiða til að koma fyrir sætisbeltum í rútu- bílana. Það gengur ekki lengur að taka þá áhættu að farþegar kastist til og frá ef eitthvað ber út af í akstri þessara risastóra farþegabiffeiða. í raun bara hrein heimska og kjánaháttur að skikka ökumenn og farþega einkabíia og leigubíla til að nota belti en ekki þá sem eru í rútun- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.