Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 Fólk í fréttum Jóhannes Héðinsson Jóhannes Héöinsson er skipstjóri á Brimnesi BA frá Patreksflrði en hann og áhöfn hans hafa nú tvíveg- is á fáum árum bjargað mönnum úr bráðum sjávarháska. Nú í seinna skiptið björguðu þeir tveimur mönnum um síðustu helgi er Haukur BA fórst út af Patreks- firði. , Starfsferill Jóhannes fæddist á Patreksfirði 21.6. 1960, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Hann var í Barnaskóla Patreksfjarðar, stund- aði nám við Iðnskólann á Patreks- firði, lauk þaðan námi í rafvirkjun, stundaði nám við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík 1979-80 og lauk það- an fiskimannsprófi 1980. Þá sótti Jó- hannes björgunamámskeið SVFÍ um borð í Sæbjörgu á Patreksfirði fyrir nokkrum árum. Á unglingsárum var Jóhannes í sveit að Fossá á Barðaströnd í nokk- ur sumur hjá feðgunum Ingva og Haraldi Sigurmundssyni. Jóhannes var fimmtán ára er hann fór fyrst til sjós með föður sín- um en hefur stundað sjómennsku samfellt frá sautján ára aldri. Hann var fyrst á báti fóður síns, Jóni Þórðarsyni, en 1985 var báturinn seldur og fyrsti Brimnesbáturinn keyptur. Jóhannes hefur verið skip- stjóri á Brimnesinu sem nú er þriðji báturinn með því nafni, sjötíu og þriggja tonna. Jóhannes og Freyr, bróðir hans, hafa svo verðið hlut- hafar að útgerð fóður síns. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 1.8. 1987 Styrgerði Fjeldsted, f. 14.3. 1961, húsmóður. Hún er dóttir Kristins Fjeldsted, bónda í Raknadal og síðar starfsmanns við Kaupfélag Vestur- Barðstrendinga við skipaafgreiðslu, og Sigriðar Bjamadótt- ur húsmóður sem nú er látin. Böm Jóhannesar og Styrgerðar era Rakel, f. 26.12. 1980, nemi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi; Guðrún, f. 28.11. 1985, grunnskólanemi; Sindri Freyr, f. 6.5. 1996. Systkini Jóhannesar eru Elín Magnea Héðinsdóttir, f. 11.3. 1952, húsmóðir og starfsmaður Pósts og síma á Blönduósi, gift Bolla Ólafs- syni, framkvæmdastjóra Sjúkra- hússins á Blönduósi, og eiga þau fjögur böm; Jón Már Héðinsson, f. 21.4. 1953, aðstoðar- skólameistari við MA, búsettur á Ak- ureyri, kvæntur Rósu Sigursveins- dóttur lyfjafræðingi og eiga þau tvö böm; Inga Mirjana Héðins- dóttir, f. 7.10. 1955, sérkennari í Hafnar- firði, en maður henn- ar er Kristján Her- mannsson, banka- starfsmaður við Landsbanka íslands, og eiga þau þrjá syni; Freyr Héðinsson, f. 17.7. 1961, vélstjóri á Brimnesinu, búsett- ur á Patreksfirði, en kona hans er Stein- unn Finnbogadóttir, starfsmaður við Grunnskólann á Patreksfirði, og eiga þau þrjá syni. Foreldrar Jóhannesar eru Héðinn Jónsson, f. 29.10. 1930, skipstjóri og útgerðarmaður á Patreksfirði, og k.h., Guðrún Jónsdóttir, f. 18.6.1929, húsmóðir. Ætt Meðal bræðra Héðins má nefna skipstjórana Jón og Hörð. Héðinn er sonur Jóns, skipstjóra á Patreks- firði og víðar fyrir vestan, Þórðar- sonar, b. í Gili í Örlygshöfn, Gunn- laugssonar. Móðir Jóns skipstjóra var Helga Guðmundsdóttir. Móðir Héðins yar Ingibjörg, dótt- ir Málfríðar og Ólafs, b. í Sperðla- hlíð í Geirþjófsfirði í Amarfirði, Bjömssonar. Guðrún er dóttir Jóns, b. á Læk og á Sæbóli í Aðalvík, bróður Finn- bjöms, verslunarstjóra á Hesteyri, föður Áma, fyrrv. framkvæmda- stjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, og Jóns Hjartar, prentara á ísafirði, föður Hjartar, sóknar- prests í Kópavogi, föður Sveins Hjartar, hagfræðings LÍÚ, en meðal bræðra Hjartar sóknarprests má nefna Finnbjöm heitinn, prentara og framkvæmdastjóra, og Hermann, útvegsmann í Ólafsvík. Jón var son- ur Hermanns, b. og smiðs að Læk og Sæbóli, Sigurðssonar, b. á Læk, Sigurðssonar, b. í Þverdal, Jónsson- ar. Móðir Hermanns var Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Jóns á Læk var Guðrún Finnbogadóttir, b. á Sæbóli, Gestssonar. Móðir Guðrúnar var Elinóra Guðbjartsdóttir, húsmanns og b. á Reyrhóli á Hesteyri, Guðmundsson- ar, b. á Hesteyri, Þorsteinssonar, b. á Marðareyri, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Sjgríður Jónsdótt- ir. Móðir Guðbjarts var Rósa Gísla- dóttir, b. í Stakkadal, Jónssonar. Móðir Elinóru var Þorbjörg Finns- dóttir. Jóhannes Héðinsson. Afmæli Baldvin Ársælsson Baldvin Ársælsson prentari, Fálkagötu 21, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Baldvin fæddist við Vesturgötuna í Reykjavík og hefur alla tíð verið Vesturbæingur. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, hóf prentnám í Steindórsprenti 1943 og lauk sveinsprófi i vélsetningu 1948. Þá stundaði hann endumám í trukk-prenti í Kassagerð Reykjavík- ur á árunum 1983-85 og lauk sveins- prófi í þefrri grein 1983. Baldvin starfaði í Steindórsprenti til 1963 en hóf þá störf hjá Pappírs- veri þar sem hann var verkstjóri til 1973. Hann hóf störf hjá Kassagerð Reykjavíkur 1973 og hefur starfað þar síðan, lengst af sem verkstjóri. Baldvin hefur alla tíð verið mikill KR-ingur og hann hefur starfað mikið að skíðamálum í KR. Hann sat i stjóm skíðadeildar félagsins og sat einnig um skeið í Skíðaráði Reykjavíkur. Þá hefur hann stund- að dómgæslu í knattspymu fyrir KR. Baldvin mikill áhugamaður um golf, hefur starfaði með, keppt á golfmótum hjá og setið i kappleikja- nefnd Golfklúbbs Ness í mörg ár. Hann sat i framkvæmdanefnd við gerð golfvallar í Urriðavatnsdölum fyrir hönd Oddfellow-félaga, sat í fyrstu stjóm Golfklúbbs Oddfellowa 1990-92 og situr nú í aðalstjóm Golf- klúbbs Dalbúa á Laugarvatni. Baldvin var sæmdur gullmerki skíðadeildar KR fyrir margvísleg störf að skíðamálum félagsins. Fjölskylda Baldvin kvæntist 19.7. 1959 Þor- björgu Guðmundsdóttur, f. 16.1. 1936, starfsmanni og fyrrv. auglýs- ingastjóra RÚV. Hún er dóttir Guðmundar Sig- urðssonar, f. 13.11.1902, d. 1973, starfsmanns við Innflutnings- og gjald- eyrisstofrumina og síð- an við Útvegsbankann, og k.h., Helgu Krist- jánsdóttur, f. 19.3. 1903, d. 1982, húsmóður. Dóttir Baldvins og Þorbjargar er Ása, f. 14.6. 1955, ferðatæknir og starfsmaður hjá Samvinnuferðum- Landsýn, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Albert Jóns- son, deildarstjóri við forsætisráðuneytið, og eiga þau tvö böm, Baldvin, f. 1.5. 1983, nema, og Auði, f. 15.10. 1989, nema. Systkini Baldvins: Anna, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Helgi, nú lát- inn, hafhsögumaður í Reykjavík; Svava, húsmóðir í Reykja- vik; Brynjólfur, nú látinn, bankastarfs- maður í Reykjavik; Haraldur, sjómaður í Reykjavík; Sigrún, húsmóðir í Banda- ríkjunum; Ásdís, húsmóðir í Reykja- vík; Hreiðar, prent- ari, búsettur í Garða- bæ. Foreldrar Baldvins vom Ársæll Brynj- ólfsson, f. 11.3. 1888, d. 27.6. 1960, sjómað- ur í Reykjavík, og k.h., Amdís Helga- dóttir, f. 8.1.1893, d. 1986, húsmóðir. Baldvin og Þorbjörg em að heim- an á afmælisdaginn. Baldvin Ársælsson. Brúðkaup Þann 19. okt. sl. voru gefin saman í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Elínborg Sigurðardóttir og Kristján Björgvinsson. Heimili þeirra er að Háteigi 21, Keflavík. Ljósm. Nýmynd, Keflavík. Þann 30. ágúst sl. voru gefin saman í Aðventkirkjunni í Reykjavík af sr. Björgvin Snorrasyni Anna Margrét Þorbjörnsdóttir og Styrmir Geir Ól- afsson. Heimili þeirra er á Álfhóls- vegi 105. Ljósm. Hugskot. Þann 3. október sl. voru gefin .sam- an í Vídaiínskirkju af sr. Hans Mark- úsi Hafsteinssyni Bryndís Hilmars- dóttir og Bjarni Sigurðsson. Heimili þeirra er að Goðatúni 6a, Garðabæ. Ljósm. Barna & fjölskylduljósmynd- ir, Gunnar Leifur. Þann 6. september sl. voru gefin saman í Langholtskirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni Hildigunnur Skúladóttir og Þálmi Pálsson. Heim- ili þeirra er að Langholtsvegi 162, Reykjavík. Ljósm. Barna & fjölskylduljósmynd- ir, Gunnar Leifur. Tll hamingju með afmælið 22. janúar 90 ára Óskar Sæmundsson, dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði. 85 ára Nanna Bjamadóttir, Víkurbraut 30, Höfn. Sigurborg Sigurðardóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. 80 ára Ragnheiður Bjamadóttir, Fellsmúla 2, Reykjavík. Sigríður Samúelsdóttir, Skógum 3, Húsavík. Vilhjálmur Oddsson, Hátúni 10 B, Reykjavík. 75 ára Ágúst Helgason, Skólavegi 2, Vestmannaeyjum. Guðrún M. Kjerulf, Lagarási 6, Egilsstöðum. 70 ára Kristinn H. Helgason, Stóragerði 14, Reykjavik. Sigurveig Magnúsdóttir, Tjarnargötu 14, Vogum. 60 ára Franklín Þórðarson, Litlu-Fjarðarhorni, Hólmavík. Jón Kristinn Valdimarsson, Giljalandi 26, Reykjavik. 50 ára Eðvarð Hallgrimsson, Heimatúni 1, Bessastaðahreppi. Guðmundur Bjöm Hólmgeirsson, Hjallagötu 3, Sandgerði. Guðrún Hupfeldt, Eyktarási 17, Reykjavík. Jóhann Frímann Helgason, Lágengi 8, Selfossi. Jón Sigurjónsson, Silungakvisl 16, Reykjavík. Kristján E. ísdal, Haðarstíg 20, Reykjavík. Ólöf Þórey Ellertsdóttir, Skúlagötu 22, Stykkishólmi. Þórunn Björg Pétursdóttir, Fjarðarbraut 25, Stöðvarfirði. 40 ára Fjóla Sigríður Hoblyn, Ægisgötu 43, Vogum. Heba Hallsdóttir, Þingási 35, Reykjavík. Ingólfur T. Garðarsson, Hraunholti 2, Garði. ísleifur Sveinsson, Austurbergi 16, Reykjavík. Jón Emil Gylfasson, Árhóli, Dalvík. Kristín Einarsdóttir, Álakvísl 53, Reykjavík. Sigurður Jörgen Óskarsson, Hjarðarslóð 3 A, Dalvík. Stefán Amaldsson, Víðimýri 12, Akureyri. Trausti Guðmundur Halldórsson, Byggðarvegi 93, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.