Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1998, Page 29
r>17~ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 37 Jóhann Sigurðarson og Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverkum sínum. Grandavegur 7 í kvöld verður sýning á Granda- vegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur á stóra sviði Þjóðleikhússins. Leik- gerð er eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guðmunds- dóttur. Skáldsagan hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1994. Grandavegur 7 er saga fjöl- Leikhús skyldu, stéttar og húss, saga sem nær yfir landamæri lifs og dauða. Fríða, aðalpersóna verksins, er skyggn. Daginn sem keyrt er yfir hundinn hennar þyrpast ástvinir og ættingjar á vettvang - lífs sem liðnir. Hjá þeim leitar hún styrks í erfiðleikum sínum og sorg. Lífið heldur áfram og ástin knýr dyra í fyrsta sinn. í helstu hlutverkum eru Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Jóhann Sigurðarson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson. Þess má geta að út er komin geislaplata með tónlistinni úr leikritinu sem er eftir Pétur Grétarsson. Grikklandsferðir tveggja skálda Grikklandsfélagið hefur fengið þá Harald Ólafsson mannfræðing og Guðna Elíasson bókmennta- fræðing til að fjalla um Grikk- landsferðir tveggja stór- skálda og tign- armanna á fræðslufundi í Kornhlöðunni kl. 20.30 í kvöld. Skáldin eru Francois-Rané de Chateaubriand og George Gordon Byron. Námskeið í hitamælingum í dag verður að Grand Hótel í Reykjavík haldið námskeið í hita- mælingum kl. 13-17. Félag kennara á eftirlaunum Leshópur (bókmenntaklúbbur) verður í dag kl. 14-16 og sönghópur (kór) kl. 16-18 í Kennarahúsinu við Laufásveg. Samkomur LAUF LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, verður með almennan fé- lagsfund í dag kl. 20.30 að Laugavegi 26, fjóröu hæð, gengið inn Grettis- götumegin. Bryndís Benediktsdóttir læknir mun fjalla um flogaveiki sem foreldri. ... orðin hoppa og hía út um borg og bí... Valgerður Benediktsdóttir bók- menntafræðingur mun ferðast um ijóðheima Halldórs Laxness á fyrir- lestri í Norræna húsinu í dag kl. 17.15. Mun Valgerður í spjalii sínu fialla um kvæði sem Laxness hafði dálæti á og þau sem hann orti sjálfur. Sinfóníuhljómsveit íslands: Píanókonsertar Liszts í kvöld verða Sinfóníutón- leikar í Háskólabíói. Á þessum tónleikum er efnt til veislu fyr- ir aðdáendur píanótónlistar og verða leiknir báðir pianó- konsertarnir sem Franz Liszt samdi. Það er landi Liszts, Jenö Jando, sem er einleikari í konsertunum. Auk þess flytur Sinfóníuhljómsveitin Dansa frá Galanta eftir Zoltan Kodaly og Margslungni mandarínann eft- ir Bela Bartók. Hljómsveitarstjóri er En Shao sem er í annað sinn að stjóma hijómsveitinni. Shao er Tónleikar eftirsóttur hljómsveitarstjóri sem hefur stjórnað mörgum þekktustu hljómsveitum Evr- ópu. Hann starfar einnig í Bandaríkjunum, Kanada og Ástraliu. Jenö Jando er önnum kafinn kon- sertpíanisti sem hefur víða komið fram. Einnig er hann þekktur fyrir margar hljóðritanir sem gerðar hafa Sinfóníuhljómsveitin ásamt Jenö Jando á æfingu fyrir tónleikana í kvöld. verið með leik hans. Jando hefur nýlega leikið verk eftir Beethoven, Mozart og Schubert inn á geisla- plötu fyrir Naxos-útgáfuna og einnig píanókonserta eftir Rachmaninov, Schumann, Grieg og Brahms og hafa þessar hljóðritanir hlotið lof gagnrýnenda. Veðrið kl. 6 í morgun: Veðrið í dag Víða léttskýjað Skammt suður af Jan Mayen er 981 mb lægð sem hreyfist norðaust- ur. 1011 mb smálægð á Grænlands- hafi grynnist og hreyfist vestur. Yfir Grænlandi er vaxandi hæðar- hryggur á hreyfingu austur. Hæg vestlæg átt verður i dag og víða léttskýjað. Frost 5 til 10 stig um allt land í fyrstu en síðan fer að hlýna, einkum vestan til. í nótt verður suðvestangola eða kaldi norðan til en hæg suðlæg eða breytileg átt um landið sunnanvert. Skýjað að mestu og hiti 1 til 4 stig allra vestast en léttskýjað og frost 1 til 6 stig annars staðar. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg austlæg átt, skýjað með köflum og frost 1 til 5 stig í dag, sunnan- gola, skýjað og hiti 1 til 4 stig í kvöld og nótt. Sólarlag í Reykjavík: 16.42 Sólarupprás á morgun: 10.34 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.27 Árdegisflóð á morgun: 02.20 Akureyri hálfskýjaö -7 Akurnes heióskírt -5 Bergsstaöir heiöskírt -10 Bolungarvík skýjaö -6 Egilsstaöir hálfskýjaö -7 Keflavíkurflugv. skýjaö -3 Kirkjubkl. heiöskírt -6 Raufarhöfn snjóél -7 Reykjavík skýjaö -5 Stórhöföi skýjaö -3 Helsinki þokumóöa -.2 Kaupmannah. skýjað -1 Osló skýjaö -7 Stokkhólmur -.2 Þórshöfn skýjaó 5 Faro/Algarve heiðskírt 7 Amsterdam léttskýjaö -3 Barcelona heiöskírt 3 Chicago snjókoma -1 Dublin skýjaö 10 Frankfurt skýjaö -1 Glasgow skýjað 10 Halifax snjóél -4 Hamborg léttskýjaö -2 Jan Mayen alskýjaö -1 London skýjaö 4 Lúxemborg skýjaó -2 Malaga léttskýjaó 8 Mallorca léttskýjaó -1 Montreal heióskírt -13 París heiöskírt -3 New York alskýjaó 0 Orlando alskýjaö 17 Nuuk skafrenningur -3 Róm heiöskírt 7 Vín snjókoma síö. kls. 1 Washington skýjaó -2 Winnipeg alskýjaö -10 Snjóþekja og hálka á vegum Víða á vegum er snjóþekja og hálkublettir. Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði. Á Vest- fiörðum er snjókoma og skafrenningur, einkum á heiðum. Á Norðurlandi er Lágheiði ófær og víða Færð á vegum hálkublettir. Á Austurlandi eru Hellisheiði eystri og Mjóafiarðarheiði ófærar. Ófært er einnig um Sandvikurheiði. Þá er veruleg hálka á Fagradal, en góð færð með ströndinni suður um. Jasmin Björg Myndarlega stúlkan á myndinni sem fengið hef- ur nafnið Jasmin Björg fæddist á fæðingardeild Barn dagsins Landspítalans 15. janúar kl. 20.08. Hún var við fæð- ingu 3940 grömm að þyngd og mældist 52 sentímetra löng. Foreldr- ar Jasmin eru Auður Þrá- insdóttir og Marco Dell- ernia. Flúið undan skordýri af stærri gerð- inni. Stjörnustríðshermenn Starship Troopers er nýjasta kvikmynd Pauls Verhovens og er hún sýnd í Sam-bíóunum. Myndin gerist í framtíðinni. Jöröin á í stríði viö risastór skordýr sem komið hafa einhvers staðar utan úr geimnum Eftir að hafa fylgst með stríðinu nokkra stund er fariö aftur í tím- ann, ekki þó mjög langt. Þar hittum við fyrir Johnny Rico sem er að hefia herþjónustu. Hann hefur skráð sig í herinn nánast eingöngu til að fylgja eftir stúlkunni sem hann elskar, Carmen Ibanez, sem á sér þann draum heitastan að verða stýrimaður í geimskipi. Johnny ger- ir sér grein fyrir að hann hefur gerst hermaður ,<() Kvikmyndir röngum forsendum. Hann er um það bil að segja sig úr hernum þegar risaskordýrin gera árás á jörðina og Buenos Aires, heimaborg Johnnys, hverfur af yfir- borði jarðar. Máttvana af sorg og reiði yfir missi allra ættingja sinna ákveður hann að verða um kyrrt í hemum. Nýjar myndir: Háskólabíó: Stikkfrí Háskólabíó: Taxi Laugarásbíó: Mortal Kombat: The Annihilation Kringlubíó: George of the Jungle Saga-bíó: Tltanic Bíóhöllin: Starship Troopers Bíóborgin: Devil's Advocate Regnboginn: A Life Less Ordinary Stjörnubíó: Wild America Krossgátan 1 T t Í3 S =7 ir )o mm* 1 ' 1 JT~ fr 1 7V 1 1$ lo ll J Lárétt: heift, 8 þjálfa, 9 slæma, 10 gabb, 11 stefna, 13 glaður, 15 snemma, 16 ýfði, 18 hamagangur, 20 lærði, 21 embættið. Lóðrétt: 1 aukvisa, 2 hitunartæki, 3 tarfur, 4 venja, 5 hestana, 6 rödd, 7 óttast, 12 skokk, 14 góð, 15 nýlega, 17 fæða, 19 flökt. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 kyndug, 7 áli, 8 ræna, 10 tæta, 12 sýr, 13 ís, 14 æptir, 16 nið, 17 ærðs, 19 anaði, 20 na, 21 ögra, 22 mal. Lóðrétt: 1 kátína, 2 yl, 3 nit, 4 drap, 5 gný, 6 marr, 9 æstri, 11 æsing, 14 æðar, 15 iðna, 17 æða, 18 sal. Gengið Almennt gengi Ll 22. 01. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,680 73,060 71,910 Pund 119,160 119,760 120,500 Kan. dollar 50,250 50,570 50,070 Dönsk kr. 10,5610 10,6170 10,6320 Norsk kr 9,7510 9,8050 9,8670 Sænsk kr. 9,1220 9,1720 9,2350 Fi. mark 13,2880 13,3660 13,3990 Fra. franki 12,0120 12,0800 12,1070 Belg. franki 1,9493 1,9610 1,9639 Sviss. franki 49,4600 49,7400 50,0900 Holl. gyllini 35,6900 35,9100 35,9600 Þýskt mark 40,2500 40,4500 40,5000 ít. lira 0,040840 0,04110 0,041260 Aust. sch. 5,7160 5,7520 5,7590 Port. escudo 0,3940 0,3964 0,3964 Spá. peseti 0,4745 0,4775 0,4786 Jap. yen 0,572000 0,57540 0,553300 Irskt pund 100,980 101,600 104,150 SDR 97,250000 97,83000 97,480000 ECU 79,3200 79,8000 80,1900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.