Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 Fréttir_______________________________________pv Helgi Sigurösson dýralæknir: Hitasóttina á að breiða sem fýrst út - á höfuðborgarsvæðinu til að reyna að verja landsbyggðina „Min persónulega skoðun er sú að hestamenn á höfuðborgarsvæð- inu eigi að gera gangskör að því að láta hitasóttina ganga sem fyrst yfir með því að breiða hana út á svæð- inu. Þeir eiga ekki að reyna að verja hesta sína því þeir fá þetta allir hvort eð er. Það getur enginn varist því í þéttbýlinu. Með því að hraða ferli sóttarinnar hér getum við e.t.v. varið landsbyggðina í þetta sinn,“ sagði Helgi Sigurðsson dýralæknir við DV í gær. Hitasóttin í hrossum á þessu svæði hefur enn hreiðst út. Að sögn Helga er hún í öllum hesthúsahverf- unum. Eins hefúr hennar orðið vart á Selfossi og Akranesi. Garðar Sig- ursteinsson læknir hefur sett firam þá fyrirspurn á fréttarás hrossa- gagnabanka w.w.w.hestur.is. hvort ekki sé best, úr því sem komið er, að útbreiðsla hitasóttarinnar verði sem hröðust þannig að hún gangi sem fyrst yfir. Helgi sagði að staðreyndin væri sú að íslenski hesturinn væri ekki lengur sóttfrír. í fyrra hefðu veriö tekin 200 blóðsýni úr hestum víðs vegar af landinu. í ljós hefði komið að 99,5 prósent hefðu haft mótefni gegn herpes 4. „Árið 1992 tók ég fyrst sýni úr hrossum og sendi yfirdýralækni m.a. upplýsingar. Þetta gerði ég af því að ég taldi óeðlilegt að hestar i hinum ýmsu hverfum væru með hósta. Ég greindi þetta þá sem herpes 4. Tveimur árum síðar kom sú veiki upp í Víðidal, eins og menn mima.“ Helgi sagði að enn væri ekki vit- að hvaða sjúkdómur væri á ferðinni nú. Hins vegar myndi sú staðreynd blasa við nú að útilokað væri að stöðva slíkan smitsjúkdóm í þétt- býli. Nú ættu menn að einbeita sér að því að verja einstök hrossabýli Aðeins einn maður á að sjá um hrossin á hverju býli og varast allar hugsanlegar smitleiðir, samkvæmt ráðlegging- um Helga Sigurðssonar dýralæknis. og stóðin. Það yrði helst gert með því aö aðeins einn maður sæi um hrossin og varaðist í hvívetna hugs- anlegar smitleiðir. „Ef þetta veröur ekki gert með þessum hætti fer þetta um allt land,“ sagði Helgi. Hvað hrossasmitsjúkdóma al- mennt áhrærði sagði Helgi að eina leiðin til að reyna að verjast þeim væri að styrkja vamir út á við., þ.e. passa tollinn og reiðfólk sem hefði verið í samneyti við hesta er- lendis, svo að dæmi væru nefnd. „íslenski hesturinn er svo óskap- lega næmur fyrir smitsjúkdómum því hann hefur verið svo vel varinn fyrir þeim gegnum tíðina, auk þess sem samskipti hestamanna hér á landi eru svo mikil. Komi smitsjúk- dómur til landsins þá stöðvar hann enginn. Nú verðum við að byrja að lifa með þessu vandamáli því það er orðið staðreynd," sagði Helgi. -JSS Rannsóknir á veðurfarsbreytingum: Gæti kólnað hratt í fyrirlestri sem Ámý Svein- bjömsdóttir, doktor í jarðeðlis- fræði, hélt í HÍ um helgina kom fram aö stórfelldar breytingar á veðurlagi, t.d. mikil kólnun, gæti átt sér stað á skömmum tíma. Þessar niðurstöður fær Ámý úr rannsóknum á íssýnum sem tekin hafa verið úr Grænlandsjökli. „Dæmi era um að hlýindaskeið hafi tekiö við af kuldaskeiðum og öfúgt á nokkrum áratugum. Al- mennt virðist það taka hlýinda- skeiðin skemmri tíma að taka við en einnig eru dæmi um að hitastig lækki á stuttum tíma, t.d. gerðist það þegar síðasta kuldaskeið hófst fyrir um átta þúsund árum,“ sagði Árný í samtali við DV. Hafstraumar hafa geysilega mikið að segja hvað allt veðurfar á jörðinni varðar og breytingar á veöurfari byggjast að miklu leyti á breytingum hafstrauma. „Þegar kuldaskeið hafa hafist á jörðinni þá hafa áhrif þess fyrst komið í ljós á noröurslóöum. Þá hefur Golfstraumurinn ekki komið hingað norður eftir og í kjölfarið hefur kólnað verulega bæði hér á landi og í kring um okkur,“ segir Ámý. Hún segir jafhframt að erfltt sé að spá fyrir um veðurfarsbreyt- ingar eins og þessar þar sem þær hafi, að því er virðist, ekki verið reglubundnar. Enn fremur standa vísindamenn nú frammi fyrir því að nýr áhrifavaldur í veörakerf- um er kominn fram á sjónarsviðið - maðurinn. -KJA Dagfari Frá Sverri til Sverris Nýtt tímabil er að hefjast í sögu Landsbanka íslands. Nú hefur bankanum verið breytt í hlutafélag og ríkið ætlar á næstunni að selja tíu prósenta hlut í félaginu. Starfsfólki bankans er jafnframt boðið að kaupa hlutabréf og gerast þannig eigendur bankans. Þessar breytingar hljóta að verða bankastjóranum til hugar- hægðar og léttis. Sannleikurinn er sá að það hefur reynst þeim mönn- um erfitt hlutskipti sem hafa tekið að sér að stjóma þessum banka. Flestir hafa þeir tekið við þeim stöðum nauðugir viljugir, fyrir til- stilli flokka sinna og þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning eða reynslu í bankamálum. Oftast hafa þetta verið menn sem era sérhæfð- ir í pólitík, fyrrverandi alþingis- menn, ráðherrar eða aðrir velunn- arar stjórnmálaflokka sem hafa gert þaö fyrir flokka sína að setjast í bankastjórastóla án þess að hafa til þess tíma, þekkingu eöa áhuga. Þannig var til dæmis um Sverri Hermannsson sem hafði setið á þingi og í ríkisstjóm og var þess allsendis óviðbúinn að verða bankastjóri. Hann lét þó undan miklum þrýstingi á sínum tíma og fórnaði mörgum af sínum áhuga- málum til að inna þetta samfélags- lega þjónustuhlutverk af hendi. Síðan Sverrir tók við banka- stjóraembættinu hafa fjölmiðlar verið að plaga hann meö upplýs- ingmn um bifreiöakostnað, utan- ferðir og laxveiði sem sagt er að bankinn borgi fyrir bankastjórann og kollega hans. Menn gleyma þá því sem er aðalatriði þessa mál að Sverrir hafði bæði áhuga á utan- ferðum og laxveiðum löngu áður en hann tók við bankastjórastöð- unni og er ekki til of mikils mælst þótt hann fái að sinna þessum tóm- stundastörfum sínum áfram, þrátt fyrir skyldur sínar og fórnir gagn- vart samfélaginu, og auðvitað era þessir menn í bankastjórastólun- um svo mikilvægir fyrir bankana að það er hagsmunamál fyrir bank- ana að þeim verði ekki mútað af óskyldum aðilrnn með laxveiðitúr- um og þess vegna er það í þágu hlutleysisins að bankinn borgi lax- veiöina til að tryggja að banka- stjórarnir séu engum háðir þegar þeir sinna áhugamálum sínum. Þaö sama gildir raunar þegar Sverrir Hermannsson er sakaðm- um aö eiga leiguréttinn á Hrúta- fjarðará. Það er betra að banka- stjórinn eigi réttinn á veiðinni og bankinn kaupi sig inn í leiguna hjá bankastjóranum þegar bankastjór- inn er að veiöa til að utanaðkom- andi aðilar græði ekki á laxveið- inni og bankinn verði þeim háður með því aö kaupa laxveiðirétt handa bankastjóranum sínum. Þá er miklu betra sem Sverrir hefur gert að leigja á til að leigja bankan- um ána sem leigir síðan banka- stjóranum ána þannig að bankinn borgi bankastjóranum fyrir að bjóða bankastjóranum í veiði. Allt liggur þetta í augum uppi enda þótt það sé fremur hvimleitt að fjölmiðlar og almenningur séu að fetta fingur út í þetta fyrirkomu- lag af því að almenningur heldur að hann eigi bankann í gegnvun ríkið. Nú er bankinn orðinn hlutafélag og bankastjóramir geta keypt hlut í bankanum og þannig geta banka- stjóramir hugsanlega eignast bankana og þá kemur engum við hvað svona prívatbankar gera fyr- ir bankastjórana sem eiga þá bæði bankana og laxveiðiámar ef rétt veröur á málum haldið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.