Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 8
MANUDAGUR 9. MARS 1998 Fréttir Stuttar fréttir Utanríkisráðherrar sex landa ræða um málefni Kosovo: Borgarastyrjöld ógnar stöðugleika í Evrópu segir Jacques Chirac Frakklandsforseti Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna, Rússlands, Bretlands, Frakk- lcinds, Þýskalands og Italíu koma saman til fundar í dag til að ræða málefni Kosovo og hvemig megi binda enda á skálmöldina sem þar ríkir. Jacques Chirac Frakklands- forseti lýsti því yfir í gær að Evr- ópuþjóðir gætu ekki setið aögerða- lausar þegar ný borgarastyrjöld virtist í uppsiglingu á Balkanskaga. „Slík styrjöld myndi ógna stöðug- leikanum í suðausturhluta álfunn- ar,“ sagði Chirac og tók þar með undir orð Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem undanfama daga hefur átt fundi með starfsbræðrum sínum í Evr- Kosið í Danmörku: Innflytjendur aðalmálið Meðferö flóttamanna og ann- arra innflytjenda og Evrópusam- bandið eru að- almálin í kosn- ingabarátt- unni fyrir dönsku þing- kosningamar á miðvikudag. í skoðana- könnunum kemur fram að 43% Dana leggja megináherslu á innflytjendamál. Núverandi rík- isstjóm, undir forsæti Pouls Nyr- ups Rasmussens, vill halda lög- um um innflytjendur óbreyttum meðan hægriflokkamir vilja mun strangari inflytjendalöggjöf. Þeir vilja að fólk, sem ofsótt er í heimalandi sínu, verðí áfram vel- komiö en aðrir innflytjendur sæti mun strangari meöferð. Þessir flokkar vilja einnig skera niöur neyðaraðstoö til annarra ríkja. En miðdeinókratar, sem mögu- leg hægristjóm mun þurfa að reiöa sig á, getur sett strik í reikninginn þar sem þeir vilja óbreytta innflytjendalöggjöf og óskerta neyðaraðstoð. Stríðglæpa- maður áftýjar Nasistinn Erich Priebke, sem á laugardag var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu í heimsstyrjöld- inni síöari, hef- ur heitið að skjóta máli sínu til mann- réttindadóm- stóls Evrópuráösins í Strasbourg. Priebke var fundinn sekur fyrir herrétti um að hafa fyrirskipað aftöku 335 ungra drengja og manna árið 1944. Talaði tungum þrem Xian Shihua, 32 ára bóndi, gat í fyrsta sinn í tuttugu ár tjáð sig og matast með eðlilegum hætti eftir að kínverskir skurðlæknar fjarlægðu tvær tungur úr munni hans. Xian var fimm ára þegar auka tunga óx í munni hans og síðar óx önnur til. Læknar segja að um góðkynja æxli hafi verið að ræða. Reuter ópu. Albright hefur leitað eftir stuðningi þeirra við refsiaðgerðir gegn serbneskum yfirvöldum vegna átakanna í Kosovo. „Þetta er rétti tíminn tii að taka í taumana áður en átökin harðna og fleiri morð verða framin. En yfir- völd i Serbíu verða engu að síður að taka afleiðingum gerða sinna und- anfama daga,“ sagði Aibright. Á fundinum í dag verður reynt að koma á samningafundi milii leið- toga í Serbíu og uppreisnarmanna í Kosovo. Þá verður að öllum líkind- um lagt til að Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna álykti um máliö og að friðargæslusveitir S.Þ. í Makedóníu, þar sem albanskur minnihlutahóp- ur býr einnig, skerist i leikinn í Kosovo til að koma í veg fyrir að átökin breiðist út tii Makedóníu og Albaníu. Innanríkismál í Serbíu Bandaríkin hafa þegar tak- markað viðskipti við Júgóslavíu, en óvíst er að nokkur samstaða um viðskiptabann náist á fundinum þar sem Rússar em eindregið á móti slíkum refsiaðgerðum. Þeir líta svo á að um innanríkismál sé að ræða og Yegeny Primokov utanríkisráð- herra sendir fulltrúa sinn á fundinn en fer ekki sjálfúr. Slobodan Milos- evic Júgóslavíuforseti sendi einnig skýr skilaboð í gær fyrir fund land- anna sex þar sem hann varaði þau við að skipta sér af málefnum Kosovo sem væru i raun einungis innanríkismál Serbíu. Um 90% íbúa Kosovohéraðs em Albanar. Albanski meirihlutinn hefur hvað eftir annað risið gegn yf- irvöldum í Serbíu síðan í heims- styrjöldinni síðari. Blóðug átök hafa brotist út hvað eftir annað síð- astliðið ár. Leiðtogar uppreisnar- manna Albana halda því fram að um 50 manns hafi fallið í átökum við serbneska lögreglu frá því í byrjun mars en serbnesk yfirvöld segja að 20 hafi látið lífið. Reuter Albanir í Instanbúl kveikja f serbneska fánanum f mótmælaabgerðum f borginni í gær. Um 3 þúsund manns kröföust þess aö ofbeldisölduna f Kosovo-héraöi lægöi. Símamynd Reuter Alþjóðlegs baráttudags kvenna minnst um allan heim: Spjótum beint að kúgun kvenna í Afganistan Múslímskar konur settu mark sitt á alþjóðlegan baráttudag kvenna í gær með þvi að fordæma meinta mismunun kvenna i eigin ríkjum, sérstaklega einangrun þeirra og kúgun í Afganistan og Al- sír. Jóhannes Páll páfi bætti lóðum á vogarskálarnar þegar hann for- dæmdi einangrun kvenna í ákveðn- um ríkjum. Hann nefndi þau ekki á nafn en ekki þótti fara á milli mála að hann átti við ríki strangtrúaðra múslíma, einkum Afganistan. Á sama tíma sagði Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, að kynjamismunun hefði skaðleg áhrif á allt mannkyn. Baráttudags kvenna var minnst um alian heim. Almennt heyrðist krafan um aukna þátttöku kvenna í atvinnulífinu og opinberu lífi, sér- staklega í Rússlandi þar sem aldrei hefur verið staðið við síendurtekin fyrirheit um jafnrétti kynjanna. Vakti viðtal Itar-Tass fréttastofunn- ar við einn af sautján kvengeimför- um Rússa, Velenu Dobrokvashinu, mikia athygli. Hún sagði að starfs- ferill sinn hefði einkennst af fyrir- litningu af háifu karla og banni við barneignum. „Líf okkar var eins og líf hunda í hringleikahúsi. Það eina sem sumir kvengeimfarar uppskáru voru eftirlaun og eyöilögð tilvera," sagði Velena. Páfi fjallaöi um kúgun kvenna. Þegar talibanar tóku völd í Afganistan 1996 misstu konur öll réttindi. í íran beindi ein hæst setta konan í starfi hjá ríkinu máli sinu til afganskra kvenna en í íran gegna konur opinberum stöðum og hafa kosningarétt. „Systur ykkar í íslamska lýðveld- inu íran hlusta eftir niðurbældum neyðarópum ykkar. Óþolandi staða ykkar í þjóöfélaginu er mikið áhyggjuefni íslamskra kvenna um veröld alla,“ sagði hún. Um 500 konur gengu fylktu liði i höfuðborg Alsír. Kröfðust þær breytinga á íslömskum lögum sem þær segja skilgreina konur sem annars flokks borgara. Umdeilar lagagreinar gefa karlmönum mikið vald yfir konum. Þannig missa þær heimili sitt við skilnað og eru neyddar til að hlýða tengdaforeldr- um sínum í einu og öllu. í Póllandi urðu átök milli kven- réttindahópa sem kröfðust frjálsra fóstureyðinga og kaþólskra hópa sem fordæmdu þær. Reuter Snjóflóð í Færeyjum Snjóflóð féll á hús í Fuglafirði í Færeyjum í gærkvöld. Hreif flóðið hús með sér og slösuöust tveir. Mikið hættuástand hefur skapast á eyjunum vegna fann- fergis og samgöngur lamast. Lög- reglan varar við snjóflóðum um allar eyjarnar. Búist er við áframhaldandi snjókomu í Fær- eyjum. Uffe á uppleið Uffe Ellemann-Jensen verður sigurvegari þingkosninganna í Danmörku 11. mars og næsti forsætisráð- herra sam- kvæmt könnun sem dagblaðið Börsen birti um helgina. Samkvæmt henni geldur flokkur jafnaðar- manna, með Poul Nyrup Rasmus- sen forsætisráðherra í broddi fylkingar, aíhroð. Andóf Stjórnarandstöðuhópar í Ní- geríu sögðust ekki hafa neina trú á lýöræöisumbótum Sani Abaccha hershöfðingja. Skipu- leggja þeir verkföll og mótmæli í þeim tilgangi að gera landið stjómlaust. Slapp ómeiddur Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjeníu, slapp ómeiddur þeg- ar bíll sem hann var í lenti i hörðum árekstri. Sjö manns slös- uðust i árekstrinum. Kohl rólegur Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, gerði lítið úr ágreiningi meðal stuðn- ingsmanna sinna og dalandi gengi í skoðanakönn- unum. Hann sagðist hafa „séð þetta allt áður“. Skjalastuldur Bandaríska alríkislögreglan rannsakar meintan stuld á trún- aðarskjölum sem send höföu ver- ið Madeleine Albright utanríkis- ráöherra. Berkladauði 125 létust af völdum berkla í Moldóvíu, höfuðborg Líberíu, á tímabilinu frá desember til mars. Konur í gíslingu Lögregla á Filippseyjum skaut átta fanga sem tekið höföu fimm konur í gíslingu í fangelsi. Ein konan var stungin til bana. Meiri ágreiningur Ágreiningiu- í röðum repúblik- ana á Bandaríkjaþingi um hvem- ig taka eigi á Lewinsky-mál- inu óx þegar öldungadeild- arþingmaður- inn Arlen Specter neitaði að samþykkja ávítur á Clint- on forseta. Skáru blinda á háls Gmnur leikur á að múslímskir uppreisnarmenn hafi skorið fjóra blinda á háls í Alsír. Umsátur Maður vopnaður sprengjum braust inn í stjórnsýslubyggingu í Waco í Texasríki og varðist þar umsátri lögreglu. íbúar í nær- liggjandi húsum vora fluttir á brott. Trúir á frið Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hélt heim eftir opinbera heimsókn í Noregi. Hann sagðist ekki hafa gefið upp vonina um frið í Miðausturlönd- um. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.