Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 9. MARS 1998, Fréttir Framsóknarmenn í V-Húnavatnssýslu: Elín hafdi Val undir í prófkjöri Elín R. Llndal, varaþingmaður og formaður Framsóknarfélags V- Húnavatnssýslu, varð um helgina efst í prófkjöri Framsóknarflokks- ins fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju, sameinuðu sveitarfélagi í V- Húnaþingi. Hún hafði Val Gunn- arsson, oddvita fráfarandi Hvammstangahrepps, undir en bæði stefndu þau á 1. sætið. Af 220 greiddum atkvæðum fékk Elín 126 í það sæti og 198 atkvæði alls. Val- ur fékk 67 atkvæði í 1. sætið, 36 í 2. sætið og 156 atkvæði alls. Hafnaði hann því í öðru sæti. í þriðja sæti lenti Axel Rúnar Guðmundsson, bóndi í Valdarási, og Baldur Úlfar Haraldsson, fram- leiðslustjóri Drífu á Hvamms- tanga, varð fjórði. Kosning í fjögur efstu sæti telst bindandi en alls gáfu 9 manns kost á sér í prófkjör- ið. Eva Björk Harðardóttir, kennari á Hvammstanga, var skammt á hæla Baldurs í fimmta sæti, Pétur Hafsteinn Sigurvaldason, bóndi á Torfustöðum, varð sjötti, Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir, húsmóðir á Reykjum, varð sjöunda og Sigur- laug Árborg Ragnarsdóttir, sjúkra- liði á Hvammstanda, lenti i átt- unda sæti en hún hefur setið í hreppsnefnd Hvammstangahrepps fyrir Framsóknarflokkinn ásamt Val. Benedikt Ragnarsson, bóndi á Barkarstöðum, hafnaði svo í 9. sætinu. Ný sveitarstjóm verður skipuð sjö fulltrúum og að sögn Helga Ólafssonar, varaformanns fram- sóknarfélagsins, er stefht á að fá a.m.k. þrjú sæti í kosningum. Helgi var nokkuð ánægður með prófkjörið, sagði þetta vera sterkan lista, skipaðan ungu fólki en Elín er elst, aðeins 42 ára. -bjb Mjólkurhús brann: Skepnurn- ar lifa enn - segir húsfreyjan „Það var töluvert mikill eldur þegar þetta uppgötvaðist um klukkan átta í morgun en þó gekk vel að slökkva. Það er allt ónýtt í mjólkurhúsinu en enn hefur skepnunum ekki orðið meint af. Það er enn of snemmt að segja til um hvort þær muni lifa en við vonum það besta,“ sagði Dagný Guðmundsdóttir, húsfreyja á bænum Grænuhlíð í Torfalækjarhreppi, við DV í gær- kvöld. Talið er að eldurinn í mjólkur- húsinu hafi kviknað út frá raf- magni. Dagný sagði aö nítján skepnur hefðu verið í fjósinu og mikiU reykur farið þar inn. Þess vegna sé enn of snemmt aö fagna þótt engin hafi drepist. „Þetta getur vel drepiö þær á einhverjum dögum. Þær eru slappar og ef þær lifa er hætt við að þær missi nyt,“ segir Dagný. íbúðarhúsið í Grænu- hlíð stendur rétt hjá en það var aldrei í hættu, að sögn húsfreyj- unnar. -sv Þeir félagar Halldór Marteinsson, Jóhannes Þórarinsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Gunni Vald og Stefán Viðarsson hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri vígðu nýjan ofn fyrirtækisins með nýstárlegum hætti um helgina. Ofninn á að nota til framleiðslu alis kyns stoðtækja en fyrsta verkefni hans var að hita 48 tomma pitsu sem sporðrennt var í teiti starfs- manna. SkagaQarðarlistinn: Ingibjörg Hafstað langefst í könnun Ingibjörg Hafstað, kennari frá Vík, varð langefst í skoðanakönn- un sem Skagafjarðarlistinn efndi til um helgina. AUs skUuðu 250 manns inn tUnefningum en 29 manns gáfu kost á sér í þessa könn- un. Ingibjörg fékk yfir 80 prósent aUra tilnefninga, helmingi meira en næsti maöur. Skagafjarðarlistinn er sameinað framboð Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Óháðra fyrir kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði, ef Akra- hreppur er undanskúinn. Hver þátttakandi mátti tilnefna sjö menn, þar af þrjá tU viðbótar þeim sem gáfu kost á sér. Með þessu voru aUs 40 manns nefndir tU sögunnar. TU viðbótar við Ingi- björgu fengm 12 manns flestar tU- nefningar. ÖU höfðu þau gefið kost á sér. Þau eru, í stafrófsröð: Anna Kristín Gunnarsdóttir Sauðár- króki, Anna Margrét Stefánsdóttir Hátúni, ÁrsæU Guðmimdsson Sauðárkróki, Gréta Sjöfn Guð- mundsdóttir Varmahlíð, Hjalti Þórðarson Marbæli, Jóhann Svav- arsson Sauðárkróki, Pétur Valdi- marsson Sauðárkróki, Snorri Styr- kársson Sauðárkróki, Stefanía H. Leifsdóttir Brúnastöðum, Úlfar Sveinsson S- Ingveldarstöðmn og Þórarinn Leifsson Keldudal. Stefnt er að því að ganga frá end- anlegum lista á félagsfundi um næstu helgi. -bjb Hin ölvaða kona endaði ökuferð sína í húsagarði. DV-mynd S Olvuð í átökum við lögreglu Mjög ölvuð kona á miðjum aldri ók bifreið sinni aftan á aðra bifreið á Sundlaugavegi á laugardag. Hún hafði ekki betri stjóm á bU sínum en svo að henni tókst ekki að hemja hann eftir áreksturinn heldur hélt leið sinni áfram þar tU hún komst ekki lengra. Förin endaði inni i húsagarði. Lögreglumenn, sem vUdu hafa afskipti af konunni, lentu í handalögmálum við hana og máttu hafa sig aUa við. -sv Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður á RÚV, brá sér i nýtt hlutverk í Svíþjóð á dögimum þar sem hann var að lýsa Evrópuleik Aftureldingar og Skövde. Adolf ferðaðist með liði MosfeUinga í rútu frá Stokkhólmi tU Skövde. Á leiö- inni var ákveðið að staldra við í vegasjoppu tU að snæða. Þegar inn kom sáu menn fram á langa dvöl enda einum starfsmanni ætlað að afgreiða 30 manna hóp með hamborgara, pulsur og fleira góðgæti. Adolf Ingi dó ekki ráðalaus. Hann smellti sér inn fyrir afgreiðslu- borðið, setti á sig svuntuna og hóf að steikja hamborgara í gríð og erg. MosfeUingar tóku þessu vel og Adolf Ingi uppskar hól fyr- ir frábæra DoUaborgara. ... Hefnd 68-kynslóðar? Það hefur vakið mikla undrun og reiði innan menningargeirans að rithöfundurinn Gyrðir Elías- son varð fyrir barð- inu á niðurskurðar- hníf úthlutunar- nefndarinnar á síð- asta ári og fékk 6 mánaða starfslaun í staö árslauna áður. Gyrðir er geysUega afkasta- mikUl rithöfundur og skUaði af sér þremur bókum á síöasta ári. Þrátt fyrir óánægju- raddirnar ákvaö úthlutun- amefndin að halda sig enn við 6 mánaða starfslaun honum tU handa. Þær kenningar heyrast að þarna sé um að ræða hefhd 68- kynslóðarinnar sem noti tæki- færið tU að ganga á siðferðilegan rétt ungskáldanna. Meðal þeirra sem sitja í úthlutunamefndinni era Sigurður G. Tómasson, fyrram stjóri Rásar 2, og Gunn- laugur Ástgeirsson menntaskóla- kennari. í samræmi við aldur tU- heyra þeir báðú umræddri kyn- slóð.... Upplýsingagagnvegir ASÍ Eins og fram hefur komið í Sandkomi fóra topparnir í ASÍ tU Brussel að kynna sér Evrópu- sambandsmál af eigin raun. Ekki þótti samt ástæða tU að ritstjóri mál- gagns ASÍ, sem þó hefur á sinni könnu að miðla upplýsingum tU félagsmanna, færi hænufet. Það er ekkert nýtt að ASÍ-forystan ein- angri ritstjóra málgagns síns því að fréttamaður Sand- koms, sem sótti blaðamanna- fúnd hjá ASÍ-forystunni, leit eftir fundinn inn hjá þáverandi rit- stjóra,Þorgrími Gestssyni, sem spuröi aðkomumann um erindi í húsakynnum leiðtoga verkalýðs- ins. Ritstjórinn kom þá af fjöUum því enginn í húsinu haföi séð ástæðu tU að láta hann vita af því að halda ætti blaðamanna- fúnd um mikUvægt hagsmuna- mál launþega.... Írónískur siðameistari í síðustu viku hélt forseti lýð- veldisins árlegt boð fyrir sendi- menn erlendra ríkja á Bessastöð- um. Þangaö var lUia boðiö ráð- herram og formönn- um stjórnmála- flokka. Svo vUdi tU að samkvæmið bar upp á sama dag og Páll Pétursson félagsmálaráð- herra kynnti í fjölmiðlum algera upp- stokkun á húsnæðiskerfmu. Jó- hanna Sigurðardóttir geisaði mjög gegn framvarpinu og fann því og ráðherranum flest tU for- áttu. FuUtrúi erlends stórveldis, sem var mættur á Bessastöðum, lét þess hins vegar getið að siða- meistari forseta, sem raöaði tU borðs, ætti skUið orðu fyrir þá húmorísku kaldhæöni að hafa sett þau Jóhönnu og Pál saman tíl borös um kvöldið.... Umsjón Reynfr Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.