Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 9. MARS 1998 15 A5 gleðja gamlingjana „Já, það þarf oft lítið til að gleðja gamla,“ sagði þulan í Dagsljósi sjón- varpsins þegar hún var að kynna þá hugmynd að setja gamalt einmana fólk í hlutverk afa eða ömmu. Hugmyndin er harla góð svo langt sem hún nær en gæti þó haft smá- vandamál í for með sér. Hver á að velja afann og ömmuna? Er hugsanlegt að einhverjum þeirra sem ekki næðu kjöri sem afar eða ömmur fyndist þeir verða útundan og fengju af því minnimáttarkennd að vera ekki nógu góðir í hlutverkin? Hvað segja öldrunarsálfræðingar? Hörö kenning En þetta var þó ekki það sem fór fyrir brjóstiö á kjallarahöfundi, heldur vesældartónninn sem virð- ist ríkjandi í op- inberri umræðu þegar talað er um kynslóðina sem gerði ís- lensku þjóðina gjaldgenga með- al þjóða heims- ins. Er ástæða til að setja upp skeifu í hvert sinn sem mál- efni aldraðra ber á góma á opinberum vett- vangi? Sem betur fer hafa flestir sem komnir eru á efri ár lifað sæmilega góðu lífi. Lifi sem hef- ur skilað þeim afkomendum og minningum og allmargir eiga jafnvel eitthvað í handraðan- um sem þeir geta miðl- að af. Aldraðir borgarar á ís- landi eru almennt ekki aumkunarverðari en þeir sem teljast til ann- arra aldurshópa. Hins vegar ólust þeir upp við þá hörðu kenningu að sjálfsvorkunn væri veikleiki sem ekki bæri að viðra á torgum og gatnamótum, því er þeim ekki tamt að biðja um vorkunnsemi, en þeir vilja gjama njóta réttinda og réttlætis eins og aðrir borgarar. Einsemdin Líklega er einsemd eitt mesta mein nútímaþjóðfélags og það mein er ekki sérstaklega tengt þeim hópi sem náð hefúr eftir- laimaaldri. Þjóðfélagsgerðin nærir einsemdina því þeir sem eru virk- ir eru oftar en ekki svo virkir, að þeir hafa ekki tíma til aö sinna hinum minna virku meðbræðrum sínum, jafnvel þótt ættar- eða fjöl- skyldutengsl séu milli. Fórn- arlömb tímaskortsins eru fyrst og fremst börn og svo þeir sem þjást af langvarandi sjúkdómum og þá sérstaklega geðrænum sjúkdóm- FuUyrða má að þessir hópar hafi brýnni þörf fyrir félagsleg sam- skipti en þeir sem komnir eru á efri ár. Vissulega er sár einsemd til meðal aldraðra, en hún er öðru- vísi en einsemdin sem hrjáir van- rækt böm eða sjúklinga sem að- standendur hafa gefist upp á að sinna. Einstaklingur sem hefur lifað langa ævi á i hugarfórum sínum minningar sem hann getur yljað sér og jafnvel öðrum með í ellinni. Sem betur fer eru minningarnar um hið neikvæða oftast það sem elliþokan breiðist fyrst yfir. Þegar þokan hefur svo að lokum þurrkað út öll kennileiti heilans þarf sá ein- staklingur fyrst og fremst aðhlynningu til að sinna líkam- legum þörfum, en sú aðhlynning verð- ur „að sjálfsögðu" að fela í sér fulla virðingu fyrir manninum. Stuöningshópar En nú kemur loks að því sem kjallarahöfundur vildi sagt hafa, en það er að snúa við hugmyndinni um afa- og eða ömmuval. Hvernig væri að stofna innan félaga eldri borgara, sem ýmsir telja að byggi starfsemi sína fyrst og fremst á því að meðlimim- ir séu stöðugt að skemmta hverjir öðrum, stuðningshópa fyrir ein- mana einstaklinga á öllum aldri? Hugsanlegt væri að halda námskeið i fé- lagslegum sam- skiptum á vegum félaga aldraðra fyr- ir þá sem vildu miðla af lifsreynslu sinni og nýta hæfi- leika sína til að gera einsemd sam- borgara sinna, yngri sem eldri, bærilegri. Mögu- leikarnir eru ótæm- andi, en fyrir aldr- aða er gildi hug- myndarinnar fyrst og fremst í því fólg- ið að gefa þeim tækifæri til að breyta ímyndinni um þá sem bón- bjargarmenn í þjóð- félaginu. Ámi Bjömsson Sem betur fer hafa flestir sem komnir eru á efri ár lifað sæmilega góðu lífi, segir m.a. í grein Árna. - Aldr- aðir spila vist. Kjallarinn Árni Björnsson læknir um. „Þjóöfélagsgerðin nærir ein- semdina því þeir sem eru virkir eru oftar en ekki svo virkir að þeir hafa ekki tíma til að sinna hinum minna virku meðbræðrum sínum..." Hvar er handbókin yfir hitakerfið? Sigurður er sestur fyrir framan sjónvarpið og vill láta líða úr sér eftir erfiði dagsins. Jónína mín, hækkaðu hitann á ofninum. Hvar á ég að hækka hit- ann, elskan min? Þú ert í splunku- nýju húsi sem á að vera með full- komnu hitakerfi, það hljóta að vera til upplýsingar um hitakerfið. Hvar er handbókin sem fylgdi hita- keríinu? Hvaða handbók? Jónína mín. Manstu héma um daginn þeg- ar hrærivélin bilaði og ég keypti rjómaþeytarann, honum fylgdi handbók upp á sex blaðsíður, manstu, hvar er hún? Hún er hérna í skúffunni hjá mér. Já, þá hlýtur handbókin yfir hitakerfið að vera þar líka. Ég hef aldrei séð neina handbók. Hvað segirðu, kona, hefur pípulagningameistar- inn ekki afhent okkur handbókina sem á að fylgja hitakerfinu? Ég hef ekki orðið vör við neitt upplýsandi frá þeim mönnum. Heyrðu, Jónína mín, eigum við ekki bara að skreppa undir sæng og fá okkur hita í kroppinn? Daginn eftir Jónína mín, hefur pípulagninga- meistarinn virkilega ekki kennt þér á hitakerfið? Hann talar ekkert við mig nema þegar hann kemur með reikninga, svei mér þá, ég held að aukareikningamir séu að verða eins háir og upphaflega til- boðið. Hvað ertu að segja, kona, hvers konar fú- skari er þessi hönnuður sem var að vinna fyr- ir okkur? - Ég hringi bara í hann Jón sem hannaði lagna- kerfið fyrir okk- ur. Jón, sæll og blessaður, þetta er Sigurður héma í Fúlavogi 28, við hjónin kunnum bara ekkert á hitakerfið. Nú, em ekki hitastillar á ofnunum? Jú, en hvar er handbókin þar sem við eigum að geta lesið okkur til um hvemig við eigum að stjóma hitanum í húsinu? Handbók? Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala, Sigurður. Jón, ég meina handbókina sem á að fylgja hitakerfinu. Ég veit ekkert hvaða handbók þú ert að tala um, Sigurður. Hringdu bara í pípu- lagningameistarann, hann bjargar þessu. Hringt í píparann Páll, sæll vertu, þetta er Sigurður héma í Fúlavogi 28. Já, sæll. Páll, varstu ekki búinn að af- henda okkur hand- bókina sem á að fylgja hitakerfinu í húsinu? Handbók? Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um, Sig- urður. Nú, ertu ekki búinn að ganga frá kerfunum í húsinu? Jú. Já, en ætlarðu þá ekki að skila okkur handbókinni? Ég hef aldrei heyrt talað um neina handbók. Páll, ætlarðu ekki að kenna okkur á hitakerfið? Sigurður minn, tal- aðu bara um þetta við hönnuðinn. Hugsaðu þér, Jónína, rjómaþeyt- aranum sem ég keypti og kostaði 800 krónur fylgdi sex blaðsíðna bæklingur um hvemig ætti að nota hann. En lagnakerflð í húsinu okkar kostaði eina milljón og samt fylgir því ekki stafur á blaði um hvemig eigi að nota það. Þessu er bara fleygt í mann eins og hús- dýraáburði á tún. - Finnst þér þetta hægt, kona? Nei, það verður að láta þessa menn bera ábyrgð á verkum sín- um. Við hljótum að eiga heimtingu á því að geta notað það sem við vorum að kaupa. Ég man eftir útvarps- viðtali við mann frá Lagnafélagi íslands. Þar var rætt um frá- gang á handbók sem á að fylgja hitakerfum í húsum. Hringdu þá í Lagna- félagið Góðan dag, ég heiti Sigurður. Við hjónin erum í vand- ræðum með hitakerf- ið i húsinu okkar. Sig- urður minn, emð þið búin að lesa handbók- ina sem fylgir kerfinu? Það hefur engin handbók komið og pípulagn- ingameistarinn og hönnuður hita- kerfisins vísa bara hvor á annan. Sigurður minn, handbók á samt að vera til staðar fyrir öll hitakerfi í öllum húsum. Húseigendum og notendum kerfanna á að kenna að nota bókina til að ná tökum á dag- legum rekstri og stillingum hita- stilla. Þið erað annars velkomin hingað til Lagnafélags íslands og við eram tilbúnir að sýna ykkur hvemig handbók í venjulegu ein- býlishúsi á að líta út. Kristján Ottósson „Hugsaðu þér, Jónína, rjómaþeyt- aranum sem ég keypti og kostaði 800 krónur fylgdi sex blaðsíðna bæklingur um hvernig ætti að nota hann. En lagnakerfið í hús- inu okkar kostaði eina milljón og samt fylgir því ekki stafur á blaði um hvernig eigi að nota það.“ Kjallarinn Kristján Ottósson vélstjóri, framkvstj. Hita- og loftræstiþjón- ustunnar pg Lagnafé- lags Islands Með og á móti Er íslensk knattspyrna á niðurleiö miðað við stöð- una á FIFA-listanum? Þorstelnn Gunnars- son, framkvæmda- stjóri ÍBV. Búrkína Fasó fyrir ofan okkur „Er hægt að draga aðra álykt- un þegar íslenska landsliðið hef- ur fallið á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins svo nemur þrjátíu til fjörutíu sæt- um á nokkram misseram? Við eram orðnir svo aft- arlega á mer- inni að vanþró- aðasta ríki í heimi, Búr- kína Fasó, er komið fram fyrir okkur á listanum frá FIFA. Því fátækari, því betri í fótbolta! Landsliösþjálfari vor er reynd- ar ekki öfundsverður af hlyt- skipti sínu og starfar við erfiðar aðstæður. Hagstæðast væri að hafa hann staðsettann miösvæð- is í Evrópu yfir vetrartímann til að geta fylgst betur rneö atvinnu- mönnunum okkar sem landsliöið hlýtur að byggjast á. En við þurf- um að byrja frá granni, hlúa bet- ur aö börnunum okkar og skapa betri aðstæöur til knattspymu- iðkunar með því að fá yfirbyggða knattspymuvelli sem víöast um landið. Að mínu mati ættum við að leita í smiðju Norðmanna til að byggja upp knattspymuna hér á landi í næstu framtíð. Þrátt fyr- ir að Norðmenn spili ekki áferð- arfallegasta fótbolta í heimi er hemn svo sannarlega árangimsríkur. Skiptir það ekki mestu máli?“ Knattspyrnan á réttri braut „Ég tel að íslensk knattspyma sé á réttri braut. Nú um stundir eru mun fleiri íslenskir knatt- spyrnumenn að leika erlendis en áður hefur þekkst. Þetta tel ég vera mikla viður- kenningu fyrir íslenska knatt- spyrnu og fyr- ir það mikla starf sem okk- ar þjálfarar hafa innt af hendi. Segja má hins vegar að lands- liðið sé í öldudal um þessar mundir. Ég er hins vegar viss um aö það á eftir að rétta fljót- lega úr kútnum. Þróunin í Evr- ópu undanfarin ár hefur veriö sú aö liðunum hefur verið að fjölga mjög mikið. Ég tel að gæði knatt- spyrnunnar séu á uppleið hjá öll- um þjóðum. Verkefni okkar, að standa okkur betur, verður því stöðugt stærra og meira. Um leið verðum við að gera raunhæfar kröfur til okkar knattspyrnu- manna í keppni við erlendar þjóðir og á erlendum vettvangi yfirleitt. Nokkur breyting er fyrirsjáan- leg hér á landi í sumar. Mjög margir snjallir knattspyrnu- menn hafa farið erlendis og það verður gaman að sjá hvenig nýj- ir og efnilegir menn í liðunum hér heima koma til með að standa sig í sumar. Gelr Þorstelnsson, framkvæmdastjóri KSÍ. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.