Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 27
35
—
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998
Bill Gates:
Neitar öllum einræðistilburðum
Bill Gates verst öllum árásum fimlega.
Sfmamynd Reuter
Bill Gates, forstjóri Microsoft,
hefur neitað staðfastlega að vera
með einræðistilburði á tölvumark-
aðnum. Þetta gerði hann í síðustu
viku í yfirheyrslu sem hann, keppi-
nautar hans á tölvumarkaðnum og
þingmenn tóku þátt í fyrir framan
þingmannanefnd. Gates sagði enn
fremur að ekki væri ætlunin að
gera vefinn að einhverjum tollaf-
greiðsluhliðum fyrir Microsoft og
sagði það fráleitt að halda að eitt
fyrirtæki gæti stjómað aðgangi að
Netinu.
Samlíking við IBM
í máli sínu sagði hann að þeir
sem heföu óttast yfirráð IBM á sín-
um tima hefðu haft á röngu að
standa. Tæknin væri sífellt að
breytast og að ná markaðsstöðu
byggðist á því að halda sifellt áfram.
Mörgum fannst þessi samlíking við
IBM dálítið þversagnarkennd ef
hann segði líka að Microsoft hefði
ekki ofurtök á markaðnum.
Athygli vakti að hann sneiddi
fimlega hjá þvi að svara spuming-
um um hvort Microsoft væri með
einræðistilburði á markaðnum fyrir
stýrikerfi í einkatölvum. Hann
sagði aðeins að hann væri enginn
lögfræðingur.
Einn úr nefndinni sagði að hún
heföi heyrt sannanir þess að
Microsoft væri greinilega einrátt og
honum fannst Gates hundsa þá
spummgu, ems og
hann hefði alltaf gert.
Hatch fékk t.d. aldrei
svar við þeirri spum-
ingu hvort hann
hefði notað einkaleyf-
issamkomulag við
fyrirtæki til að fá þau
til að hætta að aug-
lýsa Netscape.
Netscape
kvartar
Helstu gagn-
rýnendur fyrirtækis-
ins saka það um að
nota Windows-stýri-
kerflð til að ná yfír-
ráðum yfir Netinu og
að reyna að fá sitt
fyrir öll möguleg viðskipti á þessum
markaði. Gates vísaði slíkum ásök-
unum á bug og segir það aldrei hafa
verið á dagskrá hjá Microsoft að
gera Netið að einhverri tollabraut
fyrir Microsoft.
Netscape hefur hins vegar sakað
fyrirtækið um að eyðileggja fyrir
sér viðskiptin með því að bjóða
vefráparann sinn frían. Jim Barks-
dale, forstjóri Netscape, segist óttast
að netmarkaðurinn eigi eftir að
þjást varanlega vegna þessara til-
burða hjá Microsoft. Takmarkið
með þessu hafi ekki eingöngu verið
að markaðssetja samkeppnishæfa
vöra heldur einnig að setja
Netscape á hausinn.
Þess má geta að háttsettir menn
hjá Dell, Sun Microsystems og
Great Plains Software bám einnig
vitni við þetta tækifæri.
Óljóst er hvaða áhrif þessi vitnis-
burður hefur á þau málaferli sem
dómsmálaráðuneytið stendur nú
fyrir á hendur Microsoft. Ekkert
var sagt um hvenær þau verða leidd
til lykta. Á meðan á öllu þessu
stendur heldur Microsoft sínu striki
i undirbúningi og þróun á Windows
98. Gates segir að það muni koma út
um mitt árið. -HI/Reuter
Nýtt frá Poincast
Pointcast gerir það ekki
endasleppt þessa dagana. Nýlega
tilkynnti fyrirtækið um ýmsar
nýjungar sem notendum þeirra
mun standa til boða á næstunni.
Þessar nýjungar benda til þess að
mikill uppgangur sé í þessu
fyrirtæki sem er einn
frumkvöðullinn í ýtni á Netinu.
Fyrirtækið ætlar bráðlega að
bjóða nýjan hugbúnað sem gerir
áhyggjur netnotenda um að vinsæll
hugbúnaður drekki tölvununum
þeirra í auglýsingum ástæðulausar.
Fyrirtækið ætlar einnig að bjóða
ýmsa nýja þætti til að bæta þá
fréttaþjónustu sem fyrirtækið hefúr
boðið fram að þessu. Þetta var
tilkynnt í bréfi sem Pointcast sendi
áskrifendum sínum, sem nú em 1,3
milljónir manna.
Pointcast hefur boðið fólki upp á
að fá senda fréttir um áhugamál sín
beint inn í tölvuna. Teknar em
fréttir frá hundruðum fréttamiðla,
svo sem New York Times, Reuter og
Wall Street Joumcd, sem og önnur
dagblöð og veffréttamiðla.
David Dorman, sem tók við starfi
forstjóra fyrirtækisins fyrir fjórum
mánuðum, segir að fyrirtækið gangi
vel og sé aö skila góðum hagnaði.
Fyrirtækið úr Silicon Valley ásamt
öðram tölvufyrirtækjum hafi verið
dugleg að styrkja starfsemina.
Ný tækni
Meðal þess sem Pointcast mun
bjóða upp á er viöbót sem gerir
tölvunotandanum kleift að fá fréttir
alveg um leið og þær gerast. Þar er
sérstaklega átt við
verbréfamarkaði, veðurspá og
íþróttaúrslit. Til þess er notuð
tækni sem mætti á íslensku kalla
fjölvarp (multicasting). Þessi viðbót
er innifalin í Pointcast 2.5, sem er
hægt að keyra á 486 vélum og
hraðvirkari. Hún er væntanleg í
apríl.
Að sögn talsmanns Microsoft á
þetta kerfi að geta unnið á þeim
búnaði sem nú er víða í
staðametum fýrirtækja. Þannig sé
hægt að yfirstíga ýmsar hindranir
sem annars gætu orðið býsna
erfiður ljár í þúfu.
Þar að auki ætlar fýrirtækið að
bjóða ýmsar lausnir í rekstri
staðarnets. Þar verður dregið
verulega úr gagnaflæði inn á
staðamet tölva. Þetta er svar viö
kvörtunum sem borist hafa frá
notendum þess efnis að þessi mikli
fjöldi gagna sem bærist væri
hreinlega við það að drekkja
tölvunum.
25 nýjar rásir
En þetta er ekki allt sem
Pointcast ætlar að bjóða.
Fyrirtækið ætlar að bæta við 25
nýjum fréttarásum sem aðallega
bjóða upp á ítarlegar
viðskiptaupplýsingar. Það verða þvi
alls mn 50 fréttarásir sem Pointcast
mun bjóða upp á ókeypis.
Að auki er Pointcast einnig að
vinna að því að bæta fréttasíuna til
að draga úr innstreymi gagnslausra
upplýsinga.
Áskrifendur fá 10%
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
oW mll himi^
Smáauglýsingar
I »Vil
550 5000
lnternetid
velur é milli tueggjn leidn:
©Ótabmartjadijr adgangur
etjtjert stofngjald
[Efþú notarnetiö mikiö]
Mótald: 1.190 kr.
ISDN 64: 1.690 kr.
ISDN 128:2.190 kr.
lYlínútijgjald [Efþú notarnetiö lítiö]
Mótald: Stofngjald 623 kr.,
mánaðargjald 374 kr., mínútugjald 1,12 kr.
ISDN: Stofngjald 1.868 kr.,
mánaðargjald 1.245 kr., mínútugjald 1,97
Notendurá mínútumœldum ISDN-aögangi
sem nota 128 Kbps flutning greiöa tvöfalt
mínútugjald eöa 3,94 kr.
LANDS SIMINN
±.