Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 37 Tæknin getur farið illa með fólk Þaö má veita því fyrir sér hvort nýafstaðið raftækjaverðstríö sé ein hlið á elt- ingaleik fólks við tæknina. DV-mynd Pjetur Er tæknin alveg að buga þig? Get- ur fólk hreinlega farið yfir um af allri þeirri tölvutækni sem er að ryðja sér til rúms? Að sögn kunn- ugra er það auðveldara en margir gera sér grein fyrir. Lítum á dæmi. Oliver Seely, 58 ára prófessor í efnafræði, fær að meðaltali 100 skilaboð uin tölvupóst á dag. Hann horfir á franska sjónvarpið í gegn- um Netið og hlustar einnig á út- varpsstöð frænda síns í Ohio á sama hátt. Hann er því umvafinn tækn- inni hvert sem litið er. Seely segist ekki geta hugsað sér lífið án tækninnar. Hann virðist hins vegar ekki komast undan henni heldur. „Oft kveiki ég ekki á tölvunni heima til að láta hana ekki tæla mig því ég hef ekki lengi gert neitt örvandi og skapandi,“ segir hann. Stella Yu er markaðsstjóri hjá fyrirtæki í Silicon Valley. Hún er á Netinu 8-12 tíma á dag vegna starfs- ins og var jafnvel farin að eyða tölu- verðu af sínum frítíma á Netinu. Nýlega fjarlægði hún hins vegar all- ar tölvur af sínu heimili. „Þetta var orðið of mikið. Ég var jafnvel búin að reyna að fá mömmu til að fá sér tölvupóst í stað þess að leyfa henni að hringja. Ég er að reyna að minnka tölvunotkunina en það er erfitt," segir hún. Tæknin stjórnar lífinu Vandamálið sem þessir tveir einstaklingar glíma við er ótrúlega algengt. Hraðvirkar tölvur, góðir farsímar, símboðar og fleiri slík tæki hafa gefið mörgum gríðarleg- an fjölda nýrra tækifæra. En því auðveldara sem það verður að fá aðgang að tækninni þeim mun lík- legri er tæknin til að stjóma lífinu. Þá er hún að ráðast inn á þætti þar sem hún er ekki alltaf velkomin. Tæknipirringur Þetta staðfestist í könnun sem gerð var á síðasta ári. Þar kom fram að 59% Bandaríkjamanna eru hikandi, fælin eða jafnvel pirruð vegna tækninnar. Sérfræð- ingar telja jafnvel að of mikil tækni geti valdið atvinnumissi, hjónaskilnaði eða jafnvel sjálfs- morði. Önnur vægari einkenni era svefntruflanir, menn missa tíma- skyn (sérstaklega á Netinu), fiöl- skyldan og sambúðin flosnar upp og maður hefur of mörg jám í eld- inum í stað þess að einbeita sér að eina verki og ljúka því. Það versta við þetta allt saman er að maður getur ekki bara staðið upp og sagt þvert nei við öllum tækniframfórum. Þá getur maður alveg eins farið 100 ár aftur í tím- ann. Menn verða hreinlega að læra að ná tökum á tækninni eða álag- inu sem fylgir henni. Og þar sem fæstir telja sig hafa efni á að draga úr streymi tækninýjunga verða menn að ná tökum á álaginu. Dr. Larry Rosen skrifaði ásamt öðrum bók um hvernig ætti að ná tökum á tækninni. Hann segir skýringuna á þessum áhrifum tækninnar einfalda. „Áður fyrr vann fólk frá 9-5. Yfirmaðurinn hringdi varla heim til starfsmanns- ins nema að kviknað væri í á vinnustaðnum. Nú gerir tæknin þaö kleift að fólk getur alltaf náð í mann svo þessi mörk eru ekki lengur eins skýr,“ segir hann. Hann bendir líka á að tæknin trufli fólk oft frá því sem það þarf að gera þannig að það kemur engu í verk. Að komast yfir stressið En hvernig er hægt að komast yfir þetta tæknistress? Það sem Rosen ráðleggur er að fyrst eigi að gera lista yfir þau tæknitól sem maður notar á venjulegum degi. Síð- an eigi að kanna hvort maður geti verið án einhverra þessara tóla. Þarf nokkuð farsíma í bílinn eða mjög fullkomna útvarpsvekjara- klukku? Ef maki eða bam vanrækir fiöl- skylduna meö þvi að sitja heOu klukkutímana fyrir ffaman tölvuna er skárra að setja því raunhæf tak- mörk tO að minnka vistina þar. Ef síminn er sífeUt að hringja á mat- málstímum er gott að setja inn á símsvarann skOaboð um hvenær maður svarar í símann og hvenær ekki. Menn eiga ekki að vera hræddir við að segja fólki hvenær sé best að ná sambandi við mann og hvenær megi aOs ekki hringja. Það er fólkið sem verður að setja mörk- in. Tæknin gerir það ekki fyrir mann. -HI/ABCnews Mynd eftir pöntun Myndbandaleigur munu líklega missa spón úr askinum sínum ef menn geta pantaö myndir beint í sjónvarpstæk- iö sitt. DV-mynd GVA Nú er komin tækni í stafrænt sjónvarp sem hefur verið hampað nokkuð af skemmtiiðnaðinum. Tækni þessi hefúr verið tO í nokkur ár en hefur fram að þessu verið of dýr tO aö veröa almenningseign. Nú er það að breytast. Þessi nýja tækni kaUast mynd eftir pöntun (Video-on- demand). Setjum sem svo að maður sé heima hjá sér að kvöldi tU, hafi ekk- ert að gera og sjónvarpsdagskráin sé hundleiðinleg. Þá er hægt að stiUa á sérstaka rás í tækinu og fá lista yfir um 500 bíómyndir. Svo vel- ur maður bara hvaða mynd maður viU horfa á. Ef maður er ekkert hrif- inn af að horfa á eitthvað svo langt er kannski hægt að horfa á seinasta þáttinn úr Frasier eða Vinum sem maður missti af síðast. Miklir fjárrnunir Fyrst var boöið upp á slíka þjón- ustu snemma á þessum áratug. Time Wamer eyddi þá gríðarlegum fiármunum í þróun á slíkri tækni sem hafði það í för með sér að venjulegur maður hafði engan veg- inn efhi á þessu. Menn komust þó að því að áhugi var á slíkri þjónustu fengist hún á lægra verði. Nú eru stafræn sjónvörp sem kosta ríflega 21.000 krónur í Bandaríkjunum fá- anleg fyrir þá sem eru með kapal- sjónvarp. Sérstakir skjalaþjónar (FOeservers), sem geyma upplýsing- ar um myndir og þætti, eru einnig töluvert ódýrari. Markaðurinn fyrir slíka þjónustu er nokkuð augljós. í Bandaríkjun- um fara um 560 mOljarðar króna í að leigja myndbönd. Þessi hópur væri feginn því að losna við aOt ves- enið sem fylgir því að fara á leig- una, taka mynd og skOa henni síðan aftur. Nú þarf aðeins að smeOa nokkrum sinnum á fiarstýringuna tO að fá mynd við sitt hæfi í sjónvarpstækið. Af þessum sök- um er ólíklegt að myndbanda- leigur taki þessu fagnandi. UmfiöOun um svona þjón- ustu gegnum sjónvarpið hef- ur nokkuð faO- ið í skuggann af umfiöOun um netþjónustu gegnum sjón- varpið. Það er kannski ekki skrýtið í ljósi þess hvað netnotendum fer fiölgandi með degi hverjum. Menn eru samt ekki á einu máli um hvort menn muni nokkum tímann nota sjónvarpið á sama hátt og þeir nota tölvur í dag. Þetta er að margra mati betri kost- ur. Margir eru á því að þetta muni fljóOega seljast vel. Sjónvarpið eins og það sé í dag gangi ekki upp því með tOkomu Netsins vilji fólk fá þær upp- lýsingar sem það vill þegar það viU en ekki á tímum sem hentar sjónvarps- stöðvunum. -HI/MSNBC STÓR • ÚTSÖLU • LOK I Enn meiri afsláttur Úlpur 3.900.- áður 12.900.- Kápur 7.900.- áður 19.900.- £fíáf»usalan Nytt heimilisfang Suáurlandsbraut 12, simi 588 1070 GÍTARINN Laugavegi 45a, sími 552 2125 FEfímnoES Tilboð á Fernandes rafgíturum Útsala rafmagnsgítar og magnari verð áður kr. 27.900, nú kr. 19.900 Utsala Hjólabretti 50% afsláttur Sanpellegrino Sportbúð • Títan Seljavegur 2 Pósthólf 1180 121 Reykjavík Sími 551 6080 Fax 5S2 6-488 Opið mán. - fös. S-18. Breitt teyjuband í mittið til að buxumar fari vel. b Styrking við maga svæðið. Stigvaxandi teyjustuðn- ingur við fótleggina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.