Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 9. MARS 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Jákvæð stefnumótun Löngum gumuðu íslendingar af því að vera menntaðasta þjóð í heimi. Ellu heilli virðist nú lítil inn- stæða fyrir slíkri sjálfumgleði. Kannanir sýna þá dapurlegu staðreynd að á síðustu tveimur áratugum hefur menntakerfi íslendinga skroppið af spori. íslensk böm eru í dag eftirbátar flestra erlendra jafnaldra sinna í menntunarefnum. Afkomendur þjóðar sem skrifaði bókmenntir evrópskrar gullaldar kunna ekki aðeins minna fyrir sér í raungreinum heldur eiga bágara með lestur og kunna síður að draga til stafs. Það stappar nærri að skólakerfið hafi hin síðustu ár verið fórnarlamb djúprar kreppu. Bág laun hafa kallað fram endurtekin verkföll kennara. Áhrif þeirra á námsferil fjölmargra nemenda em efalítið stórlega vanmetin enda tabú hvarvetna í kerfinu. Kreppa skólakerfisins birtist í óánægju foreldra með þjónustu grunnskólans. Stuttur og slitinn skóladagur, stutt skólaár og slitnar kennsluvikur eru foreldrum sífellt og eðlilegt áhyggjuefhi. Þeim áhyggjum hefur fram til þessa ekki verið svarað nægilega vel. Framhaldsskólinn er kapítuli út af fyrir sig. Hin skelfUega niðurstaða síðustu TIMMS-skýrslu speglaðist í þeirri staðreynd að næstum helmingur nemanna lýkur ekki námi. Þessi óhugnanlega staðreynd kom flestum vægast sagt óþyrmilega á óvart. Hvað verður um framhaldskólanemana sem flosna upp?Á hvaða fjörur skolar þeim í þjóðfélagi sem einkennist af vaxandi agaleysi? Verða þau fikniefnum og iðjuleysi að bráð? Það eru kaldir og ástlitlir foreldrar sem kvíða ekki framtíð bams síns andspænis nöturlegri stöðu framhaldsskólans. Menntakerfið er fjöregg framtíðarinnar. í því er fólginn lykill sem lýkur ekki aðeins upp dyrum velsældar samfélagsins heldur hamingju og velferð einstaklinga - bamanna okkar. Það kemur okkur því öllum við. Við erum ábyrg fyrir bæði göllum þess og óhjákvæmilegum endurbótum. Þess vegna ber að fagna vinnubrögðum Bjöms Bjarnasonar menntamálaráðherra við mótun nýrrar skólastefnu fyrir grunn- og framhaldsskólann. Stefnan, sem birtist í nýjum, samfelldum aðalnámskrám fyrir bæði skólastigin, var unnin á opinn og lýðræðislegan hátt. Allt skólasamfélagið tók þátt í vinnunni með einum eða öðrum hætti. Allir stjórnmálaflokkamir áttu fulltrúa sem komu að henni með ýmsu móti. Þess vegna er hún hvorki stefna eins tiltekins ráðherra eða stjórnmála- flokks. Hún er í raun skólstefna alls þjóðfélagsins. Þessi vinnubrögð em til fyrirmyndar. Aðrir ráðherrar sem kjósa fremur að kúldrast með stefnumótun sína bak við luktar dyr ættu að taka hana til eftirdæmis. Enda spegla viðtökumar vinnubrögðin. Hin nýja stefna hefur hlotið góðar viðtökur hjá bæði foreldrum og kennurum. Enn er stefnan þó aðeins vegvísir. í besta falli má kalla hana leiðarhnoða inn í umhverfi framtíðarskólans. Sjálft ferðalagið er eftir og krefst drjúgs farareyris. Breyting- arnar, sem hin nýja skólastefna kallar á, koma nefnilega hvorki sjálfkrafa né ókeypis. Ein af forsendum hennar er umfangsmikil endur- menntun kennara. Önnur felst í endurmati og -bótum á námsgögnum. Hin þriðja í breytingum á kennara- náminu. Nýja skólastefnan kallar því í raun á endur- skipulagningu skólakerfisins. Fjármagn til þessa verks verður tæpast tryggt nema með samstöðu allra þeirra sem að stefnumótuninni komu. Össur Skarphéðinsson nm m r * jM rw ' Viö aö fyigjast meö frjálslegri framkomu unga fólksins, t.d. í spurningakeppni framhaldsskólanna, fær maöur á tilfinninguna aö ekkert sé aö.... Hve glöð er vor æska um því að jafnt foreldr- ar, skóli, kirkja, sem og aðrir ráðamenn, skyldu vaka og verjast. Fátt skortir eins mikið hér á landi og öfluga fjölskyldustefnu og nýja tísku í lifnaðarháttum kynslóðanna. Hér hefur þróunin verið sú að t.d. skemmtanalíf er allt í hólfum eftir aldri, aldr- aðir skulu vera sér, unglingar sér og foreldr- ar sér. Þessi hólfaskipt- ing er óþekkt með mörg- um þjóðum. Hér skapar hún ákveðið agaleysi, ekkert síður hjá pabba „Hér hefur þróunin veriö sú að td. skemmtanalíf er allt I hólfum eftir alúti, aldraöir skulu vera sér, unglingar sér og foreldrar sér. Þessi hólfaskipting er óþekkt með mörgum þjóðum. “ Kjallarinn Guðni Ágústsson alþingismaöur Vá samtímans eru eiturlyf, langalvarlegasta og stærsta verk- efni í lok aldarinn- ar. Fíkniefnavand- inn er ekki bara bundinn ungu fólki, hann hrjáir allar kynslóðir, fólk á öllum aldri. Hitt leynir sér ekki að stærst skörð heggur hann í raðir ungs fólks. Þar er ekki spurt um stétt eða stöðu og margur sem býr við ást og um- hyggju foreldra og systkina verður flkninni að bráð. Engin orð geta lýst þjáningu þeirra sem sjá á eftir ást- vini sínum þessa heljarslóð. Svo hörmulegur er fer- ill þess sjúka oft að dauðinn er lausn. Hátt í tvö hund- ruð ungmenni eru í dag svo langt leidd hér á landi að brugðið getur til beggja vona. Þessi staðreynd er neyðarkall til samtímans: í fyrsta lagi um aö byrgja brunninn, í öðru lagi að gera allt til að bjarga ungu fólki sem statt er á landamærum lífs og dauða. Að byrgja brunninn Margt getur maðurinn lært úr dýrarikinu og af viðbrögðum dýr- anna á hættustund. Þau taka af- kvæmi sín undir vemdarvæng sinn þegar hætta vofir yfir. Hér er nú hafin mikil vakning í mörgum byggðarlögum. Frægast var hvemig íbúar í Reykjanesbæ tókust hönd í hönd, á annað þús- und manns, og hétu bömum sín- og mömmu heldur en unglingun- um. Hvenær verður barn fulloröið? Já, hvenær verður barn fullorð- iö og hvað veldur því að sífellt yngri hópar neyta áfengis eða sækjast eftir vímu? Mér finnst ungt fólk i dag bæði fallegt og frjálslegt og hafa margt fram yfír mína kynslóð, 68-kynslóðina. Unga fólkið er opið og jákvætt. Það veit hvað það vill og hugsar rökrétt. Við að fylgjast með frjálslegri framkomu unga fólksins og lífs- gleði, t.d. í sjónvarpinu, í spum- ingakeppni framhaldsskólanna, fær maður á tilflnninguna að ekk- ert sé að. Spyr síðan hvers vegna svona ófeimið og frjálslegt fólk sækist eftir áfengi eða einhverjum þaðan af verri vímuefnum þegar það skemmtir sér. Hver og einn verður að líta í eigin barm. Ræður tíska fullorðna fólksins einhverju um þetta? Að ferma síöar Því yngra sem bamið er þegar það byrjar að drekka því meiri er áhættan að illa fari. Hinu megum við ekki gleyma að sjúkir dópsalar líta á börnin sem markað og mikil- væga nýliðun fyrir sig. Því verður að koma til miklu nánara samstarf heimila og skóla en tíðkast hefur. Ég vil líka velta því upp hér hvort fermingin ætti að eiga sér stað t.d. tveimur árum síðar. Margt bendir til þess að barnið líti svo á að fermingin sé tákn þess að það sé komið í tölu þeirra fullorðnu. Ég tel að skoða beri og ræða allar leið- ir sem stuðla að því að barnið sé barn örlítið lengur en tíðkast í dag. Ný tíska og öflug fjölskyldustefna gætu stutt okkur í þessu efni. Jafningjafræðslan í síðasta helgarblaði DV var at- hyglisvert viðtal við unga stúlku, Hildi Sverrisdóttur hjá Jafningja- fræðslunni. Hún er nýkomin frá ráð- stefhu á vegum UNESCO i París, sem ber yfirskriftina „21st Centiuy free of drugs". Ráðstefnuna sátu full- trúar nokkurra rikja SÞ, 21 talsins. Hildur segir orðrétt: „Við bjugg- um þarna til skýrslu eða nokkurs konar sáttmála þar sem við, full- trúar unga fóiksins í heiminum, setjum fram þá kröfu að ráðamenn rikja heims taki öll mál er varða eiturlyfjanotkun unglinga til ræki- legrar endurskoðunar.“ Undir þessa skoðun skal tekið. Enginn á betra með að tala frá hjarta til hjarta en unglingurinn sjálfur. Því er mikilvægt að virkja unglingana sjálfa í baráttunni. Guðni Ágústsson Skoðanir annarra Vextir og fjármagnsmarkaður „Vissulega eru vextirnar að lækka, raunar að hríðlækka. Ávöxtunarkrafa húsbréfa - sem var 5,30% um áramót - byrjaði í 5,03% í morgun og var komin alveg niður undir 5% síðast þegar ég vissi... Fjármagnsmarkaðurinn milli landa er nú orðinn það opinn að vaxtamunurinn milli íslands og ann- arra landa, sem hefur verið mjög mikill, er að minnka. Þetta er þróun sem ekki verður snúið við. Ef eitthvað þá færumst við bara nær og nær erlend- um markaði." Sigurður B. Stefánsson í Degi 6. mars Viöskipti með aflaheimildir „Sú tillaga nefndarinnar, sjávarútvegsráðherra og ríkisstjómar, að sett verði á stofn kvótaþing, þar sem fram fari viðskipti með aflaheimildir með ákveðnum takmörkunum þó, er sjálfsögð. Það er grundvallarmisskilningur hjá stjóm LÍÚ, að þar sé um að ræða bann viö frjálsum viðskiptum með afla- heimildir og þess í stað komi „lögboðið miðstýrt uppboðskerfi". Með kvótaþingi er verið að tryggja, að viðskipti með aflaheimildir fari eftir ákveðnum leikreglum alveg með sama hætti og viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf fara eftir ákveðnum leikreglum ...“ Úr forystugreinum Mbl. 6. mars Greifadæmi fiskimiðanna „Sú var tíðin að Evrópa skiptist i ótal lítil greifa- dæmi... Á sama tíma og landgreifar dragast saman á fastalandi álfunnar blása sægreifar út í sjónum umhverfis nyrstu eyjar. Tvöhundruð mílna land- helgi íslendinga er í dag eina greifadæmi Vestur- landa með hin fornu gildi lénsskipulagsins um her- fang. Stjómvöld hafa ættleitt valinn hóp einkavina og afhent þeim íslensku fiskimiðin að erfðaléni með búsetu í landi eins og danskir Hörmangarar." Ásgeir Hannes i Degi 6. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.