Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1998, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 9. MARS 1998
45
BÍLAR,
FARARTAKI,
VINNUVÉLAR O.FL.
i> Bátar
Þessir bátar eru til sölu, eru í þorskafla-
hámarkskerfi gn kvótalausir.
• Kristrún IS-216, án þorskaflahá-
marks, sími 853 3370. Línu- og hand-
færabátur, 1 þilfar. Flokkun: SÍ.
Smíði: Plast. Búðardal, 1991/05.
Skutlengdur 1997. Brl.: 6. Bt: 6.
Nt: 2. Rúmtala 33,7. Mesta lengd: 9,1
m. Skráð lengd: 8,28 m. Breidd: 2,76
m. Dýjrt: 1,72 m. Vél: Caterpillar,
1991/05,126 hö., 93 kW.
• Sandra ÍS-333, sími 853 3278. Línu-
og handfærabátur, 1 þilfar. Flokkun:
SI. Smíði: Plast. Búðardal, 1991/08.
Brl.: 6. Bt: 6. Nt: 2. Rúmtala: 33,7.
Mesta lengd: 8,3 m. Skráð lengd: 2,28
m. Breidd: 2,76 m. Dýpt: 1,72 m. Vél:
Caterpillar, 1991/08, 126 hö., 93 kW.
Skipasalan Bátar og búnaður ehf.,
Barónsstíg 5, sími 562 2554.
S Bílartilsölu
Augasteinninn minn. Turbo Trans AM,
V8 301, árg. ‘81. Bifreiðin hefur verið
í geymslu í mörg ár og er því ekin
aðeins 55 þús. frá upphafi. Original
lakk, T-toppur, sami eigandi í 14 ár.
Margt endumýjað íyrir endurskrán-
ingu ‘96, s.s. nýtt bremsukerfi, ný túrb-
ína, nýr rafeindastýrður blöndungur,
ný tölva og margt, margt fleira. Nýr
stýrisbúnaður og fl. fylgir. Til sölu ef
viðunandi tilb. fæst. Svarþjónusta DV,
sími 903 5670, tilvnr. 21348.
M Benz C220 ‘95, ek. 65 þús. km, ABS,
sjálfsk., 15” álf., toppeint., ríkulega
búinn aukahlutum. V. 2.980.000. Einn-
ig VMax 600 “94, ek. 3.000 mflur, tvöf.
sæti, rauður, vel með farinn. V. 550
þús. Uppl. gefiir Stefán í síma 897 9782.
Plymouth Voyager sport SE, árg. '94,
7 manna, með öllu, fjölskyldubfllinn
vinsæli. Glæsilegt eintak. Grænsans-
eraður, nýinnfluttur frá Ameríku.
Verð 1950 þús. Uppl. í síma 587 2170,
588 2455 og 895 7247.
Suzuki Sidékick sport, grænn og grár,
árg. ‘97, ekinn 3.500 kin, álfelgur, 29”
dekk, mjög glæsilegur. Upplýsingar í
síma 553 6228.
Honda Civic 1500, árg. ‘87,
4 dyra, sjálfskiptur, skoðaður ‘98,
útv/segulband, vetrardekk, fallegur
og góður bfll. Silfurgrár. Verð 250
þús. S. 896 8568.
Pontiac Grand Am ‘94, ekinn 51 þ. km,
blásanseraður. Fallegur reyklaus bfll.
Verð 1.590 þús., 1.290 þús. staðgreitt.
Upplýsingar í síma 566 8530, 555 4070
og565 1616.
VW Golf CL, árg. ‘94, til sölu,
ekinn 77 þús. km, 3 dyra, hvítur, 5
gíra. Verð 780 þús. Uppl. í síma 567
7676 og 567 5171 e.ld. 19.
Opel Corsa swing 1400 ‘96, ekinn 21
þús. km. Fæst á góðu verði. Uppl. í
síma 552 1550 eða 588 6383 á kvöldin.
Jeppar
Til sölu Nissan Patrol, dísil turbo
intercooler, árg. ‘96, lítið keyrður, vel
með farinn, upphækkaður á stærri
dekkjum. Uppl. í síma 565 6695 og
892 2184.
Chevrolet Blazer, árg. ‘92.
Glæsilegur bfll. Einn með öllu. Vél
4,3, ekinn 102 þús. Staðgreiðsluverð
1.500 þús. Uppl. í síma 564 3470.
Toyota LandCruiser WX disil turbo, árg.
‘91, ekinn 187 þús., vínrauður,
sjálfskiptur. Mjög fallegt eintak.
Upplýsingar í síma 893 2790.
Dodge Ram 250 Cummings dísil turbo,
árg. ‘90, ekinn 112 þús. km, 5 gíra, 44”
dekk. Alvörujeppi á góðu verði, 1.290
þús. Uppl. gefur Bflasala Matthíasar
í síma 562 4900 og Garðar í síma
464 3292.
Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11
Varahlutir
DDD
LANDVELAR - SJOVELAR
W TÆKJASALA
SMIÐSHÖFÐA 14*112 REYKJAVÍK
SÍMI567 2520 & 567 4550 • FAX 567 8025
Vélavarahlutir. Landvélar og sjóvélar.
/i/iiii M-------------
Askrifendur
fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
g\\t millf' hjipí^
’&
Smáauglýsingar
DV
550 5000
HvalQ arðargöngin:
Vildi í gegn
sem ráðherra
DV Akranesi:
Þó svo Hvalljarðargöng verði
ekki opnuð fyrir umferð fyrr en 10.
júlí reynir fólk að beita öllum brögð-
um til að komast í gegn en án árang-
urs, að sögn Sigfúsar Thorarensen,
svæðisstjóra Fossvirkis í göngun-
um.
„Einn daginn var hringt til okkar
og sagt að það þyrfti að rýma fyrir
svo heilbrigðisráðherra kæmist í
gegn. Við vissum ekkert hvort þetta
var frá ráðuneytinu eða öðrum en
það er á hreinu að hvorki ráðherra
né aðrir embættismenn fá að fara í
gegn fyrr en göngin opna. Þeir einu
sem hafa leyfi er starfsfólk.
Fólk hefur meira að segja verið
svo ósvífið við að reyna að komast í
gegn að það hefur skemmt fyrir okk-
ur hliðin sem hafa verið sett upp.
Það er ekki gott.
Við erum bjartsýnir á að göngin
verði opnuð 10. júlí en auðvitað get-
ur alltaf eitthvað komið fyrir sem
breytir því. Búið er að malbika tvo
kílómetra í göngunum að norðan-
verðu. Tvær vikur eru í að byrjað
verði að malbika sunnan megin,“
sagði Sigfús.
-DVÓ
Frá opnun félagsmiðstöövarinnar Eden.
DV-Daníel
GrundarQörður:
Sælureitur unglinga
DV Vesturlandi:
Félagsmiðstöð unglinga hefur ver-
ið opnuð í Grundarfirði, unglingun-
um á staðnum til mikillar ánægju.
Félagsmiðstöð hafði verið starfrækt
áður en með hléum en var á hrak-
hólum með húsnæði.
Þegar tónlistarskólinn flutti í nýtt
húsnæði 18. desember losnaði gamla
húsnæði skólans og var það afhent
unglingunum sjálfum til afnota. Eft-
ir mikla elju þeirra og foreldra við
að lagfæra og mála húsið og safna
notuðum húsgögnum var miðstöðin
opnuð á öskudag með tilheyrandi
grímuballi og skemmtun.
Félagsmiðstöðin fékk nafnið Eden
og standa vonir til að hún verði
sælureitur unglinga á næstu misser-
um, að sögn Bjargar Ágústsdóttur,
sveitarstjóra á Grundarfirði.
-DVÓ
Smáauglýsingadeild DV er opin:
• virka daga kl. 9-22
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Tekið er á móti
smáauglýsingum
til kl. 22 til birtingar
nœsta dag
Ath.
Smáauglýsing í
Helgarblað DV
þarf þó að berast
okkur fyrir kl. 17
á föstudag
a\\t mil/f hlmfa
Smáauglýsingar
550 5000