Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 ov, Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpy/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk„ Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Verðbólgan er komin í gang Við þurfum að hafa gát á góðærinu. Verðbólgan fór að láta á sér kræla í febrúar. Ef svo fer fram eftir árinu, kemst ársbólgan í 5%, sem er geigvænlegt, þrisvar til fjórum sinnum meira en meðaltalsverðbólga helztu við- skiptalanda okkar í Evrópu, Ameríku og Japan. Verðbólga er slæmur fylgifiskur góðæris, en alls ekki óhjákvæmilegur. Norðmenn hafa til dæmis búið við langvinnt góðæri, en gæta þess jafnan að hafa verðbólg- una á sama róli og aðrar þjóðir. Annars aflagast gjald- miðillinn og samkeppnishæfnin á alþjóðamarkaði. Þjóðhagsstofnun spáir að vísu ekki 5% verðbólgu á þessu ári, heldur 2,7%. Hún reiknar með, að verðbólgan haldi ekki áfram með sama hraða og í febrúar. En 2,7% verðbólga er einnig allt of mikil, nákvæmlega tvöföld verðbólga helztu viðskiptalanda okkar. Flest annað gengur okkur í haginn um þessar mund- ir. Kaupmáttur fer ört vaxandi. Hann hefur aukizt um 14% samanlagt á þremur árum og mun væntanlega aukast enn um 5-6% á þessu ári. Þetta felur í sér gífur- leg og snögg umskipti á lífskjörum fólks. Bætt staða almennings á ekki að þurfa að leiða til verðbólgu. Vandamálið felst í, að hér er verið að gera fleiri hluti í einu. Á sama tíma og kaupmáttur er aukinn, er líka verið að vernda herkostnað við forna atvinnu- hætti og varðveita dýrtíð af völdum fáokunar. Bætt lífskjör og stöðugt verðlag hafa haldizt í hendur í þrjú ár, af því að létt hefur verið á samkeppnishömlum. Ýmis vara og þjónusta hefur lækkað í verði. Þessi hag- stæða þróun hefur verið að fjara út í vetur. Því þurfa stjórnvöld að losa um fleiri hömlur á samkeppni. Atvinnleysi fer minnkandi og er nú komið niður í 3,6% að meðaltali yfir árið. Þetta er mun minna en þekk- ist í flestum nágrannalöndum okkar og þýðir í rauninni, að fleiri störf séu laus en sem svarar hinum atvinnu- lausu. Lengra verður tæpast komið að óbreyttu. Aðeins með endurmenntun og starfsþjálfun er unnt að hraða flutningi fólks úr samdráttarstörfum yfir í þenslu- störf og lækka þannig atvinnuleysistölurnar. Ríkið getur lagt hönd á þennan plóg rétt eins og það getur rutt hindr- unum úr vegi innlendrar samkeppni. Viðskiptahalli verður allt of mikill á þessu ári að mati Þjóðhagsstofmmar, tvöfaldur árshalli tveggja síðustu ára. Eins og verðbólgan er þetta merki um, að lífskjörin séu að batna hraðar en efni standa til. Þessu þarf að breyta, en ekki með að hægja á lífskjarabatanum. Unnt er að framlengja góðærið án þess að auka við- skiptahallann og vekja verðbólguna að nýju. Það geta stjórnvöld gert, ef þau vilja. Þau geta dregið úr einokun og fáokun með því að bæta samkeppnisskilyrði og þau geta stuðlað að símenntun þjóðarinnar. Stjórnvöld geta til dæmis hætt afskiptum af landbún- aði umfram aðra atvinnuvegi. Þau geta boðið út fisk- veiðikvótann á alþjóðamarkaði. Þau geta selt bankana. Þau geta tekið upp evru sem gjaldmiðil. Þau geta gert stafræn viðskipti og samskipti ódýrari en nú. Verðbólgan í febrúar og viðskiptahallinn sýna nefni- lega, að við erum komin upp að þaki í bættum lífskjör- um. Lengra verður ekki haldið í lífskjarasókninni án mikilvægra breytinga á sjálfri þjóðfélagsgerðinni, svo sem þeirra, sem nefndar voru hér að ofan. Við getum haft til marks um, að við séum komin á rétta leið, þegar ársverðbólgan kemst niður í þau 1,3%, sem hún er að meðaltali í Evrópusambandinu. Jónas Kristjánsson Sænsk sjálfskoðun Svíar hafa lengi státað sig af hlut- leysisstefnu sinni. Hún hefur verið kjarninn í utanríkisstefnu Svíþjóðar frá því á 19. öld og haldið þeim frá ófriði og heimsstyrjöldum. í kalda stríðinu skapaði hlutleysisstefnan Svíþjóð sérstöðu í alþjóðakerfmu og var fyrirmynd margra þjóða, sem vildu feta „þriðju leiðina" milli kapítalisma og kommúnisma. Það, sem gerði hana trúverðuga í augum Svía, var sterkur innlendur her- gagnaiðnaður. í krafti efnahags- og hernaðarstyrkleika síns gátu Svíar síðan haft mun meiri áhrif í alþjóða- málum en ráða mátti af stærð lands- ins og íbúafjölda. „Sænska leiðin“, sem velferðarríkið var tákn fyrir, og önnur pólitísk gildi urðu heims- þekkt. Hver man ekki eftir baráttu Olofs Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, gegn utanríkisstefnu Banda- ríkjanna og Víetnamstriðinu á 8. áratugnum? Leiðin frá hiutleysi Eftir að kalda striðinu lauk, hafa Svíar átt mun erfiðara með að skil- greina hlutleysisstefnu sína. I raun má segja, að þeir hafi horfið frá meginþætti hennar strax árið 1990, þegar þeir sóttu um aðild að Evr- ópusambandinu. Auk þess hafa Sví- ar tekið virkan þátt í „samstarfi í þágu friöar" á vegum NATO. í kalda stríðinu höfðu sænskir sósíal- demókratar ekki ljáð máls á slíku efnahags- og hernaðarsamstarfi vegna þeirra pólitísku skuldbind- inga, sem því fylgdu. En staðreynd- in var sú, að áhrif Svíþjóðar á al- þjóðavettvangi höfðu minnkað veru- lega á 9. áratugnum. Á sama tíma hafði efnahagsstaða Svía veikst jafnt og þétt í samanburði við önnur ríki í alþjóðakerfinu. Það var án efa efnahagsveikleiki, sem knúði þá til aðildar að Evrópusambandinu árið 1995. Og samvinna þeirra við NATO síðustu ár er tákn um, að þeir njóti ekki lengur sérstöðu í krafti hlut- leysisstefnunnar. Brengluð sjálfsmynd? Á undanfórnum árum hefur margt komið fram, sem skyggir á sjálfsmynd Svía í kalda striðinu. Því hefur verið haldið fram, að Sviþjóð hafi í raun verið óformlegur banda- maður vestrænna ríkja gegn Sovét- rikjunum. Á sagnfræði- og stjórn- málafræðiráðstefnu í Kaupmanna- höfn í síðustu viku voru kunngerð- ar nýjar upplýsingar, sem vekja ýmsar spurningar um hlutleysis- stefnu Svía. Þar var m.a. haft eftir háttsettum bandarískum herfor- ingja, að Bandaríkjamenn og Svíar hefðu ekki aðeins skipst á hern- aðaráætlunum á 8. áratugnum. Bandarískir herforingjar hafi einnig haft aðgang að leynilegum hernað- armannvirkjum í Svíþjóð. Nú er komið í ljós, að helstu orrustuflug- vélar Svía voru í raun búnar banda- rískum tæknibúnaði. Þannig gátu Bandaríkjamenn haft meiri áhrif á stefnu Svía en talið hefur verið. Sænsk stjórnvöld bönnuðu til dæm- is útflutning tæknibúnaðar til Sov- étrikjanna, sem nota mátti í hernað- Olof Palme baröist gegn Víetnamstríöinu meö hlutleysisstefnuna aö vopni. Nú eru Svíar aö fjarlægjast þá stefnu. Myndin er tekin í Stokkhólmi 1972 þegar Palme tók á móti fjölda stuöningsyfirlýsinga sem bárust víöa að úr heiminum viö stefnu hans. Pressens Bild Erlend tíðindi Valur Ingimundarson artilgangi. Og það sem meira er: Til að vernda eigin hergagnaiðnað komu Bandaríkjamenn í veg fyrir, að Svíar gætu séð nokkrum NATO- ríkjum fyrir Viggen-herflugvélum á 8. áratugnum vegna þess, að um bandaríska tækni væri að ræða. Og þegar Svíar ætluðu að selja Indverj- um sams konar vélar, hindruðu Bandaríkjamenn það af pólitískum ástæðum. Leyndarmál úr kalda striðinu Ingemar Dörfer, yfirmaður varnarmálastofnunarinnar í Sví- þjóð, upplýsti í vinnuhópi á ráð- stefnunni, að Henry Kissinger, þáverandi öryggismálaráðgjafi Richards Nixons Bandaríkjafor- seta, hefði viljað hætta að sjá Svíum fyrir varahlutum í orr- ustuflugvélar sínar, þegar gagn- rýni Palme á stríösrekstur Bandaríkjamanna í Víetnam náði hámarki. Hins vegar hefði Melvin Laird varnarmálaráð- herra komið í veg fyrir það á þeirri forsendu, að meira máli skipti fyrir Bandaríkin og NATO, að Svíar hefðu sterkar hervarnir gegn Sovétríkjunum. Eftir að kalda stríðinu lauk, hafa Svíar fallið frá þeirri opinberu stefnu sinni að þróa eigin hern- aðartækni og tekið upp samstarf við Frakka og Breta í smíði kaf- báta og annarra hergagna. Þetta er í andstöðu við forsendu hlut- leysisstefnunnar, en endspeglar þann stjórnmála- og efnahags- veruleika, sem Sviar standa frammi fyrir. Með hliðsjón af að- ildinni að Evrópusambandinu vaknar því sú spurning, hvort Svíar neyðist ekki til þess fyrr en síðar að sækja um inngöngu í NATO. Sænski flugherinn var stolt Svíþjóðar í kalda strfðinu og tákn fyrir sjálfstæði landsins og hlutleysi. Vestrænar þjóðir litu hins vegar á flugherinn sem óbeinan stuðningsarm NATO, ekki síst vegna þess, að hann var fullkomlega háður bandarískri og breskri tækni og var beint gegn Sovétríkjunum. ekoðanir annarra Verðskulduð gagnrýni „Það eru svo margir sem gagnrýna japönsk yfir- völd þessa dagana aö maður hefur næstum tilhneig- ingu til aö vorkenna þeim. Þeim er engin vorkunn. Með því aö neita að leggja af mörkum réttlátan skerf við lausn efnahagskreppunnar í Asíu skýst Japansstjóm undan ábyrgð sinni. Stjómin verð- skuldar gagnrýni. Og því miður er gagnrýni ef til vill eina leiðin til að þoka stjórnmálakerfinu í Jap- an í rétta átt þó það sé alls ekki víst.“ Úr forystugrein Washington Post 11. mars. Hætta á stríði „Ef ofbeldið í Kosovó eykst gætu átökin breiðst út til nágrannaríkisins Makedóníu þar sem er albanskur minnihluti. Þar sem margir nágranna Makedóníu gera kröfu til yfirráöa svæðisins gæti öngþveiti þar leitt til þess að Albanía, Búlgaría, Grikkland og Tyrklandi taki þátt í átökum. Leiðtogar í Washington og Evrópu hafa ámm saman rætt um þessa hættu. En jafnvel stjóm Clintons Bandaríkjaforseta, sem lagt hefur mest af mörkum til að viöhalda friði, gerir ekki nóg.“ Úr forystugrein New York Times 9. mars. Hlutverk Pinochets „ Augusto Pinochet hefur þá skoðun að hann hafi lokið hlutverki sínu en núverandi stjóm þarf að glíma við þá erfiöleika sem hann skapaöi. Þó að hagvöxtur hafi verið mikill hafa ekki allir notið hans. Eduardo Frei forseti hefur sett baráttuna gegn fátækt efst á verkefnalista sinn. Víðtækar áætlanir hafa verið gerðar til að vinna bug á mesta óréttlætinu. En mikilvægast af öllu er að vinna bug á þeim sálfræöilega skaöa sem 17 ára einræði olli í þjóðfélaginu í Chile. Sú vinna er rétt hafin." Úr forystugrein Aftenposten 12. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.