Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 !D"V •étt/r Prófkjör Alþýöuflokks í Hafnarfirði: Tryggvi og Jóna Dóra setja stefnuna hátt - Jafnaðarmannafélagiö snlðgengur prófkjörið Töluverðra sviptinga er að vænta í opnu prófkjöri sem Al- þýðuflokkurinn í Hafnarfirði heldur nú um helgina. Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi, sem síð- asta sumar lýsti yfir vantrausti á samstarf flokksins við Jóhann Bergþórsson í klofningsbroti Sjálfstæðisflokks, hyggst keppa um fyrsta sætið við Ingvar Vikt- orsson bæjarstjóra. Jóna Dóra Karlsdóttir, eiginkona Guömund- ar Árna Stefánssonar alþingis- manns, sem nú býður sig fram, segist stefna á 2.-3. sæti í próf- kjörinu. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að miklar breytingar yrðu á fram- Tryggvi Harðarson. boðslistanum. Mér heyrist á fólki að það vilji sjá ný andlit. Það verður mikið af ungu fólki í fram- boði og mér heyrist það fá mjög góðan hljómgrunn,11 sagði Jóna Dóra í samtali viö DV í gær. „Þá vilja menn gjarnan fá fleiri en eina konu inn á listann og nái tvær konur inn þýðir það tvö ný andlit því Valgerður Guðmunds- dóttir ætlar ekki fram að þessu sinni.“ Því er fjarri að sátt sé um próf- kjör Alþýðuflokksins í Hafnar- flrði. Jafnaðarmannafélag Hafnar- fjarðar, eitt af fjórum félögum Hafnarfjarðarkrata, hefur lýst því yfir að félagar þess muni snið- Jóna Dóra Karlsdóttir. ganga prófkjörið en þess í stað taka þátt í sameiginlegu prófkjöri með öðru félagshyggjufólki. „Við munum halda okkur að þeim aðila sem býður fram sam- eiginlegan lista jafnaðarmanna. Þegar hefur um það bil helmingur félagsmanna í Alþýðuflokknum í Hafnarfirði lýst yfir áhuga á að bjóða fram slíkan lista, auk fjölda fólks í Kvennalista, Alþýðubanda- lagi og hjá óháðum sem unnið hafa að verkalýðsmálum. Á næstu dögum verður farið í að stofna formlega félag um þetta framboð," sagði Sverrir Ólafsson, varaform- aður Jafnaðarmannafélagsins. -Sól. Ný sterkstraumstækni: Háspennurafalar sem spara spennistöðvar Sænsk-svissneska stórfyrirtækið ABB hefur í samvinnu við sænska orkufyrirtækið Vattenfall þróað nýja gerð af rafólum fyrir raforkuver. Rafallinn er frábrugðinn þeim rafól- um sem nú eru í notkun í heiminum og byggja á 100 ára gamalli tækni, því að hann framleiðir háspennu beint inn á flutningsnetið í stað þess að framleiða lágspennu sem síðan er spennt upp og svo send út á flutnings- línur. Samkvæmt frétt sem birtist á Net- inu nýlega segir Göran Lindahl, tals- maður ABB í Svíþjóð, að fyrsti rafall- inn af þessari nýju gerð verði settur upp í vatnsaflsvirkjun í Porjus í Sví- þjóð. Talsmaðurinn segir að um sé að ræða byltingu á sviði sterkstraums- tækni. Hún muni spara verulega ijár- muni þegar ekki þurfl lengur að setja upp rándýrar spennistöðvar til að breyta lágspennunni úr rafólunum í háspennu svo hægt sé að senda hana eftir flutningslínum langar vegalengd- ir með viðunandi hagkvæmni og lág- marks orkutapi. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, sagði í sam- tali við DV að stöðugt væri verið að leita leiða til að auka hagkvæmni, bæði í framleiðslu raforkunnar og dreifíkerfi. Þannig væri búið aö skipta um túrbínuhjólin í nokkrum af virkjunum Landsvirkjunar og sem dæmi þá hefði orkuframleiðsla Búr- fellsvirkjunar aukist verulega, eða sem næmi allri orkuþörf fyrir stækk- un ísals í Straumsvík. Þorsteinn sagði aö þar sem spennar væru við allar virkjanir sem nú eru í notkun lægi beinna við að setja hina nýju háspennurafala í nýjar virkjanir reynist þeir uppfylla væntingar. -SÁ Á fimmtudaginn var kosið í stjórn Stúdentaráös Háskóla íslands. Ásdís Magnúsdóttir laganemi var kjörin formaöur og Katrín Júlíusdóttir mannfræöinemi framkvæmdastjóri. Þetta er í fyrsta skipti sem tvær konur skipa þessi emb- ætti á sama tíma. Á myndinni sjáum við Ásdisi og Katrínu taka við lyklunum aö skrifstofu SHÍ úr höndum Haralds Guöna Eiössonar og Döllu Ólafsdóttur. DV-mynd ÞÖK Alþjóðadag- ur neyt- enda Næstkomandi sunnudagur er alþjóðadagur neytenda. í fréttatilkynningu frá Neyt- endasamtökunum kemur fram að dagurinn sé haldinn hátíðleg- ur víða um heim til að minnast yfirlýsingar Johns F. Kennedys, fyrrum Bandaríkjaforseta, frá 15. mars 1962 um grundvallar- réttindi neytenda. Yfirlýsing Kennedys leiddi til alþjóðlegrar viöurkenningar ríkisstjórna og Sameinuðu þjóðanna á grund- vaflarréttindum neytenda. -glm ísafjörður: Löggan dreifir punktum Lögreglan á ísafirði hefur haft nóg að gera við að dreifa punktum á ólöghlýðna ökumenn síðustu tvo daga. Þrír ökumenn hafa verið sviptir ökuskírteininu fyrir hraðakstur. Voru þeir allir vel á öðru hundrað- inu. Þá fengu margir ökumenn punkta fyrir hraðakstur og ýmis fleiri umferðarlagabrot í gær. Svo virðist sem „vorfiðringur“ sé kom- inn í ökumenn fyrir vestan. -RR Verðbólgan á íslandi: Bætt afkoma ríkissjóðs vopnið sem dugar - segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar Verðbólgan það sem af er þessu ári er um 4,5% á ársgrundvelli. Undanfarna 12 mánuði hefur hún verið 2,2% sem er það næsthæsta í Evrópu. Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, segir í samtali við DV að við þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu sé það hlutverk stjómvalda að hamla á móti því að verðbólga nái að grafa um sig. Til þess hafi þau eina ör- ugga leið. Hún sé sú að bæta af- komu ríkissjóðs þannig að hann sé rekinn með tekjuafgangi. Þannig verði komið böndum á þenslu og verðbólgu í kjölfarið. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að ekki sé sanngjarnt að benda sér- staklega á heimilin í landinu þegar rætt sé um viðskiptahallann við út- lönd. Heimilin bregðist einfaldlega við efnahagsástandi á hverjum tíma eins og þau telja sér hagkvæmast. Stjómvöldum beri einfaldlega að hafa eigin fjármál i góðu horfi. Með þeim hætti sé hægt að stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Þórður segir að Þjóðhagsstofnun hafi gert ráð fyrir að verðbólga sé einu til tveimur prósentum meiri hér á landi tímabundið vegna mik- illa launahækkana og almennra kostnaðarhækkana en hún sé vissu- lega í efri mörkunum. En meðan henni er haldið tryggilega innan við 3% markið þá sé ástandið í sjálfu sér ekki alvarlegt þó hættumerkið sé augljóst. Helsta sérkenni efna- hagsástandsins undanfarið segir Þórður vera hversu rykkjótt það er, ekki síst síðustu vikurnar. Verð- bólga hafi verið mjög mikil í janúar, lækkað í febrúar en aftur tekið kipp í mars. „Það er vert að hafa í huga að við eram komnir á það stig hag- sveiflunnar að framleiðslugeta þjóð- arbúsins er fullnýtt og við þær að- stæður er mikilvægt að halda aftur af þjóðarútgjöldum eins og hægt er. Þau hafa verið að aukast um 6% á Þóröur Friöjónsson, forstjóri Þjóö- hagsstofnunar. ári og einkaneyslan er í 5-6% vaxt- artakti. Þetta er meiri vöxtur en er samrýmanlegur stöðugleika í verð- lagi þegar til lengri tíma er litið. Flestir eru þeirrar skoðunar að eðli- legur jafnvægisvöxtur í þjóðarbú- inu sé í kring um 3%.“ Ástæða fyrir því að ekkert hefur í sjálfu sér farið úrskeiðis þótt vöxt- urinn hafi verið þetta mikill sl. þrjú ár segir Þórður þá að framan á hag- sveiflunni er framleiðslugetan van- nýtt og það er atvinnuleysi. Síðan þegar líður á vaxtarskeiðið eykst nýting framleiðsluþátta sem birtist m.a. í því að atvinnuleysi minnkar. Hanna segir þvi nauðsynlegt að freista þess að draga úr uppsveifl- unni en jafnframt að framlengja hana og ná þannig mjúkri lendingu við 3% hagvaxtarmarkið og fram- lengja jafnframt hagvaxtarskeiðið en Þjóðhagsstofnun vænti þess að það takist á árunum 1999-2002. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.