Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 DV miðtal --- Gleöigjafar eru til í ýmsum myndum. DV hitti tvo slíka í Borgarleikhúsinu á dögunum, par sem hefur haft af því at- vinnu að kitla hláturtaugar landans í rúma tvo áratugi. Þaö hefur á stundum lagt allt undir til þess aö geta veriö frjáls í leiklistinni og œvinlega staðið til hliöar viö atvinnuöryggi og fasta samn- inga leikhúsa og stofnana. Þau segja frelsiö til aö velja, og hafna og til aö koma ýmsu í kring sem hugur þeirra stóö til, hafa verið í senn frelsi og helsi þvl þaö geti veriö dýrkeypt aö vera sér- sinna á vettvangi leiklistarinnar. Enn á ný eru Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson í hlutverki gleöigjafans. Að þessu sinni í óborganlegum farsa í Borgarleikhúsinu, sem Gísli reyndar þýddi og staöfæröi, Sex í sveit eftir Marc Camoletti. Þau hafa ýmislegt brallaö saman í gegnum tíöina og þótt ótrúlegt megi viröast hafa þau þó ekki leikiö saman á sviði í heföbundinni leikhús- uppfœrslu aö heiti geti í nœr átján ár þótt þau hafi starfaö mjög náiö saman sem leikarar á ýmsum vettvangi, svo sem í hljóövarpi, sjónvarpi og víöar, auk þess sm Gísli Rúnar hefur margoft staöiö leikstjóramegin viö borðiö og leik- stýrt Eddu á leiksviðinu. DV hitti þau Eddu og Gísla Rúnar skömmufyrir frumsýningu á Sex í sveit nú í vikunni. Leikritiö var frumsýnt í fyrrakvöld og neituöu þau því ekki aö fiörings vœri fariö aö gœta undir niöri. Þaö var létt yfir þeim Eddu og Gtsla Rúnari fyrir frumsýningu á Sex í sveit í fyrrakvöld. Þau hafa ekki leikiö saman á sviöi í heföbundinni leikhús- uppfærslu aö heitiö geti f nær ótján ár. DV-mynd Pjetui Gísli Rúnar og Edda Björgvinsdóttir saman í Borgarleikhúsinu: „Gamanleikir hafa svo sérstaka náttúru. Þeir eiga að vera fyndnir og ganga út á þáð fyrst og síöast að skemmta fólki. Ef farsasýning fellur gerir hún þaö yfirleitt með meira braki og brestum en leiksýningar af öðru tagi því ef enginn hlær er sýn- ingin fallin. Þaö þarf ekki meira til. Þess vegna er frumsýningarkvöldið kannski meira spennandi þegar farsar eins og þessi eru færöir á svið,“ segir Edda þegar spurt er um frumsýningarskrekkinn. Hún segir gamanleiki njóta alþýðuhylli sem sé raunar þaö sem meginmáli skipti þegar upp sé staöiö en þeir eigi engu aö slöur oft undir högg að sækja þegar kemur til kasta þeirra sem vega og meta störf leikhúsfólks opinberlega. Þótt gamanleikarar séu ekki haldnir meira ofsóknar- brjálaði en aörir séu þeir oft þreytt- ir á gamla viökvæöinu „þetta er bara gamanleikur sem skilur ekkert eftir sig“. Edda telur aö meta eigi gamanleiki á eigin forsendum, þeim forsendum að þeim sé ætlaö aö skemmta fólki. „Ef þaö heppnast gengur sýningin upp,“ segir Edda. Gísli tekur undir þetta og segir aö aö þessu leyti séu gamanleikir svo erfiöir viöfangs. Ef fólk finni ekki þörf hjá sér til aö hlæja sé lítiö ann- aö „nothæft" í þeim. í dramanu sé hins vegar höföaö til fleiri laga til- finninganna. Gáfaðri leikarar „Þaö er ekki eölilegt aö horfa á kúrekamynd og gera kröfu um Ing- mar Bergman. Þaö er heldur ekki eðlilegt aö horfa á farsa og gera kröfu um Óþelló. Sumir hafa viljaö líta svo á að gamanleikir séu létt- vægir og auöveldir viðfangs af því aö verið er að fjalla um léttvæga hluti. Þetta er klassískur og gamal- gróinn misskilningur sem ekkert hefur gengiö að uppræta. Reyndin er nefnilega einmitt þveröfug, sam- anber „gamanleikur er sko ekkert grin“ eins og David Garrick, einn frægasti harmleikari leiklistarsög- unnar, sagöi á sínum tíma og þvi eru alvarlegu stundimar í vinnu viö gamanleik síst færri en í annarri leikhúsvinnu," segir Gísli og bætir viö: „Misskilningur þessi er kannski samt að sumu leyti skilj- anlegur því gamanleikur gengur út á aö vekja hlátur. Fyrir íslending- um er alvöruleysiö oft og tíðum þaö sama og skrílslæti. Fólk hefur því oft á tilfinningunni aö vegna þess aö í dramatískum verkum og háalvar- legum er oftast verið að fást viö al- varlegri þætti mannlífsins en í gam- anleikjum hijóti menn að þurfa að vera betri leikarar og jafnvel tölu- vert gáfaöari en hinir sem eru meö skrílslætin,“ segir gamanleikarinn og hlær. Vöruð við gríninu „Viö erum ekkert að kvarta yfir þessu, bara vekja máls á því. Þetta pirraöi okkur fýrst þegar viö vorum aö byrja en viö höfúm valiö okkur þetta Úutverk og erum afar sátt viö þaö. Nú get ég t.d. hlegið aö hlutum sem ég æsti mig yfir á sínum tíma. Ég var t.d. vöruö viö þessu strax í leiklistarskóla. Þá sagöi einn kenn- arinn viö mig aö mér hætti voöa mikiö til að detta ofan í gamanleik. Mér fannst þetta voðalegur glæpur, líkt og að mér hætti til að gerast mella, róni eða eitthvað slíkt,“ segir Edda, grafalvarleg á svip. „En þaö dettur sko enginn ofan í gamanleik fyrir tilviljun," bætir Gísli við. „Þetta er sérstök kúnst sem því miður er ekki á allra færi.“ Aöspurö um gamanleikara hér- lendis segir Edda þá því miöur alltof fáa og leikhúsmarkaðurinn þurfi i raun alltaf á fleiri slíkum aö halda. Það geti hver maður séð sem horfi á sögu skemmtikrafta. Ekki sist sé skortur á konum í gaman- leikarastétt. Á áratuga fresti „Mér fannst ég hafa himin hönd- um tekið þegar gamanleikkonur eins og t.d. Lolla og Dóra (Ólafia Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geir- harðsdóttir) komu fram. Ég gæti raunar nefnt fáeinar til viðbótar en mikið fleiri eru þær samt ekki í bili. Ef panta á skemmtikraft fyrir árs- hátíðina er hægt að fá Ómar Ragn- arsson til þess að skemmta, nú eða Halla, Ladda, Spaugstofúmenn, Rad- íusbræður eða einhverja slíka, fólk sem hefur verið þessu í áratugi. Ný andlit koma fram á áratuga fresti og þaö er slæmt." Þarna er Gísli sammála og segir að þessa hæfileika þurfi að rækta f ungu fólki. Hann segir að sjái hann ungt leikaraefni sem hafi augsýni- lega gott vald á kómík viti hann aö sá hinn sami ræður einnig viö allt annað. , „Hins vegar er það þannig aö leiki gamansamur leikari þrjú til fjögur kómísk hlutverk í upphafi ferils síns er næsta víst aö áhorfend- ur og leik- og leikhússtjórar hleypi honum ekki í dramatíkina. Eftir- sóknin í gamanefni er gífúrleg og þess vegna eru þeir gripnir sem hafa það á valdi sínu. Við höfum variö lunganum úr starfsævi okkar í að semja skemmtiefni fyrir ýmsa aöila en ég neita því ekki aö ég hefði viljaö fá að leika i fleiri dramatísk- rnn verkum. Á sínum tíma ætlaöi ég bara að verða leikari en ekkert endilega gamanleikari," segir Gísh. ískyggilegt ástand Sá farsi sem hér er til umræöu, Sex í sveit, er franskur og hefur m.a. gengið í Bretlandi í um sex ár. Hann segir frá hjónakomunum Benedikt (Gísla Rúnari) og Þórunni (Rósu Guöný Þórsdóttur). Þau eiga sín leyndarmál og þegar frúin hygg- ur á heimsókn til móður sinnar sér eiginmaðurinn sér leik á boröi aö bregða undir sig betri fætinum í fjarveru konunnar. Hann býður hjá- konu sinni og vini til helgardvalar í sumarhús þeirra hjóna en svo óheppilega vill til aö eiginkonunni snýst hugur og hættir viö aö fara. Margfaldur misskilningur verður til, allt vindur upp á sig og ástandið verður vægt til orða tekið ískyggi- legt. „Þetta er þannig staðfært að það er ekkert sem bendir til annars en að þetta séu íslenskar aðstæður, ís- lenskt fólk. Þetta er misskilnings- farsi þar sem fólk er að þvælast á röngum stað á röngum tima. Það þarf að grípa til lyginnar og spinna síðan slíkan lygaveg að þaö flækist á endanum I honum sjálft," segir Gísli sem leikur hinn forríka eigin- mann sem heldur aö konan hans geri honum þann stóra greiöa aö fara í heimsókn til móður sinnar. Edda er hins vegar leiksoppur ör- laganna, norðlenskur kokkur hjá Veisluþjónustu Saxbautans. Aðrir leikarar era Bjöm Ingi Hilmarsson, eiginmaöur Eddu, og Ellert A. Ingi- mundarson sem leikur vin Bene- dikts sem jaftiframt heldur við eig- inkonu hans. Halldóra Geirharðs- dóttir er hins vegar viöhald Bene- dikts. I hápi gagnrýnenda Edda og Gísli hafa í gegnum tíð- ina alltaf verið í lausamennsku í leiklistinni en þó drepiö niður fæti við og viö í „stofnanaleikhúsunum". Nú eru þau bæöi að vinna i Borgar- leikhúsinu. Hvemig víkur því við þar sem þau hafa bæði verið meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Borgar- leikhúsið fyrir stefnu þess á sínum tíma? Er tónninn neikvæður gagn- vart L.R. og Borgarleikhúsinu? Edda bendir á að umræðan um Borgarleikhúsið hafi að undanfömu ekki snúist nægjanlega um það sem máli skiptir í stöðunni í dag, þ.e. að leikhúsinu hafi eftir flutningana úr Iðnó upp í Borgarleikhúsið verið ætlað aö gera allt of stóra hluti fyr- ir alltof lítið fé. Hún segir þau Gísla hafa verið í hópi þeirra sem hafi sagt skoöanir sínar umbúðalaust á vettvangi leiklistarinnar. Það hafi kannski ekki alltaf verið skynsam- legt fyrir fólk í lausamennsku en þannig hafi þau samt alltaf haft það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.