Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Qupperneq 33
 JÉJ"V LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 OBðtal 33 LAUGAVEGI 174, SÍMI 569 5660 r Eg sat á öðrum bekk 1 söngsal Söng- skólans í Reykjavík. Raddir söngvar- anna gældu við skynjunina og gáfu vitundinni heilnudd. Það kannast allir við háa staccatotónana í aríu næturdrottning- arinnar í Töfraflautu Mozarts en þeir eru eflaust margir sem ekki vita úr hvaða verki þeir eru komnir. Tónunum verður ekki lýst með orðum. Næturdrottningin á leikskól- anum Margar persónur óperunnar eru mjög kómískar en það er ein sem sker sig algjör- lega úr: Næturdrottningin. Geðveikin í augum hennar, fegurðin, raddböndin þan- in, tónarnir á mörkum hins veraldlega. Hún skipar dóttur sinni að myrða. Það er ekki laust við að það setji að manni hroll, sambland af ánægju og hryllingi. Ég hitti hana skömmu síðar, nætur- drottninguna. Geðveikin var horfin úr augum hennar en fegurðin lifði: Hrafnhild- ur Björnsdóttir. Hún vinnur með söng- náminu á leikskóla í Garðabæ. Syngur fyr- ir börnin. Syngur öðruvísi segir hún, háu tónamir myndu hræða börnin. Óperan er hennar líf og hennar yndi. Hún er i söng- námi, syngur í Ástardrykknum í íslensku ópemnni, syngur í Óperukórnum. Draum- urinn er að lifa á söngnum. Hvernig er næturdrottningin? „Þetta er drottning næturinnar. Hún er ofsalega köld og grimm og frekar geðveik. Hún skipar dóttur sinni að drepa Sarastró æðstaprest," segir Hrafnhildur og bætir við „Maður náttúrlega gerir það ekki. Maður biður ekki dóttur sína um að drepa einhvern.“ Hún segist ekki hitta sjálfa sig Hrafnhildur Björnsdóttir söngkona: Hrafnhildur Björnsdóttir syngur hlutverk næturdrottningarinnar í uppfærslu Söngskólans á Töfraflautu Mozarts. DV-mynd E.ÓI. verkið sé ekki mjög stórt en er samt mjög ánægð. „Það er alveg sama hversu lítil hlutverk eru, þau gefa manni alltaf eitthvað. Og einhvers staðar verður maður að byrja.“ Draumahlutverk Hrafn- hildar er Violetta í La Traviata. „Það verður aö bíða aðeins. Maður verður að vera dramatískari og að- eins þroskaðri til að takast á við það.“ „Ég er í mjög góðum höndum" Þótt meginástríða Hrafnhildar sé óperan þá hefur hún líka sung- ið söngleikjatónlist og popptónlist en hún var bakraddasöngkona í hljómsveitinni 1000 andlit. „Ég uppgötvaði strax að þetta var ekki rétta tónlistin fyrir mig. Það var gaman að prófa þetta. Maður verð- ur að prófa allt. Ég er alæta á tón- list og maður verður að geta sung- ið flestallt,“ segir hún en bætir svo við hlæjandi, „ég segi nú kannski ekki þungarokk". Hún segir að núna sé gott tækifæri til að kynn- ast óperunni því að verið sé að sýna tvö mjög skemmtileg og að- gengileg verk: Ástardrykkinn og Töfraflautuna. Útlönd heilla Hrafnhildi ekki sem stendur og hún stefnir ekki utan til náms strax. Hún var í listaháskóla í Berlín i þrjá mánuði en fannst það kerfi ekki henta sér. „Ég er í mjög góðum höndum," segir Hrafnhildur. Kennarinn hennar er Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir og hún vonast til að geta verið áfram hjá henni. -sm fyrir í næturdrottningunni. „En samt, þegar maður er söngvari og leikari verður maður að eiga þetta allt til. Svo verður maður að ýkja dálítið.“ Tónelsk fjölskylda Hrafnhildur er 26 ára gömul og er fædd í Reykjavík en uppalin í Garðabæ. Hún féll fyrir söngnum í barnakór í Garðabæ. Foreldrar hennar eru mjög tónelskir og það hefur sannarlega haft áhrif því að systumar fjórar syngja allar og dansa. Ein systir Hrafnhildar er Selma Björnsdóttir, söngvari, dansari, leikari. „Pabbi spilaði aUtaf á gítar fyrir okkur og tók upp á tæki það sem við sungum og okkur þótti það voðalega gaman. Þau svona ýttu okkur út í þetta án þess þó að þvinga okkur til þess. Ég er þeim ofsalega þakklát." Hrafnhildur byrjaði að syngja í Óperunni þegar hún var 9 ára og hefur verið með annan fótinn þar síðan. Hún hefur sungið í fjölda uppfærslna, til dæmis í Valdi ör- laganna í Þjóðleikhúsinu. Henni þótti of mikið að vera í söngskóla, framhaldsskóla og jafnvel að vinna með náminu að auki. Hún ákvað að helga sig söngnum og sér ekki eftir því. Hún sagði að hlut- verk næturdrottningarinnar væri draumahlutverk. „Það er æðislegt að fá svona tækifæri," segir hún. Hún syngur líka í Ástardrykknum eftir Donizetti. Hún segir að hlut- Úr uppfærslu Söngskólans á Töfraflautu Mozarts. DV-mynd Pjetur Drottning næturinnar RÚNA C2865 ÆJÓSM.: ARIMAGG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.