Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Qupperneq 36
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 JjV . 48 *imm Ráðleggingar úrvalshlaupara Y f Þeir eru ekki margir hlaupóirarn- ir sem unnið hafa Londonmaraþon tvisvar sinnum, en það hefur þó Portúgalinn Antonio Pinto afrekað. í síðara skiptið sem hann vann sig- ur i Londonmaraþoni hljóp hann á mettíma, 2:07:55 (heimsmetið í maraþoni er 2:06:50, sett árið 1988). Antonio hefur einnig unnið sigur í öðru þekktu borgarhlaupi, Berlínar- maraþoni, en þekktastur er hann þó fyrir að hafa hlaupið fjögur mara- þonhlaup í röð, öll undir tímanum 2 klukkustundir og 9 mínútur. Þessi fjögur hlaup afrekaði Pinto á tímun- um 2:08:31, 2:08:48, 2:08:57 og 2:08:38. Pinto stefnir ótrauður að því að vinna sigur í þriðja sinn í næsta London maraþonhlaupi. Þessi afrek gera það að verkum að Antonio Pinto er meðal frækn- ustu maraþonhlaupara veraldar. Pinto ætti því að vera töluverður sérfræðingur um langhlaup og taka mætti mark á ráðleggingum hans. í nýjasta hefti breska hlaupatímarits- ins „Today’s Runner" (apríl 1998) gefur Pinto lesendum blaðsins 7 góð ráð til þess að ná góðum árangri í langhlaupum. Jarðbundinn hlaupari Margir af þeim langhlaupurum sem standa hvað fremst í dag eru allt árið í æfingabúðum og gera fátt annað en hlaupa og stunda aðrar æfmgar til að ná árangri. En þannig er Pinto ekki, lif hans mætti segja að væri í raun og veru mjög eðlilegt. Antonio Pinto hefur alla sína ævi búið í litlum bæ við vesturströnd Portúgals, rétt hjá borginni Porto í norðurhluta landsins. Foreldrar hans eru vínframleiðendur, en í frekar smáum stil. Þegar Pinto er ekkí að hlaupa aðstoðar hann við vínframleiðsluna eða reynir að hvíla sig undir átökin á næstu æf- ingu. Antonio Pinto er því ósköp venjulegur maður og á fátt skylt með mörgum af atvinnulanghlaup- urum nútímans. Skoðum hér ráð- leggingar Antonios Pintos. Takið tillit til aðstæðna Antonio bendir á að bestu tímarn- ir í maraþonhlaupum náist yfirleitt þegar lofthitinn er á milli 15 og 17 gráður. Því er ekki raunhæft að ætla sér góðan hlaupatima ef hitinn er miklu hærri - eða lægri - en 15-17 gráður. Pinto segir að London bjóði oft upp á hagstætt hitastig og því sé líklegt að afrek verði unnin í því hlaupi. Hins vegar sé oft vinda- samt í London og því sé jafnvel betra að hlaupa í Berlín, en þar er hægviðri mjög algengt. Pinto telur líklegt að þegar heimsmetið í mara- þonhlaupi falli verði það í Berlín. Vinnið að sálarstyrk Hverjum hlaupara er mjög mikil- vægt að vinna að sálarstyrk sínum. Þeir sem fylgdust með Londonmcira- þoni á síðasta ári sáu að Pinto virt- ist ekki líklegur til afreka þegar 7 km var ólokið af hlaupinu. Þá var hann í fimmta sæti og virkaði þreytulegur. En Pinto neitaði að gef- ast upp, honum tókst að komast fram úr fjórða manni með miklu harðfylgi og það hafði svo jákvæð áhrif á sálina í honum að hann fékk aukaorku til þess að draga hina uppi. Hann skaust fram úr fremsta manni á lokasprettinum og var 2 sekúndum á undan í markið. Pinto þakkar það fyrst og fremst miklum sálarstyrk. „Stundum er það sem Ráðleggingar hins þekkta portúgalska maraþonhlaupara, Antonios Pintos, koma mörgum hlaupurum eflaust að góðum notum. sonarins væru algjör tímasóun, en í dag er faðirinn hjálparhella hans og styrktaraðili. fbúarnir í heimabæ Antonios töldu að hann væri hálf- ruglaður að vera alltaf að hlaupa eins og vitleysingur. Antonio lét gagnrýnisraddir og háðsglósur ann- arra aldrei hafa áhrif á sig. Nú eru sömu aðilar og gerðu grín að Anton- io fullir aðdáunar á afrekum hans. Flestir langhlauparar kannast við neikvætt álit annarra sem ekki hafa kynnst þessari skemmtilegu íþrótt. Langhlauparar eru oft taldir vera furðufuglar. Hlaupin eru fyrst og fremst fyrir hlauparann sjálfan og enginn ætti að láta misvitra ein- staklinga draga úr sér með kjarkinn. Borða - sofa - borða Hverjum langhlaupara er nauð- synlegt að tvinna þessa þætti sam- an. Hvað gerir Antonio Pinto þegar hann er ekki að hlaupa? Jú, hann einbeitir sér að hvíldinni og neytir hollrar fæðu á vissum tímum. Það er auðvelt að gleyma því hve góð hvíld er mikilvægur þáttur í æf- ingaáætlun langhlaupara. Bestu tímarnir í maraþonhlaupum nást yfirleitt þegar lofthitinn er 15-17 gráður á Celsíus. skapar sigur í maraþonhlaupi ekki fætur hlauparanna heldur vilja- styrkur þeirra,“ segir Pinto. Byggið upp rútínu Antonio Pinto segir að það sé eng- in ástæða til þess að ferðast veröld- ina á enda til að ná árangri i lang- hlaupum. Hann hefur oftast nær æft í heimaþorpi sínu og nágrenni frá því hann var stráklingur. Að vísu þykir Pinto erfitt að æfa í miklum sumarhitum, en hann hefur þó aldrei skipt um umhverfi til æfinga. Árangursrík langhlaup byggjast miklu fremur á því að æfa samfellt í ótruflaðri rútínu, frekar en að vera sífellt að eltast við fullkomnar aðstæður. Lærið af öðrum NETSLÓÐ MARAÞONHLAUPARA: http://rvik.ismennt.is/@gisasg/. Þrátt fyrir að Pinto sé án efa fremsti langhlaupari Portúgala nú hvarflar ekki að honum að setja sig á háan hest og þykjast yfir aðra haf- inn. Pinto æfir mestallt árið á heimaslóðum en fáeinar vikur á ári æfir hann með „landsliði" Portú- gala í langhlaupum. Tilgangurinn er fyrst og fremst að læra af öðrum hlaupurum, auk þess sem það gefur ákveðna tilbreytingu. „Sérhver hlaupari hefur sinn sérstaka stíl sem frábrugðinn er annarra,“ segir Pinto. Hann segist hafa lært mikið á því að fylgjast með öðrum langh- laupurum. Leiðið gagnrýni hjá ykkur Ef Antonio Pinto hefði einhvern tíma látið úrtölur föður sins hafa áhrif á sig hefði hann aldrei orðið langhlaupari í fremstu röð. Faðir hans taldi i fýrstu að hlaupaæfingar Víndrykkja!? Síðasta ráðlegging Antonios Pin- tos er víndrykkja, en í hófi þó og alltaf létt vín. Hætt er við að sú ráð- legging sé ekki vænleg fyrir alla. Antonio Pinto drekkur hins vegar töluvert af léttu víni með mat og áætlar að meðalneysla sín á léttum vínum sé 5 flöskur á viku! „Léttvín- ið er fullt af vítamínum og hefur góð áhrif á heilsuna og árangur- inn,“ segir Pinto. Gleymum því ekki að fjölskylda Pintos er vínframleið- endur. Hugsunin á bak við þessa ráðleggingu Pintos er sú að lang- hlaupurum er ekki nauðsynlegt að láta frá sér lystisemdir lífsins þó að þeir séu að keppa í fremstu röð. Pinto viðurkennir að hann láti ekki eftir sér að drekka létt vín þegar nær dregur mikilvægum mótum. Aðalatriðið er hins vegar að engin ástæða er til þess að gerbylta lífs- stílnum til þess að ná árangri i lang- hlaupum. Framundan... 21. mars: Flóahlaup UMF Samhygoar Hlaupið hefst klukkan 14.00 í við Félagslund, Gaulverjabæj- arhreppi. Vegalengdir eru 3 km, 5 km og 10 km með tíma- I töku. Flokkaskipting eftir kynj- í um. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í j hverjum flokki. Upplýsingar j gefur Markús ívarsson í síma ! 486 3318. 28. mars: Marsmaraþon Hlaupið hefst klukkan 11.00 á Seltjarnarnesi. Upplýsingar um hlaupið gefur Pétur Frantzson í | síma 551 4096. 23. apríl: Víðavangshlaup ÍR ( Hlaupið hefst klukkan 13.00 j við Ráðhús Reykjavíkur. Vega- j lengd er 5 km með timatöku. j Flokkaskipting eftir kynjum. ; Keppnisflokkar í sveitakeppni j eru íþróttafelög, skokkklúbbar S og opinn flokkur. Allir sem Ijúka keppni fá verðlaunapen- j ing. Verðlaun fyrir fyrsta sæti í ® hverjum aldursflokki. Boðið verður upp á kaffihlaðborð eftir hlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá klukkan 11.00. Upplýsingar | gefa Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í j s. 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í s. 565 6228. 23. apríl: Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Hlaupið hefst á Víðistaðatúni í Hafnarflrði. Vegalengdir em 1 Ikm, 1,4 km og 2 km með tíma- töku og flokkaskiptingu bæði kyn. Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- ingar gefur Sigurður Haralds- son í síma 565 1114. 23. apríl: Víðavangshlaup Vöku Upplýsingar um hlaupið gef- ur Áðalsteinn Sveinsson i síma j 486 3304. 26. apríl: ísfuglshlaup UMFA j Hlaupið hefst við íþróttahús- j ið að Varmá, Mosfellsbæ. Skráning og búningsaðstaða Ivið sundlaug Varmár frá kl. 9.30. Vegalengdir 3 km án tima- töku (hefst klukkan 13.00) og 8 km með tímatöku og sveita- keppni (hefst kl. 12.45). Sveita- keppni: opinn flokkur, 3 eða 5 í hverri sveit. Allir sem ljúka keppni fá verölaunapening. Út- ; dráttarverðlaun. Upplýsingar - gefur Kristín Egilsdóttir í síma 566 7261. Umsjón ísak Ötn Sigurðsson Áskrifendur aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar 550 5000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.