Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 Ð'V
10 menning
Þar geta allir leikið
í Þingeyjarsýslum eru nú tveir söng-
leikir í fullum gangi og verið að æfa þann
þriðja - og enginn hörgull á hæfileikafólki
þótt tugir manna taki þátt í þessum upp-
færslum. Sigurður Hallmarsson, leikari
og leikstjóri, æfir Ólíver í Aðaldalnum,
frammi í sveit gengur Kabarett undir
stjórn Arnórs Benónýssonar og um sið-
ustu helgi var verkið Þrek og tár eftir Ólaf
Hauk Símonarson frumsýnt á Húsavík
undir stjórn Sigrúnar Valbergsdóttur.
„Þetta er kannski ótrúlegt en ég gat val-
ið um þrjá leikara í hvert og eitt af þess-
um átján hlutverkum - og þeir gátu allir
leikið og sungið!" segir Sigrún. „í raun og
veru er Leikfélag Húsavíkur ólaunað at-
vinnumannaleikhús."
Og ekki er hljóðfæraleikurinn til vand-
ræða, á sviðinu er sex manna hljómsveit
úrvalsmanna. „Allur söngur er til fyrir-
myndar en kvartettsöngurinn hjá okkur
er sérstaklega góður,“ segir Sigrún.
Ekki eiga þátttakendur heldur í erfið-
leikum með að hreyfa sig. í einu atriði eru
átján manns í húlahoppi á sviðinu!
Leiklistin skipar stóran sess í lifi Hús-
Snædís Gunnlaugsdóttir (systir Tinnu) leikur Diddu sem fer til Ameríku - og kem-
ur aftur. Kristján Halldórsson ieikur Einar mág hennar.
Húlahoppið nemur land í vesturbænum í Reykjavík seint á sjötta áratugnum. Myndir úr sýn-
ingu Leikfélags Húsavíkur á Þreki og tárum.
víkinga og nágranna. Bæði heimamenn og
nærsveitungar eru duglegir að sækja sýn-
ingarnar
enda er al-
menn þátt-
taka og
áhugi nauð-
synleg und-
irstaða frjós
menningar-
lífs hvar
sem er.
Næstu
sýningar á
Þreki og tár-
um á Húsa-
vík eru 27.,
28. og 31.
mars.
Gunni gæ og
Magga, leikin
af Kristjáni
Þór Magnús-
syni og Mar-
gréti Sverris-
dóttur.
Holl háskólanum
„Að hluta til eru þessi hollvinasamtök
mynduð eftir amerískri fyrirmynd en þar eru
þau samtök fjársterkra styrktarmanna há-
skólastofnana. Reyndar væri mjög gott ef slíkt
kerfi kæmi upp hér því ekki eru stjórnvöld allt
of örlát við þetta óskabam sitt. En hvað heim-
spekideild varðar sé ég fyrir mér i framtíðinni
býsna fjölmenn samtök áhugafólks um efni
sem þar eru kennd,“ segir Þorleifúr Hauksson
íslenskufræðingur, einn í níu manna undir-
búningsnefnd að stofnun Hollvinafélags heim-
spekideildar Háskóla íslands. Það var stofnað á
laugardaginn var við hátíðlega athöfn í Hátíða-
salnum í aðalbyggingu skólans. Þetta félag er
hið ellefta í röð hollvinafélaga háskólans sem
sameinast undir einum hatti í Hollvinasamtök-
um Háskóla íslands.
„Þeim er ætlað að efla tengsl háskólans og al-
mennings og gera þau fræði sem stunduð eru í
háskólanum aðgengileg almenningi,“ segir Þor-
leiíúr. „Ástæðan til að undirbúningurinn tók
svona langan tíma hjá okkur var hve heim-
spekideild er stór; stærsta deildin við háskól-
ann. Við vissum ekki hvort rétt væri að stofna
sérstakt hollvinafélag fyrir hverja námsbraut
eða setja nokkrar saman í hópa eða hvað.
Þama em öll tungumálin, íslenska, bæði bók-
menntir og málfræði, sagnfræði og auðvitað
heimspeki. Við byrjuðum á að undirbúa félag
fyrir hverja braut en Páll Skúlason, þáverandi
forseti deildarinnar, tók í taumana og vildi að
félagið yrði aðeins eitt.“
Á miðjum undirbúningsstofnfundi í Nor-
ræna húsinu á sínum tima fór rafmagnið af og
á stofnfúndinum á laugardaginn lagði Páll
Skúlason háskólarektor út af þeirri uppákomu
og sagði að í því myrkri hefði orðið til það ljós
sem nú legði birtu af löngu seinna! En hvernig
á það að lýsa almenningi?
„Við byrjum á fyrirlestrahaldi," segir Þor-
leifur, „þar sem ýmis fræðasvið verða kynnt.
Svo er hægt að hugsa sér að félögum í hollvina-
félaginu verði veittur aðgangur að sérstökum
námskeiðum við deildina. Hugsanlega mætti
þá fella niður innritunargjöld eða lækka þau.
Fögin sem shmduð eru við deildina eiga mjög
stóran áhugamannahóp utan skólans svo að
líklega myndu margir notfæra sér slík tilboð.“
Hver sem er getur gengið í félagið og fyrir-
lestramir eru ætlaðir öllum áhugamönnum
um efnið, ekki sérfræðingum. Á fundum nú i
vor geta nýir félagar skráð sig og allir sem skrá
sig fyrir maílok teljast stofnfélagar. Félagar fá
svo send gögn og tilboð frá félaginu."
Er heimurinn
enn að far-
ast?
Næsta
fyrirlestur
heldur
Þorsteinn
Gylfason á
laugardag-
inn kemur
kl. 14 í Hátíða-
salnum. Hann
Þorleifur
Hauksson
íslenskufræðingur
- vill efla tengsl
milli almennings
og háskólans.
DV- mynd
E.ÓI.
heitir „Er heimurinn enn að farast?" og er í til-
efni af greinum Kristjáns Kristjánssonar um
póstmódemisma í Morgunblaðinu og deilum
sem af þeim hafa sprottið. Kristján kemur á
fundinn og tekur þátt í runræðum.
Aðrir fyrirlestrar í vor verða sem hér segir:
Gunnar Karlsson talar 18. april um íslenska
þjððemisvitund á óþjóðlegum öldum og fjallar
um viðhorf íslendinga til þjóðemismála á 16.
og 17. öld.
23. apríl er sumardagurinn fyrsti og af-
mælisdagur Halldórs Laxness og þá held-
ur Vésteinn Ólason fyrirlestur um Hall-
dór Laxness og íslenska sagnahefð.
Hann talar á vegrnn hollvmafélagsins
en fyrirlesturinn verður i tengslmn
við aðra viðburði í tilefni dagsins.
Fyrirlestraröðinni lýkur svo laug-
ardaginn þar á eftir með fyrirlestri
Önnu Agnarsdóttur sem heitir „Bylt-
ingin 1809?“ og flallar um byltingu Jör-
undar hundadagakonungs.
Á stofnfundi var kosin stjóm Hollvinafé-
lags heimspekideildar. Formaður þess er
Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi, ritari er
Armann Jakobsson, Auður Hauksdóttir
gjaldkeri og meðstjómendur
eru Pétur Gunnarsson
og Vigdís Finnboga-
dóttir.
SAM sjötugur
Sigurður A. Magnússon rithöfundur
pistlahöfundur DV með
mefru verður sjötugur 31.
mars. Þann dag verður hann
staddxu á alheimsráðstefnu
UNESCO um menningarmál
í Stokkhólmi þar sem hann
flytm- erindi um kjör lista-
manna í nútímanum. Þess
vegna verðm afmælisdegin-
um flýtt og efnt til veislu 27.
mars kl. 20 í „Rúgbrauðsgerðinni", Borgar-
túni 6, 4. hæð. Þar taka Sigurður og Sigríður
kona hans á móti ættingjum, vinum og
velunnurum. Blóm era vinsamlega afþökkuð.
í tilefni afinælisins gefur Háskólaútgáfan út
bókina í tima og ótíma með ræðum og ritgerð-
mn eftir Sigurð ásamt ritaskrá hans 1944-1998,
alls 461 bls. Inngang skrifar Ást-
ráður Eysteinsson prófessor.
Kannski er það líka í tilefni
af afrnælinu sem stærsta bók-
menntatímarit Úkraínu,
VSESVIT, tímarit um heims-
bókmenntir, birtir í nýju
hefti grein eftfr SAM um
þjóð sína, „íslendingar:
hveijir eru þeir“, og ijölda
ljóða eftir hann í þýðingu
tveggja þarlendra skálda.
Um aldamótin
ekki neitt ég segi...
Klukkan 15.03 í dag verður endurtekinn
fjórði þáttur Þórunnar Valdimarsdóttur sagn-
fræðings í röðinni „Horfmn heimur - alda-
mótin 1900“. Þar rekur Þórunn hvemig ald-
arfar þess tíma birtist í landsmálablöðunum
íslensku og spekúlerar út frá ýmsu sem hún
finnur þar.
í þessum þætti, sem frumfluttur var síðast-
liðinn sunnudag, ræðir hún um erlendar frétt-
ir í íslenskum blöðum þessi ár áður en siminn
gerði fréttaöflun svo fáránlega auövelda og
birtir skondnar skyndimyndir af ritstjórum
blaðanna á snöpum niðri viö höfn þegar er-
lend skip lögðust að, sníktu út-
lend blöð, spjölluðu við skip-
verja og spurðu almæltra tíð-
inda úr heimalandi þeirra.
Eftir að símskeytin gera
slíkt spjall óþarft þá finna
sumir ritstjóramir til saknað-
ar. Gamla leiðin var vissulega
persónulegri og skemmtilegri
þótt hiin væri hvorki eins
snögg né traust.
Tveir þættir era enn eftir af rannsókn Þór-
unnar á aldarfari aldamótanna. Lesari með
henni er Haraldur Jónsson myndlistarmaður.
Róttækur blaðamaður
Framlag Islensku óperunnar til Listahátíð-
ar í vor er rokk-popp-salsa óperan Carmen
Negra, útfærsla Stewarts Trotter og Callum
McLeod á Carmen eftir Bizet. Frést hefur að
Bubbi Morthens muni stíga sin fyrstu skref á
söngleikjasviöi í þessu verki og eigi að leika
og syngja hlutverk Remendados, blaðamanns
og eldheits kommúnista.
Bubbi er þekktur talsmaður þess að
syngja á íslensku og var þess vegna ef-
ins um hvort hann gæti tekið þátt I
sýningunni - sem öll verður flutt á
ensku. En Garðar Cortes róaði hann
með því að engin íslenskumælandi
stúlka hefði getað sungið hina svörtu
Carmen og ekki hefði verið forsvar-
anlegt að láta liðið syngja á islensku
þegar aðalsöngkonan syngi á ensku. Sú
heitir Caron og er brotin af bergi Sioux-
indíána í Norður-Ameríku.
Önnur stór hlutverk syngja Egill Ólafsson,
Garðar Thor Cortes, Helgi Bjömsson og Val-
gerður Guðnadóttir. Frumsýnt verður 29. maí.
Heita þær allar Vala?
Vala fjögurra ára er ástfangin af nöínu
sinni Flosadóttm- og hefúr fyllst brennandi
áhuga á stangarstökki undanfarið. Kannski
frnnst henni jafnvel að framtíð hennar sé hér
með ráðin, því á dögunum þegar hún horfði
hrifm á hóp af stúlkum stökkva á stöng í sjón-
varpinu sagði hún áhugasöm: „Heita þær ekki
allar Vala?“
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
*^^~***.*