Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Page 9
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998
9
DV
Ítalía:
Tugir fórust
í aurskriðum
„Fjallið opnaðist og aurinn
streymdi úr því á frmm stöðum eins
og hraunalda. Þetta var hræðileg
sjón. Þriggja hæða hús eru á kafi
undir svörtum aurnum."
Þetta er lýsing lögreglumanns á
náttúruhamförunum í suðurhluta
Ítalíu í gær er tveggja metra djúpar
aurskriður flóðu eftir götum bæja og
þorpa. I gærkvöld höfðu fúndist lík
þrjátíu og þriggja manna. Sjötíu var
saknað í kjölfar jarðvegshnmsins og
skriðufallanna í Kampaníuhéraði
umhverfis Napólí.
Yfir hundrað manns slösuðust og
mörg þúsund urðu að yfirgefa heim-
ili sín.
í bænum Sarno féll aurskriða á
sjúkrahús. Stigi hrundi 1 sjúkrahús-
inu og urðu bæði læknar og hjúkr-
unarkonur undir honum. 1 bænum
Bracigliano fundu björgunarmenn
lík 34 ára konu og þriggja bama
hennar. Sjónarvottar sögðust hafa
séð þau þeytast burt með aurskriðu.
Úrfelli hafði verið á þessum slóð-
um i nokkra daga áður en jarðvegur-
inn lét undan síga. Sérfræðingar
segja að vegna lélegs skipulags
byggðanna hafi afleiðingar skýfalls-
ins orðið svo alvarlegar.
„Þetta eru engar náttúruhamfarir
heldur afleiðingar kerfisbundinnar
misnotkunar á svæðinu þar sem
jafnvægi í umhverfinu og öryggi hef-
ur orðið að víkja,“ sagði talsmaður
stærstu umhverfisvemdarsamtaka
Ítalíu.
Slökkviliðsmaöur bjargar aldraðri konu í bænum Sarno úr aurnum sem flóöi
yfir bæinn snemma í gærmorgun. Símamynd Reuter
_______________Útlönd
Páfagaröur
leynir engu
Joaquin Navarro-Walls, tals-
maður páfagarðs, sagði í gær aö
ekki hefði neinu verið haldið
leyndu um morðið á yfirmanni
svissneskra lífvarða páfa og eigin-
konu hans á mánudagskvöld og
sjálfsmorði ódæðismannsins.
Krufning líkanna hefur staðfest
að Alois Estermann, nýskipaður
yfirmaður lífvarðanna, varð fyrir
tveimur skotum og kona hans
einu. Morðingi þeirra, undirfor-
inginn Cédric Tornay, skaut sjálf-
an sig síðan í munninn.
Navarro-Walls sagði að það
væri undir fjölskyldu Tomays
komið hvort bréf, sem hann skrif-
aði skömmu áður en hann framdi
morðin í stundarbrjálæði, yrði
gert opinbert.
Estermann og eiginkona hans
voru jarðsett við hátíðlega athöfn
í páfagarði í gær.
Stjórnarmyndun
hafin í Þórshöfn
Annfmn Kallsberg, formaður
Fólkaflokksins I Færeyjum, hóf
fyrir alvöru stjómarmyndunar-
viðræður við leiðtoga Þjóðveldis-
flokksins og Sjálfstýriflokksins í
gærkvöld. Ef flokkamir, sem allir
em fylgjandi ýmist aukinni sjálf-
stjóm eða sjálfstæði frá Dan-
mörku, koma sér saman um að
mynda nýja stjóm mun hún hafa
stuðning átján þingmanna af 32
sem sitja á færeyska lögþinginu.
í lögþingskosningunum í Fær-
eyjum fyrir einni viku fengu þeir
flokkar sem leggja áherslu á auk-
ið sjálfstæði eyjanna góðan meiri-
hluta. Búast má við nokkram
breytingum á sambandinu við
Dani í kjölfarið.
(jjÞMetabo
MeÍdbo borvélar
Sjálfvirk Metabo S-kúpling.
Metabo S-kúplingin eyðir
óvæntum bakslögum og
forðar meiðslum.
(jjj)Metabo (UWlnausÍN
Sölustaðir um allt land Sími 535 9000
77
að
hvað er ég lengi
heijra frá Orlanao
til Ðoston ?
íí
www.fjolnet.is/svarid
Smelltu þér á netið
islan
islandia
intemet
Elnatakllngmþjónumtm
Átak í §ö(nun
Spilliefna
Látum ekki spilliefni safnast saman í heimahúsum, geymslum eða á lóðum.
Notum nú tækifærið, gerum hreint fyrir okkar dyrum og komum hættulegum
efnum í öruggar hendur. Borgaryfirvöld, í samvinnu við spilliefnanefnd, standa
fyrir móttöku spilliefna laugardagana 2. og 9. maí á eftirtöldum stöðum:
Skeljungur v/Birkimel og Hraunbæ.
^Lasp- Olís v/Álfabakka, Gullinbrú, Álfheima og
Sæbraut/Kleppsveg.
—Esso v/Stóragerði. . , verk'
Endurvinnslustöðvar Sorpu. SýitHin
Verum samtaka
í söfnun spilliefna.
Borgarstjórinn í Reykjavík
- hreinsunardeild gatnamálastjóra