Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Side 15
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998
15
Vetrargarður
í Reykjavíku rborg
„Þaö gleymist nefnilega stundum að frítfmi fólks skiptir sffellt meira
rnáli." - í fjölskyldugarðinum f Laugardal.
Reykj avíkurlistinn
hefur síðustu fjögur
árin lagt mikla áherslu
á að búa í haginn fyrir
öflugt íþróttastarf og
margvíslega útivistar-
kosti í Reykjavík. Að
þessum málum hefur
verið unnið í góðri
samvinnu við iþrótta-
hreyfinguna í borginni
með það að markmiði
að íþróttaiðkun, heilsu-
rækt og útivist sé sam-
eign alls almennings í
höfuðborginni en að
þar sé einnig sem fúll-
komnust aðstaða fyrir
afreksfólk okkar Reyk-
vikinga.
Ný hugmynd
Á undanfómum ár-
um hefúr verið byggð
upp margs konar aðstaða fyrir fjöl-
skyldur til leikja og skemmtana í
Reykjavíkurborg. Má þar nefna
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og
nýjasta dæmið er yfirbyggð
Skautahöll í Laugardal. Með til-
komu Skautahallar verður í fyrsta
sinn í sögu Reykjavíkur hægt að
fara á skauta allt árið um kring og
eru fjölskyldur þegar famar að
notfæra sér það nú í góðviðrinu.
Þá er ljóst að höllin verður mikil
lyftistöng fyrir skautaíþróttir í
borginni en á því
sviði hafa íslending-
ar lengi verið eftir-
bátar annarra norð-
lægra þjóða.
Fjölskyldu- og hús-
dýragarðurinn hef-
ur mælst vel fyrir
hjá fiölskyldufólki
en það er engu að
síður eðli slíkra úti-
vistarsvæða að
þurfa að vera í
stöðugri endurnýj-
un og þróun til að
vera i takt við tím-
ann og mæta sívax-
andi eftirspurn.
Eins og nú er háttað
nýtist útivistar-
svæðið í Laúgardal
miklu verr á vet-
uma en yfir sumar-
ið og þá er til dæm-
is Fjölskyldugarðurinn lokaður.
Því hefur komið upp sú hugmynd
hjá Reykjavíkurlistanum hvort
ekki væri hægt
að þróa þetta
svæði enn frekar
og koma þar upp
einhvers konar
vetrargarði.
Ánægjuleg
viðbót
Þar er að finna
aðstöðu til að
stunda leiki sem
tengjast vetrinum og má þar nefna
brekkur fyrir böm til að renna sér
á sleðum, aðstöðu þar sem hægt er
að skapa listaverk úr snjó, stiga
þar sem hægt er að renna sér á
skautum, litlar brekkur þar sem
böm geta fengið tilsögn á skíðum
og svo framvegis. Með ýmiss kon-
ar tæknibúnaði er hægt að búa
svo um hnútana að slík aðstaða
nýtist óháð snjóalögum eða frost-
skeiðum. Einnig má hugsa sér að
hluti af slíkum vetrargarði væri
undir þaki.
Vetrargarður af þessu tagi
mundi án efa setja mikinn svip á
borgina og gefa fiölskyldum tæki-
færi til að stunda saman holla
leiki. Það gleymist nefnilega
stundum að frítími fólks skiptir sí-
fellt meira máli og það er mikil-
vægt að skapa fiölskyldum í borg-
inni aðstöðu þar sem böm og for-
eldrar geta komið saman, skemmt
sér og stundað holla útivera.
Þess vegna hef ég nú nýlega lagt
til í íþrótta- og tómstundaráði að
settur verði á laggimar vinnuhóp-
ur sem skoði möguleika á bygg-
ingu og rekstri vetrargarðs í
Reykjavík. Vetrargarður getur
orðið gagnleg og ánægjuleg viðbót
við þá fiölbreyttu starfsemi sem
nú fer fram í Laugardalnum.
Steinunn Valdis Óskarsdóttir
Kjallarinn
Steinunn Valdís
Oskarsdóttir
borgarfulltrúi
„Eins og nú er háttað nýtist úti-
vistarsvæðið í Laugardal miklu
verr á veturna en yfir sumarið og
þá er til dæmis Fjölskyldugarður■
inn iokaður.u
Ofgaskoðanirnar
Sennilega er fátt dæmigerðara
fyrir ástand íslenskrar samfélags-
umræðu en pistillinn sem einn að-
alpenni Morgunblaðsins skrifaði á
vordögum um helsta vanda um-
ræðunnar. Hann reyndist sá að i
íslenskum fiölmiðlum bæri of mik-
ið á mönnum með „öfgaskoðanir"
sem væri sjaldan hleypt í fiölmiðla
i Bretlandi og öðrum fyrirmyndar-
ríkjum.
Hið mikla vandamál lýðræðis-
ins, mennimir með öfgaskoðan-
irnar, voru þingmenn Alþýðu-
bandalagsins sem höfðu talað máli
þess að aflétta viðskiptabanni á
írak. Skoðanakannanir um málið
sýndu að meirihluti landsmanna
var sammála þeim. Það em sem
sagt öfgar að mæla fyrir vilja
meirihluta þjóðarinnar.
Hópur hinna viöurkenndu
skoðana
Það er raunar ótrúlega stutt síð-
an öfgar vom nafn Morgunblaðs-
ins á hverri þeirri skoðun sem
máttarstólpum þjóðfélagsins hugn-
aðist ekki. Andstaða við Víetnam-
stríðið Vcir öfgar, hvers kyns bar-
átta fyrir friði en einkum and-
staða við her á íslandi.
Á íslandi hafa fáir orðið i sam-
félagsumræðunni: stjórnmála-
menn, atvinnurekendur, blaða-
menn, hagfræðingar og einstaka
verkalýðsforkólfur. Þessi hópur
talar máli hinna viðurkenndu
skoðana. Það
sem honum
finnst er hið
eðlilega, allt
annað öfgar.
Enda telja þessir
mnræðustjórar
að almenningur
hljóti að fylgja
skoðunum
þeirra í einu og
öllu.
Þeir sem hafa
orðið eru einsleitur hópur. Fáar
konur, fáir sem hafa ekki stúd-
entspróf, sárafáir aldraðir og eng-
inn undir tvítugu. Þó halda þeir
sem hafa orðið að þeir séu þjóð-
arvfijinn sjálfur. Tilvist þeirra
sem eru á öðru máli er þeim
stöðugt undrunarefni. Oft er ráð
að láta sem ekkert sé og þykjast
ekki sjá andstöðuna. Það er í þeim
anda þegar þingmenn sem fylgja
meirihluta þjóðarinnar í við-
skiptabannsmálinu era
kallaðir öfgamenn.
Fyrir hópnum sem
hefur orðið em skoðan-
ir sem ekki falla í
kramið öfgar. Engu
skiptir þó að „öfga-
mennirnir" fylgi skoð-
unum sínum eftir með
rökum en hatrömm-
ustu og ómálefnaleg-
ustu deilumar í samfé-
laginu standi á milli
miðjumanna.
Tískan í dag -
gleymd á morgun
í borgarstjómar-
kosningum í Reykjavík
takast á tveir listar
með miðsækna stefnu.
Þó að vitanlega sé
munur á þeim em meginsjónar-
miðin um stjóm fiármála og verk-
efni borgarinnar svipuð. í kosn-
ingabaráttunni ber mest á því að
sjálfstæðismenn skamma R-list-
ann fyrir að sinna öldruðum og
leigjendum ekki nóg og fiölga dag-
vistarplássum ekki nógu hratt og
hafa gleymt að einu sinni hétu
dagheimili bolsevísmi hjá flokki
allra stétta.
En þó að málefnaágreiningur sé
ekki veigamikill sendir D-listinn
frá sér bæklinga þar sem fyrrum
embættismaður borgarinnar skrif-
ar um „mglaða vinstrimenn" sem
þurfi að berjast við.
í lesendabréfum
hafa menn verið að
ryðja úr sér svipuð-
um fúkyrðum mán-
uðum saman. Það
vantar ekki of-
stopann þó að litið
fari fyrir málefnaá-
greiningi.
Það hefur tíðkast
hér að kalla afger-
andi skoðanir „öfg-
ar“, þó að þær séu
settar fram mál-
efnalega og af hófi
og séu jafnvel að-
eins heilbrigð skyn-
semi og mtmu síðar
verða allra - á sín-
um tíma þótti
stuðningur við dag-
heimili og getnaðarvamir stór-
hættulegar öfgar. Um leið era
miðjumenn taldir hófsamir og
öfgalausir, jafnvel þeir sem era
öðrum duglegri við að ausa and-
stæðinga sína svívirðingum.
Hræðsla við skoðanir er þjóðfé-
lagskrabbamein. Okkur væri nær
að kynna okkur hvað aðrir hafa að
segja, þótt það sé ekki hið sama og
skellur á okkur daginn út og inn.
Því að það sem allir halda að sé
satt og rétt er oftar en ekki tískan
í dag, gleymd á morgun.
Ármann Jakobsson
„Hræðsla við skoðanir er þjóðfé-
lagskrabbamein. Okkur væri nær
að kynna okkur hvað aðrir hafa að
segja, þótt það só ekki hið sama
og skellur á okkur daginn út og
inn.u
Kjallarinn
Ármann
Jakobsson
íslenskufræöingur
Með og
á móti
Á aö hætta við að taka upp
olíugjald á dísilolíu fyrir
bila?
Kostnaðar-
auki
„Mín afstaða
mótaðist af því
að það var ekki
raunhæft að
taka upp olíu-
gjald án þess að
hafa jafnframt
kílómetragjald
með. Það liggur
fýrir að þjóðfé- Vllhjálmur Egilsson
lagið hefúr alþingismaftur.
ákveðinn kostn-
að af því að reka innheimtukerfi
þungaskattsins. Síðan liggur líka
fyrir að það myndi falla talsverður
kostnaður til við upptöku olíu-
gjaldsins sem kæmi auðvitað með
einhverjum hætti fram í olíuverð-
inu. Olíufélögin mátu þennan
kostnað á 2 kr. á lítra og jafnvel
meira ef honum yrði eingöngu
dreift á þá sem nota gjaldskylda
olíu. Menn geta vissulega hafl ein-
hveijar skoðanir á því hvort sá
kostnaöur sé of hár eða lágur en
meginatriðið er þaö að þjóðfélagið
hefði eytt hmidruðum milljóna í
fiárfestingar og á annað hundrað
milljónum i innheimtukostnað til
að ná í nákvæmlega sömu tekjur og
fást í núverandi kerfi. Þetta eru
meginsjónarmiðin sem réðu þegar
olíugjaldinu var ýtt út af borðinu.
Þar við má bæta að rannsóknir sem
gerðar era á svona gjaldtöku innan
ESB virðast sýna það að kílómetra-
gjald sé einmitt hagkvæmasti skatt-
urinn á umferð. Þegar htið er til
ffamtíðar og þess að orkugjafar bif-
reiða verða mjög mismunandi er
eins víst að þungaskattur, hvort
sem er kílómetragjald eða fast
gjald, verði sá skatúu sem umferð
verður látin bera til að greiða fyrir
umferðarmannvirki."
Umhverfisslys
„Þungaskatturinn er tíma-
skekkja og um-
hverfisslys. í
ffamkvæmdaá-
ætlun vegna
rammasamn-
ings SÞ um
loftslagsbreyt-
ingar kemur
ffam að skatt-
lagning elds- Runólfur Ólafsson,
neytis eigi að ftamkvæmdastlóH
miðast við út-
streymi koltvíoxiðs. í tihögum um-
sjónameöidar um ffamkvæmdaá-
ætlunina segir að skattlagning elds-
neytis meö tilliti til útstreymis
koltvíoxiðs krefiist þess að farið
verði úr þungaskatti í oliugjald.
Skattlagningin á að miðast við
notkún en það ér ómögulegt í
þungaskattskerfinu. Olíugjaldið
hvetur bileigendur tO að leita bestu
eldsneytisnýtingar og afleggja úrelt-
an tækjaflota. Sömu rekstrarför-
sendur eiga að vera fyrir fólksbUa,
óháð því hvort þeir eru bensín- eða
dísilknúnir og skattlagning á ekki
að skekkja þær forsendur. Það
mælir einnig með olíugjaldi að inn-
heimta þess er öruggari en þunga-
skatts. ÖU undanskot valda rang-
látri skiptingu skattbyrði og
skekkja samkeppnisstöðu einstak-
linga og fyrirtækja. Aukinn kostn-
aður við dreifikerfi vegna Utunar á
að leggjast á aUa notendur disUolíu
jafht. Kostnaðarútreikningar vegna
litunar eru fengnir ffá olíufélögun-
um sem eru andsnúin olíugjaldinu.
Það sætir fúrðu að Alþingi hafi
ekki fengið óháða aðUa tU að kanna
kostnað við litun og búnað sem ger-
ir kleift að lita olíu við afgreiðslu.
Viiji menn jafna flutningskostnað á
að gera það með sértækum hætti en
ekki í formi rangláts þungaskatts-
kerfis." -SÁ