Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1998, Qupperneq 18
26
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998
Spurt í Sandgerði
Hver veröa úrslit sveitar-
stjórnarkosninganna í
Sandgeröi?
Sveitarstjórnarkosningar 1998
Guðmundur Pálmason tækja-
stjóri: K-listinn vinnur og held-
ur meirihluta.
Gunnþór Bragason verkstjóri:
B-listinn verður sigurvegari
kosninganna.
Kári Jónsson afgreiðslumað-
ur: Ég spái því að K-listi fái
fjóra menn, D-listi tvo og B-list-
inn einn.
Jón Björn Orrason sjómaður:
K-listamenn vinna þetta alveg
örugglega.
Valdimar Birgisson sjómaður:
Sjálfstæöismenn verða sigurveg-
arar kosninganna.
Hrafnkell Óskarsson bíl-
stjóri: Ég held að K-listinn
vinni og fái áfram meirihluta.
Sveitarstjórnarkosningar í Sandgerði:
Umhverfismál og
innri mál skólans
Þrír flokkar bjóða fram í sveitar-
stjórnarkosningunum í Sandgerði.
Um er að ræða K-lista óháðra borgara
og alþýðuflokksmanna, D- lista sjálf-
stæðismanna og B-lista Framsóknar-
manna og óháðra.
K-listinn hlaut hreinan meirihluta í
síðustu kosningum. D-listi, sem hafði
verið í meirihlutasamstarfi með K-
listanum 1990-1994, tapaði einum
manni og fékk aðeins tvo kjöma. B-
listinn fékk aðeins einn mann en var
aðeins 18 atkvæðum frá því að ná öðr-
um manni inn.
Umhverfismál og innri mál grnnn-
skólans virðast vera aðal baráttumál-
in fyrir koamndi kosningar. Þá eru
fráveitumál bæjarins og uppbygging
hafnarinnar einnig heit mál sem list-
amir hafa ofarlega á stefnuskrám sín-
um. Skuldir bæjarins hafa aukist tölu-
vert á síðasta kjörtimabili. Mikið fjár-
magn hefur farið í framkvæmdir við
höfnina. Sú uppbygging sem þar hefur
átt sér stað er nú farin að skila sér og
hefur höfnin hægt og sígandi byrjað
að borga skuldir sínar.
Baráttan verður án efa hörð í Sand-
gerði. Athygli vekur að töluverður
hasar hefur verið um uppstillingu
bæði K- og D-listans. Uppstillingar-
nefnd D-listans ýtti Reyni Sveinssyni
úr oddvitasætinu. Hann hafði neitað
að vera á listanum nema hann væri í
efsta sætinu. Reynir kom hins vegar
með fylgismenn sína og endurheimti
efsta sætið. Þá urðu átök í prófkjöri K-
listans þar sem tekist var á um efstu
menn. Óskar Gunnarsson leiðir list-
ann. Reynir og Óskar eru án efa
reyndustu sveitarstjórnar-
mennimir í bænum. B-listinn
er með yngsta og óreyndasta
listann. Þrátt fyrir það er hug-
ur í framsóknarmönnum að
vinna aftur manninn sem þeir
misstu í síðustu kosningum.
-RR
Uppbygging
viö höfnina
skilar sér
„Við stefnum að sjálfsögðu að því
að halda okkar meirihluta. Bærinn
stendur nokkuð vel fjárhagslega mið-
að við þær fram-
kvæmdir sem hafa
verið í gangi. Bæj-
arsjóður stendur
tiltölulega vel ef
við lítum á meða-
tal yfir landið. Við
erum að ljúka upp-
byggingu grann-
skólans sem fjöldi
sveitarfélaga á eft-
ir að gera. Við höf-
um verið að fjár-
festa aðallega í
kringum höfnina og teljum það vera
fjárfestingu til framtíðar. Hún er þeg-
ar að skila sér til okkar með miklum
umsvifum við höfnina. Það er stefnt
að dýpkun innan hafnar, að auka
löndunar- og viðlegurými við höfnina
og undirbúa lóðir þar,“ segir Óskar
Gunnarsson, oddviti K- listans.
„Skólinn verður kominn í gagnið í
haust. Þar verður nægjanlegt hús-
næði til að mæta einsetningu skólans.
Við ætlum að bæta enn frekar allan
aðbúnað og innra starf skólans. Það er
metnaður okkar að skólinn hér í
Óskar Gunnars-
son, oddviti K-
listans.
Sandgerði verði með því besta sem
gerist. Það er á stefnuskrá okkar að
stækka leikskólann. Þegar því er lok-
ið viljum við taka þar upp sveigjan-
lega dagvistun barna. Umhverfismál
era líka forgangsmál og þar er
geysistórt verkefni fyrir höndum sem
er framtíðarlausn á öllum frárennsli-
málum. Það liggur þegar fyrir hönn-
unarvinna og áfangaskipting á þessu
verkefni og nú er heitt mál að hefja
framkvæmdir. Við viljum vinna að
fegrun bæjarins með aukinni gróður-
rækt og endumýjun gangstétta. Við
höfum hugsað 'okkur að gera átak í
þessum málum á næsta kjörtimabili.
Æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamál
skipta að sjálfsögðu miklu máli,“ seg-
ir ðskar.
Laga innri
mál skólans
„Helstu stefnu-
mál okkar eru að
fjármálum bæjar-
ins verði haldið
innan skynsam-
legra marka. Það
þarf að laga innri
málefni skólans,
stuðla að því að
laða að fleiri
hæfa kennara. Á Reynir Sveins-
þessu kjörtíma- son> oddviti D-
bili hefur verið listans.
Framboðslistar
í Sandgerði
unnið að innri málefnum
skólans, t.d. gæðastjórnun
en þar þarf að taka þessi
mál fastari tökum. Þá stefn-
um við að því að ljúka við
nýbyggingu skólans ásamt lóð og
leiksvæði. Það þarf að hefja stækk-
un á húsnæði leikskólans og boðið
verði upp á heilsdagsvistun," segir
Reynir Sveinsson.
„Umhverfismál eru ofarlega i
huga fólks. Við stefnum að því að
vinna skipulega að því að ljúka við
ýmis svæði í bænum og hvetja ein-
staklinga og fyrirtæki til að hafa
snyrtilegt á lóðum sínum. Frá-
veitmnálið er stærsta umhverfis-
málið hér á næstu árum. Þetta er
dýr framkvæmd sem kostar yfir
110 milljónir og þarf að vera lokið
fyrir 2005. Mjög brýnt er að hefja
framkvæmdir á hafnarsvæðinu.
Hvergi er landað meiri bolfiski hér
á landi en í Sandgerðishöfn og hún
er með flestar landanir á hverjum
sólarhring. Þar stefnum við að því
að vinna áfram að dýpkun og leng-
ingu hafnargarða. Á undanfornum
árum hefur höfnin tekið mikið fé
úr bæjarsjóði. Nú er svo komið að
tekjur hafnarinnar hafa aukist og
hún er farin að greiða upp í skuld-
ir sínar við bæjarsjóð. D-listinn
leggur áherslu á að hafist verði
handa við að byggja upp miðbæjar-
kjarna. Þar munu ýmsar þjónustu-
miðstöðvar vera til húsa. Við mun-
um áfram stuðla að öflugu félags-
starfi og mjög brýnt er að koma á
fót félagsmiðstöð fyrir unglinga
auk þess að huga vel að vimuefna-
vömum,“ segir Reynir. Hann segir
að D-listinn stefni að því að ná aft-
ur þriðja manni sem hann missti
við síðustu kosningar.
K-listi D-listi B-listi
1. Óskar Gunnarsson 1. Reynir Sveinsson 1. Heimir Sigursveinsson
húsasmiður. rafverktaki. húsasmíðameistari.
2. Sigurbjörg Eiríksdóttir 2. Eyþór Jónsson 2. Rakel Óskarsdóttir
húsmóðir. framkvæmdastjóri. nemi.
3. Jóhanna S. Norðfjörð 3. Salome Guðmundsdóttir 3. Heiðar Ásgeirsson
húsmóðir. húsmóðir. byggingafulltrúi.
4. Sigurður H. Guðjónsson 4. Hildur S. Thorarensen 4. Jóhann Kjærbo
byggingastjóri. lyfjafræöingur. bankastarfsmaður.
5. Ingþór Karlsson 5. Guðjón Ólafsson 5. Þorbjörg Friðriksdóttir
véifræðingur. útgerðarmaöur. verslunarmaður.
6. Sólveig Sveinsdóttir 6. Árni Sigurpálsson 6. Guðmundur Skúlason
skólaritari. hafnarvörður. iðnnemi.
7. Gunnar Guðbjörnsson 7. Karl G. Karlsson 7. Anna Bjömsdóttir
húsasmiður. sjómaður. verslunarmaður.
Atak við fegr-
un bæjarins
Umhverfismálin eru efst á blaði
nú fyrir þessar bæjarstjórnarkosn-
ingar. Það þarf að gera mikið átak
við fegran bæjar-
ins. Fjaran er í
mjög slæmu
ástandi. Þar þarf
að hefja fram-
kvæmdir við safn-
ræsi, hreinsistöð
og útrás. Þetta er
forsenda þess að
fjaran geti hreins-
að sig og orðið sú He,|T,,r Sigur-
náttúruperla sem sveinsson, odd-
hún ætti að vera. Vltl B' ,stans'
Einnig þarf að
ráðast í að rækta upp heiðina sem er
eitt flakandi sár eftir malarnám und-
anfarinnar áratuga. Gangstéttarmál
og fegrun opinna svæða verða líka
að hafa forgang," segir Heimir Sigur-
sveinsson, oddviti framsóknar-
manna og óháðra.
„Skólamálin eru mikið í umræð-
unni og það þarf að huga alvarlega
að innri málefnum skólans. Einsetn-
ing hefur enn ekki náðst þar sem
skólahúsnæði hefur enn ekki klárast
þrátt fyrir fogur loforð núverandi
meirihluta. Foreldrar gera kröfur
um meiri gæði og metnað í kennsl-
unni og það er bæjarfulltrúa að
fylgja þessum málum eftir. Við vilj-
mn að forstöðumenn stofnana bæjar-
ins taki meiri ábyrgð og verði ein-
ungis ráðnir til fjögurra ára í senn.
Þeir hafi mannaráðningar í sínum
höndum því það ætti að koma í veg
fyrir pólitískar ráðningar. Við vilj-
um leita allra ráða til að draga úr
skuldasöfnun bæjarins. Skuldir bæj-
arfélagsins hafa tvöfaldast á síðasta
kjörtímabili. Skuldirnar hafa aukist
úr 179 þúsund á hvem íbúa Sand-
gerðis 1993 í 251 þúsund 1997,“ segir
Heimir. Hann segir það raunhæfa
möguleika að B-listinn nái tveimur
mönnum inn í bæjarstjóm í kom-
andi kosningum.
-RR