Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 Fréttir Sverrir Hermannsson og Samtök um þjóðareign taka höndum saman: Herferð fram undan - segir Bárður G. Halldórsson, varaformaður samtakanna „Það er herferð fram undan. Ég get alveg sagt það að Samtök um þjóðareign og Sverrir Hermanns- son munu taka höndum saman. Við ætlum að slá okkur saman í herferð. Það er ljóst að það verður hart barist í næstu kosningum og ekkert gefið eftir,“ segir Bárður G. Halldórsson, varaformaður Sam- taka um þjóðareign, í samtali við DV í gær. - Mun Sverrir leiða sveitina? „Hver leiðir þennan bardaga er ófrágengið. Það er þó ljóst í mín- um huga að það eru ekki mjög margir menn sem geta vakið upp svona mikil og kröftug viðbrögð eins og raunin er með Sverri. Hannibal og Albert Guðmundsson hefðu getað það. Það er ljóst að það verður framboð á landsvísu. Það eiga margir aðilar enn eftir að koma fram og þar eru margir máttarstólpar," segir Bárður. Leitaði áður til Sverris Harm segir það hafa verið ákveð- ið áður en Sverrir hætti í Lands- bankanum að hann gengi til liðs við samtökin. „Á sínum tíma leitaði ég til Sverris með að skrifa undir ávarp Samtaka um þjóðareign. Hann hafnaði því þar sem hann var þá í Landsbankanum. Hann sagðist koma með okkur í leikinn um leið og hann losnaði þaðan. Þetta var í október sl.,“ segir Bárður. Samkvæmt heimildum DV munu Bárður og félagar hans fimda með Sverri um þessi mál á morgun þar sem línur verða lagð- ar. -RR/-rt Framboð Sverris vekur feikileg viðbrögð á ísafirði: Ekki slík viðbrögð síðan Hannibal kom - segir Gísli Hjartarson. Vestfirskir þingmenn liðleskjur, segir Reynir Torfason „Hann mun sópa að sér fylgi því hér eru menn langþreyttir á kvóta- kerfinu. Hann mun sérstaklega ná fylgi frá Sjálfstæðisflokknum af þeirri ástæðu að Einar Oddur og Einar Kristinn hafa gjörsamlega brugðist í þeirri baráttu sem þeir þykjast hafa staðið í gegn kerfinu. Þá mun þetta einnig höggva fylgi af Alþýðuflokkn- um sem haldið hefur uppi sama and- ófi en með engum árangri," segir Gísli Hjartarson, ritstjóri Skutuls og starfsmaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjunnar á Vest- fjörðum. Gísli, sem er yfirlýstur alþýðu- flokksmaður, hefur áratugareynslu af vestfirskri sijómmálabaráttu. Hann segist ekki hafa skynjað eins mikinn áhuga meðal Vestflrðinga á pólitík síðan Hannibal bauð fram undir merkjum Frjálslyndra og vinstri manna árið 1971. Frétt DV i gær um að sjáifur jám- karlinn, Matthías Bjarnason fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra, væri í stuðningsmannaliði Sverris vakti feiki- lega athygli og vart er um annað talað á Vestfjörðum. „Það er ekki um annað talað hér í bænum en hinn nýja flokk Sverris. Ég var á höfninni í morgun og þar voru sjómenn á einu máli um að hér væra stórtíðindi á ferð. Allir sem ég hitti ætla að kjósa Svemi og sumir höfðu við orð að þeir ætluðu að yfirfara gömlu haglarana sína og pússa af þeim ryðið og vera klárir í slaginn," sagði Gísli þegar DV ræddi við hann í gær. Reynir Torfason, hafnarvörður á ísa- firði, segir mikla stemningu í bænum með fyrirhuguðu framboði. Hann tek- ur undir með Gísla og segir að það vanti aðeins að fólk í bænum fari að veifa fánum; svo mikil sé ánægjan með væntanlegt framboð. „Eins og málin standa í dag mun ég kjósa Sverri. Þó mér sé ekki sérstak- lega hlýtt til hans persónulega þá felst í framboðinu von um þverpólitíska samstöðu gegn kvótakerfinu sem alið hefur af sér nýja og grimma auðstétt. Ég sem kommúnisti mun þess vegna styðja þetta fram- boð og ég heyri ekki annað en fyrstu við- brögð hjá almenn- ingi séu þau að þarna sé tækifæri til að fylkja liði. Þetta framboð mun vinna stórsigur hér ef miðað er við and- ann í kringum það,“ segir Reynir. „Sú staðreynd að þingmenn hér eru liðleskjur hefur kallað á nýtt afl sem mér sýnist í sjón- máli. Ég væri tilbúinn að gera banda- lag við sjálfan skrattann í því skyni að afnema kvótakerfið og koma á heil- brigðu fyrirkomulagi við fiskveiðar og vinnslu. Sverrir er vélbyssukjaftur sem við þurfum á að halda í þessari baráttu," segir Reynir. -rt Sverrir Her- mannsson. Reynir Torfa- son. Árekstur tveggja bifreiða varð á Snorrabraut í gær. Annar bíllinn lenti á hliðinni, eins og sést á myndinni. Annar öku- mannanna var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni háttar. DV-mynd S Hreppstjórinn á Þórshöfn kærður - vegna vanhæfis í kosningunum Díanna Dúa: Ihugar að- gerðir í gær var Díanna Dúa Helgadóttir fyrirsæta í Spjallinu á www.visir.is og komu yfir 1000 gestir inn á Spjallið og ýmist fylgdust með eða spurðu Díönnu spuminga. Díanna Dúa er ein stúlknanna ellefú sem sátu fyrir nakt- ar fyrir karlatíma- ritið Playboy en vegna þess var hún rekin úr Fegurðar- samkeppni íslands. Meðal þess sem kom fram í spjall- inu við Díönnu Dúu er að hún hyggur á aðgeröir gagnvart Fegurðarsamkeppni Islands vegna málsins í samstarfi við lögfræðing sinn. Einnig kom fram að myndir af henni í sokkum einum fata munu birtast í ágústhefti bandaríska Play- boy sem koma mun í búðir í júlí nk. Hægt er að lesa spjallið við Díönnu Dúu í heild sinni og sjá af henni myndir í Spjallinu á www.visir.is. í dag verður mikið um dýrðir í Spjallinu. Söngkonan Móeiður Júní- usdóttir kemur og spjallar um tímann sem er fram undan hjá henni, en hún er að fara að fylgja eftir plötu sinni sem gefin verður út af hinu risavaxna bandaríska hljómplötufyrirtæki TommyBoy sem gefur út fjölda heims- þekktra rapplistamanna, meðal ann- ars de la soul og Coolio. Fyrsta smá- skífan af breiðskífu Móu kemur út í Bandaríkjunum og í Evrópu í byrjun júlí. íslendingar eiga kost á því að sjá Móu á tónleikunum Popp í Reykjavík. Leiðin inn á Spjallið er einfold. Það þarf einungis að slá inn slóðina www. visir.is og smella á Spjallið. „Ég kæri hreppstjórann vegna van- hæfis í kosningunum. Hún var for- maður kjörstjórnar hér á Þórshöfn á sama tíma og sonur hennar var í 6. sæti á Þ-listanum. Það teljum við mjög óeðlilegt," segir Þorsteinn Þor- bergsson, oddviti F-listans á Þórshöfn. Þorsteinn hefur kært hreppstjór- ann til sýslumanns vegna vanhæfis í kosningunum á Þórshöfn. Þ-listinn vann afgerandi sigur í kosningunum. „Við kærum það að tveimur fram- bjóðendum var leyft að draga sig til baka af F-listanum. Við vildum fá að bæta tveimur mönnum við í staðinn en hreppstjóri bannaði það. Mér finnst ekki eðlilegt ef hægt er að kom- ast upp með svona vinnubrögð. Hlut- verk kjörstjórnar er að tryggja rétt kjósenda. Réttur þeirra á að vera að velja af fuilskipuðum 10 manna lista,“ segir Þorsteinn. „Ég er ekki búin að senda mína greinargerð um málið. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta mál,“ seg- ir Brynhildur Halldórsdóttir, hrepp- stjóri á Þórshöfn. -RR Díanna Dúa. Stuttar fréttir i>v Staöa Þórðar Ingva Utanríkisráðuneytið athugar nú stöðu Þórðar Ingva Guð- mundssonar, íyrrverandi framkvæmda- stjóra Lindar, í ráðuneytinu. Málefni Lindar eru jafnframt til skoðunar hjá Ríkissaksóknaraemb- ættinu. Dæmdur fyrir dópsmygl 35 ára gamall maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir að smygla í innyflum sín- um 135 grömmum af amfetamíni frá Amsterdam. Hann hefur hlotið nokkra fikniefoadóma áður. Bylgj- an sagði frá. Sjö vilja Hollustuvernd Sjö hafa sótt um stöðu forstjóra HoOustuvemdar ríkisins frá 1. júlí. Umsækjendur eru Anna Kjartans- dóttir, Björgvin Leifsson, Davíð Eg- ilsson, Hermann Sveinbjömsson, Jón Gíslason, Ólafur Oddgeirsson og Þuríður Gísladóttir. Sérlegur sýslumaður Dómsmálaráðherra hefur sett Hervöra Pálsdótt- ur héraðsdómara sériegan sýslu- mann í kosning- akærumáli gegn Þórólfi Halldórs- syni, sýslumanni á Patreksfirði. Þór- ólfur sýslumaður var og er varafor- maður Sjálfstæðisflokksins i Vest- urbyggð. RÚV sagði frá. RÚV hlutlaust Útvarpsráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að fréttastofur ríkisfjölmiðlanna hafi ekki brotið hlutleysisreglur í aðdraganda nýaf- staöinna sveitarstjómarkosninga. RÚV sagði frá. Ráðherrafundur EFTA Ráðherrafundur EFTA stendur nú yfir í Reykjavik og er Halldór Ásgrímsson í forsæti. ísland hefur gegnt formennsku í EFTA það sem af er árinu. Meginviðfangsefni fundarins era samskipti við ríki utan Evrópusambandsins. Örtröð Tryggingastofnun hefur borist á þriðja þúsund umsóknir um endur- greiðslu hluta sérfræðilæknis- kostnaðar frá því að læknarnir voru samningslausir við stofnun- ina á síðasta ári. MikO örtröð hef- ur veriö í stofnuninni vegna þess- ara mála undanfarið. Haglabyssan RannsóknardeOd Lögreglunnar hefur haft sam- band við Sverri Hermannsson vegna orða hans um að við suma menn talaði hann ekki heldur sækti hann haglabyss- una. Lögreglan telur ekki ástæðu til frekari aögerða. Hlutlægnikönnun Útvarpsstjóri hefur fengið fyrir- tækið Hagvang tO að rannsaka fréttaflutning ríkisfjölmiölanna af kosningabaráttunni nýafstöðnu og hlutlægni fréttanna og viðhorf frambjóðenda tO þess máls. Einnig verður kannað áhorf og hlustun á kosningaútvarp og -sjónvarp og hvort neytendur telja að aOt hafi verið með eðlOegum hætti. RÚV sagði frá. Átta kosningakærur Sveitarstjórnarkosningar hafa verið kærðar í aOs átta sveitarfé- lögum. í A-Landeyjum er kært vegna hóps fóiks sem flutti lög- heimili sín inn í sveitarfélagið skömmu fyrir kosningarnar. Kærendur telja að með því hafi átt aö hafa áhrif á niðurstöðuna. Jaröskjáiftar Jarðskjálftahrina hefur gengið yfir Herðubreiðarlindir undan- farnar vikur. Skjálftar hafa mælst að styrkleika 3,5-3,7 Richterstig. RÚV sagði frá. -SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.