Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
S
Neytendur
Veiðistangir fyrir börnin
Sjálfsagt er marga veiðimenn far-
ið að klæja í fingurna eftir því að
renna fyrir lax eða silung. En stang-
veiði er ekki bara íþrótt hinna full-
orðnu heldur hafa börn og unglingar
líka gaman af að spreyta sig i ám og
vötnum.
Neytendasíða DV fór á stúfana og
kannaði verð á veiðistöngum fyrir
börn og unglinga.
Kannað var verð hjá níu fyrir-
tækjum á höfuðborgarsvæðinu. Þau
eru: Útilif, Á stöðinni, Leikbær, Ell-
ingsen, Veiðibúð Lalla, Olís, Skelj-
ungur, Esso og Veiðimaðurinn.
í flestum tilfellum var um ein-
hvers konar pakka að ræða sem
innihélt ýmislegt sem þarf til stang-
veiða.
Skýrt skal tekið fram að hér er
einungis um verðkönnun en ekki
gæðakönnun að ræða.
Danskar stangir
Ódýrasta stöngin í könnuninni
fékkst í Leikbæ. Sú stöng sem heitir
Vinnysport, er dönsk og kostar 1350
krónur. Stönginni fylgir hjól og
önglar.
Næst í verðröðinni kemur Esso
með stöng sem heitir Silstar. Sú
stöng kostar 1620 krónur og er með
hjóli, önglum, línu og flotholti.
Einnig er hægt að fá stöng frá Silst-
ar sem er útdraganleg og kostar hún
þá 1950 krónur. Útdraganlega stöng-
in er einnig með hjóli, línu, önglum
og flotholti.
Esso býður einnig enskar stangir
sem heita því skáldlega nafni Sha-
kespeare. Þær stangir kosta 1830
krónur og þeim fylgir hjól.
Spúnn og önglar
Þar á eftir kemur verslunin Á
stöðinni með stangir sem kosta 1890
og 2490 krónur. Ódýrari stöngin er
með hjóli, öngli, spúmnn og flotholti
og sú dýrari er með sama fylgibún-
aði en hana er hægt að draga út.
Skeljungur býður eina gerð af
sænskum Abu-stöngum á 1930 krón-
ur. Þeim fylgir hjól, lína og önglar.
Verslunin Á stöðinni býður síðan
sams konar Abu-stöng, einnig á 1930
krónur.
Opin og lokuö hjól
Útilíf býður tvær gerðir af Abu-
stöngum á 1990 krónur og 4950 krón-
ur. Ódýrari stönginni fylgir hjól,
lína, spúnn og flotholt.
Dýrari stöngin er útdraganleg og
með svokölluðu opnu hjóli sem hent-
ar þeim sem lengra eru komnir.
Ölís býðm- sænskar stangir sem
- sumariö er komið meö sól í heiði og aukinni útiveru
heita Fladen á 2265 krónur. Þeim
fylgir hjól og lína.
Veiðibúð Lalla býður þrjár gerðir
af sænskum Abu-stöngum á 2400,
5800 og 6100 krónur. Öllum stöngun-
um fylgir hjól og lína og liggur verð-
munurinn aðallega í mismunandi
hjólum.
Útdraganlegar stangir
Veiðimaðurinn býður stangir sem
heita Berkley á 2500 krónur. Þær
stangir henta yngstu veiöimönnun-
um og þeim fylgir hjól og lína.
Ellingsen býður stangir sem heita
Mitchell á 2592 krónur og stangir
sem heita Fladen á sama verði.
Mitchell- stöngunum fylgir hjól, lína
og spúnn. Fladen-stangimar eru út-
draganlegar og þeim fylgir hjól og
spúnn.
Skáldlegar stangir
Útilíf býður einnig stangir kennd-
ar við stórskáldið Shakespeare.
Veiðistangir fyrir börn
8.000 kr.
Og
Stangveiði er holl íþrótt sem sameinar útiveru og skemmtun.
Shakespeare-stöngin
sem Útilíf selur kostar
2950 krónur. Henni
fylgir hjól, lína, flotholt
og alls kyns beitur.
Veiðimaðurinn býð-
ur fjórar gerðir af
sænskum Abu-stöngum
á 3350, 4970, 5390 og
7980 krónur.
Ódýrustu stönginni
fylgir hjól og lína, sú
næstódýrasta er svipuð
þeirri ódýrustu nema að því leyti að
hana er hægt að draga út. Næstdýr-
ustu stönginni fylgir lína og öflugra
hjól en þeirri ódýrustu og dýrasta
stöngin er flugustöng með diskabr-
emsuhjóli, línu og undirlínu.
Lestina reka siðan Veiðibúð Lalla
og Olís.
Veiðibúð Lalla býður Daiwa-stang-
ir með hjóli og línu á 3900 krónur og
Olís býður Mitchell-stangir með
góðu hjóli og línu á 4950 krónur.
-glm
Dollar
Pund
Mark
Eimskip
Flugleiðir
Olíufélagið
Skeljungur
Tæknival
Síldarvinnslan
1345
2500
2000
1072,04
117,22
40,23
Stig M
1500
1000
1
ALLIR
SUZUKI BlLAR
ERU MEÐ 2 ORYGGIS-
LOFTPUÐUM
Baleno Wagon GLX 4X4:
4 1.595.000 kr. il
Baleno Wagon GLX:
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
SUZUKI BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
Góður í ferðalagið
Baleno Wagon er einstaklega
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur i rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra.
'suzukf
APL OG
^ökYGOlJ
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00.
Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. fsafjörður: Bílagarður ehf„
Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00.