Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 7 sandkorn Fréttir Járnkarlinn með Sverrir Hermannsson fer mikinn þessa dagana og boðar stofnun nýs stjórn- málaflokks. Held- ur óx Sverri ás- megin þegar Matthlas Bjarnason, gamli jámkarl- inn af Vestíjörð- um, gekk í lið með uppreisn- aröfiunum. Talið er víst að liðsinni Matthíasar verði til þess að hinn nýi flokk- ur muni sópa að sér fylgi vestra og þá aö mestu á kostnað Sjálf- stæðisflokksins. Flokkur Sverris mun gera út á sömu hugsjónir og þeir Einar Oddur og Einar Kristinn sem berjast gegn kvótakerfinu, að eigin sögn. Bar- átta þeirra hefur engu skilað og því er spáð að vestfirskir kjós- endur sem vilja kvótann feigan muni halla sér að Sverri. Meðal stuðningsmanna Sverris í héraði er gamli sægreifinn Ásgeir Guð- bjartsson, eða Geiri á Gugg- unni... Georg treystir sig Ferskir vindar blása nú um Lögregluna í Reykjavík eftir að Georg Lárussor tók við stjórnar- taumunum af Böðvari Braga- syni lögreglu- stjóra sem mun halda sig til hlés næstu misserin. Georg sýnir alla til- burði til þess aö treysta sig í sessi með því að koma skikk á þau mál sem orðið hafa Böðvari að fótakefli. Þar ber hátt sektir sem týnst hafa í kerfinu og dóp sem týndist i kílóavís. Framsýnir menn spá því að Georg muni verða sem löggustjóri um ófyrir- sjáanlega framtið og Böðvar hætti, hægt og hljótt... Titringur Eins og Sandkorn greindi frá er titringur meðal þeirra kandíd- ata Sjálfstæðis- flokksins sem hyggja á frama i Reykjavík. Held- ur var tekið djúpt í árinni þar sem sagt var að Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra, mundi taka slaginn þrátt fyrir afhroð við siðasta prófkjör. Hið rétta er að hann lenti i 11. sæti með yfir 50 prósent atkvæða og stefnir hærra. Aðrir munu hyggja gott til glóðarinnar þrátt fyrir aö litl- ar breytingar séu fyrirsjánlegar í þingmannaliðinu. Meðal þeirra er Ásgerður Flosadóttir Ólafs- sonar sem ekki náöi langt síðast. Nú mun hún hafa unnið sig upp innan flokksins þar sem hún sit- ur í stjóm nokkurra samtaka. Hún mun því taka slaginn tví- efld... Þrýst á Eyþór Sjálfstæðismenn í Reykjavík leita nú logandi ljósi að forystu- sauði til að taka við af Áma Sig- fússyni. Margir hafa verið kallað- ir til sögunnar. Nú berast Sand- korni þau tíö- indi að nokkrir þekktir ihalds- menn úr við- skiptaheimin- um þrýsti mjög á Eyþór Amalds, tónlistar- og tölvu- mann, að gefa kost á sér í for- ystulilutverkið. Það fylgir sög- unni að Eyþór taki alls ekki svo illa í hugmyndina en hann tók sem kunnugt er þátt í prófkjöri flokksins í vetur og var á listan- um fyrir kosningar... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Ágætis síldveiöi um helgina: Kvótalausir þótt 100 þúsund tonn séu eftir DV, Akureyri: „Það kom mjög gott „skot“ í veið- amar fyrir helgina og nú um helg- ina hefur þetta verið ágætt,“ sagði Bjami Bjarnason, skipstjóri á Súl- unni frá Akureyri, á sunnudag en þá var verið að landa um 900 tonn- um af síld úr Súlunni á Norðfirði. Undanfarna daga hafa síldveiði- skipin verið að fá ágætis afla nyrst i Síldarsmugunni og þó aðallega inni í Jan Mayen lögsögunni en ís- lensku skipin mega fara 12 mílur inn í þá lögsögu. Siglingin á miðin hefur tekið að meðaltali um 30 klukkustundir. Bjarni Bjarnason segir að svo hljóti að fara að síldin, sem vart var við á dögunum miklu sunnar, muni ganga inn í íslensku lögsöguna á næstunni. Svo virðist sem sú sild hafi komist „í felur" en Bjami segir að þar hafi verið um umtalsvert magn að ræða. 1 gær var vitað um eitt skip sem var búið að veiða kvóta sinn af síld úr norsk-íslenska stofninum, en það er Grindvíkingur GK. Bjarni skipstjóri á Súlunni sagði að Súlan hefði einungis fengið úthlutað rúmlega 3 þúsund tonnum og væri aðeins eftir að sækja um 600-700 tonn af því magni. Eins og Þórshöfn: Starf sveitarstjóra auglýst Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn. DV, Akureyri: Nýr hreppsnefndarmeirihluti í Þórshafnarhreppi hefur ákveðiö að endurráða ekki Reinhard Reynisson sveitarstjóra þar, en auglýsa starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Reinhard Reynisson sagði í sam- tali við DV að oddviti nýrrar hreppsnefndar hefði- tilkynnt sér Þórskaffi en ekki Þórshöll Nafnabrengl urðu í DV í gær í frétt um nýjan skemmtistað í Brautarholti. Sagt var að skemmtistaðurinn ætti að heita Þórshöll en það er nafn á veit- ingaþjónustu í sama húsi. Skemmtistaðurinn, sem opnað- ur verður upp úr miðjum mán- uðinum, er skráður sem stend- ur undir nafninu Þórskaffi, en gamla Þórskatíi var einmitt í þessu sama húsnæði. þetta, en jafnframt farið þess á leit við sig að hann ynni áfram í ein- hvern tíma. Reinhard segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvernig hann verði við þeirri málaleitan. Reinhard segir hins vegar að í kosningabaráttunni haíl verið hald- inn einn sameiginlegur kosninga- fundur listanna tveggja sem voru í framboði í hreppnum, og þar hafi talsmenn bæði F-lista og Þ-lista, sem náði meirihluta, lýst þvi yfír að ekki stæðu til neinar uppsagnir eða breytingar á starfsliði hreppsins að kosningum loknum. -gk svo mörg önnur skip væri Súlan því að verða búin með kvóta sinn þótt ekki væri búið að veiða nema um helming af þeim 202 þúsund tonnum sem íslendingum var úthlutað. Úthlutunin var þannig að 40% kvótans voru samkvæmt aflareynslu undanfarinna ára en 60% miðað við burðargetu skipanna. Það eru stærri skipin sem eiga talsvert eftir af sín- um kvóta. Sum skipanna eru nýfarin til veiða og þá mun eitthvað vera um það að skip sem fyrirsjáanlegt er að munu ekki stunda veiðarnar hafl feg- nið kvóta. „Þar á meðal voru ein- hverjir togarar og ég sé ekki fyrir mér að menn fari t.d. að rífa sig upp á Reykjaneshryggnum til að eltast við þetta lengst norður i höfum en reglugerðin sýnir hvers konar vit- leysa þetta er allt sarnan," segir Bjarni Bjarnason. -gk Utivistar- fatnaður Allar flíspeysur og fleiri vörur á sama verði og í Englandi. Cortina Sport Skólavörðustíg 20 - Sími 552 1555 Askriftarsíminn er 515 6100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.