Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 10
10 ennmg MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 Heimslistin fer yfirleitt framhjá okkur Islendingum, aðallega vegna þess kostnaðar sem fylgir því að flytja hana yflr höfln. Þó hefur ýmisleg list af súrrealískum uppruna slæðst hing- að; þrykk eftir Salvador Dali, málverk og teikningar eftir André Masson, málverk og þrívíddarmyndir eftir Joan Miró, málverk eftir Roberto Matta og nú síðast úrval þrívíddar- mynda eftir Max Ernst. Svo eigum við auðvitað talsverðar birgðir af eftir- stríðssúrrealisma þar sem eru elstu verk Errðs. Max Emst var fjölhæfastur og sennilega hæfileikamestur þeirra listamanna sem kenndir voru við súr- realismann. Það er nánast sama hvar hann bar niður, í málverki, graflk, bókverkum eða skúlptúr, alls staðar skildi hann eftir sig eftirminnilegar lýsingar. Ernst hafði einnig til að bera ómælda persónutöfra sem fleyttu hon- um yflr flest sker. Ævinlega þegar „Dadamax" eða „Furðufuglinn Loplop“, svo notuð séu nöfn tveggja „hliöarpersónuleika" sem Ernst skóp sér, átti erfitt uppdráttar, voru góðar konur eða ríkir listáhugamenn tilbún- ir að liðsinna honum. Þótt hér sé greint á milli tvívíðra, þrívíðra og annarra verka Ernst, er það í rauninni erfitt. Óvenjulegar textapælingar hans og útúrsnúningur á fagurbókmenntum gátu af sér mál- verk og teikningar sem gátu af sér klippimyndir sem gátu af sér þríviðar samsetningar sem gátu af sér brons- steypur. Bronssteypur hans, eins og þær sem við fáum nú að berja augum í Listasafni Islands, eru síðan öðrum þræði hlutgervingar rómantískrar bókmennta- og goðsagnahefðar, sjá nafngiftir á borð við Ödípus, Chimera, Sfinx, Tannháuser og Janus. Hins vegar er ekkert beinlinis „læsilegt" við þessar hlutgervingar, þær eru tákn án táknlykils, áhrifa- máttur þeirra ræðst eingöngu af því hve magnþrunginn skapnaður lista- Frá sýningu Listasafns Islands á myndverkum Max Ernst. mannsins er. Þær eru því bæði hlut- bundnar og óhlutbundnar. Hug- myndalega og formrænt eiga brons- myndir Ernst því ýmislegt sammerkt með myndsköpun frumþjóða, tótem- um og töfralist, sem hann hélt upp á og safnaði. Það er til marks um ramman gald- ur þessara verka að okkur gleymist stundum að hve miklu leyti þau spretta upp úr módemískri högg- myndahefð. Þeir eru til dæmis furðu- lega samsíða, Picasso og Ernst, þegar þeir tína hversdagshluti upp af götu sinni og fella inn í þríviðar steypur, nema hvað sá fyrrnefndi fer ekki dult með uppruna aðskotahluta sinna. Ernst kallast líka talsvert á við þrí- víddarverk starfsbræðra sinna í súr- realistahreyfingunni, einkum og sér- ílagi við Giacometti, en einnig Arp og jafnvel Duchamp í skákmönnum sínum og „kóngamyndum". Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Fyrir þann sem þetta ritar fylgja því blendnar tilfinningar að sjá þessa miklu „bronsvæðingu" á verkum Ernst og raunar annarra súrrealista líka, jafnvel þótt þeir hafi staðið að henni sjálfir. Ýmsar samsetningar þeirra úr viði, gifsi og tilfallandi hversdagshlutum, gerðar af fingrum fram og ábyrgðarlaust í hita súrrealí- skrar hugljómunar, taka stakkaskipt- um þegar þær hafa verið steyptar í brons, breytast þá í hámenningarlega „listmuni" og markaðsvöru. Bæði dada og súrrealisma var ekki síst stefnt gegn myndlist af þvi tæi. Sýningin í Listasafni íslands er merkilegur viðburður sem enginn skyldi láta framhjá sér fara. Þó set ég spurningarmerki við ljósmyndaþátt hennar. Ernst naut sín að sönnu á ljósmyndum, en ofrausn er að draga saman yfir 100 myndir af honum til sérstakrar sýningar. Sýning Max Ernst í Listasafni (slands stendur til 28. júní. Opið frá 11-17 alla daga nema mán. Sér grefur gröf með tönnunum Einmitt þegar maður var orðinn viss um að kosningasjónvarp væri orðið fastur framhalds- þáttur með misfríðum leikurum, lamaðri bún- ingadeild, ódýrri sviðsetningu (fjalliö á staðn- um), týndum söguþræði en mjög góðri lýsingu, þá hætti það. I þess stað komu stuttir þættir um svipað efni. Þeir heita Leiðin til Frakklands en fjalla ekki um tvo munaðarleysingja sem fara fótgangandi suður Evrópu i leit að ættingjum. Þeir eru um tilfinningalíf, sinar, vöðvafestingar, liðpoka, taugar, tábrot og tuðru sem sparkað er milii manna á þar til gerðum völlum, sem eru rækt- Frábærir þættir í sjónvarpi um sykursoll og þjóðarmorð með hníf og gaffli. aðir af bestu gras- og garðafræðingum álfunnar, umkringdir traustustu mannvirkjum sem reist eru, á bestu lóðunum. Allar sögur fjalla um baráttuna milli góðs og ills, þó mismunandi greinilega. Þær innihalda líka siðferðilegan boðskap sem otað er að neyt- andanum ljóst eða leynt. Ofannefndir framhalds- þættir fjalla um sama efni, að vera bestur og sigra. Hetjurnar í þeim fyrri gera það með höfð- inu, í þeim síðari með fótunum. I báðum ætla góðu öflin ekki að sigra af neinum persónuleg- um, eigingjörnum ástæðum, sem væri lítilmót- legt, heldur ætla þeir að fórna sér fyrir heilt bæj- arfélag eða heila þjóð. Að unnum sigri kast- ar fyrri hópurinn sér út í þrotlaust, slítandi starf fyrir ókunnuga og oft vanþakkláta, sem þeir bjarga frá óráðsíu andstæðings- ins. Síðari og smærri hópurinn hefur lokið góðgerðarstarfinu á siguraugnablikinu, því það tekur hann aðeins 90 mínútiu- að efla þjóðarvitund, styrkja þjóðarsam- heldni og járnbinda þjóðarsjálfið. Verður svo, þar til næsta kosninga- eða knatt- spyrnukeppni fer fram. Vikum saman virt- ist ekkert annað vera í sjónvarpi allra landsmanna en höfuð- lausn eða fótmennt. En! A milli léttvægra þátta sumarmatseðilsins fór hljótt lítil, hógvær samantekt um hvernig bjarga megi þjóð eða þorpi frá sjálfu sér með miðju mannsins, maganum. Melónur og vínber fln, mataræði og heilsufar. Þetta voru frábærir þættir um sykursollinn sem við erum sokkin í og þjóðar- morð með hníf og gaffli. Sér grefur gröf með tönnunum sem tennur til þess hefur; í síðasta þættinum steig fram Hailgrimur, sem orð fer af fyrir að vera svo undarlega á móti óhollustu, og talaði um aukaverkanir flúors. Hjarta mitt barðist af gleði, eins og hjörtu gera þegar þau flnna skoðanabróður. Allt þar til Fjölmiðlar Auður Haralds hann ráðlagði notkun matarsóda í stað flúor- tannkrems. Sódinn sverfur niður glerung með hraða ljóssins. Flúorinn þarf þrjár kynslóðir til að eyðileggja heilann og velji nú menn, vilja þeir nautheimska afkomendur með 32 hvítar tennur eða nóbelshafa með 28 gulleitar? Annar vísindamaður kom inn á krabbameins- hvata í fæðu, en gleymdi sér við að tala um krabbamein og reykingar. Það var miður, því aðeins brot þjóðarinnar reykir á meðan ég hef það eftir öruggum heimildum að þjóðin öll eti. Þetta voru þarfir þættir sem of fáir sáu. Gæti RÚV að þessu sinni endursýnt Melónur og vín- ber fln á þeim tíma sem nær til sem flestra? Þú ert það sem þú borðar (ekki) I kvöld verður haldið málþing í Nýlistasafninu í tengslum við sýn- inguna sem þar er nú, Flögð og fög- ur skinn. Þar munu Dagný Kristj- ánsdóttir og Eiríkur Guðmundsson, Auður Ólafsdóttir og Arnar Guð- mundsson brydda upp á umræðum um áhugaverð efni: mat, ást og erót- ík, vinnu, vald og verkalýð sem all- ir viðstaddir geta svo tekið þátt í. Málþingið er byggt á bókinni sem samnefnd er sýningunni, Flögð og fógur skinn, en þar ritstýrir Dagný kafla sem ber yfirskriftina „Þú ert það sem þú borðar (ekki)“. Maður- inn lifir ekki án matar og fá svið mannlegrar tilveru eru eins mettuð af merkingu og þetta - allt frá mat- arvenjum til mannáts. Eiríkur Guðmundsson stýrir kafla í bókinni sem ber heitið „Vinnan og valdið". Þar er meðal annars fjallaö um hið ósýnilega vald sem stjómar og fylgist með verka- fólki í „nútíma samfélagi, ekki minnst líkama verkamannsins og verkakonunnar. Málþingið hefst kl. 21. Ef þið eruð ekki búin að sjá sýninguna er hver ! að verða síðastur til þess. Henni lýk- ur á sunnudaginn, 7. júní. Aðeins þrjár sýningar Lengi hafa menn beðið eftir að Listaverkið yrði tekið upp aftur eins | og áætlað var þegar sýningum var hætt í vetur. Nú fer þessi vinsæli franski gamanleikur aftur á svið í Loftkastalanum á sunnudaginn kemur - en aðeins verða þrjár sýn- ingar á honum. Listaverkið er eftir franska leik- skáldið Yasminu Reza og fjallar um þrjá vini sem lenda í óvæntri úlfa- kreppu með vinskapinn þegar einn þeirra kaupir listaverk sem hinir geta ekki viðurkennt að sé listaverk. | Leikritið fjallar um vináttu karla á | hispurslausan og afhjúpandi hátt; sömuleiðis spyr það margra áleit- inna spuminga um mat á listaverk- um á okkar tímum. Fyrst og fremst er þetta þó frábær sýning á afar vel skrifuðu og bráðfyndnu verki. Leikstjóri er Guðjón Peder- sen en hlutverk- in þrjú leika gulldrengimir Baltasar Kor- mákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sig- urðsson. Sýning- ar veröa 7., 13. og 20. júní. Rhodymenia palmata Heyrst hefur að ein sýning verði á þeim ágæta „söngleik", Rhodymenia palmata, í Þjóðleikhúsinu að kvöldi 19. júní, áður en hópurinn fer með hann á heimssýninguna í Lissabon. Ljóðið er eftir Halldór Laxness en tónlistin eftir Hjálmar H. Ragnars- son og Guðjón Pedersen stýrir. Þeir sem sáu sýninguna í Héðinshúsinu fyrfr tveimur árum veröa áreiðan- lega fegnir að fá að sjá hana aftur og þeim sem ekki sáu hana þá er ein- dregið ráðlagt að missa ekki af henni núna. Aðeins þetta eina sinn. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Loplop í Listasafninu Bronsmyndir eftir Max Ernst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.