Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
15
Mannréttindi ör-
yrkja fótum troðin
Þegar brot á mann-
réttindum eru nefnd
koma ósjálfrátt upp í
hugann fjarlæg lönd
sem búa viö frumstætt
réttarfar og kúgun. Það
hvarflar ekki aö
nokkrum manni að óat-
huguðu máli að mann-
réttindi séu brotin á
landi eins og okkar. En
þvi miður, þegar betur
er að gáð, þá kemur
annað í ljós. Hópur
fólks, sem á erfitt með
að bera hönd fyrir höf-
uð sér, nýtur ekki
mannréttinda sem
hann ætti að njóta sam-
kvæmt alþjóðasarnning-
um og sáttmálum sem
við íslendingar höfum
undirgengist sem lýðræðisþjóð i
samfélagi þjóða. Þetta eru lífeyris-
þegar - öryrkjar sem búa við þá
Kjallarinn
ómannúðlegu reglu
að tekjur maka
skerði tekjutrygg-
ingu þeirra úr al-
mannatrygginga-
kerfinu.
Fátæktargildra
Eins og reglumar
eru nú í fram-
kvæmd er öryrkj-
um gert nánast
ómögulegt að stofna
fjölskyldu eða hefja
sambúð með heil-
brigðu fólki. í sam-
búð getur öryrki
aðeins fengið að há-
marki rúmar 43
þúsund krónur, og
það að því tilskyldu
að maki hans fái
ekki yfir rúmar 38 þúsund krónur
í laun. Ef laun makans fara yfir
þessar rúmu 38 þúsund krónur
Asta R.
Jóhannesdóttir
alþingismaöur
byrja 43 þúsund króna trygginga-
bætumar að skerðast. Fari tekjur
makans yfir tæpar 166 þúsund
krónur fær öryrkinn enga tekju-
tryggingu frá velferðarkefinu.
Þetta gengur þvert á þær réttar-
hugmyndir sem gilda um atvinnu-
leysisbætm-, lífeyrissjóösgreiðslur
og aðrar tryggingabætur. Þær
„Þessar reglur hafa sundrað
fjölda fjölskyldna og valdið fjöl-
mörgum öryrkjum og ástvinum
þeirra ómældri sorg.u
miðast við einstakling, óháð tekj-
um annarra í fjölskyldu hans.
Brot á lögum og stjórnarskrá
Þessar reglur vinna gegn hjóna-
böndum öryrkja. Ofan á það að
„Það hvarflar ekkí að nokkrum manni að óathuguðu máli að mannréttindi séu brotin á landi eins og okkar.“
vera öryrkjar með skerta starfs-
getu er þeim gert nánast ómögu-
legt að njóta fjölskyldulífs.
Margoft hefur verið bent á að þess-
ar reglur brjóti gegn jafnræðis-
reglu stjómsýslulaga þar sem seg-
ir að óheimilt sé að mismuna
þegnum þjóðfélagsins. Þær eru
einnig brot á 65. grein stjórnar-
skrárinnar sem
segir að allir
skuli vera jafnir
fyrir lögum og
njóta mannrétt-
inda, m.a. án til-
lits til eftiahags
og stöðu að öðru
leyti. Þessar regl-
ur koma í veg
fyrir að lífeyrisþegar geti uppfyllt
ákvæði gildandi hjúskaparlaga um
að hjón sjái fjölskyldu sinni sam-
eiginlega farborða. Þá má minna á
að síðasta prestastefna skoraði á
Alþingi að leiðrétta þetta ranglæti
sem er atlaga að hjónaböndum
öryrkja. Þessar reglur stang-
ast líka á við á mannréttinda-
sáttmála Evrópu og mannrétt-
indayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna sem við höfum
skuldbundiö okkur til að upp-
fylla. Og síðast en ekki sist
emm við aðilar að meginregl-
um Sameinuðu þjóðanna um
málefni fatlaðra en þar segir
að tryggja skuli að öryrkjum
sé ekki mismunað í möguleik-
um til hjónabands og fjöl-
skyldulífs auk þess sem aðild-
arríkin tryggi sérhverjum fótl-
uðum einstaklingi félagslegt
öryggi og fullnægjandi tekju-
tryggingu. Þessar reglur hafa
sundrað fjölda fjölskyldna og
valdið fjölmörgum öryrkjum
og ástvinum þeirra ómældri
sorg. Alþingi verður að taka af
skarið og breyta þessum
ómannúðlegu reglum svo ör-
yrkjar á íslandi fái búið við
þau mannréttindi sem alþjóð-
legir samningar og íslensk lög
kveða á um.
Ásta R. Jóhannesdóttir
Asklok fýrir himin
Þegar kosningunum var lokið
og ljóst orðið að borgarstjórn-
armeirihlutinn í Reykjavík hafði
haldið velli en sjálfstæðismenn
voru í óða önn að berja höfðinu
við steininn fór ég að hugsa um
orðatiltæki af ýmsu tagi. í ís-
lenskri tungu er um auðugan garð
að gresja þegar menn þurfa að
lýsa sigrum og ósigrxun og öllu því
sem þeim fylgir.
Sjálfstæðismenn virðast til
dæmis hafa ákveðið að hefna þess
í héraði sem hallaðist á alþingi
(eða í borgarstjóm) og ætla nú að
hengja bakara fyrir smið. Fyrsti
„smiðurinn“ er fréttastjóri sjón-
varps. Hann er kvæntur embættis-
manni með rangar skoðanir og á
mág sem gefur fólki með rangar
skoðanir ráð og Sjálfstæðisflokk-
urinn er ekki tilbúinn til að taka
því eins og hverju öðm hundsbiti.
Andskotinn hefur hlaupið í kjós-
endur og nú á að afdjöfla þá með
því að taka fjölmiðlaliðið á beinið.
Þeir skulu fá kúluna kembda
Það er greinilega ætlun sjálf-
stæðismanna að lumbra á fjöl-
miðlafólki úr því
að R-listinn lét
ekki deigan síga.
Á þeirri ætlun
era tveir sérlega
athyglisverðir
fletir.
í fyrsta lagi hlýt-
ur maður að
velta því fyrir
sér hvort þessi
framganga sé
ekki sönnun
þess að ríkisvald
eigi aldrei að
hafa ítök í fjöl-
miðlum. Óprúttnir valdamenn
hljóta alltaf, fyrr eða síðar, að
heimta að ríkisfiölmiðlar verði
notaðir í þeirra þágu. Það hafa
sjálfstæðismenn alltaf sagt og sýna
það nú í verki.
í öðra lagi er svo
greining þeirra á því
hvers vegna þeir sitja
eftir með sárt ennið í
Reykjavík. Það er
vegna þess að fiöl-
miðlarnir spiluðu
með fákænan og
grandalausan almenn-
ing. Úlfur í sauðar-
gæra hefur komið sér
fyrir á fréttastofu
sjónvarpsins og orðið
til þess að fiölmiðlam-
ir ráku lýðinn ekki í
rétta átt. „Lýðræði"
sjálfstæðismanna
virðist einna helst
snúast um það hvort
þeir eða „hinir“ fái að
ráða því hvað lýðnum
finnst.
Hræöslugæöi
Það sem sjálfstæðismenn eru á
höttunum eftir hefúr ýmist verið
kallað hræðslugæði eöa þrælsótti
á íslensku. Þeir eru búnir að tapa
borginni en gætu hugsanlega snú-
ið þeim ósigri sér í hag með því að
láta eins og naut í flagi þangað til
fréttastjóri sjónvarpsins verður
rekinn og tryggur sjálfstæðismað-
ur ráðinn í hans stað. Þá hefðu
þeir fengið hagldir á
sínum málum og það
væri ekki bráðónýtt í
alþingiskosningun-
um sem era á næsta
leiti.
Framkoma forsæt-
isráðherra og fylgis-
manna hans eftir að
Reykvíkingar höfn-
uðu sjálfstæðisflokk-
unum I kosningum
er árás á frjálsa fiöl-
miðlun. Þessi armur
stjómmálanna sýnir
sterka andúð á því
lýðræði sem hæst
hefur verið hrópað
um á þeim bæ. Ég
veit ekki hvort mér
finnst það sorglegt
eða hlægilegt.
Fyrir stuttu heyrði ég í sjón-
varpsfréttum talað um mann í
Indónesíu sem hafði setið í fang-
elsi í fiögur ár, að því er mig
minnir, fyrir að segja brandara
um þjóðarleiðtogann. Hér hjá okk-
ur stefnir í samfélag þar sem
menn munu fá þungar kárínur
fyrir að hlæja ekki aö brönduram
forsætisráöherra.
Kristján Jóhann Jónsson
„Framkoma forsætisráðherra og
fylgismanna hans eftir að Reyk-
víkingar höfnuðu sjálfstæðis-
flokkunum í kosningunum er árás
á frjálsa fjölmiðlun. Þessi armur
stjórnmálanna sýnir sterka andúð
á því lýðræði sem hæst hefur ver-
ið hrópað um á þeim bæ.u
Kjallarinn
Kristján Jóhann
Jónsson
rithöfundur
Með og
á móti
Ný stjórnmálasamtök
Sverris Hermannssonar
Mikilvægt mál
„Þegar samtök um þjóðareign
vora stofnuð í október síðastliðn-
um var það sti-ax á stofhfundi
sem menn veltu fyrir sér hvort
þessi samtök ættu að fara í fram-
boð. Þetta kem-
ur því ekki
flatt upp á okk-
ur. Þegar sam-
tökin birtu
ávarp til þjóð-
arinnar var
leitað til Sverr-
is Hermanns-
sonar með
stuöning.
Hann sagði að
á meðan hann
gegndi þáverandi starfi gæti
hann ekki komið opinberlega til
liðs við samtökin en að allir
vissu hvar hjartað slægi.
Núna er verið að vinna að
samræmingu. Við munum hitt-
ast á næstu dögum og ræða sam-
an. Við höfum talað margt sam-
an, Matthías Bjarnason, ég og
Sverrir Hermannsson ög ýmsir
fleiri. Það má segja aö það séu
menn úr öllum flokkum. Þetta
mál er einfaldlega svo stórt að
annað stærra hefur ekki komið
upp siðan lýðveldið var stofnað
1944. Það getur enginn setið hjá
þegar tekist verður á um það
núna næstá vor eða jafhvel fyrr.
Spurningin er hvort menn vUja
hafa þjóðskipulag þar sem sum-
um era gefnar eignir þjóðarinn-
ar, réttar þær á silfurfati, tU þess
aö undiroka og kúga annað fólk.
Um það snýst þetta mál. Það
mun koma fólk úr öllum flokkum
tU að styðja það.“
Bárður Halldórs-
son, varaformaöur
Samtaka um þjód-
areign.
Ekki langlífur
„Þessi flokkur er ekki líklegur
tU þess að verða langlifur. Það er
ekki komið fram hverjir verða í
forsvari sliks flokks eða bjóða sig
fram fyrir
hönd hans.
Það sem ein-
kennir slíka
flokka er fyrst
og fremst
spumingin um
að vera á móti.
Það á hins veg-
ar eftir að
reyna á það
fyrir hvað
flokkurinn stendur og hvernig
aðstandendurnir ætla sér að bera
ábyrgð. Síðan fer þetta eftir þeim
einstaklingmn sem í hlut eiga og
Vilhjálmur Egilsson
aiþingismaður.
hvaða trú fólk hefur á hæfileik-
um þessara manna fil að stýra
þjóðfélaginu.
Fólk hefhr að sjálfsögðu fulla
heimUd tU að stofna stjómmála-
flokka á íslandi og að bjóða sig
fram en sem betur fer hefur þjóð-
in líka eitthvað úm það að segja
endanlega hvemig brautargengi
flokkurinn fær. Ég hef einfald-
lega ekki trú á því að stjómmála-
flokkur sem fer af stað til þess að
vera á móti kvótakerfinu eða á
móti einhverjum öðrum málum
nái árangri án þess að vera með
einhverja heUsteypta hugmynda-
fræði um það hvemig menn sjá
hlutina betri en þeir era í dag.
Sú löggjöf sem við búum við í
dag er að sjádfsögðu mannleg
smíð og má aUtaf breyta og bæta
en það er lykilatriði að menn
komi með jákvætt innlegg um
það hvemig á að þróa hana.“ -sf
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekiö við
greinum i blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is