Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 3. JUNÍ 1998 17 íftlSiíi Allt leyfilegt í dag Sara Regins í Bestseller segir auðvelt að nota liti sumarsins. Myndakjólar vekja hrifningu - segir Gyða Einarsdóttir verslunarstjóri Að sögn Ingu Ýrar er mikið af litum í umferð í sumar. Pessi föt, þunnt vafn- ingspils og bolur, eru dæmigerð fyrir tískuna í Cha Cha, létt og þægileg. Jakkinn er úr rúskinni. DV-myndir Hilmar Pór Gegnsætt og hvítt vinsælt - segir Inga Ýr Ingimundardóttir, verslunarstjóri Cha Cha Iversluninni Cha Cha, á bak við gosbrunn- ana í Kringlunni, er sumarlegt um að lit- ast þessa dagana. Að sögn Ingu Ýrar Ingimundardóttur, verslunarstjóra þar á bæ, virðist hvítt vera það sem heillar i sum- ar. „Ungar konur víla ekki fyrir sér að smella sér í hvitt en það er eins og þær eldri veigri sér við því. Það er líka smekklegt að klæðast Ijósbláu og grænu núna og raunar mörgu öðru líka. Það er mikið af litum í umferð,“ segir Inga Ýr. Hvað fylgihlutina varðar eru töskur sumarsins stórar og slæðumar litrikar. Inga Ýr segir að konur séu al- mennt komnar í sumar- skap og þakkar það ný- liðnum sólskinsdögum. Þunnar flíkur renna nú út og stuttermadragtir eru vinsæl- ar. „Gegnsæjar flíkur eru áber- andi í sumar,“ segir Inga Ýr. „Kjólamir eru margir hverjir þannig að nauðsynlegt er aö vera í undirkjól innan undir þeim eða jafnvel pilsi. Eins er mikið um að hlýrabolir séu hafðir innan undir skyrtum og sjást þá i gegnum skyrtuna. Þannig era flíkurnar hafðar hver utan yfir aðra en sökmn þess hve þunnar þær eru veröur Ljósblátt, brúnt og engum of gegnsætt. Léttur og heitt.“ þægilegur fatnaöur fyrir -ilk sumariö. Kjólarnir eru jafnmismunandi og þeir eru margir. Hvaö síddina varöar er hnésíddin þaö sem koma skal. DV-myndir Hilmar Pór Fallegir og frumlegir kjólar eru það sem vekur fyrst athygli þegar gengið er inn í verslun- ina Cosmo. Um er að ræða síða jafnt sem stutta kjóla, skreytta stórum myndum sem sjást í gegn- um þunnt og gegnsætt efni. Að sögn Gyðu Einarsdóttur verslunarstjóra njóta þessir kjólar mikilla vinsælda nú þegar lundin fyllist sumarfiðr- ingi. „Myndir á flíkum virðist ætla að hitta í mark í sumar enda byggist tískan frá París mikið á þvi. Ljós- __ . , . , _ , . ir litir eru hvað vinsælastir og þá GY®a tlskuf ‘rá Pfrls ab sérstaklega hvítur,“ segir Gyða. m,klu ^y1' a myndskreyt.ngum a fhkun- Buxur sumarsins í Cosmo eru um' með þröngu sniði og margar hverjar munstraðar. Þá seg- ir Gyða að mikið sé spurt um síð pils en verslunin fylltist einmitt af þeim í gær. Þau koma beint þaðan sem hjarta tískunnar slær, París. „Við reynum að höfða til sem flestra aldurshópa og erum með mikið af drögt- um og fínum kjólum sem henta vel á sumrin jafnt sem vetuma. Slíkur fatn- aður nýtur alltaf vin- sælda,“ segir Gyða. Líkt og annars staðar eru síðir jakkar það nýjasta og að sögn Lilju Hrannar Hauksdóttur, eiganda Cosmo, er það mikill mis- skilningur að þeir fari að- eins vel á konum sem era hávaxnar og grannar. Þær konur sem ekki eru háar í loftinu geti verið mjög fin- ar í síðum jökkum og þá sérstaklega ef þær klæðast þröngum buxum og háhæl- uðum skóm við. -ilk Þaö er létt yfir sumartískunni, hvitt og aftur hvítt. Mikið er um síö pils og toppa í stíl, líkt og fyrirsætan sem situr klæö- ist. Eins sækjast ungar stúlkur mikiö eftir stöum kjólum. DV-myndir Hilmar Pór Svona er sumar- iö í Cosmo. Síö- ur jakki, munstraöar bux- ur og bandaskór, allt í Ijósum lit- um. - segir Sara Regins, verslunarstjóri í Bestseller Litimir í sumar eru afar hentugir. Þeir fara vel við svo margt þannig að auðvelt er að nota segir Sara Regins, verslunarstjóri Bestseller. Þá á hún við gráa liti, bleika, ljósa, hvíta og svarta sem eru ríkjandi í sumar. „Þessa liti verður líka tilval- ið að nota út næsta vetur. Það verður mikið grátt og einnig sjáum við að pilsin verða í hnésidd," segir Sara. Prongir bolir sem þessi fara vel viö buxnatísku sumarsins og draga fram kvenlegar línur. Þá verða föt sumarsins og næsta vetrar aðsniðin og fremur þröng. Sara segir að þau dragi fram kvenlegar lín- ur og geri mittið fallegt. Þetta á þó ekki við um kjólana sem eru í öllum stærðum og gerð- um: síðir, stuttir, þröngir, víðir og einlitir, jafnt sem lit- ríkir. „Hnésíddin er samt það sem koma skal,“ segir Sara. „Bæði jakkar og pils verða í þeirri sídd á komandi sumri og vetri." Buxurnar eru ýmist þröngar eða beinar, með broti í og uppábroti að neðan. Þær eru aðsniðnar um mittið og það dregur fram kvenlegu línurn- ar. Að sögn Söru kemur eink- ar vel út að vera í þröngum bol við slíkar buxur. Þegar hún er spurð hvað sé helst í tísku í sumar er svar- ið einfalt: „Tískan í dag gerir allt leyfi- legt.“ -ilk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.