Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 36
V I K I N G A
LWTI
vmna
i j ii , /. > ■ i
„fynrJíL ib-i íki.j
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1998
íslensk erfðagreining:
Skrifstofustjóri
heilbrigðisráðu-
neytis í sigtinu
„íslensk erfðagreining er mjög
spennandi fyrirtæki, en hvort hún
er eitthvað sérstaklega inni í mynd-
inni get ég ekki svarað þér,“ sagði
Kristján Erlendsson, skrifstofustjóri
í heilbrigðisráðuneytinu, þegar DV
spurði hvort hann væri á leiðinni
til starfa hjá íslenskri erfðagrein-
ingu svo sem blaðið hefur heimildir
fyrir. Aðspurður neitaði Kristján
þvi ekki að fyrirtækið hefði rætt við
hann.
Kristján segist enn fremur ekkert
hafa með málefni ÍE að gera í heil-
brigðisráðuneytinu. „Ég er skrif-
stofustjóri sjúkrahúsmála og ÍE fell-
ur ekki undir þann málaflokk. Þá
fellur hið svonefnda gagnagrunns-
^rumvarp ekki undir mitt verksvið."
Tölvunefnd hefur bannað tíma-
bundið vinnslu rannsóknargagna
hjá ÍE þar sem fyrirtækið hefur
ekki sinnt fyrirmælum um vemd
persónuupplýsinga. -kjart
ísafjaröarbær:
Málefnasamning
ur undirritaður
Gleðin var við völd í Kópavogslauginni í blíðviðrinu í gær þegar þessir krakkar fögnuðu þvi að vera komnir í sum-
arfrí. DV-mynd Teitur
Síldarsmugan:
Stærsti farm-
ur íslands-
sögunnar
DV, Eskifiröi:
Stærsta nótaskip íslendinga,
Hólmaborg SU-11, er væntanlegt
með stærsta síldarfarm sem komið
hefur verið með að landi í íslands-
sögunni, fullfermi 2600-2700 tonn.
Skipið kemur til Eskifjarðar um 6-
leytið i fyrramálið. Talnaglöggir
menn segja að hér sé trúlega um
heimsmet að ræða hvað varðar síld-
armagn sem eitt skip hefur komið
með að landi. Hásetahluturinn eftir
ujJíJu/jjjdjí
Jan Mayen
Veiöisvæöi jslenskrá
báta á síögstu dögum
Foreldrar stúlkunnar frá Akranesi sem stúlkur réðust á:
Krefjast millj-
ónabóta vegna
heilaskaða
- ekki taldar líkur á að stúlkan geti sótt skóla á ný
Málefnasamningur nýs meiri-
‘*uta bæjarstjórnar Ísaíjarðarbæjar
var undirritaður í
blankandi logni í
garðinum Skrúð
við Dýrafjörð upp
úr klukkan 22 í
gærkvöldi. Meiri-
hlutinn sam-
anstendur af fjór-
um fulltrúum Sjálf-
stæðisflokks og
einum fulltrúa
Framsóknarflokks
en í minnihluta
sitja fjórir fulltrúar K-lista.
í málefnasamningi, sem tekur
gildi 7. júní, er gert ráð fyrir að
Halldór Halldórsson, framkvæmda-
^jóri Fjórðungssambands Vestfirð-
' Tnga og bæjarstjóraefni D-lista,
verði ráðinn bæjar-
stjóri frá og með
sunnudeginum 7.
júní. Forseti bæjar-
stjórnar fyrsta og
þriðja árið verður
Bima Lárusdóttir,
oddviti D-lista, en
sjálfstæðismenn fá
auk þess fyrsta
varaforseta allt
kjörtímabilið.
Guðni Geir Jó-
hannesson af B-lista verður forseti
bæjarstjómar annað og fjórða árið.
Formaður bæjarráðs verður að
sama skapi ár í senn af hvomm
'ífeta. -HKr.
Lögfræðingur er að vinna að því
að stefna fjórum stúlkum frá Akra-
nesi til greiðslu milljónaskaðabóta
fyrir að hafa orðið valdar að örorku
16 ára stúlku í janúar 1996. Hér
verður um að ræða sér dómsmál,
einkamál, þar sem skaða- og miska-
bóta verður krafist. Stúlkumar
vora á sinum tíma allar dæmdar í
refsimáli.
Eftir því sem DV kemst næst mun
áætluð stefnuupphæð nema á milli
8 og 9 milljónum króna. Bótaupp-
hæðin mun m.a. verða miðuð við
það hve illa stúlkunni hefur vegnað
í skóla á síðustu misserum. Hún
hefur t.d. ekki getað stundað nám
með viðunandi árangri í Fjölbrauta-
skólanum á Akranesi. Hún fór
einnig í skóla á Austurlandi en þar
varð árangur stúlkunnar í bókleg-
um fógum heldur ekki sem skyldi.
Fjölskyldan er nú flutt til Reykja-
víkur.
Faðir stúlkunnar sagði í samtali
við DV í gær að örorkumat dóttur-
innar væri um 50-60 prósent varan-
leg örorka. Erfiðleikar með minni
og skipulag era þeir tveir megin-
þættir sem stúlkan hefur átt við að
etja. Faðirinn segist telja að dóttir
hans muni ekki eiga möguleika á
því aftur að fara í skóla. Ekki liggur
fyrir enn þá hvort málinu verður
stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur
eða Héraðsdóm Vesturlands. -Ótt
6 daga veiðiferð er um 330 þúsund
krónur.
Síldin fékkst í Jan Mayen-lögsög-
unni, um 45 sjómílur utan við ís-
lensku lögsöguna, og er um 305 sjó-
mílna sigling til Eskifjarðar.
Skipstjóri er aflaklóin Þorsteinn
Kristjánsson og sagði hann að mik-
ið væri af síld og ef hún gæfi færi á
sér þá væri hægt að fá feiknaköst.
Enda hefðu margir lent í því að rífa.
Vandinn væri hins vegar sá að hún
stæði of djúpt. Guðrún Þorkelsdótt-
ir hefur veitt allan sinn kvóta og er
nú á landleið með fullfermi eftir
örfáa tíma á miðunum -Regína
Hálendislögin:
Tölvupóstur
dynur á for-
setanum
Bylgja af tölvupósti og faxskeytum
er tekin að berast skrifstofu forseta
íslands þar sem skorað er á forseta
að staðfesta ekki nýsamþykkt sveit-
arstjómarlög með undirskrift sinni.
Búist er við að þessi skriða eigi eftir
að magnast í dag og næstu daga.
Að sögn Vigdísar Bjamadóttur,
skrifstofustjóra á skrifstofú forseta-
embættisins, hafa hundrað skeyta
borist. Textinn á flestum þeirra sé
svipaður, áskoran til forseta um að
undirrita ekki lögin. -SÁ
Veðrið á morgun:
Hlýjast
suðvestan-
lands
Á morgun verður fremur hæg
norðlæg eða breytileg átt. Smá-
skúrir eða slydduél verða við
norður- og austurströndina,
sums staðar síðdegisskúrir sunn-
anlands en léttskýjað vestan-
lands. Hiti verður á bilinu 2 til 13
stig, hlýjast suðvestanlands.
Veðrið í dag er á bls. 53.
Guðni Jóhann-
esson.