Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1998, Page 14
14
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 JL>V
DV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Ftjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Keikó bjargar hvölunum
Flutningur Keikós höfrungs til íslands táknar endan-
legan sigur hvalavina yfir hvalveiöisinnum á íslandi.
Með þessari frábæru leikfléttu mun bandarískum hvala-
vinum takast að fá íslendinga endanlega ofan af hval-
veiðihugsjónum sínum og það með góðu.
Veitingamenn í Vestmannaeyjum geta ekki haft hval-
kjöt á matseðlinum, þegar útlendir hvalavinir eru fam-
ir að flykkjast til Eyja og flagga gullkortunum sínum.
Þegar til kastanna kemur, mun hugsjón peninganna
verða yfirsterkari hugsjón hvalveiðanna.
Nú þegar leggja hvalaskoðunarferðir meira til þjóðar-
búsins en hvalveiðar mundu gera, ef þær yrðu leyfðar
að nýju. Nokkur sveitarfélög við sjávarsíðuna hafa gert
hvalaskoðun að helzta vaxtarbroddi atvinnulífsins og
fleiri munu feta gróðaslóð hvalavináttunnar.
Hugsjón hvalveiða hefur verið á tveggja áratuga
skipulegu undanhaldi hér á landi. Fundnar voru upp
„veiðar til innanlandsneyzlu“ og „vísindaveiðar“, unz
Japanir þorðu ekki lengur að kaupa hvalaafurðir héðan
af ótta við refsiaðgerðir Bandaríkjamanna.
Allan þennan tíma hefur meirihluti þjóðarinnar stutt
hvalveiðar í skoðanakönnunum. Þjóðernishugsjón hval-
veiðanna hefur aldrei bilað, þótt smám saman hafi á
tveimur áratugum verið að koma í ljós, að hún væri
bæði óframkvæmanleg og ákaflega dýrkeypt.
Lengi ímynduðu menn sér, að unnt væri að sameina
hugsjón og peningadýrkun með því að selja útlending-
um hvalaafurðir. Komið hefur í ljós, að svo er ekki.
Ekki þora einu sinni Japanir, sem nú í vikunni voru
peningalega dregnir í land af Bandaríkjunum.
Enn ímynda íslendingar sér, að unnt sé að selja
mönnum hvalaskoðunarferðir og selja þeim síðan hval-
kjöt í kvöldmatinn. Þegar vinum Keikós verður svo boð-
in amma hans í matinn, munu þeir bara taka hugsjóna-
kokkinn og fleygja honum i sjóinn.
Hin einfalda staðreynd þessa máls er, að peningarnir
tala. Þegar sjávarsíðan er farin að hafa miklar tekjur af
hvalavináttu og Vestmannaeyjar eru orðnar að heim-
kynnum frægasta höfrungs heims, verður ekki aftur
snúið. Sögu íslenzkra hvalveiða er endanlega lokið.
Helztu aðmírálar hins hægfara undanhalds hafa ver-
ið ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Páls-
son. Sá síðarnefndi sá hættuna, sem stafaði af heimferð
Keikós og svaraði umsókninni neitandi. Hann tók fram,
að slíkum umsóknum yrði framvegis neitað.
Davíð Oddsson veit hins vegar, að hvorki er hægt að
éta kökuna og eiga hana, né að éta hvalinn og eiga hann.
Hann hefur feiknarlega lítið álit á Þorsteini hugsjóna-
manni og flýtti sér að taka fram fyrir hendur hans, þeg-
ar heimferð Keikós var orðin að alvörumáli.
Halldór Ásgrímsson hefur í tvo áratugi slegið ódýrar
keilur innanlands á þrautseigju sinni við að framleiða
lokleysur í fjölþjóðastofnunum til stuðnings vonlausum
hvalveiðum. Gaman verður að fylgjast með, hvernig
hann meltir stöðuna, sem nú er komin upp.
Engu máli skiptir, hvort hvalastofnar þoli hvalveiðar
eða ekki. Þetta mál hefur fyrir löngu yfirgefið slóðir
raka og rökleysu, en flýgur á þöndum vængjum tilfmn-
inga. Með því að taka við Keikó hefur íslenzka ríkið
endanlega beygt sig fyrir einfaldri staðreynd.
Meirihluti þjóðarinnar verður senn að kyngja hetju-
skap sínum og hugsjón sinni, því að glóandi peningarn-
ir hafa talað og greitt atkvæði með hvölunum.
Jónas Kristjánsson
Kemur kreppa úr austri?
Síðustu misseri hafa margir skemmt sér yflr spám
um að gósentíð í efnahagslífi Vesturlanda muni halda
áfram um langan tíma, jafnvel um ókomna áratugi.
Mörg vestræn ríki hafa líka notið tiltölulega mikils
hagvaxtar um langt skeið án þess að nokkuð hylli
undir verðbólgu og þar sem áður kreppti að, í Frakk-
landi og í Þýskalandi, er efnahagslíflð loksins farið að
taka vel við sér. Ástæðan fyrir því að margir hag-
fræðingar hafa talið að þessi uppsveifla geti haldið
áfram um langa framtíð er að opnari heimsviðskipti
og upplýsingabyltingin hafa breytt
sumum af fyrri forsendum i efna-
hagsmálum ríkja heims. í fyrra
sagði bjartsýnn hagfræðingur frá
Asíu við mig að fátt annað en harð-
ur jarðskjálfti í Tokyo eða Kalifom-
íu gæti valdið alvarlegum hiksta í
efnahagslífi heimsins á næstu fimm
eða tíu árum.
Fyrsti skjálftinn
Fjármálakreppan sem hófst um
mitt ár í fyrra átti svo sem ekki að
koma meira á óvart en jarðskjálfti í
Tokyo eða Kalifomíu. Það sem hef-
ur komið á óvart er hversu stór-
felldar og langvarandi afleiðingar
fjármálakreppan virðist ætla að
hafa á efnahagskerfi fjölmargra
landa. Fjármálakreppan varð vegna
þess að veikburða bankar í
Indónesíu, Thailandi, Malasíu og
Suður- Kóreu höfðu lánað ótæpi-
lega, oft vegna pólitísks þrýstings. Að auki höfðu er-
lendir bankar lánað gifurlegar íjárhæðir til fyrir-
tækja í þessum löndum og það stundum án þess að
hafa aðrar tryggingar en traust sitt á sterkri stöðu
fyrirtækja sem tengdust spilltum stjórnmálamönn-
um. Um leið og gjaldmiðlar þessara landa byrjuðu að
síga hrundi spilaborgin sem byggðist á stöðugu gengi
asískra gjaldmiðla gagnvart dollara. Eitt af því sem
kom þessum vandræðum af stað var versnandi sam-
keppnisstaða flestra landa Asíu gagnvart Kína sem
hafði fellt gengi gjaldmiðils síns þremur árum áður.
Nú beinast augu manna aftur að Kína, því að önnur
gengisfelling þar gæti komið af stað atburðarás sem
gæti haft alvarlegar afleiðingar á Vesturlöndum sem
annars staðar.
Annar skjálfti
Það sem er þó
öllu verra er að
kreppa er hafln í
Japan, öðru
stærsta hagkerfi
heimsins. Japan
er mikilvægasta
viðskiptaland
flestra Asíulanda
og kreppan í Jap-
an mun skaða
stórlega mörg
Asíuríki og seinka
verulega endur-
reisn í efnáhagslífi
um alla álfuna.
Um leið er Japan
eitt mikilvægasta
viðskiptaland
flestra ríkja á
Vesturlöndum og
efnahagskreppa
þar getur haft
mun meiri áhrif
um allan heim en
erfiðleikar ann-
arra Asíulanda.
Gengisfall jap-
anska yensins hef-
ur sett enn frekari
þrýsting á gjald-
miðil Kína og um leið á gjaldmiðla flestra ríkja Aust-
ur- og Suðaustur-Asíu sem auðveldlega gæti leitt til
hættulegra víxlverkana.
Vesturlönd
Fjármálakreppan í Asíu olli ekki miklum ugg á
Vesturlöndum til að byrja með. Erfiðleikar Asíu hafa
fram undir þennan tíma komið fram með augljósust-
um hætti sem jákvæð þróun á Vesturlöndum. Þetta
er vegna þess að gengishrun í nokkrum Asíulöndum
hefur leitt til verðlækkana á marvís-
legum innflutningi. Útlitið framund-
an er hins vegar fjarri því að vera
eins gott. Tony Blair, sem seint verð-
ur sakaður um almenna svartsýni á
tilveruna, sagði nýlega að hagkerfi
heimsins stæði nú frammi fyrir
meiri hættu en það hefði gert í ára-
tugi. Það er varla meira en ár síðan
einn af ráðgjöfum hans spáði tíu ára
gósentíð í efnahagslífi Vesturlanda.
Hversu slæmt?
Svo undarlega sem það kann að
hljóma þá verður að öllum líkindum
nokkru meiri hagvöxtur í Asiu en í
Evrópu á þessu ári. Aðeins
Indónesía og Japan virðast þurfa að
þola beinan samdrátt í framleiðslu.
Samdráttur þýðir atvinnuleysi og ör-
byrgð fyrir tugi milljóna Indónesa en
í Japan horfir þetta öðruvísi við.
Samdrátturinn í japönsku efnahags-
lífi er fyrst og fremst vegna þess að japanskir neyt-
endur eyða of litlu og leggja of mikið fyrir. Japanska
efnahagslífið myndi taka fjörkipp ef stjórnvöldum
þar í landi tækist að sannfæra almenning um kosti
þess að eyða meiri peningum. Japanir eru hins vegar
hættir að treysta stjórnmálamönnum og kjósa þess
vegna þann kost sem sýnist skynsamlegastur fyrir
hvern og einn, það er aukin ráðdeild, þó að þessi fyr-
irhyggjusemi sé að kyrkja hagkerfið. Þó óvíða ríki
beinlínis kreppa enn sem komið er í Asíu hefur vöxt-
ur alls staðar dregist stórlega saman. Samdrátturinn
getur haft alvarlegastar afleiðingar í Kína sem jafn-
framt er það land Asíu, auk Japan, sem mest áhrif
getur haft á efnahagslíf heimsins. Þeir sem þekkja
bankakerfi Kína segja það nálægt hruni komið og þar
er vafalítið að finna eina stærstu hættu í efnahagslífl
heimsins. Jón Ormur Halldórsson
komiö og þar er vafalítiö aö finna
Erlend tíðindi
Jón Ormur Halldórsson
„Þeir sem þekkja bankakerfi Kína segja það nálægt hruni
eina stærstu hættu í efnahagslífi heimsins," segir Jón Ormur m.a. í pistli sínum.
skoðanir annarra
Orð og athafnir Milosevic
„Allt bendir til að Slobodan Milosevic, leiðtogi
Júgóslagíu, hafi áttað sig á því eftir heræfingar
NATOí lofti yfir Albaníu og Makedóníu og eftir
| pólitískt reiptog í Moskvu að stefna hans í Kosovo
yrði bæði honum og Júgóslavíu dýrkeypt. Löndin
| sex í tengslahópnum samþykktu mikilvægar kröfur
I á hendur Milosevic fyrir helgi. í kjölfar erfiðra
; samningaviðræðna í Moskvu við Borís Jeltsín for-
seta og aðra leiðtoga Rússlands segist Milosevic
j ætla að fara að flestum þeirra. Það er þó erfitt að
spá um hvort hann muni standa við orð sín. Milos-
: evic hefur svo oft sagt eitt og gert annað að ástæða
: er til að vera fullur efasemda."
Úr forystugrein Aftenposten 17. júní.
Af vandræöunum í Asíu
„Kínverjar hafa orðið fyrir skakkafollum vegna
; fjármálakreppunnar í Asiu. Útflutningur í maí
dróst saman um 1,5 prósent miðað við sama tíma í
fyrra. Það gæti komið niður á markmiðum stjórn-
valda um 8 prósenta hagvöxt. Og áhrifin af gengis-
hruni japanska jensins eiga enn eftir að koma í ljós.
En gengisfelling nú gæti haft skelfilegar afleiðingar
bæði á stjómmála- og efnahagslífið. Markaðir eru
enn viðkvæmir og af þeim sökum er hætta á að
gengi Hong Kong doUarans breytist. Það gæti haft í
fór með sér nýja gengisfellingahrinu."
Úr forystugrein Financial Times 16. júní.
Jónsmessan hátíð allra
„Svíþjóð er nú samfélag margra menningarheima
eins og öU önnur nútímasamfélög. Ekki má reisa
þjóðernismúr umhverfis þær hefðir sem við höld-
um í heiðri á Jónsmessunni. Örlæti og mannúð
verða að einkenna þær. Þá fyrst verður Jónsmess-
an hátíð allra. Með laufi skreyttum húsum og faðm-
lögum á bak við tré. Með sUd og kartöflum, grísku
salati og nokkrum júgóslavneskum kjötboUum.“
Úr forystugrein Aftonbladet 19. júní.