Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 L!lV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasföa: httpy/www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þjóðin hafnar sægreifunum Mesta ranglæti lýðveldissögunnar felst í gjafakvóta- kerfmu. Þjóðin hafnar því af hörku. Það birtist glöggt í nýrri skoðanakönnun Gallup um kvótakeríið. Niður- staðan sýnir að fylgi við veiðileyfagjald eykst nú hröð- um skrefum meðal íslendinga. Könnunin, sem var gerð fyrir Ríkisútvarpið, sýnir að meira en tveir af hverjum þremur íslendingum vilja að sægreifarnir greiði þjóðinni gjald fyrir réttinn til að nýta fiskimiðin. Næstum 70% þjóðarinnar vilja afnema ranglætið sem felst í einokun sægreifanna. Þetta eru söguleg tíðindi Um langt skeið hafa málsvarar ranglætisins verið á undanhaldi. Um langt skeið hefur fylgi við veiðileyfagjald verið að aukast. Nú virðast vatnaskil í málinu. Svo mik- ill stuðningur við upptöku veiðileyfagjalds hefur aldrei fyrr mælst í könnunum. Ranglætið er á undanhaldi. Leynt og ljóst hafa stjórnarherrarnir barist gegn því að ranglæti gjafakvótans hverfi. Þjóðin hefur krafist úr- bóta. En þeir hafa hummað og þeir hafa hikstað. Þeir hafa lofað og þeir hafa svikið. Eins og rjúpan hafa þeir rembst við hinn rangláta málstað. Hvar liggur stuðningur við þá í málinu? Hvergi. Nið- urstaðan skellur á þeim einsog full fata af ísköldu vatni. Þeirra eigin kjósendur hafa sagt sig frá vörninni fyrir sægreifana. Meirihluti kjósenda bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vill fá veiðileyfagjald. Ætla stjórnarherrarnir að standa gegn vilja sinna eig- in kjósenda? Ætla þeir að taka ranglæti sægreifanna fram yfir réttlæti þjóðarinnar? Ætla þeir til eilífðar að verja rétt hinna fáu til að sölsa undir sig eign hinna mörgu? Stund reikningskilanna rennur senn upp. Það styttist í kosningar. Þær verða frábrugðnar fyrri kosningum. Þær munu nefnileg;a fyrst og fremst snúast um eitt mál: Gjafakvótakerfið. Öll spjót munu standa á þeim sem leggjast í vörn fyrir sægreifana. Sóknin gegn þeim verðm- harðari en nokkur sinni. Vaxandi þungi andstöðunnar er ekki síst vegna Sverris Hermannssonar. Hann sækir fast að Sjálfstæð- isflokknum með andstöðuna gegn núverandi fiskveiði- kerfi sem forgangsmál númer eitt, tvö og þrjú. Könnun Gallup sýnir að hann á aflavon á þeim miðum. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki horft fram hjá þeim sóknarfærum sem andúðin gegn sægreifunum skapar Sverri meðal flokksmanna. í kosningabaráttu sem mun snúast um gjafakvótann getur óbreytt stefna hæglega hleypt af stað skriðu yfir til hans Þess vegna mun flokkurinn neyðast til að slaka á klónni sem vemdar sægreifana. Það er byrjað. Þing- menn flokksins á borð við Einar K. Guðfinnsson og Ein- ar Odd Kristjánsson eru þegar farnir að kynna kjósend- um hvernig eigi að verja tekjum af veiðileyfagjaldinu! í röðum stjómarandstöðunnar er jafnframt að finna yfirgnæfandi stuðning við veiðileyfagjald. Um 90% kjós- enda Alþýðuflokksins og 68% af fylgi Alþýðubandalags- ins fylgja því. Það hlýtur því að verða eitt af forgangs- málum sameinaðs framboðs til vinstri. Framsóknarflokkurinn, þar sem næstum 60% kjós- enda vilja veiðileyfagjald, hlýtur einnig að hugsa sinn gang ef hann ætlar ekki að verða að pólitísku nátttrölli sem hverfur í björg bankanna. Innan hans er bæði ólga vegna ranglætis gjafakvótans og menn með réttlátt hjarta. Gjafakvótinn er því á hverfanda hveli. Fyrr en seinna verður hann huslaður á öskuhaug sögunnar. Össur Skarphéðinssson Staðnað efnahagslíf Eftir hrun Sovétríkjanna hefur efnahags- lífið aldrei náð sér á strik í Rússlandi. Því hefur að miklu leyti verið haldið uppi með lánveitingum alþjóðastofnanna og einstakra ríkja, einkum Þýskalands. Nú er svo komið að slæmar efnahagstölur í Rússlandi hafa áhrif á stöðu þýska marksins á gjaldeyris- mörkuðum. Því hefur verið haldið fram að iðnaðarframleiðsla hafi jafnvel dregist sam- an um 80% frá árinu 1991. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn ákvað að veita rússnesku stjóm- inni 4,8 milljarða dollara lán á þriðjudag og sama dag ákvað hópur erlendra fjárfesta að kaupa ríkisskuldabréf að upphæð 4,4 millj- arða dollara til að gera stjórninni kleift að endurfjármagna geysihá skammtímalán, sem gjaldfalla á árinu. Framlag Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins er fyrsta útborgunin af rúmlega 11 milljarða dollara láni sem ráð- gert er að veita á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfti að reiða sig á varaforða sinn I þessu tilviki en aðeins hefur verið hróflað við þeim fjár- munum í neyð. Ástæðan liggur í augum uppi: Mjög hefur gengið á sjóði stofnunar- innar undanfarið vegna efnahagskreppunn- ar í Asiu. Augu manna beinast nú að hinum nýja forsætisráðherra Rússlands, Sergei Kíríjen- ko, og hvort honum tekst að gera nauðsyn- Sú ákvörðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í vikunni að veita stjóminni í Moskvu stórfellt lán leysir ekki efnahagsvanda Rússa. Gera verður róttækar breyt- ingar á efnahagskerfmu ef takast á að vinna bug á fjármálakreppunni. Forseti landsins ákvað að beita nýstárlegri aðferð til að fá þingið til að ganga að skil- málum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lánveiting- unni. Bóris Jeltsín bauð þingforsetum upp á te og smákökur! Þegar Jeltsín fór í framhaldinu að minna þingmenn á að þeir væra hluti liðsheildar voru kommúnistar, sem eru stærsti flokkurinn á þinginu, ekki lengi að finna skýringuna á háttalagi for- setans: Hann væri að reyna að sefa þingmenn til að greiða fyrir efnahagsað- gerðum stjórnarinnar, enda væri hann kunnari fyrir að beita þingið harðræði, jafn- vel vopnavaldi, en sýna því gestrisni. Finna má sann- leikskorn í þeim ásökunum þótt þær séu ekki síður vitnisburður um ofurvið- kvæma samsæriskennd kommúnista en pólitíska slægð Jeltsíns. Viktor Tsjernomyrdin, sem Jeltsín rak fýrirvaralaust úr starfi forsætisráðherra á dögun- __________________________ um, lýsti a.m.k. yfir stuðn- ingi við efnahagsráðstafanirnar fyrir hönd stjórn- málaflokks síns, Rússland er heimili okkar. Rússneska þingið, Dúman, gekk þó ekki eins langt og lagði aðeins blessun sína yfír um þriðjung efnahags- aðgerðanna sem miða að því að afla ríkissjóði sem sam- svarar 16 milljörðum dollara. En eins og svo oft áður var það forsetinn, sem átti síðasta orðið: Hann gaf út tilskipun til að lögfesta þær ráðstafanir,sem þingið hafnaði! Efnahagsástandið er hins vegar orðið svo slæmt og óánægja fólks svo mikil að Jeltsín er nú ein- angraður í rússneskum stjómmálum. Krafan um afsögn forsetans verður sifellt háværari. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson legar breytingar á skattakerflnu til að koma á í veg fyrir aðra fjármálakreppu. Fáir gera sér eflaust fulla grein fyrir því hve efnahagsvandi Rússa er umfangs- mikill. Gjaldeyrisforðinn hefur minnkað um fjóra milljarða dollara á árinu og er nú kominn í 13,7 millj- arða. Stjórnin í Moskvu þarf að greiða einn miiljarð dollara viku til að standa undir vaxtabyrði lána en á þessu ári ber henni að greiða sem samsvarar 30 millj- örðum dollara. Verkfóll eru farin að breiðast út og taka á sig æ ofbeldisfyllri mynd. Engum hagvexti er spáð í Rússlandi á þessu ári Lánveiting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að- eins skammtímalausn. Afla verður ríkissjóði tekna og finna leiðir til að greiða fólki laun sem ekki hefur fengið þau svo mánuðum skiptir. Meðcm Sovétríkin voru og hétu gátu þau stuðst við vöruskiptaverslun á áhrifa- svæði sínu í Austur-Evrópu og við önnur kommúnistaríki. En í markaðssamfélagi nú- tímans gengur það ekki til lengdar að uip helmingur allra viðskipta í Rússlandi sé í formi vöruskipta. Skattheimta er í molum enda hefur auðmönnum og og sterkum fyrir- tækjum með einokunaraðstöðu, eins og gas- fyrirtækinu Gazpron, tekist að koma sér undan því að greiða skatta. Alþjóðafjármálakerfið Það er ekki aðeins hættan á pólitískum óstöðug- leika sem knýr ráðamenn í Moskvu til að ná fram varanlegum efnahagsumbótum. Næsta ríki, sem lend- ir í efnahagskröggum, getur ekki búist við ölmusu al- þjóðastofnanna vegna fjárskorts. Efnahagstölurnar frá Moskvu og Asíu beina einmitt sjónum að spurn- ingu, sem fáir hafa gefið gaum í góðærinu í Banda- ríkjunum og uppsveiflunni í Vestur-Evrópu: Er ekki sjálft alþjóðafjármálakerfið í kreppu? Efnahagskreppan í Rússlandi veröur sífellt alvarlegri. Stórfelld lánveiting Alþjóöagjaldeyrissjóösins til stjórnarinnar í Moskvu er engin frambúöarlausn. Mjög hefur reynt á alþjóöafjármála- kerfiö undanfariö vegna efnahagsástandsins í Rússlandi og Asíu. "W _ skoðanir annarra Spennandi tiilaga „Tillagan um beinar sjónvarpsútsendingar ffá ? fundum Evrópunefndarinnar (danska þingsins) er i bæði spennandi og geðþekk. Jafnvel þótt menn ; verði að gera sér það ljóst að nefndarfundir í beinni i útsendingu muni ekki segja áhorfendum alla sög- una. Hinar raunverulegu ákvaröanir verða teknar annars staöar, á bak við luktar dyr. Þannig er það og þannig má það vel vera. Það er heldur ekkert vit- laust við tillöguna um aö birta opinberlega fundar- ; gerðir Evrópunefndarinnar." Úr forystugrein Aktuelt 24. júlí Nígerískt lýðræði Með því að boða til almennra kosninga í Nígeríu á næsta ári hefur Abubakar hershöfðingja tekist aö i miða landinu i átt til lýðræöis. Því miður leysti [ Abubakar ekki sjálfan sig og aðra hershöfðingja frá : völdum en það heldur opnum þeim möguleika að [ herinn svíki enn og aftur nígerísku þjóðina og [ hætti við fyrirfram boðaðar þjóðfelagsumbætur. Abubakar hefur betra orð á sér en flestir forver- ar hans en það væri bamalegt að treysta honum og hershöfðingjastjórninni til þess að koma lýðræði á fót. Það er heldur ekki ósennilegt að ávarpi hans í síðustu viku hafl verið ffestað vegna mikillar and- stöðu annarra hershöfðingja í stjórninni sem em tregir til að láta völd sin af hendi. Úr leiðara The New York Times 22. júlí 1998 Bandaríkin ekki með Sú afstaða Bandaríkjamanna að standa utan stofnunar nýs glæpadómstóls á alþjóöavettvangi gefur þeim ekkert leyfi til að stunda stríðsglæpi. Bandarísk stjórnmál og dómskerfl munu samt við- halda sama jafnvægi og áöur. Afstaða Bandaríkj- anna getur hins vegar orðið til þess að þjóðir taki upp á því að skýla sér á baki við fordæmi þeirra í þeim tilgangi að losa sig undan ábyrgð á stríðsglæp- um. Það getur hins vegar ekki talist næg ástæða fyrir Bandaríkjamenn að taka þátt í starfi alþjóð- lega glæpadómstólsins. Úr leiðarara The Washington Post 22. júlí 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.