Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Page 18
18 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 JjV ifeygarðshornið Tónlistarhús Hversu margar nefndir eru að störfum við að velta því fyrir sér hvort, hvar og hvernig skuli reisa tónlistarhús? Þrjár? Fimm? Fimmtán? Þær virðast að minnsta kosti á annarri hverri þúfu og vitna allar um að langt sé í land með að tónlistarhús rísi hér, og að stjómmálamenn virðast fremur með hugann við að koma sökinni á því yfir á hver annan en að snúa bökum saman um veglegt hús. Samt höfum við hér menntamála- ráðherra sem ekki er aðeins sá fyrsti í langri röð sjálfstæðis- manna í því embætti sem hefur snefil af áhuga á menntun og list- um heldur er og valinkunnur fyrir tónlistaráhuga sinn - og samt höf- um við borgarstjóm sem sóttist eftir þeirri vegsemd að Reykjavík mætti heita menningarborg Evr- ópu. Og ekkert gerist á meðan nefnd- imar tifa. ****** Ég efa ekki að Þórunn Sigurðar- dóttir og það lið sem henni er til aðstoðar starfar vel að undirbún- ingi menningarársins. Eflaust verður hér margt góðra gesta og engin þörf að örvænta um þann sóma sem borgarbúar munu hafa af árinu. En hvað mun standa eft- ir? Til hvers verður tækifærið not- að? Ég sakna þess að hafa engin áform séð um slíkt. Árið 2000 nálg- ast og það eina sem hér er eitthvað rætt um er einhver hundleiðinleg- ur tölvuvandi sem tölvukallamir ættu að geta bara leyst í ró og næði og hætt að þvaðra um. Af hveiju verður maður ekki var við neitt annað en þetta venju- lega dedúerívið malbikið? Af hverju er ekki verið að rífa Morg- unblaðshúsið í Aðalstræti, sem er frumskilyrði fyrir fegmn miðbæj- arins? Af hverju er ekki verið að innrétta gamla hegningarhúsið Guðmundur Andri Thorsson upp á nýtt? Til dæmis sem fallegt athvarf fyrir utangarðsfólk? Og af hverju í ósköpunum var ekki fyrir löngu byrjað á tónlistarhúsi? ****** Fyrirgefið: tónlistar- og ráð- stefnuhúsi eins og það heitir ævin- lega, rétt eins og tónlistin þurfi eitthvað sérstaklega á ráðstefhum að halda: hugsunin sem skín út úr þessu tali er: jú jú, allt í lagi að reisa tónlistarhús en þá verð- um við líka að geta notað það eitthvað. Tónlistin virðist að mati þessara ráðamanna þurfa á einhverri réttlætingu aö halda, brýnt virðist vera að sýna fram á að húsið sé ekki einungis fyrir tónlist, heldur hafi það líka notagildi. Samt er það nú svo að fátt er til í lífinu þýðingarlausara en einmitt ráðstefnur. Það form mannfagnaða höfðar hins vegar mjög til þeirra sem hafa viður- væri sitt af setum í ráðum og nefndum. Vissulega er allt í lagi að nýta tónlistarhús af og til undir ráðstefhur þegar ekk- ert er að gerast í tónlistinni, þó nú væri: auðvitað mega funda- og ferðamálafrömuðir leika sér með glærur sínar, möppur og nýsigögn í tónlistarhúsinu skamman tíma í senn svo fremi að þeir séu ekki fyrir vinnandi fólki - en það er fráleitt að gera slíku dundi jafn hátt undir höfði og sjálfri móður allra lista, tónlist- inni; það er móðgandi fyrir tónlist- arunnendur að tala um þetta tvennt í sömu andrá - það er ein- hver höfuðvilla í hugsunarhættin- um sem liggur að baki þessu tali. Það sýnir rangan hugsunarhátt um það aö vera menningarborg. Úr því að borgaryfirvöld ösnuðust til að sækja um þessa vegsemd - sem var arfur frá íhaldinu að gera - þá verða þau sömu borgaryfir- völd að sýna listunum þann vott af virðingu að reisa þeim hús sem ekki hefur neinn annan tilgang en að vera verðug umgjörð fagurra lista. Tónlistar- og ráðstefhuhús: það er eins og að byggja kirkju sem líka væri mall og kalla: Trúar- og kauphöll. ****** Tvennt er það einkum sem reist er á íslandi fyrir opinbert fé: það eru kirkjur og iþróttahús. Kirkjur verða því stærri sem því skringi- legri í laginu sem færri sækja þær. Borgaryfirvöld hafa nú uppi áform um að reisa enn eina íþróttahöll- ina, að þessu sinni undir fótbolta- völl en fótboltafrömuðir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að skortur á þaki yfir fótboltamenn sé skýringin á því hversu lélegir ís- lendingar eru í fótbolta. Samt ætti að liggja í augum uppi aö það er fremur vegna vinsældar iþróttar- innar á heimsvísu sem íslendingar eru þar aftarlega í flokki. Vilji ís- lendingar skara fram úr á ein- hverju íþróttasviði ættu þeir að koma sér upp öflugu landsliöi í íþróttinni þar sem menn hamast á svelli meö sópa kringum einhvem kubb - heitir það ekki curling? Tónlistarhús yrði ekki til að skara fram úr á einhverju sviði. Það yrði ekki reist til að verða heimsmeistarar í tónlist. Það yrði reist til að veita okkur borgurun- um kost á þvi að eiga unaðsstund- ir. dagur í lífi Þórey Edda Elísdóttir, Norðurlandameistari unglinga í stangarstökki, lýsir keppnisdeginum: hjálpaði mér mikið með atrennuna. Eftir mótið fór ég meö rútunni aft- ur til Rauma og við krakkamir röltum svo í kvöldmat. Danska lið- ið v£ir á sama tíma í mat og við svo að sá matartími endaði með matar- slag þar sem heilu brauðin voru farin að fljúga milli borða. Þrátt fyrir að hafa borðað alveg ágætlega var ég samt enn þá svöng svo ég fór á næsta pitsustað og fékk mér pitsu. Svo hitti ég Halldóru spjót- kastara og Bjöm J. hlaupara og við löbbuðum í góðviðrinu niður í mið- bæ og spiluðum billiard. Síðan kíktum við á nokkra skemmtistaði en vomm svo komin aftur upp á hótelbergi rétt eftir miðnætti og læddumst í rúmin af því að krakk- amir sem áttu að keppá daginn eft- ir vom farnir að sofa. Ég vaknaði við að sólargeislam- ir kíktu í gegnum gardínumar á hótelherberginu mínu í bænum Rauma í Finnlandi. Ég borðaði morgunmatinn og fór svo á liðs- fund þar sem farið var yfir ýmsar tímasetningar og árangur annarra keppenda á mótinu. Spennan fór að gera vart við sig hjá okkur kepp- endunum og þar var ég engin und- antekning. Við ákváðum þó að gera bara okkar besta og hafa gaman af keppninni. Eftir fundinn var slak- að á og ég fór yfir ýmsa hluti í hug- anum í sambandi við stöngina og punktaði hjá mér nokkur atriði til að muna þegar í keppnina væri komið þar sem þjálfarinn minn, Kristján, komst ekki í ferðina. Þá var allt klárt og ég tók rútu á keppnisvöllinn sem var í næsta bæ, Eurajoki. Ég byrjaði á að fara í mötuneyt- ið og þótt ótrúlegt megi virðast var boðið upp á kjötsúpu. Mér fannst óvenjulegt að fá svona þungan mat rétt fyrir keppni þar sem maður reynir nú oftast að halda sig við léttfæðið. Að þessu loknu tilkynnti ég að ég væri mætt til keppni og hitti aðra keppendur í stönginni. Við vorum leiddar út á keppnis- völlinn og fengum einn klukkutíma til að taka nokkur upphitunar- stökk. Ég hafði greinilega misskilið eitthvað því að ég hafði ekki skokk- að eða teygt eða gert nokkuð svo ég þmfti að fá undan- þágu ffá dómara til að fara út af vellin- um og hita upp. Ég dreif mig því á æf- ingasvæðið og tók létta, kom svo aftur á keppnisvöllinn og náði aö taka þrjú upphitunarstökk sem nægðu mér al- veg þvi ég vissi að ég þyrfti að bíða í dálítinn tíma þar til byrjunarhæðin mín kæmi svo það borgaði sig ekki að hita of mikið upp. Flestar stelpurn- ar byrjuðu í 2,60 metra hæð og duttu út í kringum 3 metra nema ein finnsk sem fór 3,40 metra og ein sænsk sem fór 3,50. Byrj- unarhæðin mín var 3,60 og þurfti ég tvær tilraunir á þá hæð en var þar meö oröin heit aftur. Fór svo 3,80 metra, 4 metra og 4,20 metra í fyrstu tilraun en felldi 4,30 metra. Ég fann mig vel í keppninni og var mjög ánægð með árangurinn. Ég hafði fengið góöan stuöning frá ís- lenska liðinu og Siggi liðsstjóri Kjötsúp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.