Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Síða 21
LAUGARDAGUR 25. JULI 1998
fýéttaljós
21
Skiptar skoðanir um Hágöngumiðlun:
Umdeildar framkvæmdir á hálendinu
- umhverfisspjöll, segir Guðmundur Páll Ólafsson
Útsala
Sumarúlpur - Heilsársúlpur
Stuttar og síbar kápur
fíöD
Mörkinni 6 - sími 588 5518
og jafnframt er hugsanlegt að strýt-
ur myndist. Svæðið verður ýmist á
kafi eða þurru. Seinnipart vetrar
mun íshella liggja ofan á þvi. Hún
verður eftir þegar hleypt er úr lón-
inu. Örverurnar þurfa að laga sig að
aðstæðum sem spanna allt frá 300
stiga hita niður í fimbulkulda.
Ámi Johnsen alþingismaður fór
nýlega á svæðið. Hann segir skort
vera á örverum til rannsókna og
nýtingar í heiminum. Mikilvægt sé
að hefja rannsóknir sem allra fyrst.
Þær geti nýst til framleiðslu mat-
væla, ilmvatna og verðmætra efna.
Hann vill að fengið verði íjármagn
svo hægt sé að byrja strax í haust
og þannig fylgjast með þróuninni
frá upphafi. Svipað rannsóknar-
verkefni í Hveragerði hefur áður
fengið fjárveitingu.
Lónið mun þannig hafa algjöra
sérstöðu hvað varðar hverasvæðið.
Það átti sér enga hliðstæðu áður
vegna staðsetningar og hæðar. Talið
er að í því búi mun meiri orka en
sem nemur aukningu raforkufram-
leiðslu sem fæst með lóninu. Það
verður nú undir vatni mestan hluta
úr árinu næstu áratugi eða jafnvel
aldir.
Þeir ferðamenn sem koma að Há-
göngulóni munu upplifa aðra fegurð
í framtíðinni en þá sem var þar
áður en landinu þar var sökkt. Nýtt
landslag mun skapast. Það kann að
lokum að búa yfir ákveðinni nátt-
úrufegurð. Örugglega mun þó menn
greina á um hvort sú fegurð er
meiri eða minni en sú sem áður
ríkti áður en maðurinn breytti
svæðinu. -sf
íslenskur fáni hefur verið dreginn í hálfa stöng á hverasvæðinu við Hágöngumiðlun til að mótmæla framkvæmdum á svæðinu. DV-mynd Ómar Ragnarsson.
að skapast. Hægt verði að stunda
rannsóknir á hitaþolnum örverum
Framkvæmdir við Hágöngumiðl-
un eru langt komnar, eins og kemur
fram í frétt DV í gær. Skiptar skoð-
anir eru um ágæti þeirra og dæmi
um opinber mótmæli gegn þeim.
Guðmundur Páll Ólafsson jarðfræð-
ingur dró íslenska fánann í hálfa
stöng á hverasvæði sem mun fara
undir lónið. Þá hafa Elísabet Jök-
ulsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson les-
ið ættjarðarljóð á Austurvelli síð-
ustu daga í mótmælaskyni.
Fleiri aöilar rannsaki
Byggð hafa verið stíflu-
mannvirki við syðri Há-
göngu. Þar er nú að mynd-
ast lón sem vatni verður
safnað í yfir sumartímann.
Hleypt verður úr því á vet-
urna. Þannig eykst vatns-
magn sem rennur að virkjunum á
svæðinu og þar með raforkufram-
leiðsla.
Ádeila á framkvæmdirnar hefur
aðallega verið af tvennum toga.
Nokkuð er um að fólk vilji
ekki að hróflað sé við svæð-
inu. Vissrar sjálfsgagnrýni
gætir einnig hjá opinberum
aðilum sem virðast nú
þeirrar skoðunar í að
gera hefði átt harðari
kröfur um rannsóknir
áður en hafist var
handa. Sú gagnrýni
mun standa í fram-
tíðinni. Of al-
gengt er að
rannsóknar-
þættir séu ekki
athugaðir fyrr
en komið er að
framkvæmd-
um.
Margir telja
óheppilegt að
Landsvirkjun
þurfi að standa
jafnmikið fyrir
rannsóknum
og raun ber
vitni. Fleiri að-
ilar eiga hags-
muna að gæta í
málinu, s.s.
ferðaþjónustan
og Háskóli ís-
lands. Þegar af-
ráðið er að ráðast í nýja stóriðju er
komið til Landsvirkjunar með litl-
um fyrirvara og beðið um raforku.
Slíkt er þá skoðað með tilliti til þess
hvar er ódýrast og fljótlegasí að
byggja virkjun. Hins vegar er ekki
tryggt að Landsvirkjun hafi þá
þann tíma, mannskap eða peninga
til að rannsaka þætti til nægilegrar
hlítar þætti eins og hverahita, áhrif-
in á ferðaþjónustu og annað.
í lögum um mat á umhverfisá-
hrifum segir að sá sem stendur fyr-
ir framkvæmdinni geri nauðsynleg-
ar rannsóknir og skili um þær
skýrslu.
Hún þarf
að svara
þeim
spurning-
um sem
vakna
um
möguleg
áhrif
framkvæmdarinnar á umhverfiö.
Leyfi til hennar ræðst af þeim upp-
lýsingum sem koma fram í skýrsl-
unni.
Manngert umhverfi
Guðmundur Páll Ólafs-
son jarðfræðmgm• er
mjög ósáttur við
framkvæmd-
imar. Hann tel-
ur málið ekki
aðeins snúast
um hverasvæðið.
Hann segir að Suð-
urhálendið sé orðið
meira og minna
manngert umhverfí.
ið séu lýti á landinu að
hafa þar virkjun við virkj-
un. Þá sé Hágöngusvæðið
meðal mikilvirkustu eld-
stöðva landsins,
heitasta svæðið á
landinu, og
einnig
sprungusvæði. Hann telur hverina
vera þjóðargersemar á heimsvísu
sem beri tvímælalaust að varöveita.
Ekki sé nægilegt að tala um Há-
göngumiðlun út frá peningasjónar-
miðum heldur verði einnig að
leggja áherslu á vistfræðileg sjónar-
mið til langs tíma.
Guðmundur Páll telur virkjunar-
stefnu Landsvirkjunar vera gagn-
rýniverða í stórum dráttum. Hún
byggist á stíflum og uppistöðulón-
um. Rennslisvirkjanir séu miklu
vinsamlegri umhverfinu og skemmi
sáralítið. Gallinn á rennslisvirkjun-
um er hins vegar sá að á íslandi er
mest úrkoma og rennsli í ám á
sumrin. Rennslið er minnst á vet-
uma þegar orkunotkunin er mest.
Lónin eru því notuð til að hliðra
rennslinu til samræmis við notkun
enda ekki hægt að geyma rafmagn
sem framleitt er að sumri fram á
vetur.
Aukinn áhugi á umhverfinu
Áhugi á umhverfismálum og mál-
efnum hálendisins hefur aukist
mjög. Þetta sést t.d. á þeim miklu
viðbrögðum sem umdeilt hálendis-
frumvarp fékk nýlega. Einnig
fylgist almenningur nú grannt með
virkjunarmálum. Það stafar ekki
síst af því að ferðamennska á há-
lendinu hefur stóraukist með til-
komu betri tækja og útbúnaðar.
Framkvæmdir í orkumálum eru
einnig ein orsaka þess að íslending-
ar hafa kynnst hálendinu betur.
Fram til 1970, þegar Búrfellsvirkjun
var byggð, var ógreiðfært á
Sprengisand. Landsvirkjun geröi
vegi og brýr sem þar eru. Sama á
við um Kjöl. Vegna vegagerðar við
Blöndu er greiðfærara þar en áður.
Virkjanir hafa þannig á vissan hátt
ýtt undir ferðamennsku á hálend-
inu og þekkingu á því.
Gagnrýni á áætlanir um Há-
göngumiðlun komu
seint fram. Þegar
umhverfisáhrif
voru metin á sin-
um tíma komu fram
sáralitlar athugasemdir.
Umhverfisráðherra sam-
þykkti þær síðan með ákveðn-
um skilyrðum um frekari rann-
sóknir.
Örverur á hverasvæöi
Nú er hverasvæðið í Hágöngulóni
orðið að eyju sem mun svo hverfa
undir vatn um eða eftir helgina.
Bent hefur verið á að samhliða
þessu kunni nýrannsóknartækifæri
Innlent fréttaljós
Sveinn Finnur Sveinsson
Hjalti Rögnvaldsson les daglega ættjaröarljóö á Austur-
velli til aö mótmæla framkvæmdunum. DV-mynd E.ÓI.