Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1998, Blaðsíða 48
Pantanir i sima 750 3030 Veðrið á sunnudag og mánudag: Bjart fyrir sunnan Á morgun og mánudag verð- ur hæg norðaustlæg eða breyti- leg átt á landinu. Dálítil súld verður norðaustanlands en nokkuð bjart veður sunnan- lands og vestan. Hiti næstu daga verður 6 til 10 stig við norður- og austurströndina en annars 11 til 18 stig að deginum. Veðrið í dag er á bls. 49. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Meðalfellsvatn í Kjós: Dauðaslys á kajak Maður fannst látinn í Meðalfells- vatni í Kjós á áttunda tímanum í gærkvöld. Tilkynning barst lögreglu klukk- an rúmlega hálfsex í gær að maður á kajak hefði horfið á vatninu. Kaf- arar, björgunarsveitarmenn og lög- reglumenn fóru tafarlaust á vett- vang og leituðu á bátum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Um klukkan 19 fannst kajakinn á botni vatnsins. Áhöfn þyrlunnar fann lík mannsins skömmu síðar. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -RR Bætt afkoma Skagfiröings DV, Vesturlandi: Fiskiðjan Skagfirðingur hf., sem meðal annars starfar í Grundar- firði, getur státað af mjög batnandi afkomu fyrstu 8 mánuði rekstrar- ársins sem hófst 1. september 1997. Hagnaður á því tímabili er um 61 milljón króna. Þar af er söluhagnað- ur 5,6 milljónir króna. Fjárfestingar Skagfirðings á tímabilinu námu rúmlega 20 milljónum króna og eru þær mest vegna kaupa á veiðiheim- ildum. Veiðar og vinnsla í maí gengu mjög vel og voru tekjur skipa félagsins í þeim mánuði rúmlega 200 milljónir, þar af um 150 milljón- ir vegna veiða á úthafskarfa, og út- litið þykir áfram bjart. -DVÓ Starfsmenn voru í gær í óðaönn að Ijúka framkvæmdum við Laugaveginn. I dag verður Laugavegur, á milli Frakkastígs og Barónsstígs, aftur opnaður umferð bíla og gangandi fólks en eins og flestir Reykvíkingar vita hafa stað- ið yfir miklar framkvæmdir þar undanfarna mánuði. Kostnaður vegna verks- ins er um 140 milljónir. Miklar endurbætur hafa verið unnar og Ijóst er að ásýnd Laugavegarins hefur breyst mikið. DV-mynd Hilmar Þór Pitsusendill ók 300 km „Við ákváðum að láta reyna á það hvort hægt væri að panta pitsu þó að 150 km væru á milli okkar og Pizza 67 á Akranesi. Þau á Pizza 67 tóku vel í þetta. Við gerðum ágætan samning, við borgum 7 þúsund krónur fyrir tvær 18 tommu pitsur og tvær stórar kók. Innifalið er auð- vitað bensín, enda löng leið fyrir pitsusendilinn," segir Sindri Reyn- isson, einn fjögurra starfsmanna Siglingastofnunar á Snæfellsnesi. Fjórmenningarnir, sem eru að mála og lagfæra Malarrifsvita á Snæfells- nesi, pöntuðu í gærmorgun pitsurn- ar frá Akranesi. Þær bárust þangað um sexleytið í gær. Pitsusendillinn þurfti að aka samtals um 300 km með pitsurnar. „Við vorum orðnir svolítið leiðir á matnum hérna.“ -RR HEL5T PIT5AN HEIT? Norðmaöur selur íslenskar vörur: Norskar stelpur óöar í íslenskt malt markaður fyrir bjór, malt og vatn DV, Osló: „Ég er auðvitað á hverjum degi í búðunum og sé hvaða fólk það er sem sýnir íslensku vörunum áhuga. Það er merkilegt að sjá að stelpur á aldrinum 14 til 15 ára eru alveg óðar í íslenska maltið en bjórinn er tal- inn drykkur fyrir kröftugri karla,“ segir Norðmaðurinn Gunnar Ottesen sem fyrir skömmu yfirgaf starf sitt við fjármálasýslu í norsk- um banka og byrjaði að flytja inn drykkjarvörur frá íslandi. Til þessa hefur Gunnar einbeitt sér að sölu á Viking-malti og bjór frá Akureyri og vatni frá KEA. Bjór- inn og maltið hafa fengið góðar við- tökur og sagði Gunnar i samtali við DV að eðlilegt væri að gera ráð fyr- ir sölu á 250 þúsund lítrum af bjór á ári. Maltið er meiri nýjung á norsk- um markaði og þarf meiri kynning- ar við. Þó segir Gunnar að ungt fólk hafi uppgötvað þennan drykk sem sérstaka heilsuvöru og orkudrykk. Gunnar hefur einbeitt sér að sölu á drykkjunum innan verslana Jens Evensens í Ósló. Um er að ræða 30 búðir sem taldar eru til þeirra finni og dýrari i bænum. íslenska vatnið er 10 til 20 prósentum dýrara en norskt vatn og kynnt sem það hrein- asta í heimi. „Það er erfiðara að markaðssetja vatnið en bjórinn og maltið enda telja Norðmenn sig nú þegar hafa hreinasta vatn í heimi. Verslunar- stjóramir hjá Jens Evensen eru hins vegar mjög spenntir fyrir vatn- inu og ég varð í gær að panta einn gám aukalega til að anna eftirspurn- inni,“ segir Gunnar. Hann segir að hugmyndin að flytja inn vörur frá íslandi hafi kviknað í fyrra þegar hann rakst á eigin skólaritgerð um ísland úr 8. bekk barnaskóla. Áhuginn á íslandi hafi alltaf búið með honum og nú hafi hann ákveðið að gera viðskipti milli íslands og Noregs að aðalat- vinnu sinni. „Hreinleiki islenska vatnsins er undirstaðan. Ég kynni allar þessar vörur sem afurðir úr íslensku vatni og þetta eru allt vörur sem koma frá Akureyri. Akureyri nota ég sem ímynd hreinleika og ferskleika. Þetta er grundvöllurinn fyrir mark- aðssetningunni og ég finn að hún skilar árangri," segir Gunnar. Hann hefur einnig hafið tilraunir með að selja súkkulaði frá Nóa-Sír- íusi í sælgætisverslun i Ósló. Fyrsta sendingin er uppseld og önnur á leiðinni. Súkkulaðið segir Gunnar að hafi komið á óvart enda töluvert ólíkt norsku súkkulaði. -GK Musso-bilar enn á rauðu þrátt fyrir reglugerðarbreytingu Nú hafa 15 Musso-bílar, sem Fjölnir Þorgeirsson og fleiri hugð- ust flytja til landsins og selja, setið svo vikum skiptir á tollsvæðinu í Hafnarfirði. Nýlega var gerð reglu- gerðarbreyting sem varðar inn- flutning bila. Talið var að þetta yrði til þess að bílamir kæmust á götuna. „Mér skilst að nú hafi eftirlitsað- ilar í Evrópu leyfi til að taka út bíl- ana. Staðfesting hefur hins vegar ekki komið til okkar. Við höfum reiknað með staðfestingu að utan í nokkra daga en hún hefur ekki komið,“ segir Siggerður Þorvalds- dóttir, afgreiðslustjóri hjá Skrán- ingarstofu. Hjá dómsmálaráðuneyti fengust þær upplýsingar að nú væru vott- orð frá sérstökum skoðunaraðilum víðs vegar um heiminn viður- kennd. Áður voru vottorð frá fram- leiðanda skilyrði. Reglugerðinni hefur hins vegar ekki verið breytt efnislega. í henni eru greind skilyrði sem þarf að uppfylla, hvaða búnaður þarf að vera í bílum og fleira. Hingað til hafa engin úrræði verið fyrir hendi ef framleiðendur hafa ekki viljað gefa út vottorð. -sf Fantið í tímai 6 dagar r Þjóðfjátíð / / / / / / / / / / FLUGFELAG ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.