Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
Neytendur
Löggildingarstofan vill benda fólki á fara varlega meö einnota útigrill.
Grillað um helgina:
Einnota útigrill varasöm
Einnota grill
- skoöun á markaöi framkvæmt af Aðalskoðun hf -
urveg, Hafnarfiröi
Bónus viö Reykjavíkurveg, Hafnafiröi
Landman, Grili It (Mini-Grill)
Shell viö,Reykjavíkurveg, Hafnafiröi Engángsgrill
Olís við'lieykjavíkurveg, Hafnafiröi Bar-Be-Quick
Verslun 10-11, Hafnarfiröi Landman
Samkaup viö Miövang, Hafnarfiröi Bar-Be-Quick (Party slze) Grill It (Minl Grill)
Fjaröarkaup, Hafnarfiröi Bar-Be-Qulck
Grill It (Mini Grlll)
Nú fer 1 hönd mesta ferðahelgi
ársins. Ætla má að margir ferða-
menn hugsi sér gott til glóðarinn-
ar og taki með sér einnota útigrill
í útileguna. Markaðsgæsludeild
Löggildingarstofunnar hefur hins
vegar bent á að slík grill geti ver-
ið hættuleg ef óvarlega er farið.
Deildinni hafa borist margar til-
kynningar um tjón af völdum
slíkra grilla. Mikill hiti getur
myndast í botni þeirra þegar kol-
in hitna og getur það leitt til þess
að undirlag sviðnar eða brennur.
Það er því varhugavert að nota
slík grill þar sem gróður er við-
kvæmur eða miklir þurrkar hafa
verið.
Mikilvægt aö grilla úti
Samkvæmt upplýsingum Lög-
gildingarstofunnar fylgja einungis
sumum einnota grillum leiðbein-
ingar á íslensku. Notendum úti-
grilla er eindregið ráðlagt að lesa
leiðbeiningar rækilega áður en
hafist er handa.
Löggildingarstofan bendir
einnig á að aldrei má nota kola-
grill innandyra, hvort sem er á
heimili, i tjöldum eða hjólhýsum,
jafnvel þótt loftræsting virðist
nægileg. Kolin gefa frá sér
kolmónoxíð sem er eitruð, lyktar-
laus löfttegund sem myndast þeg-
ar kolefni brennur í ónógu súr-
efni.
Fjórar tegundir
Löggildingarstofan lét nýlega
kanna einnota grill á markaðnum.
Heimsóttir voru átta sölustaðir,
þrjár bensínstöðvar (ein frá
hverju félagi) og fimm mismun-
andi matvöruverslanir. Staðirnir
sem skoðaðir voru eru: Esso við
Reykjavikurveg, Skeljungur við
Reykjavíkurveg, Olís við Reykja-
víkurveg, verslun 10-11 í Miðbæ,
Samkaup við Miðvang, Fjarðar-
kaup, Nýkaup við Garðatorg og
Bónus við Reykjavikurveg.
Á þessum átta sölustöðum fund-
ust fjögur mismunandi vörmerki.
Misjafnar leiöbeiningar
Á öllum grillunum voru upplýs-
ingar um framleiðanda ásamt
heimilisfangi eða upprunalandi. Á
bakhlið þess pappírs sem er ofan á
grillunum voru einnig varúðar-
leiðbeiningar en þó á hinum ýmsu
tungumálum.
Engir fætur
Á Bar-Be-Ouick grillunum, sem
seld voru hjá Olís, Fjarðarkaupum
og Samkaupum, voru allar leið-
beiningar á íslensku og skýrar
varúðarmerkingar á bakhlið. Eng-
ir fætur fylgdtf hins vegar grillinu
en grind sem á að halda kolunum
u.þ.b. einum sm frá botni grills-
ins.
Grill-it grillin, sem seld eru hjá
Esso, Samkaupum og Bónusi,
státa ekki af jafngóðum leiðbein-
ingum. Á þeim eru aUar leiðbein-
ingar á ensku. Engar viðvaranir
eru á framhlið en aðvaranir ög
myndir eru á bakhlið. Fætur und-
ir grUlið fylgja.
Sænskar leiöbeiningar
Á sænska „engÁngsgrillinu",
sem selt er hjá Skeljungi, eru all-
ar upplýsingar á sænsku. Engar
aðvaranir eru á framhlið en þar
er sagt að leiðbeiningar séu á bak-
hlið. Fætur undir griUið fylgja.
Á sænsku Landmann-grillun-
um, sem seld eru hjá Esso og 10-11
eru aUar upplýsingar á sænsku.
Engar aðvaranir eru á framhlið
en þar er sagt að upplýsingar séu
á bakhlið. Fætur til að setja undir
griUið fylgja.
Góö ráö
LöggUdingarstofan leggur ekki
dóm á grUlin en gefur ferðalöng-
um nokkur góð ráð við notkun
einnota grUla:
- Notið þau aldrei innandyra.
- Notið ekki griUvökva eða aðra
eldfima vökva á grUlið.
- Athugið að undirlag grUlsins sé
eldtraust.
- Notið meðfylgjandi fætur á
griUið.
- Snertið ekki griUið á meðan á
matreiðslu stendur. Það getur
orðið mjög heitt.
- Sýnið sérstaka gætni ef börn eða
dýr eru nálægt.
- Hafið grillið alltaf i augnsýn.
- Slökkvið i grillinu með vatni eft-
ir að matreiðslu lýkur.
- Munið að hiti helst lengi í griU-
inu, jafnvel þótt svo virðist sem
slokknaö sé í kolunum.
- Munið að svæðið undir griUinu
verður heitt.
- Munið að losa úr grillinu með
varúð í rusl.
-GLM
Litríkt pastasalat
Þetta litríka pastasalat er upp-
lagt í útUeguna fyrir þá sem
stöðugt hugsa um línurnar.
Uppskrift:
225 g pastakoddar
100 gular baunir
100 grænar baunir
ein gulrót, skorin i bita
4 seUerístilkar, skomir i bita
1 græn parika, skorin í bita
6 saxaðir vorlaukar
2 msk. söxuð steinselja
250 ml léttmajónes
3 msk. kaífirjómi
225 g pepperoni
salt og svartur pipar
Aöferö:
Sjóðið pasta í söltu vatni sam-
kvæmt leiðbeiningum á pakka og
skellið þvi síðan í skál. Setjið gulu
baunirnar, grænu baunirnar og
gulrótarbitana á pönnu og bætið
vatni út á. Látiö suöuna koma upp
og bætið seUeríinu viö og látið
sjóða aftur í 5 mínútur. Þerrið
grænmetið og bætið því út í pa-
stað. HeUið paprikubitunum, vor-
laukunum og steinseljunni út í.
Þynnið majónesið með ijómanum
og skeUið því yfir pastaö. Stráið
nokkrum sneiðum af pepperoni
yfir og saltið og piprið eftir smekk.
-GLM
Pastasalat þetta gleöur bæði augu
og maga.
sandkorn
Foringinn hjá Aco
Á tölvumarkaönum fer sam-
keppni vaxandi svo um munar.
Tölvurisinn Aco hf. festi nýlega
kaup á Apple-umboðinu sem er
enn ein rós í hnappagat fyrirtækis-
ins en Aco er á mik-
Uli siglingu um þess-
ar mundir undir
stjórn Bjarna Áka-
sonar sem jafn-
framt er fyrrv. for-
maður handknatt-
leiksdeUdar Vals.
Bjarni þykir einn
efnílegasti stjórn-
andinn í tölvugeiranum í
dag og er líklegur tU að fara mjög
vaxandi á næstu misserum og
hrifsa til sín aukna markaðshlut-
deild á tölvumarkaðnum. Aðstoðar-
maður Bjarna hjá Aco er Jón Krist-
jánsson, þjálfari handknattleiksliðs
Vals og Akureyringur. Hann er
gjarnan nefndur um þessar mundir
sem framtíðarleiðtogi framsóknar-
manna á Akureyri...
Atvinnuleysi Palla
Ný könnun Vinnumálastofnunn-
ar sýnir að atvinnuleysi mælist
minna í júni en á sama tíma i fyrra.
Vekur athygli aö atvinnuleysið
mælist mest í Norðurlandi vestra, í
heimakjördæmi fé-
lagsmálaráðherrans
Páls Péturssonar,
og væntanlegu
framboðskjördæmi
aðstoðarmanns
hans Áraa Gunn-
arssonar. Á
heimaslóðum Páls
eru menn sem
hafa verið án atvinnu í lang-
an tíma, eru orðnir fullsaddir á ráð-
herranum og aðstoöarmanni hans
og vUja hvorugan sjá á lista flokks
ins fyrir næstu kosningar. Er því
leitað að nýjum frambjóðanda tU að
sinna atvinnulausum í kjördæmi
ráðherra atvinnumála...
Nýtt Atlanta
Starfsmenn Flugleiða eru ekki par
hrifnir um þessar mundir af fyrir-
huguðum breytingum á rekstri fé-
lagsins. Þeir benda á að breytingar á
útiiti og ýmsum öðrum þáttum til að
bæta ímynd félagsins
kosti of fjár en ekk-
ert á ttil að spara
þegar út í breyting-
arnar er farið. Til-
raunin er talin
vera síðasta tæki-
færi Sigurðar
Helgasonar for-
stjóra til að halda
en enn er leitað að
forstjóra fyrirtækis-
ins. Óbreyttir starfsmenn Flugleiða
hafa hins vegar fundið betri leið til
að ná félaginu á flot - að breyta nafn-
inu í Atlanta...
Tveir ráðherrar
Reykjaness
Ef af því verður að Geir H.
Haarde fjármálaráðherra færi sig
um set og fari fram í Reykjanekjör-
dæmi sjá menn möguleika á því að
fjölga ráðherrum úr engum í tvo í
kjördæminu. Þá er
auk þess líklegt að
meö því að gefa
Geir möguleika á
aö leiða lista Sjálf-
stæðisflokksins á
Reykjanesi megi
ráða honum frá
því að fara í slag- _
inn um varaformannsstól
flokksins og forðast baráttu við
Bjöm Bjarnason sem er talinn lík-
legastur tU að hreppa hnossið og
hefur mestan stuðning innan Sjálf-
stæðisflokksins. Ef af prófkjöri
verður er talið nær öruggt aö Ámi
M. Mathiesen muni ná öðru sæt-
inu og verði annar ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins á Reykjanesi. Þá er
aðeins eftir aö úthluta forsetastóli
Alþingis...
Umsjón Hjálmar Blöndal
Netfang: sandkom @ff. is
starfi sínu
væntanlegum