Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Page 10
iö i ennmg FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 Blámeisubókin fjallar ekki bara um fugla Þýski myndlistarmaöurinn, tónlistarmaðurinn, rithöfund- urinn og fuglaáhugamaðurinn, Wolfgang Möller, komst að því þegar hann spjallaði eitt sinn við ameríska vinkonu sína að Ameríkanar nota orðið Blue tit yfir blámeisu. Þetta þótti hon- um skrítiö þvi að blámeisur hafa ekki blátt brjóst heldur gult. Götumál yfir kvenbrjóst er líka sjaldan notað yfir fugls- bringu. Þegar Wolfgang og vin- konan fóru að grennslast fyrir um þetta i orðsifjabókum komust þau að því að tit á í raun uppruna sinn I fornís- lenska orðinu tittr = tittur eða tittlingur, sem er vel þekkt fuglaheiti. Wolfgang Miiller ætti að vera íslendingum að góðu kunnur. Hann hefur verið viðloðandi ís- land um nokkurt skeið og stað- ið fyrir fjölda listviðburða og uppákoma. Bók hans, Þýsk-ís- lenska blámeisubókin, er nú komin út og er það Veturliði Guðnason sem þýðir hana en þýski og íslenski textinn standa hlið við hlið í bókinni. Wolfgang hefur óvenju ein- lægan áhuga á íslandi. Sá áhugi er þó ekki bara á eyðimerkur- landslagi og jöklum heldur öll- um hliðum hins daglega lífs ís- lendingsins. Það er í raun mjög erfitt að lýsa bókinni fyrir þeim sem ekki hefur hugmynd um efni hennar, svo ólík er hún öll- um hefðbundnum „landkynn- ingarbókum". Sem dæmi má þó nefna að Wolfgang tekur snagg- aralegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þar sem þeir eru ekk- ert að tala um gróðursetningu eða fegurð íslenskrar náttúru heldur stöðu landsins í alþjóða- pólitík, árásargirni kríunnar og álfa, svo eitthvað sé nefnt. Wolfgang leggur sig fram um að lýsa Is- lendingum eins og útlendingar fá yfirleitt ekki að kynnast okkur. Hann tekur t.d. fyr- ir hræðslu okkar við mengun móöurmálsins og sýnir myndir af mjólkurfemunum sem eiga að vera okkur stöðug áminning. Hann segir frá islenska reðasafninu og alíslensk- um klæðskiptingi, en rekur jafnframt klæð- skipti Þórs í Þrymskviðu. Hann segir frá Rósu Ingólfsdóttur sem tákni erótíkur og Wolfgang gefin er út Múller, höfundur blámeisubókarinnar sem af forlagi Martins Schmitz. kvenleika, sem er auðvitað séríslenskt fyrir- brigði, og rannsakar kima hommamenning- arinnar á íslandi. Frásagnarhátturinn er einstaklega lifandi en Wolfgang nýtir sér í bókinni m.a. sagna- brot, bréf, viötöl og myndir af listaverkum. Listaverkin eru flest eftir Úlf Hróðólfsson sem er nokkurs konar íslenskt sjálf lista- mannsins. Verk Úlfs eru mörg einhvers kon- ar tilbrigði við náttúruleg stef. Sem dæmi má nefna krosskóngu- lóareggjaleirlistaverk og langvíueggssilf- urskúlptúr. Wolfgang hefur mikinn áhuga á fuglum, eins og nafn bókarinnar ber með sér, og eitt listaverka hans, sem ber nafnið Hringur, er nákvæm eftirlíking af hringum sem notaðir eru til þess að merkja relluhegra, nema þessi hringur er settur á mannsfingur og notaður til þess að merkja menn. Þær skýringar fylgja listaverkinu að nöfn eigenda þess séu skráð hjá Fuglaskoðun- arstöðinni Helgoland í Þýskalandi og til þess mælst að eftir lát eig- andans sé hringurinn sendur til fuglaskoðun- arstöðvarinnar með ít- arlegri skýrslu um öll ferðalög þess sem hring- inn hefur borið. Wolfgang Múller hef- ur einnig, ásamt mynd- listarmanninum Ástríði Ólafsdóttur, gert sér lít- ið fyrir og stofnað nýja Goethe-stofnun í Reykjavík. En eins og flestir muna var þessi mikil- væga menn- ingarstofnun lögð niður i mars sl. þrátt fyrir áköf mót- mæli íslendinga. Saman ætla Wolfgang og Ástríður að byggja upp bókasafn, myndbandasafn og listasafn og auk þess mun stofnunin m.a. leggja áherslu á málakennslu og álfafræði. „Fyrst Sambandslýðveldið Þýskaland vill ekki lengur reka Goethe-stofnun á íslandi hlýtur einkavæðing að koma til“ er haft eft- ir Wolfgang. Nýja Goethe-stofnunin verður opnuð í Nýlistasafninu í kvöld kl. 20. Nafnlaus skúlptúr Út er komin geislaplatan Kjár með þeim Hilmari Jenssyni gítarleikara og Skúla Sverrissyni rafbassaleikara en þeir Hilmar og Skúli eru þekktir sem tilraunamúsíkantar úr djassgeiranum. Samstarf þeirra tveggja er ekki nýtt af nálinni og þótt Skúli hafi búið í New York um árabil en Hilmar hér heima hafa þeir unnið töluvert saman á und- anförnum árum. Hilmar hefur verið fremstur i flokki djassmúsíkanta hér heima í alls kyns - frjálsri spila- mennsku og gaf út plötuna Dof- - inn árið 1995 hjá JAZZÍS en með_____________________ honum á þeirri plötu eru ýmsir félagar þeirra Skúla frá New York, að Skúla sjálfum ógleymd- um. Á nýju plötunni eru þeir aðeins tveir og eru upptökurn- ar frá því í september siðast- liðnum en Skúli tók þær síðan með sér út og fullvann plöt- una. Þrátt fyrir nokkra leit og góðan vilja finnst orðið Kjár ekki i Orðabók Menn- ingarsjóðs svo líta verður á nafnið sem hluta af spunan- um. „Lög“ plötunnar bera engin heiti, eru einungis númeruð, enda er um hreinan spuna að ræða i öllum tilvikum og því varla ástæða til sérstakra nafngifta. Geislaplötur Ársæll Másson Þaö má kannski einna helst likja plötunni við að horfa á nafnlausan skúlptúr. Ef rýnt er í þá má sjá ýmis kunnugleg form hér og þar en þeir trufla mann ekki ef litið er undan. Þegar hlustað er á plötuna er ekki erfltt að ímynda sér hitt og þetta, kirkju- klukkur, ýmis náttúru- hljóð, bílflaut, og svo er skyndilega á tali. Ég ætla mér þó ekki að fara að túlka spunann, það verður hver að gera fyrir sig, en hann er ótrúlega látlaus, ekkert um skyndileg skot eða snöggar styrkbreytingar. Og þeir Hilmar og Skúli sýna það hér að þeir eru afburðamenn í tónlist af þessu tagi. Umslag plötunnar er snoturt, Goddur sá um útlit þess en myndskreyting á framhlið er eftir Pétur F. Baldvinsson. Ég er þó svo gamaldags að ég hefði kosið aö hafa meiri upplýsingar á umslaginu. „Landslag væri lítils viröi ef það héti ekki neitt" sagöi borgarskáldið Tómas Guðmunds- son einhverju sinni í ljóði og ég tek undir það. Þar sem spuninn er allur nafnlaus fyndist mér kynning á þeim Hilmari og Skúla ekki svo óviö- eigandi, einhverjar upplýsingar ættu ekki að draga athyglina frá tónlistinni. Hilmar Jensson og Skúli Sverrisson: Kjár. Smekkleysa 1998. Leikhúsin við Tjörnina Leikfélag íslands ehf. í Iðnó og Vinnustofur leikara í Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22 hafa undirritað sam- komulag um víðtækt samstarf þessara húsa undir yfirskrift- inni Leikhúsin við Tjörnina. Samkomulagið stuðlar að hagræðingu í rekstri, auk þess sem húsin munu eiga víðtækt listrænt samstarf. Iðnó tekur að sér miöasölu á sýningar í Skemmtihús- inu og upplýsingar um sýningar beggja húsanna verður að finna í auglýs- ingum Iðnó i Morgunblað- inu og víðar. Frá 29. júlí mun miðasala Iðnó einnig annast sölu á aðgöngumið- um á The Saga of Guðriður. Ormstunga, sem gekk fyrir fullu húsi í Skemmtihúsinu, verður sýnd í Iðnó 10. ágúst nk. og er það upphafið að frekari samnýtingu húsanna á list- rænum viðburðum. Áshildur Haraldsdóttir fær góða dóma Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Pierre Morabia píanóleikari eru ný- komin úr tónleikaferö um Frakkland þar sem leikur þeirra fékk frábæra dóma. Þar sagði meðal annars í La Nouvelle République und- ir fyrirsögninni Töfraflautan að „stórfengleg og frumleg túlkun þeirra hefði dekraö við hrifna áheyr- endur". I blaða- grein um tón- leika þeirra í Chaumontkastala stóö, aö þó að áheyr- endur þekktu Pierre Morabia fyrir músíkalskt næmi og tæknilega hæfi- leika heföu þeir þetta kvöld uppgötvað virtúósinn Áshildi en gullflauta henn- ar heföi töfrað allan salinn. Áshildur og Morabia hafa bæði unn- iö til verðlauna í alþjóðlegum keppn- um og Pierre Morabia, sem kemur nú fram á íslandi í fyrsta skipti, hefur hlotið verðlaun í alþjóðlegri keppni pí- anóleikara í Epinal, Prix Albert Rous- sel og heiðursverðlaun Akademíu Maurice Ravels. Áshildur og Morabia munu halda tónleika nk. þriðjudag 4. ágúst kl. 20.30 í Listasafni Kópavogs. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Fauré, Alben- iz, Höller, Debussy, Roussel og Bizet- Borne. Fagrar heyrði ég raddirnar Á morgun kl. 10.15 veröur fluttur fyrsti þáttur í nýrri þáttaröö á rás 1. Þáttaröðin ber nafniö Fagrar heyrði ég raddimar og er umsjónarmaður þáttanna Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur. Þar mun Aðalsteinn leika lög sem sniðin eru að tón- listarsmekk hans og má búast við sígildum ljóða- söng, djasssöng, dægurlagasöng og ef til vill söng sem engin leiö er aö flokka til hlítar, t.d. söng þar sem óperusöngvarar syngja lög úr Broad- way-söngleikjum og ljóðasöngvarar syngja dægurlög. I fyrsta þættinum fá hlustendur meðal annars aö heyra í kontratenórn- um Andreas Scholl sem umsjónarmað- ur hefur að sögn sérstakt dálæti á. Umsjón Þórunn Hrefna wmmmimMm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.