Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 19 Dráttarbeisli-Dráttarbeisli Ný sending af dráttarbeislum í margar gerðir fólks- og jeppabifreiða. FJAÐRABUÐIN PARTUR HF. Eldshöföa 10, Reykjavík. Símar 567 8757 og 587 3720 A meðan Frakkar og Brassar börðust Ein af hetjum nýafstaðinnar heimsmeistarakeppni var Michael Owen, Liverpoolmaðurinn knái. Enska liðið komst fyrr í sumarfrí en það ætlaði sér eftir sorglegt tap. Michael lét það ekki á sig fá heldur skellti sér til Florida með kærust- unni sinni, Louise Bonsall, og pabba sínum, Terry. Þar léku þau við hvert annað á ýmsan hátt og lét Owen fara mjög vel um sig. Það er bara vonandi að hann hafi launað Louise nuddið á viðeigandi hátt því einstefna í þægindum er eins og all- ir vita óþolandi og óhugsandi til lengri tíma. Ólyginn sagði... ... að Jodie Foster sé mjög var- kár. Enda ekki skrýtið ef reynt er að drepa forseta Bandaríkjanna bara til að fá athygli hennar. Það má þvi ekki dæma Jodie hart fyr- ir að eyða 35 milljónum i öryggis- kerfi fyrir heimili sitt til að hún feeti fylgst betur með baminu sinu sem fæddist fyrir skemmstu. Leik- konan smáa mun geta fylgst með barninu hvaðan sem er: í gegnum tölvu sem birt- ir mynd- ir og hljóð. Skyldi vera hægt að forrita tölvuna í bleiu- skipti? ... að ólátabelgurinn og annar Oasisbróðirinn Liam Gallagher þyrfti aldeilis að opna veskið sitt. Hann þarf nefnilega að punga út rúmum sjö milljónum til fyrrver- andi ástralsk aðdáanda. Það er ekki af góðmennskunni hreinni og tærri sem karlkvölin ætlar að borga þetta heldur vegna þess að Ben Jones, 19 ára Ástrali, var að þvælast fyrir honum á tónleika- ferðalagi með þeim afleiðingum að Liam rak ennið í andlit Bens. Ben var ekki sterkbyggðari en svo að hann nefbrotnaði. Sjö milljónir eru samt ansi hátt verð fyrir smá- likamsrækt. Ríki s en d u r sko öu n óskar eftir aö ráöa starfsmerm i eftirtalin störf. Fjárhagsendurskoöun Viðfangsefni fjárhagsendurskoðunar felast m.a. í því að votta fjárhagsupplýsingar, láta í ljós álit á verklagi og heimildum til ráðstöfunar á opinberu skattfé. Áherslur í endurskoðunarstörfum hjá hinu opinbera eru breytilegar frá einum tíma til annars. Þar kemur einkum til sögu stöðug þróun i upplýsingatækni og upplýsingamiðlun, ný verkefni og breytt rekstrarumhverfi. Hœfniskröfur Leitað er eftir einstaklingi með próf frá viðskiptadeild Háskóla íslands sem hefur metnað til að takast á við fjölbreytileg viðfangsefni. Stjómsýsluendurskoðun Viðfangsefni stjórnsýsluendurskoðunar er m.a. að kanna meðferð og nýtingu ríkisfjár og hvort hag- kvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins. Hæfniskröfur Leitað er eftir einstaklingi með verkfræðimenntun og hefur metnað til að takast á við fjölbreytileg verkefni sem tengjast stjómsýsluúttektum m.a. hjá tækni- og framkvæmdastofnunum hins opinbera. Umhverfísendurskoöuu Lög um Ríkisendurskoðun gera ráð fyrir að hún geti kannað og gert grein fyrir hvernig stjórnvöld framfylgja áætlunum, lagafyrirmælum og skuldbindingum á sviði umhverfismála. Hér er um nýtt verkefnasvið að ræða sem m.a. kallar á erlend samskipti. Hæfniskröfur Leitað er eftir háskólamenntuðum einstaklingi með sérþekkingu á sviði umhverfismála. Próf til löggiltrar endurskoöunar/endurmermtun Ríkisendurskoðun býður þeim starfsmönnum sem áhuga hafa á að taka þátt í kennslu og þjálfun til undirbúnings fyrir löggildingarpróf í endurskoðun. Á haustmánuðum n.k. mun hefjast 2ja ára kerfisbundið nám til undirbúnings löggildingar í umsjón kennara við Háskóla íslands. Þá býður Ríkisendurskoðun starfsmönnum stöðuga endurmenntun til að tryggja faglega þekkingu þeirra á hinum fjölbreytilegu viðfangsefnum sem stofnunin fjallar um. Framkvæmd endurmenntunar felst m.a. í því að boðið er upp á þjálfun og námskeið sem haldin eru innan og utan Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun er fullgildur meðlimur í alþjóðasamtökum ríkisendur- skoðana INTOSAI, Evrópusamtökum ríkisendurskoðana EUROSAI og samstarfi norrænna' ríkis- endurskoðenda. Starfsmenn Fjöldi starfsmanna í föstum stöðugildum eru 42 talsins sem skiptist þannig: Löggiltir endurskoðendur 4, viðskipta- og hagfræðingar 22, lögfræðingar 4, aðrir 12. Launakerfi Launakerfi Ríkisendurskoðunar veitir svigrúm til að meta frammistöðu og árangur starfsmanna. Starfs- og frammistöðumat ásamt viðmiðun við launakjör á almennum vinnumarkaði er ráðandi við ákvörðun launakjara. Annaö Ríkisendurskoðun starfar á vegum Alþingis. Hlutverk hennar felst einkum í því að gefa upplýsingar og láta í ljós álit á ýmsum atriðum er tengjast fjárreiðum ríkisins. Þá skal Ríkisendurskoðun gera kannanir á því hvort þeim fjármunum sem skattgreiðendur láta af hendi sé ráðstafað á skilvirkan og hagkvæman hátt. IJmsóknum skal skila til Ríkisendurskoöunar, Skúlagötu 57, Pósthólf 5350, 125 Reykjavík, fyrir 15. ágúst. Reyklaus virmustaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.