Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 20
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 JjV Helgarblað DV í íslenska sendiherrabústaðnum á Bygdö í Noregi: Tvöfalt dýrari en forsetabústaðurinn DV, Bygf:_________________________ „Glapræði" er svarið sem Eiður Guðnason sendiherra hefur við spurningunni um hvort ekki væri ráð að selja íslenska sendiherrabú- staðinn á Bygdö í Noregi til að rétta ofurlítið af hallann á ríkissjóði. Þar Vcmtar víst fimm milljarða og í hús- inu á Bygdö liggja sennilega 100 til 120 milljónir króna. Kannski meira. Það eru nokkur prósent af því sem Seðlabankinn segir að hann Geir Haarde vanti. Enginn veit þó með vissu hve mikils virði húsið við Lang- viksveien númer 6 er. Svona hús eru ekki til sölu á hverjum degi en kaupendurnir bíða í röðum. Það er slagur um hvert hús sem losnar á Bygdö. Dýrustu hús á þess- um slóðum kosta allt að 350 milljón- ir króna. ekki nógu gamalt til að þar sé að bú- ast við miklum draugagangi. Þó geta húsráðendur staðfest að í búrinu er aldrei hörgull á Kvikk Lunsj súkkulaðikexi frá norsku sæl- gætisverksmiðjunni Freiu. Það bendir til draugagangs - reyndar af betri gerðinni - og er rakinn til Húsiö er áberandi reisulegt og glæsilegt. Stíllinn er nýklassískur eins og sést á mörgum timburhús- um f Noregi. Hér horfa sendiherrahjónin út yfir garöinn. DV-myndfr Gísli Kristjánsson í garöinum er m.a. stytta og gosbrunnur eftir Guömund frá Miödal. Góð fjárfesting Eygló Haraldsdóttir, sendiherra- frú og píanókennari, hristir bara höfuðið yfxr söluhugmyndunum þegar þau hjón fylgja gestinum út á tröppurnar. Ég fer að halda að til- lögur mínar í ríkisfjármálum séu ekki sérstaklega vel heppnaöar. Það var raunar eftir að hafa skoð- aö húsið, undir leiðsögn húsráö- enda, sem tíðindamaður DV fór að hugsa um að koma því í verð. Sem er strangt til tekið ekkert annað en ókurteisi. En samt. Það er ekki sjálfgefið að íslenska ríkið eigi rándýra glæsi- villu í útlöndum. Húsið á Bygdö er allt að því tvöfalt dýrara en bústað- ur forseta íslands á Bessastöðum. Er þörf á því? Rökin á móti eru að húsið hefur reynst arðsöm fjárfesting. Húsið var keypt árið 1952 fyrir 265 þúsund norskar krónur. Verð hússins er nú 40 til 50 sinnum meira - og hækkar ört þessi misserin í þenslunni í Nor- egi. Og það verður að vera hægt að taka á móti gestum við sæmilegar aðstæður. Bústaðurinn er líka bara að litlu leyti íbúðarhús sendiherra- hjónanna. Þau Eygló og Eiður eru senn á fórum frá Ósló og verða ekki I hús- inu á Bygdö nema nokkrar vikur i viöbót. Þau fara heim til íslands í ágúst en þá vantar mánuð í áð þau hafi verið ifimm ár í Ósló. Þau segjast munu sakna hússins, um- hVerfisins og vin- anna en samt; nú Ör kominn tími fil að flytja og takast á við ný Verkefni. En án söknuðar gerist það þó ekki. Alltaf nóg súkkulaði ; Trén við húsið feru svo há og víð- feðm aö það er Vonlaust að fá mynd af þeim öll- úm. Hér standa húsin dreift með 'ptórum görðum og voldugum újám. Stíll húss- ins verður að kallast nýklassískur, með súlum fyrir miðju og rómverskum göflum. Hér má líka ef grannt er skoðað finna áhrif frá sveitastílnum sem var mjög áberandi í Noregi um og fyrir síöustu aldamót. Það er stíll- inn sem er á Ráðherrabústaðnum í Reykjavík. Húsið er þó byggt eftir að sveita- stíllinn hafði lifað sitt fegursta. Það er byggt árið 1919 og nógu gamalt til að því fylgi góður andi en eiginlega í bústaönum eru margir notalegir setkrókar. fyrsta eiganda hússins, súkkulaði- konungsins Johans Throne Holst. Koma til að skríða á gólfinu Throne Holst byggði húsið eftir að hann var orðinn vel efnaður á súkkulaðigerðinni og þar bjó hann með fjölskyldu sinni til dauðadags árið 1946. Eiður hefur komist bæöi yfir sjálfsævisögu hans og aöra nýrri ævisögu. Þetta var merkur verksmiðjueigandi, manna fremstur í að virða rétt verkafólks og auðvit- að gerði hann súkkulaðið sitt að súkkulaði alls Noregs. „Lítið brot af Noregi" stendur á umbúðunum. Húsið sjálft er meira en lítið brot af norskum arkitektúr. Hér var ekk- ert til sparaö og fyrir kemur að áhugamenn um gamlar byggingar liggja flatir á gólfinu hjá íslensku sendiherrahjónunum og spá í hvemig parketið er samansett eða læðast með veggjum að skoða panel- inn. Veggfóðrið I borðstofunni er handmálað léreft og vart metið til fjár. Vafasamur gestur Það var ekkja súkkulaðikóngsins Throne Holst sem seldi íslenska rik- inu húsið. Hún á að hafa vijað að það kæm- ist i eigu einhvers sendiráðs. Síðar mun fjölskyldan hafa séð eftir söl- unni. Þá var of seint að iðrast og enn er húsið í eigu íslenska ríkis- ins. Enn furðulegra er að fjölskyldan lét ýmsa muni standa eftir í húsinu; forláta hollenska skápa og gerðarleg húsgögn. Þar á meðal er borðstofu- borð fyrir 22 gesti. Við þetta borð sátu gestir Throne Holst súkkulaðikóngs enda var hann á sínum tíma áhrifamaður í norsku þjóðlífi og stjómmál- um. Throne Holst stofnaði m.a. til skammvinnrar vináttu við Vidkun Quisling og bauð hon- um heim. Það var áratug áður en Quisling varð frægasti land- ráðamaður heimssögunnar og svo fór eftir stutt kynni að Throne Holst líkaði ekki þessi nýi vinur. „Kauptu það sem þarf" Núna sitja gestir sendiherra- hjónanna við þetta sama borð. Borðbúnaðurinn er líka af virðulegri gerðinni og var keyptur skömmu eftir að húsið var keypt. Þá var Bjarni Ásgeirsson frá Reykjum sendiherra og hann spurði Eystein Jónsson fjármálaráðherra hvað hann mætti eyða miklu í húsbúnað. „Kauptu það sem þarf‘ á Ey- steinn að hafa svarað og það gerði sendiherrann. Núna, nærri hálfri öld síðar, er þessi húsbúnaður enn nær allt sem þarf. Það eru helst glösin sem em farin að týna töl- unni. Eiður segir að þegar 22 em til borðs verði „húsráðendur að sætta sig við að sitja með glös sem ekki stæðust strangasta próf!“ Vantar fá í viðhald Núna er orðin þörf á að mála hús- ið að utan og gera því til góða á ýmsan hátt. Gömul timburhús þurfa mikið viðhald og sendiherrahjónin segja að nú verði ríkið aö kosta nokkm til við viðhald villunnar á Bygdö ef ekki eigi illa að fara. Fjárfesting í gömlum húsum verður fljótt lítils virði ef viðhaldi er ekki sinnt. Garðurinn er stór og þar eru verkefnin óþrjótandi. í garðinum er m.a. gosbmnnur með styttu eftir Guðmund frá Miðdal, laufskáli með vínviði og hlaðin steinbeö og við innkeyrsluna standa tveir upplýst- ir, íslenskir sveitabæir úr eir i róm- antískum Hriflu-stíl. Allt þetta þarf viðhald og þá verður að biðja Geir Haarde um meiri peninga. Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.