Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 * sumar gaf umhverfls- ReykjavSkur 1 sam- vinnu við staðar- haldarana í Viðey út handhók um Viðey. í bókinni er að finna ágætar upplýsingar um gróðurinn í Viðey, fuglana og jarð- fræðina. í hand- bókinni er auk þess kort yfir eyna þar sem sagt er frá merkustu stöðum Viðeyjar bæði frá sögulegu og jaröfræðilegu sjónarhomi. Ein(n) á báti Það getur verið ósköp leiðin- legt að hafa engan til að fara með í fríið. Víða um heim hafa feröaskrifstofur brugðist við þessum vanda og bjóða nú upp á sérstakar ferðir fyrir ein- hleypa. Nýjungin hefur fallið í góðan jarðveg og hafa ófá hjóna- bönd orðið til í kjölfar þessara ferða. Engum sögum fer af því hvort íslenskar ferðaskrifstofúr hafi velt fyrir sér að bjóða upp á sérstakar „mökunarferðir". Golf á Kúbu Fidel Kastró, kommúnismi og viðskiptabann Bandaríkjanna er það sem flestum dettur í hug er þeir heyrast minnst á eyjuna Kúbu i Karíba- hafi. Islending- ar að spila golf á Kúbu hljómar frekar eins og lygasaga en er engu að siður staðreynd. Dag- ana 16.-22. nóv- ember bjóða Samvinnuferðir- Landsýn upp á ferð til Kúbu og við hlið hótelsins, sem gist verður í, er afar glæsilegur 18 holu golfvöllur sem er par 72 og 6.269 m langur. Á staðnum er einnig golfverslun, æfingaraö- staða og aðstaða til að æfa pútt- ið. Skemmtigarður Spánarferðir hafa ávallt verið vinsælar hjá landanum enda er þar að finna það sem flestir ís- lendingar telja sig fara á mis við mestan hluta ævi sinnar, þ.e. gott veður. Fyrir skömmu var reistur í nágrenni Barcelona einn glæsilegasti skemmtigarður Evrópu og ber hann nafnið Port Aventura. Þetta er draumastaður fjöl- skyldunnar og er nauösynlegt fyrir þá sem eru á leið til Spán- ar að heimsækja garðinn í einn til tvo daga. .Oruggt flug' Austria-Based Lauda Air hef- ur gefið orðunum öruggt flug nýja merkingu. Undanfarin ár hefur fylgt hverjum flugmiða sem keyptur er af flugfélaginu box með ferðasokkum, handá- burði og tannbursta, en nú fyr- ir skömmu tók félagið upp á að setja smokk meö í boxið. Christine Gottfried hjá flugfé- laginu segir aö farþegar hafi tekið þessari nýjung afar vel en ekki fylgir sögunni hvort með- limum í mile-high club hafi fjölgað mikiö í kjölfariö. Tjald galdramannsins I Lónkoti er Hálfdánar-hring- ur sem er stærsta mannvirki sinnar tegundar á íslandi. Tjaldið er aöeins notað á sumrin þegar veður eru hvað hagfelldust. Þann tima er Hálfdán- ar-hringur m.a. notaður sem skemmtistaður, fyrir tónlistarflutning, sjón- leiki, sýningar og ættarmót. í stuttu máii sagt vettvangur ým- iss konar gjörninga. -me ferdir Þársmörk: 41 i. Þórsmörk er ein af nátt- úruperlum íslands. Stórkost- legt landslag, fallegar göngu- leiðir, gróður og veðursæld hefur gert það að verkum að Þórsmörk hefur undanfarin ár verið afar vinsæll ferða- mannastaður. Þórsmörk er há- lendisrani vestan við Mýrdals- jökul og liggur á milli Markar- fljóts og Þröngár að norðan og Krossár að sunnan. „Um helg- ina verðum við með tvær ferð- ir í Þórsmörk. Fyrri hópurinn fór í morgun og verður fram á sunnudag en sá síðari fer í kvöld og kemur á mánudag- inn,“ segir Kristján M. Bald- ursson, framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands. „Einn kunnasti ferðamanna- staður í Þórsmörk er Langidal- ur. í mynni dalsins er Ferðafé- lag íslands með sæluhús, Skagíjörðsskála, þar sem er svefnpláss fyrir 75 ..manns. Langidalur er grænn og grös- ugur dalur og þaðan er fagurt útsýni til Eyjafjallajökuls. Dal- urinn er breiðastur syðst, mjókkar og hækkar til norð- urs og endar á Húsadalsbrún- um ofan við hellinn Snorra- ríki.” Aöstaða í Langadal er í alla staði góð. „í Skagfjörðsskála erum við með öll helstu þæg- indi, þar er eldhús, setustofa og rúmgóðar vistarverur fyrir smærri eða stærri hópa. Versl- un er á staðnum, sturtur og þrjú útigrill, þar af eitt stórt og yfirbyggt. Einnig er prýði- legt tjaldstæði í dalnum.” Þaö er alltaf gaman í Þórsmörk. Landslagið er stórkostlegt og svæðið er hrein paradís fyrir göngugarpa. íslenskir fjallaleiðsögumenn: Útivistarnámskeið fyrir unglinga íslenskir fjallaleiðsögumenn er fé- lag nokkurra leiðsögumanna með áralanga reynslu í göngu-, fialla- og skíðaferðum. í fyrrasumar héldu Islenskir fiallaleiðsögumenn í fyrsta skipti útivistarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 13-15 ára og tókst svo vel til aö ákveðið var að halda áfram með námskeiðið í súmar. Þátttak- endur gista í tjaldbúðum í Skafta- felli og þaðan er farið í gönguferðir, fiöruferðir og fuglaskoðun auk þess sem þátttakendum eru kennd grunnatriði í ís- og klettaklifri. í hverjum hópi eru 8-15 þátttakendur. Unga kynslóðin hefur verið ánægð með námskeiðin og sótt þau vel. Tvö námskeið eru eftir í sumar og verða þau haldin 10.-15. ágúst og Á námskeiðinu læra unglingarnir 17.-22. ágúst. -me grunnatriði í klettaklifri. Eftir göngu á Valahnúk er gott að setj- ast niður, hvíla lúin bein og fá sér í gogginn. Paradís fyrir göngugarpa Það er alltaf gaman í Þórsmörk og er svæðið hrein paradís fyrir gönguáhugamenn. „Þórsmörkin er samfellt göngusvæði og er Langidalur, sem er miðsvæðis í Mörkinni, hentugur sem miðstöð til styttri og lengri gönguferða. Ganga á Valahnúk er ávallt vin- sæl en þaðan má ganga vestur á Merkurrana. Á Merkurrana hafa fundist rústir bæja frá þjóðveldis- timanum, m.a. á Þuríðarstöðum. Á þessum slóðum og víðar um Mörkina er að finna skemmtilega hellisskúta, m.a. Valahnúksból og Sóttarhelli. Snorraríki er afar skemmtilegur hellir og upp í hann geta hugdjarfir og fimir ferða- menn klifrað. Tindfiallahringur- inn er vinsæl gönguleiö en hann liggur upp úr Slyppugili um Tind- fjallagil og til baka um Stangar- háls við Stóraenda og þaðan í Langadal. Af öðrum áhugaverðum stöðum má nefna Hamraskóga norður undir Þröngá og svæðið sunnan Krossár, Stakkholt og Goðaland en göngubrú á Krossá undir Vala- hnúki tengir þau svæði við Þórs- mörkina.” Það er því ýmislegt hægt að skoða í Þórsmörídnni og tilvalið fyrir fiölskylduna að koma og slappa af í þessu fagra umhverfi. Ferðafélag íslands er með helgarferð í Þórs- mörk um hverja helgi fram í októ- ber og á sunnudögum og miðviku- dögum er boðið upp á dagsferðir. Til 17. ágúst verða einnig dags- ferðir á mánudögum. Þeir sem vilja koma á eigin vegum og gista í tjöldum eða skála eru velkomnir og ef fólk hefur áhyggjur af að komast ekki yfir Krossá á eigin jeppa eru skálaverðir og fleira að- stoðarfólk tilbúið að leiðbeina. -me Eyjahopp í Grikklandi: Skemmtun, frjálsræði og sveigjanleiki Ferðaskrifstofa stúdenta sérhæfir sig í ferðum fyrir imgt fólk. Á hverju ári fer fiöldi fólks með Ferðaskrifstofu stúdenta í svokallað- ar ævintýraferðir á vegum Encounter Overland og Contiki ferðaskrifstofanna sem sérhæfa sig í slíkum ferðum. í boði eru fiölmargir ferðamöguleikar til framandi staða á borð við Asíu, Afr- íku og S-Ameríku en einnig er ævin- týra leitað á hefðbundnari slóðum svo sem í Evrópu. Contiki býður upp á ógleyman- lega 14 daga ferð, Eyjahopp í Grikk- landi. Einkunnarorð ferðaskrifstof- unnar eru skemmtun, frjálsræði, sveigjanleiki og eru allar ferðir Contiki byggðar á þeirri formúlu. Brottfór í Eyjahoppið er frá Aþ- enu alla sunnudaga til 27. septem- ber. Hópurinn hittist í Aþenu og er þar farið yfir það helsta sem gera á ferðinni. Fyrstu tvo dagana er farið í skoðunarferð um hina merku borg Aþenu. Farið er upp á Akrópólis- hæð þar sem Meyjarhofið og Erek- þeionhofið standa enn þá. Hofin voru byggð á 5. öld f.Kr. en hafist var handa við að endurbyggja hin fomu hof á 19. öld. Hinir víðfrægu A Akrapólishæð í Aþenu standa Meyjarhofið og Erekþeionhof en þau voru byggð á fimmtu öld f. Kr. flóamarkaðir Aþenu eru heimsóttir og komið við í einhverjum af hinum fiölmörgu kaffihúsum í Plaka-hverf- inu. Að tveimur dögum liðnum er haldið áfram með ferjunni til eld- fiallaeyjunnar Santorini þar sem dvalið er í nokkra daga, sólskinið sleikt á ströndinni og næturlífið kannað. Frá Santorini er haldið til Paros þar sem tækifæri gefst til að fara á seglbretti og heimsækja þorp- ið Naoussa sem er dæmigert fyrir lítil grísk þorp. Á eyjunni Mykonos, sem er næsti áfangastaður, er dval- ið í nokkra daga í góðu yfirlæti. Far- ið er í göngutúra um eyjuna, legið í sólbaði og farið í alls kyns vatnaí- þróttir eins og brimbretti og þotu- skíði. Ferðin endar þar sem hún hófst í Aþenu og þar gerir hópurinn sér glaðan dag síðasta kvöldið. -me «.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.