Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Qupperneq 37
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
*
sumar gaf umhverfls-
ReykjavSkur 1 sam-
vinnu við staðar-
haldarana í Viðey
út handhók um
Viðey. í bókinni er
að finna ágætar
upplýsingar um
gróðurinn í Viðey,
fuglana og jarð-
fræðina. í hand-
bókinni er auk
þess kort yfir eyna þar sem
sagt er frá merkustu stöðum
Viðeyjar bæði frá sögulegu og
jaröfræðilegu sjónarhomi.
Ein(n) á báti
Það getur verið ósköp leiðin-
legt að hafa engan til að fara
með í fríið. Víða um heim hafa
feröaskrifstofur brugðist við
þessum vanda og bjóða nú upp
á sérstakar ferðir fyrir ein-
hleypa. Nýjungin hefur fallið í
góðan jarðveg og hafa ófá hjóna-
bönd orðið til í kjölfar þessara
ferða. Engum sögum fer af því
hvort íslenskar ferðaskrifstofúr
hafi velt fyrir sér að bjóða upp
á sérstakar „mökunarferðir".
Golf á Kúbu
Fidel Kastró, kommúnismi og
viðskiptabann Bandaríkjanna
er það sem flestum dettur í hug
er þeir heyrast minnst á eyjuna
Kúbu i Karíba-
hafi. Islending-
ar að spila golf
á Kúbu hljómar
frekar eins og
lygasaga en er
engu að siður
staðreynd. Dag-
ana 16.-22. nóv-
ember bjóða Samvinnuferðir-
Landsýn upp á ferð til Kúbu og
við hlið hótelsins, sem gist
verður í, er afar glæsilegur 18
holu golfvöllur sem er par 72 og
6.269 m langur. Á staðnum er
einnig golfverslun, æfingaraö-
staða og aðstaða til að æfa pútt-
ið.
Skemmtigarður
Spánarferðir hafa ávallt verið
vinsælar hjá landanum enda er
þar að finna það sem flestir ís-
lendingar telja sig fara á mis
við mestan hluta ævi sinnar,
þ.e. gott veður. Fyrir skömmu
var reistur í nágrenni
Barcelona einn glæsilegasti
skemmtigarður Evrópu og ber
hann nafnið Port Aventura.
Þetta er draumastaður fjöl-
skyldunnar og er nauösynlegt
fyrir þá sem eru á leið til Spán-
ar að heimsækja garðinn í einn
til tvo daga.
.Oruggt flug'
Austria-Based Lauda Air hef-
ur gefið orðunum öruggt flug
nýja merkingu. Undanfarin ár
hefur fylgt hverjum flugmiða
sem keyptur er af flugfélaginu
box með ferðasokkum, handá-
burði og tannbursta, en nú fyr-
ir skömmu tók félagið upp á að
setja smokk meö í boxið.
Christine Gottfried hjá flugfé-
laginu segir aö farþegar hafi
tekið þessari nýjung afar vel en
ekki fylgir sögunni hvort með-
limum í mile-high club hafi
fjölgað mikiö í kjölfariö.
Tjald galdramannsins
I Lónkoti er Hálfdánar-hring-
ur sem er stærsta mannvirki
sinnar tegundar á íslandi.
Tjaldið er
aöeins notað
á sumrin
þegar veður
eru hvað
hagfelldust.
Þann tima
er Hálfdán-
ar-hringur m.a.
notaður sem skemmtistaður,
fyrir tónlistarflutning, sjón-
leiki, sýningar og ættarmót. í
stuttu máii sagt vettvangur ým-
iss konar gjörninga.
-me
ferdir
Þársmörk:
41
i.
Þórsmörk er ein af nátt-
úruperlum íslands. Stórkost-
legt landslag, fallegar göngu-
leiðir, gróður og veðursæld
hefur gert það að verkum að
Þórsmörk hefur undanfarin ár
verið afar vinsæll ferða-
mannastaður. Þórsmörk er há-
lendisrani vestan við Mýrdals-
jökul og liggur á milli Markar-
fljóts og Þröngár að norðan og
Krossár að sunnan. „Um helg-
ina verðum við með tvær ferð-
ir í Þórsmörk. Fyrri hópurinn
fór í morgun og verður fram á
sunnudag en sá síðari fer í
kvöld og kemur á mánudag-
inn,“ segir Kristján M. Bald-
ursson, framkvæmdastjóri
Ferðafélags íslands.
„Einn kunnasti ferðamanna-
staður í Þórsmörk er Langidal-
ur. í mynni dalsins er Ferðafé-
lag íslands með sæluhús,
Skagíjörðsskála, þar sem er
svefnpláss fyrir 75 ..manns.
Langidalur er grænn og grös-
ugur dalur og þaðan er fagurt
útsýni til Eyjafjallajökuls. Dal-
urinn er breiðastur syðst,
mjókkar og hækkar til norð-
urs og endar á Húsadalsbrún-
um ofan við hellinn Snorra-
ríki.”
Aöstaða í Langadal er í alla
staði góð. „í Skagfjörðsskála
erum við með öll helstu þæg-
indi, þar er eldhús, setustofa
og rúmgóðar vistarverur fyrir
smærri eða stærri hópa. Versl-
un er á staðnum, sturtur og
þrjú útigrill, þar af eitt stórt
og yfirbyggt. Einnig er prýði-
legt tjaldstæði í dalnum.”
Þaö er alltaf gaman í Þórsmörk. Landslagið er stórkostlegt og svæðið er
hrein paradís fyrir göngugarpa.
íslenskir fjallaleiðsögumenn:
Útivistarnámskeið fyrir unglinga
íslenskir fjallaleiðsögumenn er fé-
lag nokkurra leiðsögumanna með
áralanga reynslu í göngu-, fialla- og
skíðaferðum.
í fyrrasumar héldu Islenskir
fiallaleiðsögumenn í fyrsta skipti
útivistarnámskeið fyrir krakka á
aldrinum 13-15 ára og tókst svo vel
til aö ákveðið var að halda áfram
með námskeiðið í súmar. Þátttak-
endur gista í tjaldbúðum í Skafta-
felli og þaðan er farið í gönguferðir,
fiöruferðir og fuglaskoðun auk þess
sem þátttakendum eru kennd
grunnatriði í ís- og klettaklifri. í
hverjum hópi eru 8-15 þátttakendur.
Unga kynslóðin hefur verið ánægð
með námskeiðin og sótt þau vel.
Tvö námskeið eru eftir í sumar
og verða þau haldin 10.-15. ágúst og Á námskeiðinu læra unglingarnir
17.-22. ágúst. -me grunnatriði í klettaklifri.
Eftir göngu á Valahnúk er gott að setj-
ast niður, hvíla lúin bein og fá sér í
gogginn.
Paradís fyrir
göngugarpa
Það er alltaf gaman í Þórsmörk og
er svæðið hrein paradís fyrir
gönguáhugamenn. „Þórsmörkin
er samfellt göngusvæði og er
Langidalur, sem er miðsvæðis í
Mörkinni, hentugur sem miðstöð
til styttri og lengri gönguferða.
Ganga á Valahnúk er ávallt vin-
sæl en þaðan má ganga vestur á
Merkurrana. Á Merkurrana hafa
fundist rústir bæja frá þjóðveldis-
timanum, m.a. á Þuríðarstöðum.
Á þessum slóðum og víðar um
Mörkina er að finna skemmtilega
hellisskúta, m.a. Valahnúksból og
Sóttarhelli. Snorraríki er afar
skemmtilegur hellir og upp í hann
geta hugdjarfir og fimir ferða-
menn klifrað. Tindfiallahringur-
inn er vinsæl gönguleiö en hann
liggur upp úr Slyppugili um Tind-
fjallagil og til baka um Stangar-
háls við Stóraenda og þaðan í
Langadal.
Af öðrum áhugaverðum stöðum
má nefna Hamraskóga norður
undir Þröngá og svæðið sunnan
Krossár, Stakkholt og Goðaland
en göngubrú á Krossá undir Vala-
hnúki tengir þau svæði við Þórs-
mörkina.”
Það er því ýmislegt hægt að skoða
í Þórsmörídnni og tilvalið fyrir
fiölskylduna að koma og slappa af
í þessu fagra umhverfi. Ferðafélag
íslands er með helgarferð í Þórs-
mörk um hverja helgi fram í októ-
ber og á sunnudögum og miðviku-
dögum er boðið upp á dagsferðir.
Til 17. ágúst verða einnig dags-
ferðir á mánudögum. Þeir sem
vilja koma á eigin vegum og gista
í tjöldum eða skála eru velkomnir
og ef fólk hefur áhyggjur af að
komast ekki yfir Krossá á eigin
jeppa eru skálaverðir og fleira að-
stoðarfólk tilbúið að leiðbeina.
-me
Eyjahopp í Grikklandi:
Skemmtun, frjálsræði
og sveigjanleiki
Ferðaskrifstofa
stúdenta sérhæfir
sig í ferðum fyrir
imgt fólk. Á hverju
ári fer fiöldi fólks
með Ferðaskrifstofu
stúdenta í svokallað-
ar ævintýraferðir á
vegum Encounter
Overland og Contiki
ferðaskrifstofanna
sem sérhæfa sig í
slíkum ferðum. í
boði eru fiölmargir
ferðamöguleikar til
framandi staða á borð við Asíu, Afr-
íku og S-Ameríku en einnig er ævin-
týra leitað á hefðbundnari slóðum
svo sem í Evrópu.
Contiki býður upp á ógleyman-
lega 14 daga ferð, Eyjahopp í Grikk-
landi. Einkunnarorð ferðaskrifstof-
unnar eru skemmtun, frjálsræði,
sveigjanleiki og eru allar ferðir
Contiki byggðar á þeirri formúlu.
Brottfór í Eyjahoppið er frá Aþ-
enu alla sunnudaga til 27. septem-
ber. Hópurinn hittist í Aþenu og er
þar farið yfir það helsta sem gera á
ferðinni. Fyrstu tvo dagana er farið
í skoðunarferð um hina merku borg
Aþenu. Farið er upp á Akrópólis-
hæð þar sem Meyjarhofið og Erek-
þeionhofið standa enn þá. Hofin
voru byggð á 5. öld f.Kr. en hafist
var handa við að endurbyggja hin
fomu hof á 19. öld. Hinir víðfrægu
A Akrapólishæð í Aþenu standa Meyjarhofið og
Erekþeionhof en þau voru byggð á fimmtu öld f. Kr.
flóamarkaðir Aþenu eru heimsóttir
og komið við í einhverjum af hinum
fiölmörgu kaffihúsum í Plaka-hverf-
inu.
Að tveimur dögum liðnum er
haldið áfram með ferjunni til eld-
fiallaeyjunnar Santorini þar sem
dvalið er í nokkra daga, sólskinið
sleikt á ströndinni og næturlífið
kannað. Frá Santorini er haldið til
Paros þar sem tækifæri gefst til að
fara á seglbretti og heimsækja þorp-
ið Naoussa sem er dæmigert fyrir
lítil grísk þorp. Á eyjunni Mykonos,
sem er næsti áfangastaður, er dval-
ið í nokkra daga í góðu yfirlæti. Far-
ið er í göngutúra um eyjuna, legið í
sólbaði og farið í alls kyns vatnaí-
þróttir eins og brimbretti og þotu-
skíði. Ferðin endar þar sem hún
hófst í Aþenu og þar gerir hópurinn
sér glaðan dag síðasta kvöldið. -me
«.