Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Side 46
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 Til hamingju með afmælið l.ágúst 75 ára Helgi Oddsson, Merkigerði 12, Akranesi. Karl Ólafsson, Réttarholti 5, Borgamesi. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum í Félagsbæ, húsi Verkalýösfélagsins í Borgamesi, að kvöldi 1. ágúst frá klukkan 19. Kristín Axelsdóttir, Grímstungu 1, Reykjahlið. Ólafur Jónsson, Urriðavatni, Fellahreppi. Unnur Marinósdóttir, Austurbergi 32, Reykjavík. 70 ára Ármann Jóhannsson, Hólalandi 6, Stöövarfirði. Helga Guðjónsdóttir, Skólabraut 26, Akranesi. Óli Ingvarsson, Geitagili, Vesturbyggð. 60 ára Ásta Erla Ósk Einarsdóttir, Óðinsvöllum 1, Keflavík. Birgir Jónsson, Laufrima 4, Reykjavik. 50 ára Elsa Sveinsdóttir, Skeljatanga 24, Mosfelisbæ. Jóninna Margrét Hjartardóttir, Grundartanga 8, Mosfellsbæ. Kristlaug Karlsdóttir, Lautasmára 16, Kópavogi. 40 ára Ágústa Hjaltadóttir, Lundi III, Nýbýlavegi, Kópavogi. Hannes Haraldsson, Víöigeröi 2, Akureyri. Lilja Brynja Guðjónsdóttir, Oddabraut 17, Þorlákshöfn. Vala Haraldsdóttir, Skógarhlíð 12, Reykjavík. Þórunn Elídóttir, Laugarnesvegi 106, Reykjavík. Öra Guðnason, Úthlíð 4, Reykjavík. Kolbeinn Helgason Kolbeinn Helgason, Mávahrauni 14, Hafnarfirði, verður sjötugur á morgun. Starfsferll Kolbeinn fæddist á Hrappsstöðum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Hann vann við verslunar- og skrif- stofustörf á Akureyri 1949-56 og 1962-77, vann við fiskvinnslu í Vest- mannaeyjum, á Raufarhöfn og á Ak- ureyri 1957-61 og hefur verið skrif- stofustjóri á Hrafnistu DAS í Hafn- arfirði frá 1977. Kolbeinn sat í stjóm Félags versl- unar- og skrifstofufólks á Akureyri 1953-77, V£ir gjaldkeri þar 1953-56, varaformaður 1967-1975 og formað- ur félagsins 1976-1977. Hann sat flest Alþýðusambandsþing 1956-76 sem fullrúi félagsins og var kjörinn heiðursfélagi þess 18.4. 1996. Kolbeinn sat í stjóm Alþýðu- flokksfélags Akureyrar í nokkur ár, var formaður þess 1966-69 og sat í flokksstjórn Alþýðu- flokksins 1966-70. Hann sat í stjóm Krossanes- verksmiðjunnar 1966-70 og í framtalsnefnd Akur- eyrarkaupstaðar 1968— 1977. Þá hefur hann starf- að í Oddfellowreglunni um árabil. Fjölskylda Kolbeinn kvæntist 8. ágúst 1964 Sigríði Aðal- björgu Jónsdóttur, f. 13. nóvember 1928, forstöðu- konu á Hrafnistu DAS i Hafnarfirði. Foreldrar hennar eru Jón Jónsson, fyrrv. skipstjóri, frá Tjömum í Eyja- firði og kona hans, Guðbjörg Bene- diktsdóttir. Dætur Kolbeins og Sigríðar em Guðrún Emilía, f. 24. desember 1970, og Kristín, f. 24. janúar 1974. Bræður Kolbeins, samfeðra, eru Haukur, húsvörður Digranesskóla í Kópavogi, kvæntur Hall- dóru Guðmundsdóttur: Njáll, iðnverkamaður á Akureyri, kvæntur Öldu Einarsdóttur, en þeir eru báðir látnir, og Haraldur, fyrrv. kaupfélagsstjóri Kaupfélags verkamanna á Akureyri, kvæntur Ás- laugu Einarsdóttur, fyrrv. bæjarfulltrúa á Ak- ureyri. Foreldrar Kolbeins voru Helgi Kolbeinsson, b. á Hrappsstöðum, síðar verkamaður á Akureyri, og k.h., Guðrún Jónsdóttir. Ætt Helgi var sonur Kolbeins, b. á Svertingsstöðum í Öngulsstaða- hreppi, Jónssonar og konu hans, Ingibjargar, systur Sigurlaugar, ömmu Indriða Indriðasonar rithöf- undar. Ingibjörg var dóttir Jósefs, b. á Kálfborgará í Bárðardal, Þórarins- sonar, b. á íshóli í Bárðardal, Jóns- sonar. Móðir Ingibjargar var Helga, systir Ásmundar á Hvarfi í Bárðar- dal, föður Valdimars ritstjóra, föður Héðins alþingismanns. Helga var dóttir Sæmundar, b. á Amdísarstöð- um, bróður Jóns, langafa Barða, fyrrv. skrifstofustjóra VSÍ, og Krist- jáns forstjóra, Friðrikssona. Jón var einnig langafi Þóris, afa Höskuldar Þráinssonar prófessors. Sæmundur var sonur Torfa, b. í Holtakoti, Jónssonar, b. á Kálfárborg, Álfa- Þorsteinssonar, b. á Ytrileikskálaá, Gunnarssonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Sól- heimatungukoti, Bjarnasonar og konu hans, Halldóru Jónsdóttur, b. í Hrisnesi í Þverárhlíð, Sigurðssonar, b. í Sanddalstungu, Jónssonar, b. og dbrm. í Deildartungu, Þorvaldsson- ar, ættföður Deildartunguættarinn- ar Kolbeinn verður að heiman. Kolbeinn Helgason Símon Edvald Traustason Símon Edvald Traustason, bóndi að Ketu í Hegranesi í Skagafirði, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Símon fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja 1964, stundaði nám við Iðnskólann í Vest- mannaeyjum og lærði þar húsa- smíði og lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjalta- dal 1967. Þá lauk hann einkaflug- mannsprófi 1982. Símon hóf búskap að Egg í Hegra- nesi vorið 1969 en festi kaup á jörð- inni Ketu 1974 og hefur stundað þar búskap síðan. Símon hefur setið í sveitarstjórn frá 1978 að einu kjörtímabili undan- skildu og var oddviti 1994-98, situr í stjóm Búnaðarfélags Rípurhrepps frá 1979 og er formaður þess frá 1989, hefur verið formaður Náttúru- vemdamefndar Skagaíjarðar sl. sex ár og situr í fjölda nefnda á vegum sveitar sinnar. Fjölskylda Símon kvæntist 27.7. 1968 Ingi- björgu Jóhönnu Jóhannesdóttur, f. 12.5. 1947, húsmóður. Hún er dóttir Jóhannesar Ingimars Hannessonar, f. 21.3. 1913, bónda að Egg í Hegra- nesi, og k.h., Jónínu Sigurðardótt- ur, f. 30.4. 1914, húsfreyju. Böm Símonar og Ingibjargar Jó- hönnu em Jónína Hrönn Símonar- dóttir, f. 10.1. 1969, kennari á Þing- eyri við Dýrafjörð, gift Sigurjóni Hákoni Kristjánssyni og eiga þau tvö börn; Jóhannes Hreiðar Símonarson, f. 24.8.1973, nemi við búvís- indadeild Bændaskólans á Hvanneyri, kvæntur Helgu Sigurðardóttur og eiga þau eitt barn; Ragn- heiður Hlín Símonardótt- ir, f. 6.8. 1979, nemi en maður hennar er Rögn- valdur Óli Jónsson og eiga þau eitt bam; Gígja Hrund Símonardóttir, f. 7.12. 1984, nemi. Systkini Símonar eru Halldóra Traustadóttir, f. 28.6. 1939, ljósmóðir í Reykjavík; Guöjón Traustason, f. 23.4. 1943, vélvirki í Kópavogi; Komelíus Traustason, f. 30.5. 1946, húsasmíðameistari í Kópavogi; Sólveig Rósa Traustadótt- ir, f. 12.7. 1950, sjúkraliði í Reykjavík; Vörður Leví Traustason, f. 21.10. 1952, bifvélavirki og forstöðu- maður Hvítasunnukirkj- unnar í Reykjavík, bú- settur í Kópavogi; Guð- rún Ingveldur Trausta- dóttir, f. 5.3. 1954, sjúkra- liði í Reykjavík. Foreldrar Símonar eru Trausti Guðjónsson, f. 13.8. 1915, húsasmíða- meistari í Kópavogi, og Ragnheiður Jónsdóttir, f. 12.10.1917, húsmóðir. Símon og Ingibjörg eru að heim- an og dvelja um þessar mundir í ís- lendingabyggðum í Kanada. Sfmon Edvald Traustason. Olafur Agúst Veturliðason Ólafur Ágúst Vetur- liðason múrari, Vestur- túni 38, Bessastaðahreppi verður sjötugur á morg- un, 1.8. Starfsferill Ólafur fæddist í Vatna- dal í Súgandafirði sem var æskuheimili hans til tuttugu ára aldurs. Þar var fært frá til ársins 1942 og var Ólafur með síðustu hjásetudrengjum. Hann flutti tvítugur til Suðureyrar og stundaði þar fiskvinnu. Síðan flutti hann til Ísaíjarðar, hóf nám við Iðnskóla ísa- fjarðar og lauk prófi í múraraiðn 1961. Ólafur flutti, ásamt eiginkonu sinni, til Hafnarfjarðar 1962 þar sem þau byggðu sér hús að Blómvangi 18 og áttu þar heima lengst af. Ólaf- ur hefur ætíð unnið við iðn sina, m.a. vann hann í sjö ár við múraravinnu í Borgarsjúkráhúsinu, en lengst af hefur hann unn- ið við flokkstjórn yfir múrurum í kersmiðju hjá íslenska Álfélaginu í Straumsvík. Einnig hefur Ólafur gegnt mörgum trúnaðarstörfum í Múr- arafélagi Reykjavíkur. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Kristín S. Guðmundsdóttir, f. 14.9.1941, en hún hefur starfað hjá DAS í Hafnarfirði. Foreldrar Kristínar voru Guðmund- ur Sveinsson, skrifstofumaður við Kaupfélag ísfirðinga og síðar kaup- félagsstjóri í Hafnarfirði, og Guðrún Sigurðardóttir kaupakona. Þau eru bæði látin. Böm Ólafs og Kristínar eru Andr- ea, f. 5.11. 1960, leikskólakennari, gift Erlendi Gunnarssyni húsasmið og eiga þau tvö böm; Guðrún, f. 11.11.1961, kjólameistari en sambýl- ismaður hennar er Skúli Gunnars- son kennari og eiga þau tvö böm; Ármann, f. 3.2. 1964, pípulagninga- maður, kvæntur Árdísi Olgu Sig- urðardóttur tannsmið og eiga þau tvö böm; Helga, f. 6.12. 1969, mót- tökustjóri, var gift Ágústi Helgasyni en þau skildu og eiga þau tvö börn en sambýlismaður hennar er Berg- ur Helgason verkfræðingur; Ágúst, f. 20.5.1972, sölumaður en sambýlis- kona hans er Rebekka Rut Sævars- dóttir verslunarmaður. Systkini Ólafs eru Guðmundur Andrés, f. 19.11. 1914, d. 14.4. 1959; Guðni Egill, f. 21.2. 1916, d. 6.4. 1916; Helga Guðríður, f. 13.8. 1917, d. 7.1. 1993; Guðrún, f. 31.5. 1921, búsett á ísafirði; Þórdís Sigríður, f. 17.7. 1926, d. 29.3. 1927; Guðrún Jónsdótt- ir, f. 4.10.1931 (fóstursystir), búsett í Reykjavík. Foreldrar Ólafs voru Veturliði Híram Guðnason, bóndi í Vatnadal, Súgandafirði, vann síðar við áhnýt- ingar, seglasaum og seglaviðgerðir á Suðureyri, og Andrea Guðmunds- dóttir, húsmóðir í Vatnadal. Þau em bæði látin. Ólafur verður heima á afmælis- daginn. Heitt verður á könnunni frá kl. 15.00 og vonast hann til að sjá sem flesta vini og ættingja. Ólafur Ágúst Veturliöason. Guðrún Möller Magnússon Guðrún Möller Magnússon hjúkr- unarkona, Skólavegi 5, Keflavík, verður níræð á mánudaginn, 3.8. Starfsferill Ella Gudrun Möller Magnússon fæddist í Kaupmannahöfn. Hún lauk hjúkrunamámi við Roskilde Amts sygehus 1936 og framhalds- námi í geðhjúkmn við Sct. Hans Hosp. Hróarskeldu í desember sama ár. Guðrún vann síðan við Frantz Howits Födehjem til 1937, St. Jos- ephs Hospital I Kaupmannahöfn í eitt ár, St. Josephs Hospital í Óðins- véum í sex mán., starfaði á St. Jós- epsspítalanum í Hafnarfirði 1939- 1949 og á Landspítalanum og Landa- koti til ársins 1977. Fjölskylda Guðrún giftist 5.8. 1949 Kristjáni Magnússyni frá Garðhúsum í Höfn- um, f. 31.1. 1904, d. 20.7. 1985, Hann var sonur Magnúsar Gunnlaugsson- ar, bónda í Garðhúsum í Höfnum, og Guðnýjar Þórðardóttur húsfreyju. Hálfsystkini Guðrúnar: Hans Peder Pedersen, f. 13.10.1917, d. 1984, verka- maður; Anne Kristíne Petrea Hedvig Hansen, f. 26.12.1918, dömuklæðskeri í Kaupmannahöfn; Hag- barth Sígúrd Pedersen, f. 9.3.1921, bakarameistari, á Jótlandi; Tage Peder- Gubrún Möller Magnússon. sen, f. 6.1. 1923, d. 1982, portör; Ejgil Pedersen, sjómaður, f. 2.6. 1930, d. 1972. Foreldrar Guðrúnar voru Arne P. Möller, f. 26.12.1875, f. 13.10.1914, skrifstofustjóri, og Etna Möller Pedersen, f. 16.3. 1887, d. 14.4. 1964, kenn- ari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.