Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 I lV Hrossaútflutningur og bílainnflutningur á „undirverði“: Skýlaust brot á lögum og fals - segir skrifstofustjóri tekju- og lagaskrifstofu flármálaráðuneytisins Hestaútflutningur - verðið viröist lækka eftir þvi sem seldum hrossum fjölgar 140000 kr. 120000 100000 80000 60000 40000 20000 0 135.000 ■ 135.000 '85 2.450 ---,.y. ■89 í nýrri skýrslu Hagþjónustu land- búnaðarins; Hrossabúskapur og hrossaeign á íslandi 1996, úttekt og stöðumat, kemur fram að veltutölur greinarinnar séu ekki marktækar. Guðmundur Bjamason landbúnaðar- ráðherra sagði, þegar skýrslan var kynnt, hluta skýringarinnar á þessu þá að mikill þrýstingur væri á hrossa- bændur af hálfu erlendra kaupenda reiðhrossa að gefa upp sem lægst sölu- verð á reikningum fyrir hrossin, lægra en raunverulegt söluverð var. Ástæða þessa væru háir tollar í þeim löndum sem lífhross eru flutt til. Því lægri sem reikningurinn er þeim mun lægri tolla þarf kaupandi að greiða. Þessi aðferð hefur veriö notuð í sambandi við innflutning á notuðum bílum til íslands. Indriði H. Þorláks- son, skrifstofústjóri tekju- og laga- skrifstofu fjármálaráöuneytisins, seg- ir að það sé skýlaust lagabrot og fals að framvísa sölureikningi fyrir bíla í tolli sem er lægri en raunverulegt kaupverð var. Vel þekkt í bilainnflutningi Þessi aðferð við að sleppa léttar yfir tollmúra er vel þekkt hér á landi í sambandi við innflutning á notuðum bílum. I samtali við DV segir Indriði H. Þorláksson, skrifstofústjóri tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis- ins, að meginreglan sé sú að notaðir innfluttir bílar eru tollafgreiddir og lögð á þá gjöld samkvæmt reikningi. Ef menn kaupa bíl erlendis til inn- flutnings þá beri þeim að leggja fram reikning fyrir bílnum. Þyki reikning- ur á einhvem hátt óeðlilegur sé heim- ild í lögum um að beita öðrum aðferð- um við að ákveða tollverð bíls. „Ef menn hreinlega sýna annan reikning en fyrir raunverulegu kaupverði þá er það skýlaust lagabrot og fals. Það hafa komið upp nokkur slík mál, þau sæta rannsókn af hálfu tolla- og lög- regluyfirvalda og menn hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir slíkt,“ segir Indriði. Hann segir að þeir erlendu seljend- ur sem taka þátt í slíku með því að gefa út reikning fyrir annarri og lægri upphæð en hinni raunverulegu séu í sjálfu sér að fremja brot líka. ís- lensk yfirvöld hafi bara enga lögsögu yfir þeim en náin samvinna sé milli tollayfirvalda hér við tollayfirvöld í flestum þeirra landa sem bílar era fluttir frá til Islands og upplýsingar um viðskipti af þessu tagi fljótar að berast í milli þeirra. Indriði segir að í Bandaríkjunum sé tekið mjög strangt á þessu og mál af þessu tagi því fremur fátíð í sam- bandi við bílainnflutning þaðan. Önnur sé raunin um sum önnur lönd, svo sem Kanada. Hann segir að almennt séð felist í viðskiptum af þessu tagi lögbrot eins og skjalafals og tollsvik sem tekið er hart á. Þessi mál séu erfið í vinnslu og taki lang- an tíma. Þrátt fyrir það hafi tekist að koma upp um mörg þeirra að undan- fómu. Aðspurður um viðbrögð yfirvalda við því að seljendur hesta gefi upp lægri sölureikninga og brjóta þannig lög og reglur annarra ríkja sagði Ind- riði að sér væri ekki kunnugt um hvort einhver viðurlög væra yið því hér á landi. Það bryti þó væntanlega í bága við innflutnings- og tollalög innflutningslandanna á sama hátt og fyrmefndur bílainnflutningur gerir hér. Þá væri alltaf spuming um hvort seljendur gæfu ranga verðið upp til skatts hér. „Ég er ekki að segja að menn geri það en ef þeir gefa upp lægri tölur til skatts en raun- verulegt söluverð var, þá er það auð- vitað ekkert annað en skattsvik." -SÁ Evrópumótið í frjálsum íþróttum í Búdapest: Guðrún náði 4. sæti - Vala Flosadóttir í níunda sæti í stangarstökki Vonbrigði Völu leyna sér ekki, DV-mynd Reuter Guðrún Amardóttir náði besta árangri sem íslensk frjálsíþrótta- kona hefur náð á Evrópumóti er hún lenti i 4. sæti í 400 metra grind- arhlaupi í gær. Hún hljóp glæsilega á nýju íslandsmeti, 54,59 sekúndum, en gamla metið var 54,79 sekúndur og einnig hennar. Guðrún vann mjög á i lok hlaupsins og var hárs- breidd frá því að ná inn í verðlaun. Vala í níunda sæti Vala Flosadóttir stóðst ekki þær væntingar sem við hana voru bundn- ar og átti í erfíðleikum öll úrslitin í stangarstökkinu í gær. Vala fór yfir 4,15 líkt og fimm aðrar en þær 5 til- raunir sem hún notaði settu hana í 9. sætið í keppninni. Það fóru því að- eins þrjár hærra en Vala en sigur- vegarinn var Anzhela Balakhonova frá Úkraínu sem stökk 4,31. „Þetta var alveg stórkostlegt hjá Guðrúnu, íslandsmet með 2/10 og 4. sætið alveg við pallinn. Ég er í sjö- unda himni með þátttöku hennar hér og þann styrk sem hún sýnir hér. Þetta era viss vonbrigði með Völu en hún er líka óheppin að ráin skuli ekki hanga uppi þegar hún var komin yfir 4,25. Það er alltaf hægt að segja ef og það hlaut að koma að því að henni gengi illa á stórmóti. Það er enginn fuflkominn en við vitum það að hún á eftir að standa sig betur í framtíðinni. Þetta er langbesti ár- angur íslendinga á Evrópumóti í 40 ár og við getum ekki annað en verið stolt af að þrír af okkar keppendum eru með í baráttunni um efstu sætin. Annars er ekki hægt að segja að við höfum haft heppnina með okkur því Jón Amar stígur á línuna í kringl- unni og sláin skoppar af hjá Völu,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson lands- liðsþjálfari. -ÓÓJ Hér gerir Sigrún Siguröardóttir fótaaðgerðafræðingur að eymslum Ágústs Þorsteinssonar framkvæmdastjóra en Ágúst ætlar sér að hlaupa í Reykja- víkur maraþoni ásamt þúsundum annarra á morgun. Fótaaðgerðafræðingar verða með þjónustu fyrir hlaupara í Laugardalshöll og sjá þannig til að allir verði tilbúnir í slaginn. DV-mynd Hilmar Þór stuttar fréttjr Olís bætir sig Hagnaður 01- íuverzlunar ís- I lands hf. fyrstu I sex mánuði árs- H ' ins var 124 miflj- M ónir króna eftir skatta. Hagnaöur »■ af reglulegri starfsemi var um 90 milljónir króna eftir skatta en var 80 mifljón- ir í fyrra og hefúr hann því aukist um 13% milfl ára. Viðskiptavefur Vísis sagöi frá. Óarðbært í fréttum RÚV kom fram að hlutabréf í Flugleiðum hafa ekki skilað eigendum sínum neinni ávöxtun undanfarin tvö ár. Fjórðungur eigin fjár félagsins hefur tapast á árinu 1997 og á þessu ári. í lok árs 1996 var það um 6,5 milljarðar króna en er nú um 4,7 milljarðar. Framsókn tapar Samkvæmt könnun Gallups er sameiginlegt ffamboð vinstri flokkanna með 16% fylgi, Framsóknarflokkurinn er kominn niður í 14% fylgi, Sjálf- tæðisflokkurinn mælist með 43% fylgi og framboð Sverris Hermannssonar er með 5% fylgi. Meðal þeirra sem taka afstöðu er Margrét Frímannsdóttir talin hæfust til að leiða sameiginlegt framboð. RÚV sagði frá. Peningahagnaður Hagnaður Sjóvár-Almennra fyrstu sex mánuði ársins nam 219 mifljónum króna en var 181 mifljón á sama tíma í fyrra. Hagnaður af vátryggingarstarfsemi var ekki helmingur þess sem hann var í fyrra. Hagnaður af flármálastarf- semijókst um 150%. Viðskiptablað- ið sagði frá. Engin kæra Lögreglan á Seyðisfirði hefur tekið skýrslu af ökumanni hrossa- flutningabílsins sem hýsti hestana níu sem drápust í feijunni Nor- rænu í sl. viku. Engin kæra hefúr borist vegna málsins. Samið við Möttu Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur gert samn- ing við Möltu um samstarf í heil- brigðismálum. Möltumenn hafa hug á að reisa lyflaverksmiðju í samvinnu þjóðanna. 30% af Baugi seld FBA og Kaupþing hafa selt 30,6 af hlutabréfúm í Baugi hf. Þar af hafa um 20% verið seld erlendum fjárfestum. Þau 44% hlutabréfa sem eftir eru verða seld í tveimur áfóngum til valinna fjárfesta og al- mennings. Stöð 2 sagði frá. Kannski ekta Henrik Bjerre, forvörður í Ríkis- listasafninu í Kaupmannahöfn, segir að rannsókn á sextán myndum eftir Svavar Guðnason hafi ekki leitt óyggjandi í ljós að þær séu falsaðar. Kortin ónothæf 1 Röskun verður á viðskiptum | með greiðslukort frá klukkan 8 til | 12 á sunnudagsmorgun. Enginn að- f gangur verður að tölvukerfum Reiknistofu bankanna. Ekki verð- ? ur hægt að nota hraðbanka, þjón- ustusíma eða heimaþjónustu banka og sparisjóða, né heldur $ bensínsjálfsala. Slegist viö Eggert Tveir íbúar í Vestur-Landeyjum hafa kært setu varamanns á hreppsnefnd- arfundi tfl félags- málaráðuneytis. Þeir saka Eggert Haukdal oddvita og stuðningsmenn hans um lögleysu gagnvart minni- hluta hreppsneftidar og vflja að ráðuneytið úrskurði setu vara- mannsins á fúndinum ógflda og að bókanir hans verði máðar úr fúnd- argerð. RÚV sagði frá. -SÁ/jhþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.