Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 ]D^"V #■50 tyndbönd MYNDBAIIDA A Further Gesture: Greiðvikinn hryðjuverkamaður ★★★ Stephen Rea leikur Dowd, írskan hryðjuverkamann sem sleppur úr fangelsi og heldur til Bandaríkj- anna. Þar fer hann huldu höfði og forðast írsku hverfin. Hann kemst i kynni við systkin frá Suður-Ameríku og verður ástfanginn af systur- inni. Hann kemst síðan að því að þau hyggja á hryðjuverk í tengslum við pólitísk átök í heimalandi sínu. Þrátt fyrir að hafa sagt skilið við hryðjuverkin ákveður hann að hjálpa þeim, enda eru þau hálfgerðir viðvaningar. Sagan er athyglisverð og nær að halda manni við efnið allan tímann en líður fyrir fremur bjáncdega persónusköpun í aðal- hlutverkinu. Dowd er mjög einkennúeg persóna og maður trúir því eiginlega aldrei að hann sé einhver sérfræðingur í hryðjuverkastarf- semi því hann er eitthvað svo blíður og hjálpsamur og sorgmæddur yfir illsku heimsins. Stephen Rea leikur hann þó allvel og aðrir leik- arar standa einnig fyrir sínu, sérstaklega Alfred Molina í hlutverki bróðurins. Raunsæislegur frásagnarstíll bætir nokkuð vel fyrir meló- dramatíska persónusköpun og gerir mörg atriðin grípandi og eftir- minnileg. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Robert Dornhelm. Aðalhlutverk: Stephen Rea, Alfred Molina og Rosana Pastor. Bresk/spænsk. 1996. Lengd: 96 mín. Bönnuð innan 16 ára. -pj The Sweet Hereafter: Sársauki reiðinnar ★★★★ Skelfllegt slys hefur átt sér stað í smábæ nokkrum í Bresku-Kólumbíu. Skólarúta fer út af veginum og rennur eftir ísilögðu vatni með þeim afleiðingum að ísinn brotnar undan henni. Alls farast fjórtán börn. Foreldrar þeirra bregðast misjafnlega við þótt allir syrgi þeir afkvæmi sín. Inn í hið viðkvæma andrúmsloft bæjarins heldur lögfræðingurinn Mitchell Stephens (Ian Holm) og reynir að virkja reiði þeirra sem eiga um sárt að binda. Með fulltingi þeirra ætlar hann sér að flnna sökudólgana (“þvi slys gerast ekki að sjálfu sér“) og krefja þá um skaðabætur. Stephens er fjarri því að vera einfóld persónugerð og er sambandi hans við dóttur sína, sem er eiturlyfjafíkill, gerð ítarleg skil. Myndin gerist því á ýmsum plönum sem hinn margræði Stephens tengir saman í áhrifa- ríka heild. Vel er skipað i hlutverk þeirra fjölmörgu persóna er koma við sögu. Þá er handritið næsta óaðfinnanlegt og leikstjórinn heldur vel utan um víðfeðma yfirferð myndarinnar. Stílhrein mynda- taka og áhrifamikil tónlist skapa atburðarásinni i sameiningu ljóð- rænan þunga sem er allajafna vandfundinn í kvikmyndum. The Sweet Hereafter er sannkölluð eðalmynd. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Atom Egoyan. Aðalhlutverk: lan Holm. Kanadísk. 1997. Lengd: 107 mín. Bönnuð innan 12 ára. -bæn The Assignment Spennumynd » >. mm jfl m KÉT ‘V® ' ! 'jH'nwA 1 » ★ Enn einn Sjakalinn Eftir að hryðjuverkamaður- inn Carlos, eða Sjakalinn, komst í heimsfréttim ar þegar hann var loksins handsamaður hefur Hollywood fengið mikið dálæti á þessum goð- sagnakennda misindismanni. Hérna eru m.a.s. tveir Sjakalar á ferð því að sagan gengur út á það að tvífari hans er fenginn til að eyðileggja sam- bönd hans við KGB. Svo fáum við þessar venjulegu tvífarapælingar þar sem persónuleiki eftirhermunnar rennur saman við persónuleika fyrirmyndarinnar og svo skylduatriðið þar sem tvífaramir slást og ekki er hægt að sjá hvor er hetjan og hvor er skúrkurinn. Söguþráð- urinn er allur í meira lagi bjánalegur sem gerir veikburða tilraunir til að láta sem um raunverulega atburði sé að ræða enn aumkunarverð- ari. Öðru hvora verður síðan þessi ameríska hermannavæmni yfir- gengileg og fátt fer meira í taugamar á mér. Myndin á þó sínar stund- ir og er vel þolanleg þegar söguþráðurinn týnist í ofbeldisatriðum og bílaeltingaleikjum. Aidan Quinn leikur aðalhlutverkin tvö og er ömur- legur að vanda en tveir gamlir jálkar, Donald Sutherland og Ben Kingsley, gera eins gott úr þessu og hægt er. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Christian Duguay. Aðalhlutverk: Aidan Quinn, Donald Sutherland og Ben Kingsley. Bandarísk/kanadísk. 1997. Lengd: 115 mín. Bönnuð innan 16 ára. The Edge: Á mannaveiðum Anthony Hopkins leikur moldríkan séntilmann að nafni Charles Morse sem giftur er ungri fýrirsætu (Elle Macpherson). Hjónakornin eru ásamt sam- ferðafólki sinu stödd í Alaska en á meðal þess er ljós- myndarinn Robert Green (Alec Baldwin). Virðist jafnvel sem hann þekki fullvel til fyrirsæflmnar fógra. Þessir tveir ólíku einstaklingar komast af ásamt þriðja manni er flugvél þeirra ferst nokkuð íjarri mannabyggð. Hefst þá glima þeirra við óvæg náttúruöfl, mannætubjörn nokkum, hvort annað og ekki síst sjálf sig. Vart virðist ætla að rætast úr leikaraferli Al- ecs Baldwins úr þessu. Öllu verra er þó að Anthony Hopkins skuli vera kominn í sams konar ógöngur. Eftir hina hörmulegu Legends of the Fall (1994) hefur hann vart leikið í eftirminnilegri mynd en ári áður fór hann á kostum í myndunum The Remains of the Day og Shadowlands. Og ef satt skal segja heldur hvorugur þeirra uppi myndinni heldur hinn ógur- legi mannætubjöm sem á stórleik. Þegar hans nýtur ekki við, og Hopkins og Baldwin sitja einir í sviðsljósinu, missir myndinn dampinn. Hún verð- ur að teljast sæmileg afþreying engu að síður. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Lee Tamahori. Aðalhlutverk: Anthony Hopk- ins og Alec Baldwin. Bandartsk. 1997. Lengd: 118 mín. Bönnuð innan 16 ára. -bæn Miramax og New Line Cinema: Uppgangur óháðra kvik- myndaframleiðenda fyrirtækið svo tekjuhæstu óháðu kvik- mynd allra tíma, Teenage Mutant Ninja Turt- les,sem tók inn 135 millj- ónir dollara árið 1990. Sú upphæð var þó hjóm eitt samanborið við tekjur af þeim 100 leyfum er seld voru til framleiðenda sem settu skjald- böku-vörur á markað. Ári síðar var fyrirtækinu skipt í tvennt: New Line sem sér um afþrey- ingarefnið (t.d. Carrey myndirnar Ace Ventura: Pet Detective, The Mask og Dumb and Dumber) og Fine Line (t.d. Altman-mynd- irnar The Player og Short Cuts) sem vinnur að gerð og dreifingu listrænna mynda. Miramax Films Bræðumir Bob og Harvey Wein- stein stofnuðu fyrirtækið árið 1979 og herjaði það líkt og New Line Cinema á háskólamark- aðinn. Bræð- urnir grófu upp ódýra gullmola og komu þeim í dreif- Til óháðra bandarískra kvik- myndaframleiðenda teljast þau fyr- irtæki er starfa óháð stórum Hollywood-risum á borð við Wamer Brothers og 20th Century-Fox. Upp- gangur hinna óháðu er oft rakinn til þeirrar framleiðsluaúkningar er fylgdi í kjölfar víðtækrar útbreiðslu myndbandstækisins á áttunda og ní- unda áratugnum. Myndbandsmark- aðurinn reyndist þó mörgum smærri fyrirtækjum skeinuhættur þar sem grunnur góðrar sölu er jafnan háður gengi myndarinnar í kvikmyndahúsum. Kostnaður við kynningu og/eða framleiðslu einnar kvikmyndar á Bandaríkjamarkaði var/er svo hár að með hverri mynd sem „floppaði" riðaði framleiðand- inn til falls. Enda urðu örlög flestra þessara fyrirtækja grimm. Tvö fyr- irtæki hafa aftur á móti hald- ið út í samkeppninni við risana og er forvitnilegt að skoða sögu þeirra. New Line Cinema Robert Shaye stofhaði New Line Cinema árið 1967 sem sérhæfði sig fyrst í stað í listrænum uppákomum á afþreyingar- svæðum háskólanema. Það var fyrst árið 1973 sem Shaye hóf að þreifa sig áfram með dreifingu á kvikmyndum. Fyrirtækið einblíndi á myndir sem Hollywood-risarnir létu eiga sig vegna smæðar líklegs áhorfendahóps. Þetta voru bæði listrænar myndir (t.d.The Sed- uction of Mimi, 1974) og það sem mætti kalla „afbrigðilegar" myndir (t.d. The Texas Chainsaw Massacre, 1974). Þegar kaupverð listrænna mynda tók að hækka samfara auk- inni eftirspurn hóf fyrirtækið framleiðslu kvikmynda. Stærsta tekjuuppspretta fyrirtækisins á ní- unda áratugnum var þó af allt öðr- um toga en það var Nightmare on Elm Street myndaröðin sem varð geysivinsæl. Árið 1990 framleiddi standa og unnu Jim Carrey í The Mask sem er ein af vinsælustu kvikmyndun- um frá New Line Cinema. ingu. Klassísk myndbönd Köttur á heitu blikkþaki: ★★★★ Rafmagnaður samleikur Elizabeth Taylor og Paul Newman sýna góðan samleik. ★★★Á Þetta magnaða fjölskyldu- drama á sér stað í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Big Daddy (Burl Ives) er rikasti maður sýslunnar en svo virðist sem að dagar hans séu senn taldir. Hann á tvo syni, þá Brick (Paul Newman) og Gooper (Jack Carson). Sá síðar- nefndi vinnur hörðum höndum, ásamt eiginkonu sinni, að því að tryggja sér auðæfi föður sins. Brick kærir sig aftur á móti kollóttan, þrátt fyrir fortölur eiginkonunnar Maggie (Elizabeth Taylor). Era þær deilur síst til þess fallnar að bæta samband þeirra hjónakorna sem er vægast sagt slæmt. Brick þykir Maggie, kötturhm, bera sök á dauða besta vinar síns. Sjálfur sekkur hann dýpra niður í hyldýpi flösk- unnar. Hið fræga leikrit Tennessee Willi- ams, sem myndin er gerð eftir, var frumflutt í New York árið 1955 og sýnt alls 694 sinnum auk þess sem það hlaut ýmis verðlaun (þ.á m. Pulitzer-verðlaunin). Líkt og Willi- ams vann leikstjóri myndarinnar, Richard Brooks, við mörg ólík list- form um ævina. Áður en hann leik- stýrði fyrstu mynd sinni hafði hann bæði skrifað skáldsögur og handrit. Brooks sló í gegn með myndinni The Blackboard Jungle (1955) og hlaut fyrir þá mynd fyrstu ósk- arsverðlaunatilnefningu sina. Hann skrifaði jafnan handrit sín sjálfur og byggði flest þeirra á kunnum skáldsögum eða leikritum. Kött á heitu blikkþaki gerði hann árið 1958 og var myndin tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna. Þó vakti hún ekki síður athygli fyrir kynferðislega bersögli og þykir Bretum reyndar enn þá ástæða til að banna myndina bömum innan 15 ára. Myndin ber vissulega merki þess að vera gerð eftir leikriti en það kemur vart að sök. Enda ber leik- rit Williams nokkurn keim af kvikmyndaform- inu en hann var orðinn forfallinn kvikmyndasjúk- lingur löngu áður en hann gaf leik- ritum alvarlegan gaum. í ljósi þessa kemur ekki á óvart að leikarar myndarinnar skuli vera í brennid- epli. Og hvílík frammistaða. Það geislar af Paul Newman og Eliza- beth Taylor og krafturinn í Burl Ives er hrikalegur. Samleikur þeirra er rafmagnaður og fyllir myndina slíku lífi að það er sem áhorfandinn sé staddur i leikhús- inu. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Richard Brooks. Aöalhlutverk: Elizabeth Taylor, Paul Newman og Burl Ives. Bandarisk, 1958. Lengd: 104 mín. Björn Æ. Nordfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.