Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 19
X> LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 Wimm 19 100 km ofurmaraþon í Hollandi: Þetta er ákveðin áskorun Brúarhlaup UMF Selfoss Hlaupið hefst klukkan 14.00 við Ölfusárbrú, hálfmaraþon hefst klukkan 13.30. Vegalengdir: 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri (2,5 km), 13-17 ára, 16-39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Einnig er keppt í 12 km hjólreiðum og hefst sú keppni klukkan 13.00. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T- bol. Úrslit verða send i pósti. Upp- lýsingar gefur Kári Jónsson í síma 482 3758 og skrifstofa UMFÍ, Fells- múla 26, Reykjavík. 5. septemben Hausthlaup UMFS Upplýsingar gefur Vilhjálmur Bjömsson á Dalvik í síma 466 1121. - segir Ágúst Kvaran sem tekur þátt í hlaupinu í næsta mánuði Að hlaupa heilt maraþon þykir afrek og víst má telja að það er ekki fyrir hvern sem er að skokka 42 km án hvíldar. Þó eru til þeir einstaklingar sem finnst heilmaraþon ekkert sérstak- lega löng vegalengd og hafa úthald í töluvert lengri hlaup. Meðal þeirra eru þeir sem taka þátt í „Laugavegshlaup- inu“ milli Landmannalauga og Þórs- merkur, sem er um 55 km vegalengd við erfiðar aðstæður. En jafnvel sú þrekraun er ekki nægjanleg fyrir suma. Ágúst Kvaran, efhafræðingur úr Reykjavík, er einn þeirra sem hafa gaman af því að reyna við vegalengdir sem eru á ystu mörkum mannlegrar getu. Ágúst vakti töluverða athygli þeg- ar hann tók þátt í „Comrad" ofurmara- þoninu í S-Afríku á síðasta ári, en það er 90 km langt. Því hlaupi lauk Ágúst á fyrirtaks- tíma, um 7 klst. og 57 mínút- um og var framarlega í hópi 13.000 keppenda. Ágúst lætur það afrek ekki nægja og hefur látið skrá sig til þátt- töku í öðru ofurmaraþoni í næsta mán- uði (12. september), 100 km hlaupi í bænum Winschoten í Hollandi. Til þess að glöggva sig betur á þeirri vegalengd skal þess getið að hún er svipuð og akstursleiðin frá Reykjavík austur að Hellu. „Þetta er í 24. skipti sem þetta hlaup fer fram, en það var fyrst haldið árið Fram undan... i 23.ágúst Reykjavíkur maraþon Hlaupið hefst klukkan 10.00 í | Lækjargötu. Vegalengdir: 3 km og 7 km skemmtiskokk án timatöku. 10 km, hálfmaraþon og maraþon með | tímatöku hefst klukkan 10.00. | Meistaramót íslands í maraþoni. Flokkaskipting, bæði kyn. 14 ára og ? yngri, 15-17 ára (10 km), 16-39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára (10 km og | maraþon), 40-49 ára, 50-59 ára, 50 | ára og eldri konur (hálfmaraþon og | maraþon), 60 ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T-bol. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í ; hverjum flokki. Útdráttarverðlaun. Sveitakeppni. Forskráningu lýkur 20. ágúst, eftir þann tíma hækkar | skráningargiald á öllum vegalengd- um um 300 krónur, nema í í skemmtiskokki, þar sem verður engin hækkun á þátttökugjaldi. Upplýsingar á skrifstofu Reykjavik- ur maraþons í Laugardal í sima 588 t 3399. 30.ágúst Esjuhlaup Hlaupið hefst klukkan 13.00 og skráning er frá klukkan 11.00. Upp- lýsingar hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík í síma 896 3611. 5.s 1974. Framkvæmdin er allt önnur en í ofurmaraþoninu í S-Afríku. Hlaupnir eru hring- ir innan borgarmarka Winschoten, 10 km að lengd, og því farið í 10 hringi alls. Hlauparar er útbúnir skynj- unarkubbum (“chips'j í skónum sem beintengdir eru við tölvu: Þannig geta hlauparar fylgst með þvi ná- kvæmlega hvernig þeim gengur," sagði Ágúst. Gildandi heimsmet „Það er ekki sami þátttak- endafiöldi í þessu hlaupi og í ofurmaraþoni S-Affíku, en keppendur verða örugglega einhverjar þúsundir. Keppt er í aldursflokkum með 5 ára millibili og ég er svo heppinn að vera nýkominn inn í aldursflokkinn 45-50 ára,“ sagði Ágúst sem fæddur er árið 1952 og verður þvi 46 ára á árinu. „Aðstæður allar þykja með því besta sem gerist, enda eru bæði gildandi heimsmet í 100 km sett í Winschoten. Heimsmet karla, 6:16 klst, var sett árið 1992, en heimsmet kvenna, rétt rúmar 7 klst. var sett árið 1995. Ég ætla að stefna að svipuðum hraða og ég hljóp í S-Afríku, en meðalhraði minn þar á hvem kilómetra var 5 mínútur og 20 sekúndur. Á þeim hraða ætti ég að ná að hlaupa eitthvað undir 9 klukku- stundum í Winschoten. Annars hafa keppendur í hlaupinu 14 klukkustund- ir til að klára 100 km, en hlaupa má á milli klukkan 13:00 og 03:00 eftir mið- nætti. Ef menn hafa ekki lokið hlaup- inu innan þeirra marka er tíminn ekki skráður," sagði Ágúst. Ágúst hefur æft vel á undanfömum vikum undir þetta mikla hlaup. „Ég er nýbúinn að „toppa" í æfingunum, en þá lagði ég 140 km að baki á viku. Nú er ég kominn niður í um það bil 100 km á viku og ætla að halda þeirri tölu nokkurn veginn fram að hlaupi. Maður verður einnig að gæta vel að mataræðinu og borða kolvetna- ríka fæðu. Fæðan hjá mér samanstend- ur að mestu af pasta, hrísgrjónum og brauði þessa dagana." Agúst kemur í mark í maraþonhlaupi í S-Afríku Duglegur á árínu Ágúst hefur verið iðinn við kolann á árinu. Hann hefur þegar lagt að baki tvö heilmaraþon (Vetrarmaraþon og Mývatnsmaraþon). Ágúst var einnig meðal þátttakenda í Laugavegshlaup- inu í síðásta mánuði og náði þar mjög góðum árangri. „Ég hafnaði þar í Umsjón Agúst Kvaran maraþonhlaupari. þriðja sæti á tímanum 5:36 klst. og var mjög ánægður með þann árangur. Ég setti einnig persónulegt met í Mývatns- maraþoninu, tíminn þar var 3:13 klst.“ Þrátt fyrir að Isak Orn Sigurðsson Agúst hafi náð at- hyglisverðum ár- angriilanghlaup- um á hann ekki langan feril að baki. Ágúst segist ekki hafa neinn íþróttabakgrunn en hafi, eins og svo margir aðrir, gutlað eitthvað í fótbolta á sínum yngri árum. „Segja má að byij- RM - staðfest þátttaka fjögurra boðsgesta: Allir geta verið með Á morgun rennur upp stóri dagur- inn, Reykjavíkur maraþon verður þá haldið í 15. sinn. Gripið hefur verið til þeirrar nýbreytni að hafa tvær vega- lengdir í skemmtiskokkinu, 3 km og 7 km, til þess að koma til móts við þá sem finnst 3 km of stutt vegalengd, en 10 km of löng. Því ættu allir að geta fundið sér vegalengd við hæfi í RM. Reykjavíkur maraþon er ekki einungis einstaklingskeppni, að auki er boðið upp á þriggja manna sveitakeppni í maraþoni, hálfú maraþoni og 10 km. Vinnufélagar, félagasamtök, fiölskyld- ur eða nánast hver sem er geta mynd- að sveitir til keppni í þessum vega- lengdum. Útlit er fyrir góða þátttöku hlaupara erlendis frá og það ekki af verri endan- um. í maraþonhlaupið er staðfest þátt- taka Dan Rathbone frá Bretlandi. Breskir hlauparar hafa verið áberandi í Reykjavíkur maraþoni undanfarin ár því breska frjálsíþróttasambandið vel- ur árlega hlaupara til þátttöku. í ár völdu þeir Dan Rathborne sem hljóp London maraþon á síðasta ári á 2:16:23 klst. Lorraine Masuoka frá Bandarikjun- um keppir í maraþonhlaupi kvenna. Hún á best 2:34 mín. sem er rúmum 4 mín. betri tími en brautarmetið í Reykjavíkur maraþon. Hún hefur keppt tvisvar með bandaríska landslið- inu í heimsmeistarakeppninni í hálf- maraþonhlaupi (1996 og 1997). Þess má geta að Martha Emstsdóttir keppti á HM í hálfmaraþoni 1996 og varð í 15. sæti og var þá á undan fyrsta kepp- anda bandaríska liðsins. í hálfmarþonhlaupinu keppir Tanz- aníumaðurin Onesmo Ludago sem á mjög góðan tíma í hálmaraþonhlaupi, 62:02 mín. Það er 3 mín. betri timi en brautarmetið sem Kevin McCluskey Bretlandi setti 1996. Onesmo varð í 3. sæti fyrr á árinu i maraþonhlaupi í Hong Kong á 2:14:15 klst. I hálfmaraþonhlaupi kvenna keppir Anita Mellowdew frá Bretlandi. Hún hljóp London maraþon í vor á 2:46:18 klst. og ætti að geta veitt Mörthu góða keppni. Þá má nefna að Toby Tanser, Bret- landi, sem nú býr í Svíþjóð en bjó um tíma á íslandi, verður meðal keppenda. Hann hefur sigrað bæði í maraþon- hlaupi og hálfmararaþoni í Reykjavík- ur maraþoni. Martha Ernstsdóttir verður meðal keppenda í hálfmaraþon- hlaupi. Hún á brautarmetið sem er ís- landsmetstimi hennar og er Martha sem óðast að nálgast sitt fyrra form eft- ir bameignarhlé á síðasta ári. -ÍS unin hjá mér hafi verið þegar ég tók þátt í skemmtiskokkinu i Reykjavíkur maraþoni árið 1990 (38 ára). Ég hét sjálfum mér því að fara lengri vegalengd á næsta ári og fór í hálfa maraþon- ið 1991. Ég varð fljótlega var við að lengri vega- lengdir henta mér miklu betur, því ég hef töluvert langþol en ekki mikinn hraða. Það var samt ekki fyrr en árið 1994 sem ég lagði í fyrsta sinn í heilmaraþonið. Síðan hef ég 7 sinnum lagt þessa vegalengd að baki, tvisvar í RM, einu sinni í Vetrarmaraþoni, tvisvar í Mývatnsmaraþoni, í London 1996 og Berlín 1997.“ landi er Laugavegurinn, en hann er þó ekki „nema“ um 55 km langur. Það er samt sem áður mikilvægt að því hlaupi verði haldið við. einnig má minnast á Þingstaðahlaupið sem er um 50 km. Við höfum stundum talað um að efna til hlaups hér á landi sem væri byggt á tíma en ekki vegalengd. Þá myndu menn hlaupa frá Reykjavík í austurátt og hefðu 12 klukkustundir til þess. Vel mætti hugsa sér að þannig þrekraun gæti verið áheitahlaup, ef hugmjmdin yrði sett í framkvæmd," sagði Ágúst. -ÍS fyrra. Ekki hámarkið Margir spyrja eflaust sjálfan sig að því hvort það sé ekki ákveðin bilun að leggja á sig slíkar ofurmannlegar raun- ir. Af hverju eru menn að leggja á sig slíkar þrautir? „Það er í raun erfitt að útskýra. Ofurmaraþon er ákveðin áskorun og maður vill komast að því hve mikið er hægt að leggja á sig. Ætli þetta sé ekki svipuð tilfmning eins og hjá fiallgöngumanninum sem hefur þörf fýrir að klifa sífellt erfiðari tinda. Annars er 100 km hlaup ekki hámark- ið, þó að það sé lengsta viðurkennda hlaupið á braut sem skráð er til heims- meta. Það eru til lengri hlaup, eins og til dæmis 100 mílna hlaup í Bandaríkj- unum og ég hef heyrt að á nokkrum stöðum í Evrópu sé einnig keppt í 160 km hlaupum," sagði Ágúst. Ágúst Kvaran er velþekktur hérlend- is sem langhlaupari og er meðlimur í Ölhópnum og einnig skokkhópnum sem kenndur eru við Vesturbæjarlaug- ina. Ágúst var spurður að því hvort menn í þeim hópi hefðu einhvem tíma rætt möguleikann á því að haldið verði ofurmaraþon hér á landi. „Eina hlaup- ið sem er eitthvað í ætt við það hér á FJOLVITAMIN MEÐ STEINEFNIM Ein með öllu handa öllum r&t, I___IFieilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Giœs'úecjt renaissance borðstofusett til scilw, borð, 8 stóiar, skenkur og glasaskápur. Selst 4 hfllfyirðí. Upplýslngar í sima 8921474 ocj 699 3474 Komdu og fáðu hlaupaskó sem henta: * þinni þyngd og hlaupalagi * þinni vegalengd og því undirlagi sem þú hleypur á Mesta úrval landsins af hlaupaskóm og sérhæfðum hlaupafatnaði. Skoðum hvernig þú stígur niður. Notum hlaupabretti og upptökubúnað. Láttu fagmennina finna réttu skóna fyrir þig. X STOÐTÆKNl Fætur eru okkar fag 1 dagur til Reykjavíkur maraþons

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.