Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 22 0igf fálk Lífíó I gegnum linsiina Berglind Hlynsdóttir er nemandi í MR. Það út af fyrir sig er ekki í frásögur færandi. Hins vegar hefur hún fengist við ljósmyndun á und- anfórnum árum og náð hreint ótrú- legum árangri. Hún vann ljós- myndasamkeppni framhaldsskól- anna í fyrra, hefur myndað fyrir ýmis tímarit og blöð og fataverslan- ir o.fl. fyrirtæki hafa fengið hana til liðs við sig í framhaldi af því. Hún hefur einnig unnið fyrir íþrótta- og Berglind Hlynsdóttir hefur vakiö athygli fyrir myndir sínar. Verölaunamynd Berglindar í Ijósmyndasamkeppni framhaldsskólanna á síö- asta ári. Þemað í myndinni eru Ijóölínur eftir Stein Steinarr; „Ég geng í hring í kringum allt sem er og innan þessa hrings er veröld þín.“ Aðrar myndir meö viötalinu tók Berglind. tómstundaráð og Hitt húsið og er raunar með langtímaverkefni í gangi fyrir hið síðarnefnda. Mynd- imar framkallar hún sjálf, það er að segja þær svarthvítu. Litmyndirnar verður hún að senda í framköllun því tækin eru hreinlega of uýr til að hún geti keypt þau. En hvenær tók hún fyrstu myndirnar? „Ég bjó í Bandaríkjun- um í nokkur ár og þegar ég var krakki fékk ég fyrstu mynda- vélina mína í „Happy meal“. Þetta var McDonalds- kassi fyrir börn. Þessi myndavél var hræódýr en það var samt hægt að taka á hana. Svo vænkaðist hagurinn enn þegar nokkrir íslendingar sem voru bú- settir úti í Tulsa, þar sem við bjuggum, unnu í happ- DV-mynd E.ÓI. drætti nokkrar hundlélegar 35 mm myndavél- ar. Þeir gáfu mér þær og þá hófst myndatakan fyrir alvöru! Ég tók þarna myndir af miklu „listfengi" en filmukostnaður heimilisins rauk upp úr öOu valdi.“ Samið við Sævar Karl Þegar Berglind var í grunnskóla fór hún á námskeið og lærði m.a. grunnatriðin í framköllun. Þegar hún fór i MR varð hún fljótlega ljós- myndari skólafélagsins, tók myndir ■ fyrir blöðin sem gefin voru út í skól- anum, MT og skólablaðið. „Svo fór ég í Herranótt og þá vatt þetta enn upp á sig. Ég var í búningadeUd og i það vantaði búning á | aðalleikarann. Þetta áttu að vera jakkafót, sem er ekkert auðvelt að redda þegar maður hefur enga peninga til að eyða. Ég fór tU Sævars Karls og bauð honum auglýs- ingu í MT gegn því að hann gæfl mér jakkaföt. Hann var mjög almennileg- ur, eins og hann er aUtaf, og bauð mér bollu því þetta var víst á boUudaginn. Hann var alveg tU í að ræða þetta við mig og það endaði með því að ég tók auglýsingu fyrir hann og við fengum föt. Svo hafði hann sam- band við mig og sagði að sér litist vel á myndirnar og bað mig um þær til að setja í bækling sem hann sendi öUum strákum sem út- skrifuðust það árið. Strákar sem ráku fyrirtækið Kvartett, núverandi Hjálp - hug- myndabanki, sáu þessar myndir, hringdu í mig og spurðu mig hvort ég v'æri tU í að taka myndir fyrir þá því þeir væru að fara að gefa út blað sem héti Hamhleypa. Ég sagðist vera tU í það en ég ætti því miður enga myndavél! Ég hafði nefnilega notað gömlu vélina hans pabba eða fengið lánaða vél fyrir það sem ég hafði verið að gera áður. Sú fyrr- nefnda hafði verið góð tU sinna nota en var nú tUbúin að fara á eftirlaun. Þetta tókst og var mjög lærdóms- ríkt. Ég fékk frjálsar hendur tU að gera það sem mig langaði tU. Það er mjög gott því mér finnst það slæmt þegar fólk sem hefur kannski litla þekkingu á ljósmyndun setur manni ákveðnar skorður og segir: „Ég vU fá svona og svona mynd.“ Það er miklu betra að gefa manni frjálsar hendur því myndirnar verða betri.“ Hugmynd í framkvæmd Undir lok síðasta árs vann Berg- lind ljósmyndasamkeppni fram- haldsskólanema, eins og áður sagði. Hún fékk verðlaun fyrir bestu por- trettmyndina, bestu mynd sýningar- innar og bestu andstæðuna. „Þetta var mjög mikUvægt fyrir mig þvi þetta hvatti mig enn frekar. Það er gott að fá hrós fyrir það sem maður er að gera því maður getur ekki haldið endalaust áfram út í óvissuna. Ég hafði verið með hugmynd um að setja á fót starfsemi í Hinu hús- inu í kringum ljósmyndum. í henni fólst að ég yrði ljósmyndari Hins hússins og festi starfíð á fllmu. Þarna var um að ræða brautryðj- endastarf og með því yrði smátt og smátt tU heimUdabanki um starf- semina. Forráðamönnunum leist mjög vel á hugmyndina enda hefur verið mjög mikU starfsemi í Hinu húsinu í gegnum árin og ýmislegt sem verið er að setja á fót núna sem mikUvægt er að festa á filmu. Þeir gengu að þessu og ég hef verið að vinna að þessu verkefni í sumar. Ég verð lausráðin við Hitt húsið næsta vetur og held svo líklega áfram með verkefnið næsta surnar." Nýlega kom út veglegt blað í sam- starfi nokkurra einstaklinga og íþrótta- og tómstunda- ráðs. í því er fjöldi ljós- mynda, nær allar eftir Berglindi. Ýmsir aðrir hafa beðið .tá hana að taka myndir. Hún • hefur samt reynt að tak- marka verkefna- m fjöldann því nú ® gengur skólinn I fyrir. I „Ég var gjald- f keri skólafélags- ins í fyrra. En ég ætla að hvUa mig á félagslífinu. Ég ætla að einbeita mér að náminu og taka myndir - að sjálfsögðu. Ég veit ekki hvað ég geri í framtíð- inni en ljósmyndaáhuginn er alltaf að aukast.“ -JSS I prófíl Heiða í Unun FuUt nafn:Ragnheiður Eiríksdóttir. Fæðingardagur og ár: 25. janúar 1971. Maki: Já ... Börn: Nei. SkemmtUegast: Að syngja, að spila á gítar, að stökkva ofan af 8 metra háum klettum, að ganga mn og horfa á fólk og búa til smásög- ur í hausnum um það. Leiðinlegast: Að vera einmana undir sæng í fýlu. Uppáhaldsmatur: Ind- verskur. Uppáhaldsdrykkur: Te með mjólk og hun- angi/rauðvín. FaUegasta manneskjan (fyrir utan maka): Það er bara einn fallegur. Uppáhaldslíkamshluti: Hendur og augu. Hlynnt eða andvíg rikis- tjórninni: Andvíg. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vUja eyða nótt: Stimpy. Uppáhaldsleikari: Steve Buscemi/Marilyn Mon- roe. Uppáhaldstónlistarmaður: John Lennon/Kevin Shields. Sætasti stjómmálamaður- inn: Ég get bara ekki hugsað um stjórnmál og fegurð í sömu setn- ingunni. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Hollywood Pets. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Mér tekst nú að finnast þær flestar góð- ar, bara misgóðar. Jú, annars, Armageddon var drepleiðinleg. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Ómar Ragnarsson, hann minnir mig svo á afa. Uppáhaldsskemmtistaður: Skipperinn. Hvað æUar þú að verða þegar þú verður stór: Vísindamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.