Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 41
I>V LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 gsonn 49t Hörður Áskelsson leikur í Hallgríms- kirkju á sunnudaginn kl. 20.30. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. 12 heldur Dou- glas A. Brotchie orgelleikari tónleika i Hallgrimskirkju. Á efnisskránni eru þrjú verk. Tvö þeirra eru frá barrokk-' tímabilinu, Tilbrigði um Ach du fein- er Reuter SSWV 111 eftir Samuel' Scheidt og Trío um Allen Gott in der Höh sei Ehr BWV 664 eftir Johann1 Sebastian Bach. Þriðja verkið er Deux paraphrases gregoriénnes eftir franska tónskáldið Jean Langlais. Tónleikar Sjöundu tónleikar í tónieikaröðinni Sumarkvöld við orgelið verða svo í Hailgrímskirkju á sunnudaginn kl. 20.30. Þá leikur Hörður Áskelsson, org- anisti kirkjunnar, fjögur verk. Snertur fyrir Hörð og nýja orgelið eftir Þorkel Sigurbjömsson, svituna Veni creator spiritus eftir Nicolas de Grigny, Passacacliu Bachs í c-moll og loks Sin- foniu Arctandriae eftir Kjell Mork Karlsen. Valgerður Andrésdóttir píanóleik- ari heldur tónleika í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sunnu- daginn 23. ágúst kl. 20.30. Á efhisskránni er Svíta op. 14 eftir Béla Bartók, Sónata í as dúr op. 110 eftir Ludwig van Beethoven og Sónata í b moli op. 35 eftir Fréderic Francois Chopin. Þverflauta og gítar fyrír norðan Á laugardagskvöld kl. 20.30 halda Kristjana Helgadóttir þverflautuleik- ari og Dario Macaluso gítarleikari tón- leika í Deiglunni. Þau munu m.a. leika verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, svítu eftir J.S. Bach, gítartónlist eftir 19. aldar tónskáldið Mauro Giuliani og Astor Piazzolla sem er einna þekktast- ur fyrir framlag sitt til tangótónlistar. SIBS 60 ára I dag, laugardag, verður þess minnst á hátíðarfundi í Súlnasal Hót- el Sögu að 60 ár eru liðin frá stofnun SÍBS og 50 ár frá stofnun Sambands norrænna berklasjúklinga en þau samtök vom stofnuð á Reykjalundi 1948. Nafn þessara samtaka hefur nú breyst í Norrænu hjarta- og lungna- samtökin. Hátíðarfundurinn hefst kl. 13.45 og er opinn öllum velunnurum SÍBS. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flytur ávarp, Sven Erik Myrseth, formaður Samtaka hjarta- og lungnasjúkra í Noregi, flytur er- indi um heilbrigðisþjónustu fyrir lungnasjúklinga á komandi öld og Þorsteinn Blöndal, yflrlæknir lungna- og berklavamardeildar á Heilsu- verndarstöðinni, ræðir um berkla- veiki á hverfandi hveli. Á fundinum verða flutt fleiri stutt ávörp. Samkomur Húnvetningafálagið í Reykjavík - ferð um Suðurland Húnvetningafélagið í Reykjavík býður upp á ferð um Suðurland þriðju- daginn 25. ágúst. Þátttakendur munu heimsækja Byggðasafnið undir Eyja- fjöllum undir leiðsögn Þórðar Tómas- sonar safnvarðar. KafFiveitingar verða í Skógakaffi. Á austurleið verður áð í Þingborg í Flóa þar sem getur m.a. að líta handverksmarkað. Á heimleið verður svo komið við á Selfossi. Lagt verður af stað frá „Húnabúð", Skeif- unni 11, kl. 12. Upplýsingar og skrán- ing em í síma 5572908 (Guðrún) á kvöldin og um helgina. Skýjað með köflum vestanlands í dag verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt og yfirleitt skýjað en sums staðar léttskýjað vestanlands. Það léttir meira til þegar líður á daginn. Veðrið í dag Líkur eru á skúrum suðaustan til síðdegis. Skýjað verður með köflum vestanlands en léttskýjað austan til. Hiti verður 5 til 17 stig, hlýjast sunnan til síðdegis en kaldast á annesjum norðaustanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðvestangola og léttskýjað. í kvöld og í nótt þykknar upp. Hæg vestlæg átt verður og skýjað með köflum. Hiti verður 8 til 15 stig. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjaó 9 Akurnes skýjaö 11 Bergsstaöir alskýjaó 7 Bolungarvík léttskýjaö 10 Egilsstaöir 10 Kirkjubœjarkl. skýjaö 12 Keflavíkurflugvöllur skýjaö 12 Raufarhöfn alskýjaö 6 Reykjavík hálfskýjaö 13 Stórhöföi alskýjaö 11 Bergen skýjað 13 Helsinki rigning 16 Kaupmannahöfn rigning 14 Osló skúr 17 Stokkhólmur 15 Algarve heiöskírt 30 Amsterdam skúr á síö.kls. 18 Barcelona léttskýjaó 27 Dublin skýjaö 17 Halifax skýjaö 15 Frankfurt ringing 15 Hamborg rigning 14 Jan Mayen súld 5 London skýjaó 21 Luxemborg rigning og súld 13 Mallorca léttskýjað 31 Montreal alskýjaó 17 New York skýjaó 21 Nuuk skýjaö 9 Orlando alskýjaö 24 París rigning 18 Róm léttskýjaö 29 Vín léttskýjaö 27 Washington léttskýjaö 16 Winnipeg heiöskírt 13 Kaffileikhúsið: Líf manns f tilefni menningamætur í Reykjavík laugardaginn 22. ágúst frumsýnir Kafilleikhúsið í Hlað- varpanum sýninguna „Lif manns“ sem byggð er á leikriti eftir rúss- neska rithöfundinn Leoníd Andrejev (1871-1919). Leikritið er um líf manns, frá fæðingu til dauða, og um samskipti hans við sjálfan sig, fjölskyldu og æðri máttarvöld. í verkinu er velt upp mörgum áleitnum spurningum, meðal annars þeirri hver stjómar lífi fólks; það sjálft, ástin, dauðinn eða guð? Skemmtanir Leikaramir Stefanía Thors og David Máj nota verk Andrejevs sem grunn sem þau vinna út frá í spuna sem unninn er í samvinnu Stefanía Thors og David Máj koma fram i Kaffileikhúsinu i kvöld þar sem þau fara meö hlutverk í leikritinu Líf manns. við leikstjóra þeirra í Listaháskól- anum í Prag, Jönu Pilátová, og með hjálp Rebekku A. Ingimund- ardóttur hafa þau þróað sýning- una enn frekar. í sýningu Kaffi- leikhússins á „Lífl manns“ er not- ast við brúður og mjög einfalda leikmuni. Jafnframt er unnið út frá ævagömlum helgisiðum sem og sígildum barnaleikjum. Sýning- in er bæði á tékknesku og íslensku en þýðing á tékkneskum texta fylgir. Uppsetningin er mjög tær og áhrifamikil og það er ekki oft sem íslenskum leikhúsáhorfend- um gefst kostur á að sjá sýningu sem þessa, gædda töfrum hins austur-evrópska leikhúss. Eignuðust systur Bjarnleifur Smári og Matthías Már eignuðust Bam dagsins systur 18. júni. Við fæð- ingu vó hún 4.240 g og var 50,5 sm. Foreldrar systkin- anna þriggja eru Þórdís Bjamleifsdóttir og Heiðar Már Guðnason. Myndgátan Rúllupylsa Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. BIRTING EINAR SEBASTIAN UÓSMYNDASÝNING GALLERÍ HORNIÐ 22. ÁGÚST - 9 SEPTEBER 1998 Verk eftir Einar Sebastian. Ljósmyndir í Galleríi Horninu Einar Sebastian opnar ljós- myndasýningu sína í dag, laugar- dag, kl. 16-18 í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15. Hún ber yfirskrift- ina Birting og er tileinkuð Þuríði Elínu Bjarnadóttur. Sýningar Þetta er fyrsta einkasýning Ein- r ars sem stundaði ljósmyndanám árin 1988-1992 við Academie voor Bieldende Kunste í Den Haag, Hollandi. Á árunum 1992-1994 nam hann hjá Grími Bjarnasyni og út- skrifaðist sem ljósmyndari 1995. Sýning Einars í Galleríi Hominu er opin alla daga kl. 11-24 og stend- ur til miðvikudagsins 9. september. Málmur í Atómstöð í dag, laugardag, kl. 16 verður opnuð sýning í Ketilhúsinu á Ak- » ureyri á verkum Arnar Ketilsson- ar. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 og lýkur þriðjudaginn 8. september. Örn á að baki litríkan feril sem myndhöggvari, listmálari og graf- íklistamaður. Flest verkin á sýn- ingunni em úr málmi auk nokk- urra formynda úr vaxi. Stuðmenn á lágmenningarvöku Unglingahljómsveitin Stuðmenn mun leggja sitt af mörkum til menningarnætur í Reykjavlk með því að gera ítarleg skil íslenskri lágmenningu fyrr og siðar. Lágmenningarvakan verður haldin í kjallara eins helsta menn- - ingarmusteris á íslandi, Þjóðleik- húskjallaranum, aðfaranótt sunnudags. Hún hefst kl. 1 eftir miðnætti. Skemmtanir Hljómsveitin mun standa fyrir flutningi margs konar grcdlara- söngva, hortitta og blautlegra kvæða í bland viö ærandi síbylju- tónlist og er því öllu skynsömu fólki ráðlagt að hafa með sér erynatappa. Sérstökum heiðurs- gesti hefur verið boðið að heiðra samkomuna með nærveru sinni en það er Sverrir Stormsker. Alls- endis er þó óvíst hvort Sverrir á heimangengt þetta tiltekna kvöld. Gengið Almennt gengi LÍ 21. 08. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,400 71,760 71,490 Pund 116,930 117,530 118,050 Kan. dollar 46,590 46,870 47,570 Dönsk kr. 10,4320 10,4880 10,5130 Norsk kr 9,2890 9,3410 9,4840 Sænsk kr. 8,7520 8,8000 9,0520 Fi. mark 13,0610 13,1390 13,1790 Fra. franki 11,8490 11,9170 11,9500 Betg. franki 1,9259 1,9375 1,9434 Sviss. franki 47,6100 47,8700 47,6800 Holl. gyllini 35,2200 35,4200 35,5400 Pýskt mark 39,7400 39,9400 40,0600 ít. líra 0,040260 0,04051 0,040630 Aust sch. 5,6450 5,6800 5,6960 Port. escudo 0,3880 0,3904 0,3917 Spá. peseti 0,4680 0,4710 0,4722 Jap. yen 0,499000 0,50200 0,503600 irskt pund 99,580 100,200 100,740 SDR 94,730000 95,30000 95,300000 ECU 78,4400 78,9200 79,1700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.