Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 16
Margt að gerast á Þingvöllum: Bretar leggja nýjan göngustíg - fjölbreytt dagskrá um helgina Undanfarið hafa nokkrir sjálf- boðaliðar frá Bretlandi unnið að því að breikka göngustíg á Þingvöllum. Stígurinn, sem nefndur hefur verið Þinggata, liggur eftir endilangri Fögrubrekku, milli tjaldstæðisins syðst á Leirunum og Furulundarins. Þinggatan er gömul kindagata sem fáir vissu um eða nýttu sér þar til hún var lagfærð að nokkru marki undanfarin sumur. Síðan þá hefur hún verið mikið nýtt og er breikkun- in liður í að bæta göngustíginn enn frekar. Bretarnir eru félagar i samtökun- um British Trust for Conservation Volunteers sem láta til sín taka með sjálfboðavinnu af ýmsu tagi víða um heim. Að sögn Sigurðar Oddssonar, framkvæmdastjóra Þingvallanefnd- ar, vinna sjálfboðaliðamir mjög gott starf og greinilegt að þama em van- ir menn að verki. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti opnar bættur göngustígur á þessu svæði þann möguleika fyrir fólk að leggja bílum sínum við þjón- ustumiðstöðina og ganga síðan eftir Fögrubrekku, með fram barmi Stekkjargjár, suður að lýðveldis- reitnum. Enginn ætti að verða svik- inn af slíkri byrjun á Þingvallaheim- sókn. Nýjasti hluti þjóðgarðsins skoðaður Umsjónarmenn Þingvalla hafa í sumar staðið fyrir ýmsum uppákom- um í þjóðgarðinum. Nú um helgina lýkm- sumardagskránni þar á bæ og því ekki seinna vænna fyrir áhuga- sama að drífa sig á staöinn og skoða hann í fylgd fróðra manna. Margt er um að velja í dag og á morgun. Lögbergsganga verður kl. 14 í dag, í fylgd sr. Heimis Steinsson- ar, þar sem gengið er um Almanna- gjá og endað í Þingvallakirkju. Klukkan 14.30 hefst síðan önnur at- hyglisverð ferð en þá verður gengið um Arnarfell við Þingvallavatn, undir leiðsögn Sigurðar K. Oddsson- ar, framkvæmdastjóra Þingvalla- nefndar. Meðal annars verður litast um á gamla bæjarstæðinu og gengið á sjálft fellið. Gönguferð á Amarfell er ekki hvað síst athyglisverð um þessar mundir fyrir þær sakir að fellið er nýorðið hluti af þjóðgarðin- um á Þingvöllum. Landbúnaðar- ráðuneytið afhenti Þingvallanefnd jörðina síðastliðið vor og taka þvi án efa margir því fegins hendi að fá leiðsögn um þennan nýjasta hluta þjóðgarðsins. Á morgun verður svo guðsþjón- usta í Þingvallakirkju kl. 14 en klukkustund síðar verður gengið inn í Skógarkot og fariö með Ijóð og sögur frá Þingvöllum, auk þess sem spjallað verður um það sem fyrir augu og eyru ber. Jafnframt tekur sr. Heimir Steinsson á móti gestum þjóðgarðsins kl. 15.30, á grafreit bak við kirkjuna og fjallar um náttúra og sögu Þingvalla. Þeir sem vilja fá nánari upplýs- ingar um dagskrána geta haft sam- band við landverði í þjónustumið- stöð þjóðgarðsins. -KJA Bretarnir við vinnu sína. Hlutverk þeirra er afi breikka göngústíginn þannig afi vegfarendur þurfi ekki afi stíga út af honum þegar þeir mætast. Á þessu korti, sem teiknaö er af Gylfa Gísiasyni, má sjá hvar Þinggatan liggur. Verslun með raftæki í New York: Varist vörusvik Margt athyglisvert í Papey: Náttúra, dýralíf og mannvirki Það eru ekki bara íslendingar sem verða áhugasamir þegar tilboð á raf- tækjum eru annars vegar. Reyndar er það líklega nokkuð stór hluti Vestur- landabúa sem a.m.k. sperrir eyrun þegar minnst er á ódýrar græjur. Þeir sem leið eiga um New York um þessar mundir geta gert geysilega góð kaup á raftækjum um þessar mundir en verða samt að hafa varann á þegar verslað er. Svik af ýmsu tagi tíðkast nefnUega í miklum mæli með- al raftækjasölumanna þar í borg. Svo algeng eru vörusvikin að viðskipta- eftirlit New York borgar hefur fjölda fólks á sínum snærum sem ferðast mUli raftækjaverslana og kannar ástandið. Fólkið er dulbúið sem ferða- menn og gengur með hljóðnema á sér tU að geta hankað hina óprúttnu. Jafnframt slíkum aðgerðum hefur eftirlitið gefið út viðvaranir sem beint er sérstaklega tU ferðamanna sem hyggjast kaupa sér raf- tæki í verslunum í New York. Þar eru m.a. tUtekin ýmis atriði sem geta gefið vísbendingar um að brögð séu í tafli. Eitt algengasta svindlið er að auglýsa vöru á mjög lágu verði en segja hana síðan uppselda þegar viðskiptavin- urinn spyr um hana. í stað- inn eru honum boðnar ýmsar aðrar vörur sem eru langt frá því að vera á sömu kjörum og hin auglýsta vara. Einnig verður að vara sig á því að oft er reynt að selja notaða vöru sem nýja. Leita þarf vandlega eftir vís- bendingum um hvort raftæki hafi verið notuð áður. EðlUegt er að tortryggja sölufólk sem spyr hvaðan menn komi og hversu lengi þeh- verði í bænum. Fólk sem spyr slíkra spuminga er oft að fiska eftir því hvort viðskiptavin- urinn sé ekki á leiðinni úr landi og muni' því síður koma aftur tU að kvarta eða skUa vöru. Svo er nauðsynlegt að fylgjast með því að ekki sé hægt að breyta vöru- verði á greiðslukortakvittunum. Skoða þarf vandlega vöruverð áður en skrifað er undir kvittunina auk þess að geyma hana á góðum stað tU að bera hana saman við rukkunina. -KJA Ferðafólk í Suður-Múlasýslu á Austfjörðum hefur átt athyglisverð- an ferðamöguleika undanfarin fjög- ur sumur. Frá Djúpavogi er nefiii- lega boðið upp á ferðir með bátnum Gísla í Papey tU hinnar sögufrægu Papeyjar. Hver ferð tekur um 4 klukkutíma og þar sem siglingin tekur um 40 mínútur hvora leið hafa gestir rúmlega 2 og hálfan tíma tU að skoða sig um í eynni með leið- sögumanni. Eins og nafnið gefur tU kynna segir sagan að hinir írsku papar hafi haldið tU i eynni áður fyrr. Er talið að þeir hafi dvalið fyrstir hér á landi, áður en víkingamir frá Nor'- egi mættu á svæðið á níundu öld. Þá héldu papamir af landi brott því ekkí gátu þeir hugsað sér að búa innan um heiðið fólk. Margt er að skoða í Papey, bæði náttúru, dýralíf og mannvirki. Fuglabjörgin í Papey rísa mikilfeng- leg í nær 50 metra hæð en heimaey- in og aUar úteyjamar eru iðandi af fjölbreyttu fuglalífi og er selur á skerjum þar aUt í kring. Fuglalíf hefur aukist síðustu ár, því ekki er gengið á fugl eða egg. Sérstaklega hafa lundi og svartfugl aukið við- vem sína í eynni en að auki eru rita og fýU fyrirferðarmikU í björgunum. Lundinn hefur löngum haldiö sig út- eyjunum en hefur verið að færa sig yfir á heimaeyjuna síðustu ár. Mannvirkin í eynni eru ekki síð- ur athyglisverð en dýralífið. Þar er til dæmis að finna minnstu og elstu timburkirkju landsins, en hún er talin vera frá árinu 1807. Einnig er þar íbúðarhús sem Gísli í Papey byggði upp úr síðustu aldamótum. Uppi á HeUisbjargi, hæsta punkti Papeyjar, stendur svo siglingarvit- inn. Þaðan er gott útsýni yfír eyjuna og tU allra átta. En ekki em það bara aðsetur manna sem hægt er að heimsækja í Papeyjarferð. í svipmiklum kletti sem nefndur er Kastali er sagt að huldufólkið í Papey búi og rétt fyrir norðan bæinn Bjarg gnæfir hóU sem nefnist Einbúi. Talið er að hann sé kirkja huldufólksins. Ánægðir ferðamenn Að sögn Más Karlssonar, sem er einn þeirra sem reka Papeyjarferðir ehf., em ferðimar í Papey talsvert vinsælar bæði meðal innlendra og erlendra ferðamanna. „Fólkið sem hefur farið með okkur í þau fjögur sumur sem við höfum siglt út í Papey hefur látið mjög vel af ferðun- um. Það hefur sérstaklega orð á því að ferðimar séu bæði skemmtilegar og áhugaverðar," sagði Már í sam- tali viö DV. „Sérstaklega er gaman að heim- sækja eyjuna í góðu veðri, en eins íslendingar f bifiröfi vifi raftækjaverslun. Þafi er einnig hægt afi gera gófi kaup í New York en varast ber þó svindlara sem leynast vifia. A Hellisbjargi í Papey stendur sigl- ingavitinn sem byggfiur var árifi 1922. Þafian er gott útsýni yfir allt þaö sem eyjan hefur upp á að bjófia. DV-mynd Hafdís og gefur að skUja hefur veðrið tals- vert mikið að segja um það hvemig ferðimar ganga,“ segir hann jafn- framt. í sumar hefur veðrið ekki verið nógu hagstætt að hans mati: „Júní var ágætur, en júlí mun verri vegna veðursins. Ágúst hefur hins vegar verið mun skárri." Ferðimar út í Papey munu halda áfram tU 15. september, en þá verð- ur tekið vetrarhlé. Aftur hefjast svo siglingar þangað í lok mai á næsta ári. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.