Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 UV
12
^rirjj^áruin
Slapp með skrekkinn fyrir 15 árum þegar hann datt fimm metra niður um stigagang:
Kallaður Súperman á eftir!
„Ég var ekkert hrœddur og meiddi
mig ekki mikió," sagði Valdimar
Agnar Valdimarsson, átta ára gutti
úr Árbænum i upphafi baksíðufrétt-
ar í DV 13. ágúst 1983. Rætt var við
hann á Borgarspítalanum þar sem
hann lá eftir að hafa hrapað fimm
metra niður um stigagang í nýbygg-
ingu i Hraunbæ og hafnað á hand-
riði. Slapp Valdimar með skrámur
og eitt brotið rifbein og þótti hreint
kraftaverk að ekki skyldi hafa farið
verr. Litlu munaði að fallið yrði enn
lengra en þarna var Valdimar ekki
feigur.
„Ég var að elta pabba upp á þak
þrátt fyrir að hann hafði harðbann-
að mér það,“ sagði Valdimar er við
höfðum upp á honum í vikunni til
að rifja atburðinn upp. Faðir hans
er Valdimar Ásgeirsson málara-
meistari sem var að mála uppi á
þaki fjögurra hæða fjölbýlishúss við
Hraunbæ þegar slysið varð, skammt
frá heimili þeirra feðga. Valdimar
man þetta eins og gerst hefði í gær.
„Ætli ég hafi ekki farið til að taka
verkið út hjá honum. Fyrst datt ég í
gegnum plastgler
og tveimur metr-
um neðar var
glerrúða sem ég
fór líka í gegn-
um. Það var
ótrúlegt að ég
skarst ekki neitt
við það og lenti
síðan á magan-
um á handriðinu
efst í stigagangin-
um. Þar lá ég eins
og tuska þangað
til ég fór að leka
fram af. Ég var
eiginlega á leið-
inni niður á jarð-
hæð en náði að
grípa í handriðið
og hífa mig upp.
Ég skil ekki enn
hvernig þetta
tókst," sagði
Valdimar sem
hvorki fyrr né síð-
ar hefur orðið fyr-
ir öðru slysi.
Fréttin á baksíðu DV 13. ágúst 1983 þegar sagt var frá slysinu sem Valdimar lenti í. Hér liggur
hann á Borgarspítalanum með móður sína, Kolbrúnu Kristjánsdóttur, við rúmstokkinn.
Fimmtán árum síðar er Valdimar kominn með kærustu, hana Þóru Huld
Magnúsdóttur. Þau fara saman í Háskólann í haust, hann í stjórnmálafræði
og hún í sálfræði. DV-mynd S
Atti mjög erfitt með
andardrátt
Óhappið var fljótt að spyrjast út
og nokkrar vikur á eftir var Valdi-
mar kallaður „Súperman" af fé-
lögunum i hverfinu, maðurinn
sem flaug niður stigaganginn í
Hraunbæ! Hann sagði að skiljan-
lega hefði öllum brugðið sem sáu
þetta og ekki síst föður
hans.
„Hann gat
ekki farið sömu
leið niður og ég og
varð að taka
vinnulyftuna utan ksi
á húsinu niður. Það
tók óralangan tíma
og eðlilega var þetta
mikið sjokk fyrir
hann. Þetta leit heldur ekki vel út
í fyrstu. Ég man að ég átti rosa-
lega erfitt með andardrátt en man
ekki eftir miklum sársauka,"
sagði Valdimar en hann þurfti að
liggja á spítala í viku. Þar var
hann í nákvæmum rannsóknum
til að ganga úr skugga um að allt
væri í lagi. Á tímabili var talið að
hann þyrfti í aðgerð en svo fór
ekki.
Málari á sumrin
Að loknu grunnskólanámi í Ár-
bæjarskóla fór Valdimar að mála
hjá föður sínum og hefur gert það
öll sumur síðan með námi. Hann
er stúdent frá
Menntaskólanum
við Sund en sið-
asta vetur byrjaði
___ hann í stjórn-
málafræði í Há-
/ skóia ísiands
ATlll** og heldur þar
fgy * áfram í haust. Að-
spurður sagðist hann ekki
endanlega vera búinn að sleppa
taki á penslunum, hann myndi
búa að þeirri reynslu alla tíð. Nú
eru það stjórnmálin sem hann ætl-
ar að pæla í. -bjb
kfífam breytingar
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur i ljós að á
myndinni til hægri hefur fimm
atriöum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja
við þau með krossi á myndinni
til hægri og senda okkur hana
ásamt nafni þínu og heimilis-
fangi. Að tveimur vikum liðn-
um birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Hitachi-útvarpsvekjari frá
Sjónvarpsmiöstöðinni,
Síðumúla 2, að verðmæti kr.
3-490- «
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verð-
mæti kr. 1570, Sekur eftir Scott
Turow og Kólibrísúpan eftir
David Parry og Patrick Wit-
hrow.
Vinningarnir verða sendir
heim.
Merkið umslagiö með
lausninni:
Finnur þú fimm breyting-
ar?477
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Finnur þú fimm breytingar? 477
„Ég bjargaði þér fyrir horn, kæri lögregluþjónn. Hann
ætiaöi að ráðast á þig aftan frá!“
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir getraun
númer 475 eru:
1. verðlaun:
Alexander Már,
Mákabraut 6F,
230 Keflavík.
2. verðlaun:
Sunna Karen Jónsdóttir
Einholti,
755 Stöðvarfjörður.
METSÖLUBÆKUR
BRETLAND
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Arundhatl Roy: The God of Small
Things.
2. lan McEwan: Enduring Love.
3. Helen Reldlng: Bridget Jones’s Diary.
4. Irvlne Welsh: Filth.
5. Louis de Bernléres: Captains Corelli's
Mandoiin.
6. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha.
7. James Patterson: Cat and Mouse.
8. Clare Francls: A Dark Devotion.
9. Patrlcia Cornwell: Unnatural Exposure.
10. Danielle Steel: Special Delivery.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Frank Mccourt: Angela's Ashes.
2. Adellne Yen Mah: Falling Leaves,
3. Dava Sobel: Longitude.
4. Paul Wllson: The Little Book of Calm.
5. John Grey: Men Are from Mars, Women
Are from Venus.
6. Bill Bryson: Notes from a Small Island.
7. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun.
8. Craig Brown: The Little Book of Chaos.
9. Sebastlan Junger: The Perfect Storm.
10. Slmon Slngh: Fermat's Last Theorem.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Danielle Steel: The Kione and I.
2. Chris Ryan: The Kremlin Device.
3. Jeffrey Archer: The Eleventh
Commandment.
4. Bernard Cornwell: Sharpe's Truimph.
5. Terry Pratchett: The Last Continent.
6. Davld & Lelgh Eddlngs: The Rivan
Codex.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Mlchael Wood: In the Footsteps of
Alexander the Great.
2. Lenny McLean: The Guv'nor.
3. Paul Hoffman: The Man Who Loved
Only Numbers.
4. Anthony Beevor: Stalingrad.
5. Dirk Bogarde: For the Time Belng.
6. Jayne Rncher: Diana: Portrait of a
Princess.
(Byggt á The Sunday Times)
BANDARÍKIN
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Rebecca Wells: Divine Secrets og the
Ya-Ya Sisterhood.
2. Wally Lamb: She's Come Undone.
3. Terrl McMlllan: How Stella Got Her
Groove Back.
4. Arundhatl Roy: The God of Small
Things.
5. Caleb Carr The Angel of Darkness.
6. Nlcholas Sparks: The Notebook.
7. Patrlcla Cornwell: Unnatural Exposure.
8. Nora Roberts: Rising Tides.
9. Anne Rivers Slddons: Up Island.
10. Robert Ludlum: The Matarese
Countdown.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Rlchard Carlson: Don't Sweat the
Small Stuff and it's all small stuff.
2. Robert Atkln: Atkin’s New Diet
Revolution.
3. Sebastian Junger: The Perfect Storm.
4. Jon Krakauer: Into Thin Air.
5. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun.
6. Katharine Graham: Personal History.
7. Jon Krakauer: Into the Wild.
8. Drs. Mlchael R. & Mary Dan Eaden:
Protein Power.
9. Dave Pelzer: A Child Called .lt"
10. Dr. Andrew Weil: Elght Weeks to
Optlmum Health.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Tom Clancy: Rainbow Six.
2. Patrlcla Cornwell: Point of Origin.
3. Wally Lamb: I Know This much Is True.
4. Judy Blume: Summer Sisters.
5. Helen Reldlng: Bridget Jones's Diary.
6. Nicholas Sparks: Message in a Bottle.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Mltch Albom: Tuesday with Morrie.
2. H. Lelghton Steward: Sugar Busters!
3. Suzy Orman: The Nine Steps to
Financial Freedom.
4. Jimmy Buffett: A Pirate Look at Fifty.
5. Biil Bryson: A Walk in the Woods.
6. lyanla Vanzant: In the Meantime.
(Byggt á The Washington Post).