Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 JLlV 24 fájgamðtalið Guðmundur Felix Grétarsson sem missti báða handleggi er hann féll 8 metra niður úr rafmagnsstaur í vetur: Þann 12. janúar í vet- ur var Guömundur Fel- ix Grétarsson, 25 ára rafveituvirki, uppi í átta metra hœö að yfir- fara festingar á 11 þús- und volta raflínu meö félögum sínum í dreifi- kerfi Rafveitu Reykja- vikur við Lambhaga, skammt frá afeggjar- anum upp aö Hafra- vatni, viö Vesturlands- veg. Hann var í sambúö og faöir tveggja dœtra, 4ra ára og 3ja mánaöa. „Ef ég vissi hvað gerðist," segir Guðmundur sem nú er að stíga erf- ið skref „út í lífið“ að lokinni sjö mánaða sjúkrahúslegu - eftir að hafa misst báða handleggi og hryggbrotnað á fjórum stöðum hinn örlagaríka janúardag. Eftir að Guðmundur kom á sjúkrahús var honum haldið sofandi - frá því skömmu eftir áramótin og þar til hann vaknaði á ný - ekki.fyrr en í byrjun mars! Á tímabili var honum ekki hug- að líf. „Það eru línur þama í dreifikerf- inu upp frá ;sem koma sin úr hvorri áttinni jen liggja síðan sam- an,“ segir Guömundur. „Við vor- um að vinna jviö aðra línuna sem var straumlaús og jarðbundin. Ég var að klifra upp staurinn til að kanna hvort eitthvað hefði losnað. Einhvern vegin í ósköpunum álp- aðist ég að línunum þar sem þær liggja samán og tók utan um þá linu sem straumur var á. Báðir handleggimir brunnu og ég féll átta metra til jarðar." En Guðmundur var enn í þess- um heimi. Hélt meðvitund! Slysið varð á mánudegi. „Það síðasta sem ég man er frá laugardeginum á undan. Þá fórum við konan min í mat til vinkonu okkar. Ég man ekki eftir neinu sem gerðist á sunnudeginum og alls engu með aðdraganda slyssins. Jú, það er reyndar eitt atriði, vinnufélagi minn kom og heim- sótti mig nýlega. Þá rifjaðist það einhverra hluta vegna upp fyrir mér þegar ég lá á jörðinni og var að bíða eftir sjúkrabílnum." - Guðmundur, ertu að segja að þú hafir verið með meðvitund eftir að hafa fallið 8 metra, þú hrygg- brotinn á fjórum stöðum og báðir handleggir nánast brunnir af? „Já. Ég var með meðvitund og talaði við fólkið á staðnum þó ég muni ekkert eftir þessu. Þeir svæfðu mig síðan þegar ég kom upp á spítala. En það að ég var með meðvitund sýnir kannski að það sem heldur í mér lífinu núna er að það kom ekkert fyrir kollinn á mér þegar ég féll niður. Hryggur- inn á mér er allur spengdur, það eru bara efstu og neðstu hryggjar- liðirnir sem brotnuðu ekki. Síðan losnuðu rifbeinin einnig frá hryggjarsúlunni. Þegar mér var haldið sofandi virtist sem ég hefði engan mátt í hægri fæti því hann hreyfðist aldrei. En ég hreyfði vinstri fótinn. Það var því haldið að ég hefði misst máttinn í öðrum fætinum. En eftir að ég vaknaði kom máttur í þá báða - þeir sluppu alveg í slys- inu og mænan skaddaðist ekki þrátt fyrir að hryggurinn marg- brotnaði." Martraðir á gjörgæsludeild „Ég léttist um rúm 20 kíló á meðan ég lá á gjörgæsludeildinni,“ segir Guðmundur. „Ég var ekki nema rúm 40 kíló þegar ég vaknaði en var 65 kíló fyrir slysið. Nú er ég orðinn um 50 kíló. Það var byrjað að reyna að vekja mig á gjörgæsludeildinni sjö vik- um eftir slysið. Fyrstu tíu dagana eftir það man ég varla eftir neinu nema martröðum. Það tók mig viku til tíu daga að vakna vel. Ég man þó eftir að hafa talað við fólk- ið og því sem fór fram í kringum mig. Mér fannst ég samt vera allt annars staðar en á sjúkrahúsinu - jafnvel á skipi einhvers staðar úti í heimi. Dagana sem ég var að vakna fór ég smátt og smátt að átta mig á því sem hafði komið fyrir. Ég gerði mér þó alls ekki grein fyrir því strax. Hins vegar var ég svo „lyfj- aður“ að sjokkið kom ekki fyrr en síðar. í rauninni finnst mér erfiðasti tíminn að mörgu leyti í dag þegar Á slysstað þann 12. janúar síöastliöinn. Fallið var átta metrar. Spennan á iínunni var 11 þúsund volt. DV-mynd S Guðmundur Felix borinn inn í sjúkrabíl - hryggbrotinn á fjórum stöðum og með báðar hendur nánast brunnar af. DV-mynd S Guðmundur meö Hrafnhildi Þórs, móöursystur sinni, sem hefur veitt frænda sínum mikinn stuðning. Fjölskyldan er samheldin og hefur stutt vel við bakið á Guðmundi á síðustu 7 mánuðum - tíma sem hefur verið ákaflega erfiður - rúmir tveir mánuðir á gjörgæslu og fjórir og hálfur mánuður á deild 4A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. DV-mynd Teitur ég er kominn á fætur - farinn að reka mig á það sjálfur hvað ég er vanmáttugur. Á meðan ég var á spítalanum hugsaði maður í raun- inni þannig að mín vandamál væru vandamál læknanna og hjúkrunarfólksins - það væri bara séð um mann sem sjúkling. Núna fyrst er maður byrjaður að takast á við hlutina á eigin spýtur. Það má kannski lýsa þessu þannig að mað- ur sé búinn að vera að fá ný og ný sjokk.“ Erfið sár og sýkingar „Þegar ég vaknaði á gjörgæslu- deildinni var ekki búið að loka sár- unum á handleggjunum - beinend- arnir á stubbunum stóðu enn út í loftið. Það höfðu komið upp sýk- ingar sem áttu ítrekað eftir að gera vart við sig með tilheyrandi grefti í sárunum. Síðan var skinn tekið af lærinu og grætt á og allt saumað saman. Eftir þetta héldu sýking- arnar áfram að grassera. Nánast allan tímann, margar vikur og mánuði var ég á sterkum lyfjum. Þetta tók mjög langan tíma að gróa. Síðan fékk ég sýklabólgu i stúfinn hægra megin og það þurfti að stytta hann aftur - nú um tvo sentímetra. Þegar ég lá sofandi fyrstu mán- uðina var álagið á líkamann svo magnað og niðurbrotið svo mikið hjá rauðu blóðkornunum að það virðist hafa komið illa niður á lifr- inni. Læknamir óttuðust reyndar i byrjun að ég myndi ekki lifa af út af álaginu á nýrun. í vor hafði komið í Ijós að eins konar leiróhreinindi höfðu safnast fyrir í gallblöðrunni og gallgöng- unum. Þetta var allt orðið stíflað og tífalt. Á þessum tíma var ég að- eins byrjaður að læra að ganga upp á nýtt og botninn datt úr þeim framfórum. Ætlunin var eiginlega að ég færi í endurhæfingu á Reykjalundi strax í maí. En ég varð aftur að vera bara rúmliggj- andi í nokkrar vikur á meðan læknamir vora að skola þetta út. Það dróst og dróst að ég færi á fæt- ur og á Reykjalund.“ Afturkippur en áfram skröltir nann þó Guðmundur Felix útskrifaðist loks af Sjúkrahúsi Reykjavíkur í júlí til að fara í endurhæfingu á Reykjalundi. Hann taldi þá að „innri veikindum" sínum væri lok- ið, nú tæki við hin líkamlega þjálf- un. „í byrjun ágúst var ég byrjaður að fá aftur innvortis verki og hélt að þetta væri „leirstífla" á sama hátt og ég hafði verið að fá á sjúkrahúsinu. Síðan kom á daginn að það voru komnar einhverjar skemmdir í gallgöngin inn í lifr- ina. Þessu fylgir gula. Þú sérð hvemig ég lít út - ég verð víst að vera svona í einhverja mánuði í viðbót. Á meðan verð ég að passa mataræðið og má ekki drekka neinn bjór eða svoleiðis. Ég verð bara að horfast i augu við þetta og vera góður strákur á meðan. Læknarnir hafa reyndar gefið mér ágætar batavonir. En lifrar- skemmdir eru bara nokkuð sem lagast með tímanum." Stutt í brosið Guðmundur er nú í æfingum á Reykjalundi frá því á morgnana þangað til klukkan þrjú síðdegis: „Ég er að komast inn í alla hluti uppi á Reykjalundi núna. Nú stend ég ekki lengur í þessu veikindaves- eni eins og þegar ég var inni á spít- alanum. En þetta tekur allt tíma. Mér finnst ég að vissu leyti vera á byrjunarpunkti," segir Guðmund- ur. Þó svo að Guðmundur og fjöl- skylda hans hafi orðið fyrir alvar- legu áfalli er aldrei langt í brosið hjá þessum unga manni á meðan viðtalið fer fram. Ættingjar hans eru sammála um að þrátt fyrir allt haldi hann sinni léttu lund. Þegar rætt er um að sem standi megi hann ekki drekka bjór út af von- andi tímabundnum lifrarveikind- um færist t.d. tregablandið glott yfir andlit hans. Guðmundur með Diljá, yngri dótturinni. Myndin er tekin í maí þegar pabbi fékk aö skreppa heim af sjúkrahúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.