Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 48
)í'A9 í líVOlil
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá 1 síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 22. AGUST 1998
Tívolíhúsið í Hveragerði selt:
Verður flutt
áGadd-
staðaflatir
Húsið sem áður hýsti tívolíið í
Hveragerði hefur verið selt og verð-
ur flutt af staðnum á næstunni.
Kaupend-
urnir eru
nokkrir
hreppar í
Rangár-
valla-
sýslu
sem ætla
að færa
húsið á
Gadd-
staðaflatir þar sem það verður not-
, _ að m.a. sem sýningarhöll fyrir
' hestaíþróttir. Heimir Hannesson,
oddviti Djúpárhrepps, sem fjár-
magnar kaupin, segir að væntanlegt
sé hlutafélag nokkurra hreppa og
fyrirtækja sem kemur til með að
annast rekstur hússins. „Ætlunin er
að nýta þetta sem sýningarhús fyrir
hestaíþróttir en ef möguleiki er að
nýta þetta undir fleiri hluti, svo sem
tískusýningar og torfærusýningar,
þá kemur það einnig til greina,"
i segir Heimir. Kaupverðið er 5,8
milljónir og er gert fyrir nokkrum
•'SBtmilljónum við að rifa húsið niður
og færa það á áfangastað. „Þetta eru
nokkrir hreppar sem hafa oft verið
í samstarfi sem munu stofna hluta-
félagið og munu þeir finpússa hug-
myndina á næstunni og koma hús-
inu upp," sagði Heimir. -hb
Áttundu og síöustu Hálandaleikarnir
veröa haldnir á Víöistaðatúninu um
helgina. Þar munu fílefldir kraflajötn-
ar bítast um íslandspilsiö og er full-
víst aö ekki veröur gefinn þumlung-
"ur eftir. Leikarnir hefjast klukkan 3 í
dag, laugardag. DV-mynd Pjetur
FLOKKAST ÞETTA
Llí> EKKI UNDIR
PILSVARGA?
Einar Kristberg Sigurðsson, faðir Kristnýjar Huldar, heldur á henni á svölunum. A innfelldu myndinni er Kristný Huld viö opiö sem hún smaug í gegnum
áöur en hún hrapaöi þrjár hæöir niður á jafnsléttu. DV-mynd Teitur
Öryggismál fjölbýlishúsa víða í ólestri:
Horfði á barn hrapa
fram hjá glugganum
- mikil mildi að ekki fór verr, segir sjónarvottur
„Ég sá eitthvað falla fram hjá
glugganum mínum og var ekki
viss um hvort það væri barn. Ég
hljóp út á svalirnar og sá að þar lá
lítil stúlka fyrir neðan. Ég stirðn-
aði allur upp," segir Halldór Guð-
mundsson, íbúi í Þórufelli 6 í
Breiðholti, sem varð vitni að því
þegar tveggja ára gömul stúlka féll
af þriðju hæð fjölbýlishússins í
vikunni.
Stúlkan býr á Skagaströnd og
var hún gestkomandi í Ibúðinni
þegar atvikið átti sér stað.
Hún var að leik ásamt öðrum
börnum við svalir íbúðar á þriðju
hæð fjölbýlishússins þegar hún
stakk höfðinu út um steypt svala-
handrið og fór síðan í gegn með
þeim afleiðingum að hún féll niður
rúmlega 7 metra hæð og skall á
jörðinni. Að sögn sjónarvotta
missti telpan andann um hríð þar
til ungur bróðir hennar kom loks-
ins að og hnippti í hana.
Það varð stúlkunni til bjargar
að hún lenti ekki á þeim tvennum
svölum sem hún hrapaði fram hjá
og kom niður á grasflöt en skammt
frá stendur steyptur brunnur með
járnloki og er Ijóst að mikil mildi
var að ekki fór verr.
Að sögn Halldórs var hann sjálf-
ur með barn í Ibúð sinni og gat þvl
ekki hlaupið út. „Ég sat með
skjálfta í nokkra klukkutíma eftir
á. Þetta hefði alveg eins getað ver-
ið barnið mitt," segir Halldór.
Samkvæmt nýrri byggingar-
reglugerð sem gekk í gildi fyrr í
sumar mega op á svalahandriðum
aldrei vera breiðari en tíu sentí-
metrar en í umræddu tilviki er
breidd opsins hátt á sautjánda
sentímetra. Byggingar sem reistar
eru fyrir gildistöku byggingar-
reglugerða eru ekki háðar skilmál-
um þeirra.
Að sögn Herdísar Storgaard,
slysavarnafulltrúa barna, er tals-
vert algengt að ung börn lendi i
hremmingum vegna of breiðra opa
í svalahandriðum. „Það er fullt af
varasömum húsum sem byggð
voru áður en reglugerðir fóru að
taka á þessu nógu vel. Svo hafa
líka átt sér stað atvik innandyra,
þar sem börn hafa náð að pota lík-
amanum í gegn en hangið á höfð-
inu og nánast hengt sig," segir
Herdís.
„Að mínu mati ætti svona lagað
að vera afturvirkt, þetta er það
mikilvægt," segir hún enn fremur.
Að sögn Geirharðs Þorsteinsson-
ar, arkitekts hjá Skipulagi ríkisins,
er fátítt að ákvæði reglugerða séu
gerð afturvirk nema þegar um al-
varleg öryggisatriði er að ræða.
Geirharður segist ekki vilja tjá sig
um það í bili hvort gera ætti um-
rædda reglugerð afturvirka. -jtr
Hæglætisveður
um allt landið
Samkvæmt spá Veðurstofu
íslands fyrir morgundaginn og
mánudag eru horfur á hægri
norðlægri átt og björtu veðri
um land allt, einkum sunnan
til. Hiti verður á bilinu 10-18
stig.
Veðrið í dag er á bls. 49.